Morgunblaðið - 05.01.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.01.1946, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. jan. 1946 lOEðUNBUÐIÐ % Ritstjórn: Sambandsstjórnin. Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Æska Reykjavíkur mun tryggja sigur sjdlfstæðisstefnunnar Sjálfstæðismenn eini flokk- urinn með fulltrúa unga fólksins í öruggum sætum ÞAÐ kemur í Ijós við bæjarstjórnarkosningarnar, sem nú fara i hönd, eins og endra nær, að Sjálfstæðisflokk- urinn treystir fulltrúum yngra fólksins í Reykjavík og æskan mun fylkja sjer um flokkinn. Listi Sjálfstæðismanna er eini framboðslistinn við bæjarstjórnarkosningarnar með fulltrúa unga fólksins í öruggum sætum. Formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Jóhann Hafstein, er í áttunda sæti listans, en það sæti tryggir Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi meirihluta aðstöðu í bæjarstjórn Reykjavíkur. Gunnar Thoroddsen hefir áður verið fulltrúi ungra Sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn og öruggar málsvari þeirra á Alþingi. Hann skipar nú fimta sæti á listanum. Þá er ungum Sjálfstæðismönnum mikið. gleðiefni að ganga nú til kosningabaráttunnar undir glæsilegri forustu hins unga borgarstjóra, Bjarna Benediktssonar, sem skipar fyrsta sæti listans. Unga fólkið hefir kunnað vel að meta þá frjálslyndu lýðræð- isaðferð Sjálfstæðismanna, að láta frám fara almennar próf- kosningar meðal borgaranna um val manna á framboðslista flokksins. Slíkar aðferðir eru að geði æskunnar. Hún mun ekki reynast ýkj'a ginkeypt fyrir þeim „aust- rænu“ Starfsaðferðum, að ákveða framboðin í sem þrengst um hóp ,,sellufunda“, eða að banna ‘ öðrum en einum flokki að bjóða fram. Reykjavík hefir bygst á grundvelli Sjálfstæðisstefnunn- ar. Margt er hjer enn ógert. — Hitt vekur þó athyglina, hversu margt hefir gerst hjer á skömmum tíma. Sjálfstæðismenn geta ótrauð- ir gengið til kosninga í Reykja- vík glaðir af verkum sínum. Það, sem að baki liggur, er öruggasta vísbendingin um það fyrir æsku höfuðstaðarins, hverjum hún á að trúa fyrir stjórn sameiginlegra málefna borgaranna í framtíðinni. . * * * l „Austræn" knattspyrna ÞAÐ er haft að gamní, að síð an rússneski knattspyrnuflokk- urinn, Dynamos, vann enska knattspyrnuflokka í keppni, hef ir ufn fátt fremur verið ritað á íþróttasíðu Þjóðviljans en knattspyrnukappa Rússa. Senni lega verður þar senn farið að metast um „austræna“ og „vest ræna“ knattspymu. Hafa valið sjer títuprjóna að vopni ÞORGEIR SKORRAGEIR tók við öxinni Rimmugýgi eftir dauða Skarphjeðins í Njáls- brennu. Bar hann hið mikla vopn með karlmensku og gekk rösklega að hefndunum með Kára Sölmundarsyni. Alþýðuflokkurinn hefir verið í einskonar „brennu“ síðari ár- in og þykir allskostar óvíst, hversu veglegar muni reynast leifar , flokksins eftir bæjar- st j órnarkosningarnar. Ungir Alþýðuflokksmenn hafa gjörsamlega legið í dái, þar til nú fór að hilla undir kosningar. Hafa þeir fyrir skömmu tekið sig til og birta í viðlögum síður í Alþýðublað- inu um „unga fólkjð og stjórn- málin“. Baráttupistill þessara ungu jafnaðarmanna gengur undir fyrirsögninni „títuprjónar“. Lítur út fyrir, að hinir ungu garpar hafi þó borið skyn á að reisa sjer ekki hurðarás um öxl, með því að velja sjer títu- prjónana að vopni. Hitt þykir orka meir tvímælis, hvort þetta veglega vopn ungra jafnaðar- manna sje til þess líklegt að forða helför Alþýðuflokksins. UNGIR SJÁLFSTÆÐIS- MENN! — Eflið síðu ykkar. — Sendið síðu S. U. S. greinar og annað efni! Kosningafundur ungra Sjálfstæð- ismanna og kommúnista Heimdallur býður Æskulýðs- fylkingunni til umræðufundar FJELAG ungra Sjálfstæðismanna í Reykjávík, Heimdallur, hefir boðið Æskulýðsfylkingunni, fjelagi ungkommúnista, til opinbers umræðufundar um stjórnmál. Verður fundurinn væntanlega haldinn þann 15. janúar í Sjálf- stæðishúsinu, en viðræður fara nú frám milli fjelaganna um fyrirkomulag fundarins. „Geðilf blað getur ekki unnið kosningar" ÞAÐ FÝKUR nú heldur kuldalega í skjólin hjá Þjóð- viljanum á hinu nýbyrjaða ári, — þrátt fyrir blessaða veður- blíðuna. Það hefði einhverntíma þótt nokkur spásögn, að sjálfir for- sprakkarnir væru farnir að hrista höfuðið yfir skrifum blaðsins. En naglinn mun þó ekki hafa verið hittur á höfuðið fyrr en einum þingmanni sósíalista- flokksins varð að orði, eftir lestur Þjóðviljans: „Geðilt blað getur ekki unn- ið kosningar!“ Þetta eru víst áreiðanlega full góð sannindi. Mundi því nokk- uð á það reyna, hvort blaðið reynist drýgra í að losa flokk s|nn við kjósendurna eða sjálft sig við geðvonskuna. Oorgaraleg hrifning „En hið borgaralega lýðræði fór sigurför um hinn menntaða heim, þrátt fyrir baráttu aftur- haldsins, — og nú er hið borg- aralega lýðræði talinn sjálfsagð ur og helgur rjettur“. Hvar stendur þetta skrifað? Auðvitað í Þjóðviljanum, sem altaf hefir verið svo hrifinn af öllu „borgaralegu“. Er trúin á ,,austræna“ lýðræð ið farin að tapa sjer. Æska höfuðstaðarins reyndist hafa geysi mikinn áhuga fyrir æskulýðsfundinum, sem hald- inn var í Sýningarskálanum í haust, Þykir sjálfsagt ekki minna um vert þegar nú er stofnað til opinberra rökræðna milli þeirra tveggja fjelaga ungra stjórnmálamanna í bænum, er öndverðust standa. Ungir Sjálfstæðismenn sýna áhuga og dugnað í því að fylgja fast á eftir í kosningabarátt- unni, og er þá ekki sennilegt að þeir muni láta sinn hlut eft- ir liggja. Stjómmálafundir ungra manna í Hafnarfirði og Keflavík á morgun Á MORGUN, sunnudaginn 6. janúar, verða haldnir stjórn- málafundir ungra manna til undirbúnings þátttöku unga fólks- ! ins í kosningunum í Hafnarfirði og Keflavík. Ágæt samkoma Sjálfstæðismanna í Rangárvaliasýsiu SKEMTISAMKOMU hjeldu Sjálfstæðisfjelögin í Rangár- vallasýslu fimmtudaginn 3. jan. í samkomuhúsi Holtahrepps hjá Marteinstungu í Holtum. — Til dagskrár var vel vandað. Ræðumenn voru: Ingólfur Jónsson, alþm., Hellu og Gunn ar Helgason frá Hlíðarenda. Stúlkur sungu með guitar und irleik og töframaður sýndi list- ir sínar. Samkoman fór mjög vel fram Á fundinum í Hafnarfirði mæta þessir ræðumenn af hálfu ungra Sjálfstæðismanna: Egg- ert Isaksson, Guðmundnr Guð- mundsson og Páll Daníelsson. Eru þeir allir úr Hafnarfirði. Á fundinum í Keflavík mæta af hálfu ungra Sjálfstæðis- manna: Magnús Jónsson frá Mel og Jóhann Hafstein. Sambönd fjelaga ungra stjórn málamanna í fjórum flokkun- um hafa haft forgöngu um þessa fundi. Ungir Sjálfstæðismenn munu taka þátt í þeim af áhuga, enda vel til þess fallið, þegar kosn- ingar standa fyrir dyrum, að æskumenn af öllum flokkum leiði saman hesta s^na á mann- fundum. Kosningasúpa EKKI ALLS fyrir löngu lagði Þjóðviljinn sjerstakt kapp á það í forystugrein blaðsins, að telja lesendum trú um, að þeir þyrftu ekki að óttast, þótt kommúnist ar kynnu að vinna í bæjarstjórn arkosningunni í Reykjavík. — Sósíalisma yrði ekki á komið þrátt fyrir það. Reykvíkingar áttu sem sje að kjósa sósíalista, ekki vegna sósíalismans, heldur þrátt fyrir sósíalismann, — þrátt fyrir stefnu þeirra. I gær segir Þjóðviljinn: „Forusta Sósíalistaflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur þýðir stórfeldari þátttöku stjórnar Reykjavíkurbæjar í þeirri ný- skcpun, sem alþýðan á afkomu sina undir“. Nú eiga kjósendur að hrinda bæjarstjórnarmeiri- hluta Sjálfstæðismanna til þess að verða þátttakendur í nýsköp uninni með sósíalistum. En vel á minnst? Eru það eigi Sjálfstæðismenn sem hafa for- ystu um nýsköpunarstefnu ríkis stjórnarinnar? Fyrri firran er góð. — Sú síð ari naumast verri. Hún er ekki bragðlaus, kosningasúpa Þjóð- viljans, sem lesendum er boðin til andlegrar næringar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.