Morgunblaðið - 05.01.1946, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. jan. 1946
Framsóknarmaður nær aldrei
framar kjöri í Reykjavík
ReynsSa Reykvíkinga af Fram-
sókn of dýru verði keypt
Merkileg grein um
endalok mannkynsins
Tíminn er öðruhvoru að segja
frá því, að Framsóknarmenn
ætii að bjóða fram til bæjar-
stjórnar hjer í bæ að þessu
sinni. Auðsjáanlega heldur
blaðið, að bæjarbúum þyki
þetta mikil tíðindi og lætur nú
sem velferð Reykjavíkur sje
undir því komin, að Framsókn
megi eflast sem mest.
Sannleikurinn er sá, að
Reykvíkingar láta sjer það í
ljettu -rúmi liggja hvort Fram-
sókn býður fram eða ekki.
Ovildin enn hin sama.
Allir vita, að lítið fylgi átti
hún síðast, en minna verður
fylgi hennar að þessu sinni.
Sem betur fer hafa þó valda-
menn hennar ekki haft veru-
lega aðstöðu til þéss á síðari
árum að sanna með verkum
sínum sinn gamla óvildarhug
til bæjarins. En minningin um
öll skemdarverk þeirra í garð
Reykjavíkur er óhagganleg í
huga bæjarbúa. Enda hafa þeir
enn sýnt hin síðari ár, að þar
sem þeir hafa getað höndum
undir komist, hefir hugurinn
verið hinn sami og áður.
Mjólkurmálin hafa undir for
ustu' klerksins á Breiðabólsstað
komist í slíka niðurníðslu, að
vafasöm hollusta þykir að
drekka mikið af mjólkinni,
þeim drykk, sem ella er hinrf
heilsusamlegasti af allri fæðu,
sem hjer á landi er framleidd.
Hinn nýi framkvæmdastjóri
Mjólkursamsölunnar er að vísu
góður og gegn maður. En auð-
vitað á það langt í land, að hon-
um takist að bæta úr öllum
þeim mistökum, sem áður var
búið að gera.
Mjólkurstöðin, sem lofað var
á árinu 1942 éða ’43, er ekki
komin upp enn og ekki horf-
ur á að það verði fyrr en í
fyrsta lagi síðast á þessu ári,
Þar um er eingöngu að kenna
handvömm formanns og fyrv.
framkvæmdastjóra Mjólkur-
samsölunnar. Mun það mál
sennilega verða rafkið nánar
síðar og skal því ekki farið
frekar út í þá sálma nú.
Framsókn gerir
öllum illt.
Frammistaða forkólfa Fram-
sóknarflokksins í mjólkurmál-
inu er þeim mun óskiljanlegri,
sem Sæmileg forsjá þeirra mála
er vissulega ekki síður hags-
m^namál bænda en Reykvík-
jnga. Skiljanlegt væri, að Fram
sókn, sem þykist vera bænda-
flokkur, hefði stjórnað þessum
málum frekar til hagsbænd-
nm, heldur en íbúum Reykja-
víkur. En því fer fjarri, að svo
sje. A málinu hefir verið hald-
ið jafn illa fyrir báða.
Þó að Framsóknarmenn hafi
látið hafa eftir sjer, að óhrein-
indin væri fullgóð í kerling-
arnar í Réykjavík, þá bitnar
slíkur hugsunarháttur ekki að-
eit^s á Reykvíkingum, börn-
um og konum jafnt sem körl-
um, heldur að lokum ekki síst
á bændunum sjálfum. Óvildar-
stefna sú, sem Framsókn reyn-
ir að skapa milli bæjar og
sveita, er öllum jafnt til bölv-
unar. Og þó að bændur lands-
ins hafi því miður enn ekki til
fulls áttað sig á þessu, þá er
alveg víst, að Reykvíkingar
hafa skilið það fyrir löngu.
Voru flatir fyrir
kommúnistuml
Framsóknarmenn munu að
þessu* sinni sennilega heldur
sneiða hjá að tala um ágæti
sitt í mjólkurmálunum eða önn
ur afrek í þágu Reykjavíkur.
Af blaði þeirra er ljóst, að
höfuð-ásökunarefnið á að vera
það, að Sjálfstæðismenn og þá
einkum Bjarni Benediktsson
borgarstjóri sjeu um of seldir
undir kommúnista, og eina ráð-
ið til að bjarga bænum úr
greipum kommúnista sje því
það að láta Framsóknarmenn
fá völdin. Þetta er gert alveg
jafnt fyrir því, þótt Þjóðvilj-
inn hafi nú mánuðum saman
ekki haft annað áhugamál
meira en níða og svívirða
Bjarna Benediktsson á alla
lund. Og þótt Sjálfstæðisflokk-
urinn sje eini íslenski stjórn-
málaflokkurinn, sem hefir tek-
ið upp markvissa og ókvikula
baráttu gegn stefnu kommún-
ista.
Einlægnin í öllu þessu skrafi
Framsóknarmanna kemur í ljós
þegar athugað er, að enginn
stjórnmálaflokkur hefir legið
svo marflatur fyrir kommún-
istum sem einmitt Framsókn.
Kommúnistar settu það sem
eitt af skilyrðum fyrir stjórn-
arsamstarfi við Framsókn, að
Jónas Jónsson væri sviptur
völdum innan flokksins. Enda
þótt kommúnistar settu þessa
kröfu fram á hinn mest auð-
mýkjandi hátt fyrir Framsókn,
þá beið hún ekki boðanna, held
ur fullnægði þessum úrslita-
kostum við fyrsta tækifæri.
Þegar grillti í völdin, þó að
í nokkri óvissu væri, þa þorðu
leiðtogar Framsóknar að fram-
kvæma þau óhappaverk, sem
hugurinn lengi hafði staðið til.
Vita og allir, að Framsókn gekk
árum saman á eftir kommún-
istum með grasið í skónum, til
að biðja þá um stjórnarsam-
starf. Út af fyrir sig stóð held-
ur ekki á viljanum hjá komm-
únistum. Heldur skorti þá kjark
inn. Kommúnistar vissu sem
var, að hver sá flokkur, sem
starfar með Framsókn, verður
þegar af þeirri ástæðu tor-
tryggilegur 1 augum Reykvík-
inga og fjölda annara lands-
manna. Og kommúnistar töldu
sig ennþá ekki nógu sterka til
þess að taka við því áfalli, sem
af slíku samstarfi hlyti að leiða.
Alveg eins og kommúnistar
telja sjer núverandr stjórnar-
samstarf helst til ágætis. Á
sama hátt vissu þeir, að ef þeir
gengi í bandalag við Framsókn-
arflokkinn, þá mundi það verða
þeim til áfellis umfram alt
annað í augum Reykvíkinga.
Slíkur er munurinn á afstöðu
Reykvíkinga til Sjálfstæðis-
flokksins annarsvegar og Fram
sóknar hinsvegar.
Völdin eru það eina,
er þeir girnast.
Reykvíkingar vita einnig
ósköp vel, að hið eina erindi,
sem Framsókn telur sig nú
eiga inn í bæjarstjórn, er að
reyna að fara að versla þar við
kommúnista um hagsmunamál
bæjarins, og skapa þar með
skilyrði fyrir því, að koma nú-
verandi stjórnarsamstarfi fyrir
kattarnef, en skapa á ný hinn
gamla glundroða, sem Fram-
sókn helst kýs í málefnum
landsins.
Þessi tilgangur Framsóknar
er augljós af mörgu, meðal ann
ars því, að Pálmi Hannesson
rektor mun eiga að verða efsti
maður á lista Framsóknar. Er
þó vifað, að af öllum Fram-
sóknarmönnum er Pálmi, næst
Páli Zóphóníassyni, hneigðast-
ur undir yfirráð og fyrirmæli
kommúnista. Hefir það marg-
sinnis komið í ljós, meðal ann-
ars á þessu hausti, þegar Pálmi
rektor var sá eini af útvarps-
ráðsmönnum, sem ekki fjekst
til að taka hreina afstöðu gegn
ásókn kommúnista til að mis-
nota útvarpið til einhliða áróð-
urs fyrir stefnu sína.
Það er alveg víst, að Reyk-
víkingar treysta slíkum manni
ekki til að verða neinn skjól-
garður gegn ásókn kommúnista,
eins og Framsóknarflokkurinn
þykist nú ætla að láta Pálma
verða. Hitt er ljóst, að engir
eða fáir mundu verða fúsari
en hann til að snúast gegn heil-
brigðri stjórn Sjálfstæðismanna
á bænum og stuðla að rauðri
samstjórn innan bæjarstjórnar-
innar meginþorra Reykvíkinga
til óþurftar.
Sem betur fer er engin hætta
á því, að til slíks komi. Það
þarf enga persónulega ótrú á
Pálma Hannessyni til að það
sje alveg örugt, að hann verð-
ur aldrei bæjarfulltrúi í Reykja
vík á meðan hann er Fram-
sóknarmaður. Þó að framtíðin
sje óviss um margt; þá mun
það þó einna seinast bera við,
að yfirlýstur Framsóknarmað-
ur verði á ný kosinn í bæjar-
stjórn Reykjavíkur.
Gullfoss kominn
til K.hafnar
Einkaskeyti til Mbl.
Khöfn í gær.
GULLFOSS, hið gamla og
góða skip Eimskipafjelagsins,
sem fanst í Kiel, kom í nótt
hingað til Kaupmannahafnar.
Flafði skipið verið dregið hing-
að. Liggur það nú á ytri höfn-
inni. Alt lauslegt hefir verið
tekið úr skipinu og þarfnast
það gagngerðrar viðgerðar.
— Páll.
í DESEMBERHEFTINU af
tímaritinu Light, s. 334, er get-
ið um grein eftir H. G. Wells,
sem heitir „Life and Man’s Fu-
ture“, og virðist vera mjög
merkileg, einsog búast mátti
við, en allmjög vanmetin af
þeim, sem um hana skrifar í
Light, og lætur þess, því mið-
ur, ekki getið, hvar grein þessi
hefir komið. En hann tilfærir
þessa setningu úr henni: „This
world is at the end of its tether,
and the end of everything we
call life is close at hand and
cannot be evaded: Skeiðið er,
að því er þessa jörð snertir,
bráðum á enda runnið, og enda-
lok alls þess, sem vjer köllum
líf, skamt undan og óumflýj-
anleg“.
Því verður ekki neitað, að
hinn mikilvirki og stórkostlegi
rithöfundur, sem var lærisveinn
Th. H. Hipxleys, og tók próf í
náttúrufræði með ágætum vitn
isburði, er þarna í mesta lagi
bölsýnn; en þó virðist mjer það
vera mikill misskilningur hjá
þeim, sem um greinina skrifar
í ,,Light“, að þarna sje ekki um
annað að ræða en elliglapSýn
og þröngsýni skáldvitringsins,
sem að vísu er nú gamall orð-
inn, á 80. ári. En slíkum mönn-
um vex nú einmitt viska með
árum, og bölsýni Wells virðist
vel skiljanleg. Hann hefir hugs
að svo hátt um möguleika
mannlegrar framtíðar, og með
ritum sínum hefir hann reynt
að greiða fyrir þessari betri
framtíð, sem hann taldi að orð-
ið gæti. Og nú virðist honum
sem ekkert hafi áunnist. Grimd
in og miskunnarleysið er það
sem allra ljótast hefir verið í
fari mannanna, og fyrir ekki
mörgum á^atugum var alment
litið svo á, sem hið versta af
því tagi mundi vera að baki.
En tíðindi þessara síðustn tíma
hafa leitt í ljós, að því fer
fjarri að svo sje. Það virðist
jaínvel svo, sem miskunnar-
leysið hafi aldrei komist á
hærra stig, og aldrei hefir ann-
ar eins mannfjöldi þjáðst og
örvænt einsog einmitt á þess-
um síðustu tímum.
Nokkur þekking, sem til
skamms tíma var ekki til, ger-
ir oss mögulegt að segja með
fullri vissu, að feigðarspá hins
mikla skálds er engin missýn-
ing, heldur mundi sönn reyn-
ast, ef ekki ber eitthvað það til
tíðinda, sem engin von er til
að hann hafi komið auga á.
Þegar vjer höfum uppgötvað
hinar tvær stefnur verðandinn-
ar, helstefnu og lífstefnu, þá
þarf ekki að því-að spyrja, á
hvorri leiðinni mannkynið er,
og þá heldur ekki að því, að
vís glötun er framundan, ef
ekki verður breytt um stefnu.
En enginn vísir þeirrar stefnu-
breytingar virðist vera fyrir
hendi ennþá, og sá stórkostlegi
eðlisfræðilegi þekkingaTauki,
sem menn eru nú svo hrifnir
af, virðist helst líklegur til að
flýta fyrir hinu gersamlega
niðurfalli menningarinnar, sem
af næstu heimsstyrjöld mundi
leiða. En einsog enn horfir, má
segja þá styrjöld fyrir, íneð
stjörnufræðilegri vissu. Trú-
vakningar eftir gömlum fyrir-
myndum, sem nú þegar er far-
ið að bera allmikið á, mundu
engu áorka um að koma í veg
fyrir styrjaldir. Trúin hefir
aldrei neinni styrjöld afstýrt,
en mörgum valdið. Það sem
,þarf er svo aukin þekking í
heimsfræði og líffræði, að á
þeim þekkingarauka megi
byggja nægilega fullkomna
lífernisfræði. Menn ganga ekki
viljandi framaf björgum, af
þeirri ástæðu einni, að þeim
er fullkomlega ljóst, hvað af
því mundi hljótast. Og þegar
mönnum verður orðið nægilega
ljóst, hver er tilgangur lífsins,
og hverjar afleiðingarnar af
því að lifa ekki samkvæmt þeim
tilgangi, þá mun öllum kröft-
um mannkyns verða beitt til að
ná því takmarki, sem ekki
næst, fyr en alt, sem illindi
heitir, grimd og miskunnar-
leysi, er fullkomlega úr sög-
unni, en sannleikurinn í há-
vegum hafður.
Skrifað skemsta daginn,
22. 12. ’45
Helgi Pjeturss.
★
EFTIRMÁLI.
Það mun, ef til vill, geta orð-
ið nokkur hjálp til að skilja, að
það er ekki nein markleysa,
sem jeg er að fara með, ef jeg
læt þess getið, að jeg hefi sagt
fyrir báðar heimsstyrjáldirnar.
í apríl 1914 skrifaði jeg, að al-
veg væru yfirvofandi verri
stórtíðindi en orðið hefðu áður
í sögu mannkynsins; og í árs-
byrjun 1922 ljet jeg í ljósi á-
giskun þess efnis, að önnur
heimsstyrjöld mundi verða fyr-
ir 1950, og stórum verri en hin
fyrri (sjá Nýal, s. 443). En
eins og allir vita nú, var eyði-
leggingarmáttur herjanna í
þessari síðari styrjöld, með ó-
líkindum miklu meiri, en í
hinni fyrri. Og er þó nú þegar
vitað, að sá munur mundi hafa
vaxið ennþá miklu méir í hinni
þriðju. Ekki virðist auðvelt að
skilja, hvernig nokkur getur
efast um, að friðartímabilið
milli heimsstyrjalda kunni þó
að verða lengra, ef einungis
þær þjóðir, sem ólíklegastar
eru til að hefja ófrið, eiga þess
kost -að beita því vopni, sem
svo miklu voðalegra er, en
nokkur, sem notuð hafa verið
áðuf. H. P.
Illt að (á Inni á gisti-
húsum í New Yorfc
Aðalræðismaður íslands í
New York hefir beðið blaðið
þess getið að mjög erfitt eða
jafnvel ómögulegt sje að panta
hótelherbergi fyrirfram í New
York, vegna hótelvandræða. Er
því þýðingarlaust að síma að-
alræðismanni eða skrifa beiðn-
ir af þessu tæi, og er yfirleitt
ekki hægt að gera neitt, fyrr
en ferðafólkið er til borgarinn-
ar komið, því að herbergi fást
eigi leigð, fyrr en um leið og
flutt er út úr þeim, eða síðari
hluta dags.