Morgunblaðið - 05.01.1946, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.01.1946, Qupperneq 4
4 MOKÖUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. jan. 1946 NIIMON Samkvæmiskjólar Eankastræti 7 •:• •:• •:• ' • ♦:• ! Ævisaga Napoleons | 1 eftir Emil Ludwig I •:• •:• «•« •:• kemur út í íslenskri þýðingu í sumar, í vandaðri og «|« 1?! myndskreyttri útgáfu. vtóacjnaútcja^ an «^x$>^xí>^x$^xíxíxí^xS>^x$xM><$>^xM^^x$>^xMx»^>4xSx$xí^x$^k$><MxSx UMSÓKNIR um styrk af fje því, sem á fjárlögum ársins 1946 er. veitt til skálda, rithöfunda og listamanna, sendist nefnd þeirri. er Alþingi kaus til úthlutunarinnar, fyrir 25. janúar 1545 Umsóknir sjeu stílaðar til Úthlutunamefndar, Skrif- stofu Alþingis. - - Uthlutunamepnckn, I . , 1 ! Tvær ráðskonur ! *: <• *** , *:* vantar nú þegar við landróðrabáta. Upplýsingar hjá t J)navari í\Jlílidín AF SJÓNARHÓLI SVEITAMANNS 'ncjvan Hafnarhvoli jcilmóóvjm Sími 1574. vv*«*vvvVv*«*%H»*%**?vv*»**»*%*,»H«**/v*/%****v*»M»*vv PILTAR Heildverslun óskar eftir röskum og ábyggilegum pilti, '£ til afgreiðslu og sendiferða. Gott kaup. Tilboð. merkt: ♦:• y „Framtíð“, sendist á afgr. blaðsins. X ••• X | Hafnfirðingar X * j Kosningarskrifstofa | Sjálfstæðisflokksins S er í Sjálfstæðishúsinu (stóra salnum). Opin fyrst um 1 sinn kl. 1,30—5 og 8—10 síðdegis. Sjálfstæðismenn og konur, komið á skrifstofuna og í hefjið ötult starf fyrir flokkinn. I * Fulltrúaráðið. «X^k$x$K$X$^X$>^>^>^$^K$X$X$X$X^K$X$X$4>^X$X$^><Jk®X^<$X$X$x^<Í^K$X$K$X$X$XÍxJk$xJk^, UM ÁRAMÓTIN viljum við öll ganga upp á sjónarhólinn. Að vísu sjáum við lítið aftur og ekki fram. Þó reynum við að gera okkur grein fyrir því, sem hefir gerst og draga af því á- lyktanir um hvers megi vænta í næstu framtíð. Mjög erum við misjafnlega skygn á þá hluti, og þannig eru tímarnir nú, að því er okkur finst, að ekki er hægt um vik að geta sjer til um, hvað ókomni tíminn færir oss að höndum. ★ HVAÐ SJER íslenskur sveita maður, er hann lítur til baka af sínum sjónarhóli um þessi áramót? Eflaust er það margt, sem ber fyrir augun. Þegar homírn verður litið til baka, sjer hann, að á þessu síðastliðna ári, eins og þeim næstu á und- an, hefir fólkinu fækkað í sveit unum. Mun sú fækkun > síst hafa verið minni en undanfar- in ár. Þrátt fyrir þessa öru fólks fækkun úti á landsbygðinni er það þó tvent, sem sveitirnar geta verið ánægðar með. ★ HIÐ FYRRA er það, að enn lifir fleira fólk á landbúnaði heldur en nokkrum öðrum at- vinnuvegi hjer á landi. Sam- kvæmt manntalinu 1940 fram- fleytti landbúnaðurinn tæplega þriðjungi landsmanna, eða 30.6%. En það sýnir best, hvert stefnir í atvinnuháttum okkar, að á áratugnum 1930—1940 hafði landbúnaðarfólkinu fækk að um 5.2%*og varla verður sú fækkun minnr á yfirstandandi áratug. Þrátt fyrir þetta er það staðreynd, að enn er landbún- aðurinn annar höfuðatvinnu- vegur þjóðarinnar, sem mikill hluti hennar hefir sína lífsfram færslu af og hefir því nauðsyn- lega hlutverki að gegna, að framleiða hollustu og bestu fæðutegundir fólksins í kaup- stöðunum. Eftir því sem kaup- staðirnir stækka, verður sú þörf æ brýnni, að landið verði nytjað og framleiðslan skipu- lögð með tilliti til innanlands- markaðarins og honum full- nægt eftir því sem föng eru á. ★ HITT ATRIÐIÐ, sem sveita- menn geta minst á með ánægju, er það, að þrátt fyrir fólksfækk unina hefir sveitaframleiðslan altaf aukist og líklega aldrei verið meiri en nú. Það sýnir, að hvað sem sagt er um hægfara þróun og ónóga tækni í þessari atvinnugrein, hafa framfarirn- ar verið stórkostlegar, enda miklu til þeirra kostað af hálfu þess opinbera. Að vísu hafa breytingarnar ekki verið eins örar og á öðrum sviðum, en það er líka alveg eðlilegt. Jarð- rækt og búfjárrækt er erfiðara og tímafrekara verkefni í lítt numdu landf’heldur en skipa- kaup og verksmiðjubyggingar á sjávarbakkanum við fengsæl íiskimið, sem veita fljótfenginn gróða, þegar aflinn bregst ekki. ★ EN ÞÓ afr mikið hafi áunn- ist á þessu sviði í sveitunum, er þó ennþá meira eftir, og engum mun það ljósara held- ur en bændum sjálfum og öðru sveitafólki. Með bættum sam- göngum —- lengri vegum og Um áramót I fleiri brúm — koma fljótari og I þægilegri samgöngutæki og þar í með vjelar og ýms áhöld, sem tækninni fylgja. Aldrei fyr hef j ir verið eins mikill hugur á i bændum og nú að afla sjer þess I ara tækja. Þeir láta úrtölur og ' hrakspár afturhaldsaflanna engin áhrif hafa á sig, en eru einráðnir í að nota aukin fjár- ráð til að fullkomna tæknina í landbúnaðinum svo fljótt sem verða má, svo að sjá megi í hverri sveit „stritandi vjelar, en starfsmenn glaða og prúða“. ★ 0 EN ÞAÐ er nú fleira, sem sveitirnar þurfá heldur en þess ar margumræddu vjelar. Lífs- þægindin fást ekki eingöngu með jeppum og traktorum og verkfærum, sem þeir geta dreg ið. Við, sem eitthvað þekkjum til í sveitunum, vitum vel, hve mikið skortir þar á ýms híbýla þægindi, að jeg ekki nefni hý- ' býlaprýði. Og um það þurfum við ekki að fára eftir neinni á- giskun. Þar höfum við fyrir okkur kaldar og harðar tölur, og þær meira að segja frá sjálf- um Páli Zóph. Þær eru að vísu ekki alveg nýjar, heidur síðan 1940, að síðasta fasteignamat fór fram og síðan má bú- ast við að þetta hafi farið tals- vert batnandi. SAMKVÆMT fasteignamats- bókinni er ekki vatnsleiðsla inni í bæ nema á 58.4% af öll- um jörðum á landinu. Inn í rúml. 2500 bæi þarf fólkið að bera vatnið úr brunnum eða lækjum, sumsstaðar langan veg. Ekki er betra ástand með frárenslið. Það er aðeins á þriðjungi býla í sveitunum. Á 2/3 allra bæjanna er skólpið borið út í fötum og því skvett fram á varpann, eins þrifalegt og það nú er. Þá kem jeg að al- varlegasta gallanum við híbýli sveitanna og það er kuldinn. Á helmingnum af sveitabýlum landsi ns er:mnaðhvort rafmagn eða miðstöð eða hvortveggja. En þar sem þetta er hvorugt, er yfirleitt mjög ónóg upphit- un eða engin. Margt fólk virð- ist haldið þeim hættulega mis- skilningi, að sæmileg hús þurfi eldavjelin eina hitunartækið á yfirleitt ekki upphitun. Víða er á bænum og svo olíumaskína til að bregða upp í stofunni ef gestur kemur. Flesta daga vetr arins á fólkið við að búa van- líðan og óhollustu kaldra hí- býla. ÞAÐ ER sannarlega engin von til þess að vel gangi að halda kvenfólkinu í sveitunum þegar svona er að því búið. — í sveitinni þurfa konurnar víða enn í dag að sækja vatn, bera út skólp og sjóða mat við Ije- legan eldivið. í Reykjavík streymir heitt og kalt vatn um húsin ef skrúfað er frá krana, og ljósið og hitinn kemur, ef þrýst er á einn hnapp. En allt af er verið að jafna þennan að- stöðumun og hann verður að minka mikið enda þótt það kosti einhverjar róttækar að- gerðir eins og t. d. samfærslu og skipulag bygðarinnar í sum- um sveitum. ★ JEG HEFI þá drepið á nokk- ur verkefni, sem sveitafólkið mun vinna að á komandi ári. Þetta er eitt af því, sem sveita- maðurinn sjer í framtíðinni, þegar hann gengur á sjónar- hól og skygnist um við áramót- in. Við lifum á öld tækninnar og vjelanna og bess vegna er eðlilegt að þetta sje það sem honum er efst í huga. En er þetta nú það, sem okkur ríður mest á? Nei, í raun og veru ekki. Til er annað æðra, var- anlegra og verðmætara heldur en þetta aRt, sem nú hefir ver- ið rætt. Hvað er það? ★ FYRIR nokkrum árum sendi tímaritið ,,Eimreiðin“ lesendum sínum spurningu: „Hvað skort- ir íslensku þjóðina mest?“, og hjet verðlaunum fyrir bestu svörin. Það var bóndi, sem fekk fyrstu verðlaun. Hvað taldi hann þjóðina skorta mest? Smjörgóðar kýr? Vjeltæk tún? Kraftmikla traktora? Áburðar- verksmiðju? Nei, hann bað ekki um meiri tækni eða aukna rækt un, og mun hann þó vel hafa kunnað að meta slíka hluti, en hann sendi svar sitt í ljóði, þar sem í er þetta ágæta erindi: Brestur borgara, bændur, forkólfa lífsins lýsigull — eldmót eilífrar ítur-hyggju konungs, er krossinn bar. Þó að sveitafólkið og raunar þjóðin öll, ætli sjer mikinn hlut í tæknilegum framförum nútím ans, skulum við gæta þess, að gleyma ekki því, sem skáld- bóndinn á Sandi taldi mest um vert — eldmóð eilífrar ítur- hyggju konungsins, er krossinn bar. BEST AÐ AUGLYSA í MORGUNBLAÐINU TILBOÐ ÓSKAST 1 vöruflutningabifreið Chvrolet (model 1941) með vjelsturtum, nýrri vjel og palli. Tilboð sjeu komin til undirritaðs fyrir 8. jan. sem gefur allar nánari uppl. Áskilinn rjettur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. -JJamftluv ~J\ritótmannóóovi Yesturgötu 24, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.