Morgunblaðið - 28.12.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1945, Blaðsíða 1
mmm ihyriiír í siíijr yið hOfimiixia Mynd í bragganum, þar sem lí k Kristjáns Guðjónssonar fanst í fyrrinótt. Örin bendir á þann stað, þar sem líkið á. Hefir verið stráð sagi á gólf braggans, þar sem blóðið var. Það eina, sem var inni í bragganum, voru borð þau, sem sjást á myndinui. Víraflækjurnar á borðinu eru gamlar rafleiðslur. — Ljósm. Mbl. Friðrik Clausen. Samkomulag náðist um mörg mikilvæg mál Árangursríkum utan- ríkisráðherrafundi lokið LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá REUTER. UTANRÍKISRÁÐHERRAFUNDINUM í Moskva er lokið. Tilkynning, 5000 orð, um störf fundarins og sam- þyktir, hefur verið birt samtímis í London, Washington og Moskva. Gert er ráð fyrir því, að sett verði á stofn sjerstök kjarnorkumálanefnd, sem starfi innan vjebanda bandalags sameinuðu þjóðanna. Ennfremur, að stofnuð verði Austur-Asíunefnd, sem hafi það hlutverk að endur- skipuleggja hernám og eftirlit í Japan. Þá er ráðgert að viðurkenna Koreu sjálfstætt ríki og ennfremur, að Bretar og Bandaríkjamenn viðurkenni ríkisstjórnir Rúmeníu og Búlgaríu. Kjarnorkumálanefnd. Tilkynningunni er skift í 8 kafla, og fjallar hinn síðasti um fyrirhugaða k j arnorkumála- nefnd. Öðrum meðlimum í ör- yggisráði bandalags sameinuðu þjóðanna, Frökkum og Kínverj um, verður boðið, þegar banda- lagið kemur saman á fyrsta fund sinn í janúaimánuði næst- komandi, að hefja með Rússum, Bretum og Bandaríkjamönnum undirbúning að stofnun nefnd- Eramh. á 2. síðu Sáilaumleifanir í (hunking London í gærkvöldi. ÞÆR FREGNIR hafa borist frá Chungking, að fulltrúar kommúnista og kínversku stjórnarinnar sitji nú á fundum til þess að ræða möguleika á því, að borgarastyrjöldinni, sem geisað hefir í landinu um hríð, verði hætt. Japanskir hershöfð- ingjar dæmdir í Singapore Singapore í gærkvöldi. í JANÚARMÁNUÐI hefjast í Singapore rjettarhöld í mál- um nokkurra japanskra hers- höfðingja, þar á rneðal Animura hershöfðingja, sem hafði yfir- umsjón með stríðsföngum í Malajalöndum. — Yamashita, yfirhershöfðingi Japana á Fil- ippseyjum, hefðL einnig verið dæmdur í Singapore, ef her- rjettur í Manilla hefði ekki þeg ar dæmt hann til dauða fyrir grimdarverk á Filippseyjum. — Frakkar vilja íhhit- un um Balkanmál París í gærkvöldi. FRANSKI utanríkisráðherr- ann hefir lýst því yfir, að franska stjórnin muni krefjast þess að fá fulltrúa á allar þær ráðstefnur bandamanna, þar sem málefni Balkanlandanna verða rædd. Talið er, að yfir- lýsing þessi hafi verið út gefin vegna ákvarðana þeirra, sem teknar voru á fundi utanríkis- ráðherranna varðandi málefni Búlgaríu og Rúmeníu. Lík Kristjáns Guðjóns- sonar prentara fanst illa leikið í auðum bragga Lögreglan leitar morðingjans HRYLLILEGT MORÐ var framið hjer í bænum á ann- an jóladag. Um miðnætti í fyrrinótt fannst, af tilviljun, lik Kristjáns Guðjónssonar prentara í opnum og auðum bermannaskúr niður við höfn. Yoru miklir áverkar á höfði líksins. Það hafði verið fært úr yfirfrakka og jakka og merki sáust um að leitað hefði verið í vösum. Ekki var Kristján þó með neitt fjemætt á sjer. Til þessa er það eitt vitað um férðir Kristjáns heitins þenna dag, að hann fór að heiman frá sjer, Traðarkotssundi 3, klukkan um 3 e. h. og að síðast varð hans vart á heimili kunningja hans klukkan um 4,30. Líkið fannst í bragganum um miðnætti og var það þá stirðnað og kalt. Er ekki hægt að segja með neinni vissu, hvenær hann hefir dáið, en það hefir verið einhvern tíma eftir klukkan fimm. Seint í gærkvöldi hafði lögreglunni ekki tekist að fá neinar þær upplýsingar, sem gætu bent til þess hver morðinginn er. En hitt þykir líklegt, að morðinginn muni hafa ætlað að ræna Kristján, eða að morðið hafi verið framið í einhverju æði. Rannsóknarlögreglan hefir óskað eftir samvinnu amerísku og bresku lögreglunnar við rannsókn þessa morðmáls. Kristján Guðjónsson. Fulllrúar Hollend- inga ræða við Altlee London í gærkvöldi. FULLTRÚAR hollensku stjórnarinnar, sem nýkomnir eru til London til viðræðrta við bresku stjórnina um Indonesíu- mál, ræddu í dag við Attlee for sætisráðherra Breta. Sendi- nefndin er undir forustu for- sætisráðherra Hollands. Líkið finst. Það var klukkan 12.15 eftir miðnætti í fyrranótt, að maður nokkur kom á lögreglustöðina og tilkynti, að hann hefði fund ið lík af manni í auðum og opn um hermannaskúr niður við höfn. Hann kvaðst hafa farið inn í skúr þenna af tilviljun og kveikt á eldspítu, og sá hann þá líkið. Rannsóknarlögreglan fór þá þegar á staðinn ásamt hjeraðslækni. Braggi sá, sem líkið var í, er einn af fimm bröggum, sem reistir voru styrjaldarárin í svo nefndu saltporti, sem Kveldúlf ur á. Er port þetta beint á móti Sænska frystihúsinu. Snýr bragginn frá austri til vesturs. Onnur hlið braggans er að mestu opin. Inni í bragganum hagar svo til, að þar eru borð meðfram endilöngum hliðum hans og ennfremur fyrir end- anum, sem veit móti vestri. Þar inst inni lá lík Kristjáns á bakinu. Það hafði verið klætt úr yfirfrakka og jakka og lágu þeir framarlega á borðinu í bragganum, hægra megin, þeg- ar komið er inn. Sleginn með barefli. Kristján heitinn hafði fengið Framh. á 12. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.