Morgunblaðið - 30.12.1945, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. des. 1945
MORGUNBLAÐIÐ
7
Verslunarmdlin 1945
Framh. af bls. 6.
magni og verðmæti. Lætur
jiærri að fyrir hvert kg. hafi
ífengist um það bil kr. 5,30,
log sýnir það betur en flest.
annað, í hvaða sjálfheldu kjöt.
lútflutningur vor er kominn,
tef miðað er við eðlilega versl-
mnarháttu, og verðum vjer að
horfast í augu við þann mögu-
leika ,að nájst fulkominn ár-
angur á verslunarmálaráð-
stefnu þeirri, er væntanlega
verður haldin í sumar í kjöl-
ífar Bretton Woods samkomu-
lagsins, þá verði samskonar
„dumpingpolitík“ fordæmd
með öllu.
Eins og að framan greinir,
rákum vjer á árinu 1944 út-
[flutningsviðskipti við 8 lönd,
en tvö þeirra keyptu 99%
allra útflutningsverðmæta. Nú
þegar er svo komið, að kaup-
(endur ísl. afurða eru orðnir
þrettán. Frakkland og Dan-
jnörk hvort um sig hafa keypt
(vörur af oss fyrir rúmar 13
jnilj. króna, en Svíþjóð fyrir
12 milj. króna. Meiri hluti
þess útflutnings, sem farið hef-
ir til Danmerkur, mun þó vera
endurútflutningUr, og gefur
þessi tala því enga hugmynd
ium kaup Dana á ísl. afurðum.
Bretland, sem ý, síðastliðnu
jári, keypti ísl. afurðir fyrir
j'úmar 216 milj. kr., hefur ein-
ungis keypt á þessu ári fyrir
174,5 milj. kr., en hinsvegar
hafa afurðakaup Bandaríkja-
|manna aukist um liðlega 3,3
Imilj. kr., og ætti það að vera.
oss hvatning til ítrustu at-
jhugunar á möguleikunum fyr-
jr aukningu þeirra viðskipta,
|þar sem dollarinn verður senni:
lega enn um stund sá gjald-
miðill, sem verður oss nauð-
synlegastur í innflutningsversl
inn vorri, en auk þess ætti slíkt
etórveldi að geta orðið varan-
Regur framtíðarmarkaður’ fyr-
5r ísl. afurðir, samtímis því,
sem vjer gætum keypt ýmsar
þandarískar vörur áfram, eins
og vjer höfum gert undanfar-
Stndi styrjaldarár.
1 þessum hugleiðingum um
útflutningsverslunina hefur
þeirri reglu verið fylgt að
jnestu að forðast notkun talna,
en, ef einhverjum skyldi leika
Riugur á, að gera samanburð
'n einstökum útflutningsvör-
pm, þá fylgir með greinar-
(korni þessu skýrsla yfir
Imagn og verðmæti útfluttra
vara fyrir tímahilið jan.—nóv.
3945, með samanburði á út-
jflutningi jafnlengdar ársins á
inndan.
Þegar litið er á heldarnið-
lursitöðUtölur fyrir útfluttar
iafui'ðir á árinu, verður ekki
lannað sagt, en, að útflutnmgs-
verslunin hafi gengið sæmi-
lega vel, enda þótt verslunar-
jöfnuðurinn sýni rúmlega 34
miilj. kr. umfram-innflutning.
Bennilega verður að telja, að
lum þó nokkrum umfram-inn-
f'lutning verði að ræða á næstu
lárum, og er það einungis rök-
j jett afleiðing þeirrar stefnu,
er eðlilegust hefur þótt, sem
sje þeirrar, að festa erlendu
ínneignirnar í fjármunum í
landinu sjálfu, í stað þess að
[gerast lánadrottinn annara
líkja.
I
Jnnflutningurmn.
| SJÁLF skipan þessara mála
hjer heima hefur verið með
líkum hætti og hin styrjaldar-
1 árin. Viðskiptaráðið hefur
haft sömu afskipti og áður,
bæði af leyfisveitingum, verð-
lagi og flutningum, en hins-
|Vegar hafa bein afskipti þess
af innkaupum farið þverrandi,
þar sem yfirlýsing var gefin
á árinu, að opinberir aðilar
| mundu ekki lengur hafa for-
gang fram yfir einstaklinga
bða önnur fyrirtæki.
Að tilhlutan viðskiftaráðs-
ins var samin innflutningsá-
' ætlun, sem íithlutunaryfir-
>*öld Bandaríkjanna höfðu að
einhverju leyti til hliðsjónar
Jvið úthlutun kóta á einstökum
jvörutegundúm til landsins, en
leftir því sem á leið árið voru
kvótar þessir lagðir niður og
einstaklingum gefið frelsi til
að afla þessara vara eftir
bestu getu.
Þrátt fyrir það frjálsræði er
jþannig hefir skapast í Banda-
ríkjunum, hefur þeirri stefnu
'verið" fylgt í öllum dollaraleyf
jsveitingum að gæta hinnar
ítrustu varúðar, enda er nú
málum þannig komið að óðum
' géngur á þann dollaraforða,
er vjer höfum til yfirráða til
venjulegs vöruinnflutnings,
en full ástæða er til að ætla að
þær duldu tekjur, sem landið
hefux haft vegna veru setu-
liðsins* hverfi að mestu nú á
næstunni.
I Láta mun nærri að dollara-
forði vor til venjulegra jnn-'
kaupa nemi í ársl. ea. 35 millj.
króna. Sje gengið út frá, að1
útflutningur til Bandaríkj-
anna verði svipaður á næsta
ári þ. e. \un 25 millj. kr. og
bkki fáist dollarar með öðrum
hætti, felur það í sjer það, að
stórlega verður að draga úr
innkaupum þaðan og beina
þeim til annara landa, án til-
jlits til annara aðstæðna, en á
'þessum málum verður vonandi
ráðin sú bót á sumri komandi,
að lagður verður grundvöllur
að marghliða viðskiptum í stað
vöruskiptaviðskipta í þröngri
Jnerkingu þess orðs.
Þau sjónarmið, sem ríkt
hafa í leyfisveitingum fyrir
vörum frá Bandaiúkjunum,
ihafa sömuleiðis gilt,, hvað ölL
önnur lönd snertir, er krafist
hafa dollaragreiðslna. Hvaði
leyfisveitingar í sterlingspund
um áhrærir, er það hinsv'egar
að segja, að þær hafa verið
að mestu leyti formsatriði
leitt, því að rnenn hafa yfir-
leitt fengið þau sterlingspund,
er þeir hafa þurft á að halda
og talið sig geta fengið vör-
ur fyrir.
Ekki verður annað sagt, en
að vöruútyegun til landsins
hafi gengið að óskum á árinu,
og enda þótt skipakostur væri
ýmsum erfiðleikum háður
fyrri helming ársins, rættist
þó jafnan úr því vandamáli
betur en á horfðist, fyrir milli
göngu sendiherrans í Was-
hington.
Enginn vöruskortúr gerði
Vart við sig á árinu, en ein-
stakar vörutegundir voru ó-
fáanlegar um stundarsakir,
eða milli skipakoma, og olli
það auðvitað oft bagalegum
töfurn í framkvæmdum ríkis
og einstáklinga.
Innflutningsverslunin nam á
árinu kr.: 276,3 millj. og skipt
ist nú á 18 lönd. Bandaríkin
og Bretlands, sem seldu oss
85% allra aðkeyptra vara
1944, seldu oss á þessu ári
sambærilega hundraðstölu eða.
84,7%, og hefur þó verðmæti
innfluttrar vöru stigið á þessu
ári um rúmar 57 millj. kr.
Auk Bandaríkjanna og Bret-
lands áttum vjer all-umfangs-
Jnikil innflutningsviðskipti við
Kanada, Svíþjóð, Sviss, Bras-
iliu og Danmörku.
Af innfluttum vörum ber
ínest á þessum flokkum: álna-
vöru, trjáviði, vefnaðarvöru,
vjelum og áhöldum, rafmagns
vjelum og áhöldum, vögnum
bg flutningatækjum, korn-
vöru, kolum og koksi, brenslu
olíu og sementi.
I skýrslu þeirri, er fylgir
Jneð til skýringar innflutn-
ingnum, hafa allir skyldir fl.
verið sameinaðir, en engu að
síður gefur Jiún hugmynd um
þá Ijreytingu, er orðið hefur
á hinum einstöku stærri fl. á
árinu.
Athyglisverðustu breyting-
arnar eru stóraukinn innflutn
ingur á kornvöru, bæði að
magni og verðmæti, og mun
fóðurþörfin á komandi vetri,
tef til vill eigæsinn þátt í því.
Þá hefur og innflutningur alls
konar kapitalvöru aukist til
muna, og stendur það í beinu
sambandi við nýbyggingará-
forma ríkisstjórnarinnar og
einstaklinganna. Þannig hef-
ur innflutningur vjela og á-
halda, vagna og flutninga-
tækja aukist um 19 millj. kr.
Og á byggingarefni: timbri,
sementi og járni um tæpar 12
millj. kr. Er ekki ósennilegt,
að innflutningur þessara vöru
tegunda aukist enn til muna á
komandi ári og auk þess.má,
géra ráð fyrir, að framkvæmd
nýbyggingaráformanna og sú
breyting á starfsháttum
Jnanna, er þau hljóta að hafa
í för með sjer, geri sömuleið-
is nauðsynlegan aukinn inn-
flutning ýmislegra matvæla,
sem greiðast síðar með aukn-
Um útflútningi vorum.
í lögunum um viðskijDtaráð
var svo kveðið á, að það skyldj
lagt niður að 6 mánuðum liðn
um frá styrjaldarlokum. Áð-
Ur en þeir voru liðnir fram-
lengdi Alþingi starfstíma við-
skiptaráðsins til 1. des. þ. árs.
Lögum þessum var síðan
breytt, í lok nóvembermánað-
ar og þann 1. des. tók hið!
nýja viðskiptaráð til starfa,
og höfðu þá nokkrar grund-
vallarbreytingar verið gerðar
á því.
Er með lögiim þessum dreg-
ið á ýmsan hátt úr starfsemi
viðskiptaráðsins, og gei’t ráð
fyrir því, að ýmsar vörur, sem
fáanlegar eru gegn sterlings-
pundurn verði frjálsar. Eún,
sem komið er hefur þó enginn
listi yfir slíkar vörur verið’
sbirtur, og mun í því sambandi
ráða sú óvissa er virðist ríkja
sem stendur í sölumálum vor-
um. Hinsvegar er því ekki aö
leyna að sú stefna, sem ligg-
ur til grundvallar þessari laga
setningu er í ]>eim anda, sem
Bretton Woods tillögurnar
bera með sjer, þar sem tilgang
ur þéirrá tillagna er að ryðja
úr vegi öllum hindrunum á,
frjálsri, vaxandi alheims-
verslun, hvort heldur þeir eru
greiðslu- eða fjármálalegs
eðlis.
Með árinu, sem er að ganga
i garð, hefst nýr þáttur í versj
unarmálum vorum. Frjáls full
vakla þ.jóð tekur sjer sæti á
bekk með öðrum þjóðum, stað
ráðin í því, að hefja lífsbar-
áttu sína upp á við, eins og
frekast eru tök á. Aðstaða
|okkar Islendinga, sem ein-
skorðað hráefna- og matvæla-
framleiðslu land, háðara dutí
Ungum heimsviðskiptanna en
flest önnur lönd, er vissulega
erfiðari á margan hátt en af-
staða annara landa, en það er
bjargföst trú vor, að um leið
og hin friðsamlega endurupp-
bygging hinna herjuðu landa
hefst fyrir alvöru, þá verði og
hafin markviss tilraun til þess>
að koma betri skipan á al-
þ.jóða verkaskiptingu og und-
inn bráður bugur á því að
byggja upp eðlileg milliríkja-
viðskipti. sem leyfa oss að
teinbeita kröft’um vorum að
þeirri framleiðslu, er best
hentar landskostum vorum.
Verði eðlilegum milliríkja-
viðskiptum búið slíkt svig-
rúm, þurfum vjer engu að
kvíða um framtíð íslenskrar
verslunar. Þjóðin mun af eig-
in rammleik geta nýtt nátt-
úruauðlindir sínar og aflað
þeirra matfanga, er miðin frek
ast leyfa, en með hagnýtingu
ríkjandi tækni fullnægt ósk-
.um markaðslanda vorra.
Innflutningur jan.—nóv. 1944 og 1945.
Jan.—nóv. 1945. J an.—nóv 1944.
Vörutegundir. Tonn Millj. kr. Tonn Millj. kr.
Kornvara 23,615 15,117 16,869 11,819
Sykur 3,358 3,174 5,798 5,264
Kaffi og kryddvörur .... 1,109 3,043 1,006 2,543
Ávextir 2,505 6,619 1,97-0 6,370
Grænmeti 2,587 3,678 4,335 4,004
Vefnaðarv., tilb. föt o. fl. 2,148 43,015 1,852 38,725
Skófatnaður 309 7,568 326 7,082
Byggingarefni 75,540 37,220 49,443 25,563
Eldsneyti 138,424 25,422 154,268 24,126
Vjelar og áhöld 5,038 32,892 2,742 21,593
Vagnar og flutningatæki ., 3,220 14,011 836 5,699
Áburður 6,420 3,464 4,788 3,168
Fóðurv., önnur en kornv. 2,025 1,084 225 149
Ungling
vantar til að bera biaðið til kaupenda við
Óðinsgötu
LeifsgÖtu
Ingólfsstræti
Langholtsveg
Talið strax við afgreiðsluna. Sími 1600.
llakik
or9
"••*•**»..— ^
? J
ROSSE &
LACKWELLS
*»«■ FOOD PRODUCTS
(OKDiMENTS & DElECACiES
koma .
,C3--
MEÐ ^
^UM