Morgunblaðið - 05.01.1946, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.01.1946, Qupperneq 5
Laugardagur 5. jan. 1946 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðviljamenn ærast út af Rússlands- fregnunum Þora ekki að minnast á bók Koestlers ÞJÓÐVILJAMENN brugðust einkennilega við hinni ítar- legu og skilmerkilegu frásögn um ástandið í Rússlandi, er birtist í Lesbók þeirri, sem fylgdi Morgunblaðinu á fimtudaginn. í gær var sem þeir vissu ekki sitt rjúk- andi ráð. Tala um „sovjet- níðið“, sem „ameríska auð- valdið“ beini gegn hinni „nýju Evrópu“. Glögt er, að það er bók Koestlers, sem þeir stefna að. ★ HINN SÓSÍALISTISKA RIT- HÖFUND, sem er ungversk- ur að ætt, hefir dvalið lengi í Rússlandi, og trúir enn á gildi hinnar kommúnistisku stefnu, kallar Þjóðviljinn „gmerískt auðvald". Og hina rússnesku harðstjórn, kúg- un verkalýðs og afnám mannrjettinda kallar Þjóð- viljinn í gær „hina nýju Evrópu“. Svo mæla börn sem vilja! ★ AÐ FLYTJA SANNAR FREGN IR af ástandinu í Rússlandi, kallar Þjóðviljinn „sovjet- níð“. Það er máttlaus og haldlaus vörn, að kalla sann leikann níð. En hitt er rjett, að þeir menn, sem í blindri cjfstæki hafa játast undir yfirráð hinna rússnesku valdhafa, sýna ást sína á óstjórn þessari með því, að lofsyngja: alt sem þar er gert, telja það frelsi, sem er kúgun, velsæld, sem er fátækt og. umkomuleysi al- þýðunnar, jafnrjetti og mann kærleika, þar sem rík yfir- ráðastjett beitir takmarka- lausri harðýðgi. Hinir íslensku kommúnistar geta ekki sýnt ást sína og aðdáun betur í verki, en að bannfæra hvert orð sem satt er sagt um ástandið þar eystra. ★ EN ÞÁ VERÐA ÞJÓÐVILJA- MENN HLÆGILEGIR, er þeir segjast í gær vera að bjarga lýðræðinu á Is- landi(!) og forða þjóðinni frá að flýja í faðm hins ameríska afturhalds(i) En hvert flýja, eða vilja þeir flýja hinir starblindu stagkálfar kommúnismans hjer á landi, sem engan dag geta lifað í sátt við sína kómmúnistisku tilveru, nema þeir að morgni snúi sjer í austur og geri bæn sína bóndanum í Kreml til dýrðar? ★ ÞINGHÚSBRUNINN í BERLÍN 1933 er gerður að sjerstöku umtalsefni í Þjóðviljanum í gær. Rjett til þess að minna á, að það eru fleiri menn en valdhafar Rúss- lands, sem hafa rekið áróð- ur sinn með stórfeldum blekkingum. Nasistar Þýska lands komust líka langt í þeim efnum. En þeir gleymdu veigamiklu atriði í stjórn sinni. Þeir lokuðu ekki landi sínu, eins og Rússar hafa gert. Þess vegna geta valdhafar Rússlands látið blekkingar sínar end- ast nokkru lengur en nas- istum tókst. Þetta er mun- urinn. ★ MEÐ 5 FALDRI UPPHRÓPUN ákallar Þjóðviljinn reyk- víska kjósendur í gær, og telur að kommúnistar hljóti að auka fylgi sitt 1946, af því þeim jókst fylgi 1942. Gengi kommúnista 1942 bygðist á því, að margir ís- lenskir kjósendur hjeldu í fullkomnum ókunnugleik sínum, að í Rússlandi rikti frjálslynt' stjórnarfar. Nú vita allir, að þar er hin arg- asta kúgun innanlands og yfirdrotnunar- og herveld- isstefna út á við. Þess vegna snúa kjósendur baki við kommúnistum á ár inu 1946! Nýr skóíasljéri Gagnfræðaskóla Reykvíkinga SETTUR hefir verið nýr skólastjóri við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga í stað Knúts heit- ins Arngrímssonar. Er það Guðni Jónsson magister, sem verið hefir að undanförnu yfir- kennari við skólann. Guðni er fæddur á Gamla- Hrauni á Eyrarbakka árið 1901 og voru foreldrar hans þau Jón Guðmundsson og Ingibjörg Gíslína Jónsdóttir'frá Miðhús- um í Sandvíkurhreppi. — Hann varð stúdent árið 1924 og mag. art í íslenskum fræðum í maí 1930. Tveim árum áður gerðist hann kennari við Gagnfræða- skóla Reykjavíkinga og hefir gegnt því starfi síðan. I Tito lætur hand- laka klerka LONDON: Eftir tilkynningu frá Wladimir Bakareth, yfir- manni Króatíustjórnar, hafa 3 rómversk-kaþólskir klerkar, — þar á meðal Salich, ritari erki- biskupsins Stapinech, leiðtoga jugoslafnesku kirkjunnar róm- versk kaþólsku, verið hand- teknir af jugoslafnesku lögregl unni eftir skipan frá Belgrad. — Reuter. Vignir G. Steindórs- son. — Kveðjuorð Döden kan flamme som kornmo; Klarer ser vi enn för hvert lif i dens hvite smerte det er de l>este som dör. Nord. Grieg IR-INGAR og í raun rjettri allir íþróttamenn Reykjavík- ur; kveðja í dag hinsta sinni, einn af okkar bestu fjelögum,. ög um leið þann manninn, seni hest allra hefir starfað að þródn frjálsra íþrótta s. 1. fjögur ár. Vignir heitinn var fæddur þjer í Reykjavík, 12. des. 1919 og var því fullra 26 ára, en hann andaðist á annan dag jóla, á besta aldursskeiði, en þó fullbúinn að kynnast lík- amlegum þjáningum, í gegn- um sjúkdómslegur meira en helft æfi sinnar. Vignir heitinn dáði lífið og þráði lífið, margbreytileik þess og var altaf einn af þeim. sem skóp ánægjustundir í fje- iagsskap samaldra sinna, en. þó sjerstaklega meðal sjer yngri manna og barna, sem hann hjálpaði og gladdi á, margan hátt og vildi alt fyr- jr gera. — Sá eiginleikinn, sem mestu rjeði í fari og starfi hans, var hjálpsemin og sam xiðartilfinningin til allra þeirra. sem minni máttar voru eða höfðu farið einhvers á mis í lífinu. Engin fór synjandi frá honum, allir sem til hans Jeituðu fengu einhverja úr lausn, kanske ekki í verald Jegum gæðum, en af skilningi og einhverjum róandi áhrifum sem engir hafa nema þeir, sem reynt hafa óblíð kjör og þján ingar um dagana. I starfi sínu fyrir IR var Vignir heitinn heill og óskift- ur. Hann var fulltrúi æskunn ar innan fjelagsins og hjelt vel á málum hennar í alla jstaði og benti okkur eldri fje- jlögum sínuro á óþrjótandi' jmöguleika sem íþróttafjelög- |in eiga í tápmikilii æsku. ] Jeg vildi m#ð línum þessum, þakka þjer, vinur Vignir, fyr ir þá kynningu, sem jeg og allir ÍR-ingar og reyndar allir íþróttamenn hafa af þjer haft á liðnum árum. Fyrir aila þá hjálpsemi og áhuga, sem þú hafðir á málefnum okkar íþróttamanna, kanske oft á tíðum óvinsæl og misskilin. málefni, en málefni, sem þú og ótal fleiri meta mikils. ! Þó þú hverfir á braut á besta aldursskeiði, munu ferfc þín lifa og ekki verða 'fyrir gýg unnin. | Farðu vel. Sigurpáll Jónsson. Símanúmer okkar verður fyrst um sinn 18 8 7 Siýurhjöm 1/Yleijuantiion cC Co. h.j^. I UmboSs- og heildverslun, Austurstræti 14. Skrifstofustúlka getur fengið atvinnu í nokkra mánuði. annarar. Um framtíðarstöðu gæti verið Stúdentsmentun æskileg. Umsóknir, merktar: 1946“, ásamt upplýsingum, sendist til afgreiðslu blaðs ins fyrir 18. þ. m. < < f orföllum < I að ræða. .1200— !: < » < > X Saumakonur (sem vildu taka að sjer að sauma fína eftirmiðdags- kjóla, fyrir þekkta kjólaverslun hjer 1 bænum, sendi upplýsingar um kunnáttu fyrir 10. þ. m. til Morgun- blaðsins, merkt: „Kjólar“. H**«hHmH**HmH*<H'mH****4H**H'mHmHmH*<H‘m«* ÍBUÐ t t r *? *f *f Viljum ltaupa 3ja til 5 herbergja íbúð. Mikil útborgun kemur til greina. Til greina gæti komið að taka á leigu íbúð um 1 árs tímabil. Þrent fullorðið í heimili. Þeir, sem vildu sinna þessu leggi nöfn sín inn á afgreiðslu bláðsins fyrir 10. þ. m., merkt: „Nýtísku íbúð“. f ’f I •f | I •f •f •f » <%**««**«*««*««*««**«*»«*««*««%«*««*««*M**4*««**«*M*««*««*««*««*««*««*««*««*««**«*««*««*««*««*««*««*««*»«*»«*««*««*««*«**«***«**«*««*««*««*« TIL SÖLU Vöruflutningabifreið, Ford, model 1942, með vjelsturt iim, í ágætu standi. Allar uppl. gefur undirritaður. ÍYjarni ^JCriótmannóóon Auðarstíg 1, Akranesi. <*«*v«««v*H*««««H*««*%*vvv*H**«*v*«**«*v««m« <*M*M*M%«*M*M%«%.*M*M*M*M%.*M%.%«%«%.*M*M%.%.*M*M*M%J I ? I •f I •f I ? 9 •f t •f t I •f Langferðarbíll ; | heppilegur tii skíðaferða, tekur ea. 20 manns, til “ •sölu, ódýr. Upplýsingar H.F. KEILIR. *ImHmH**HmH**H**I**H*»!,,!*,HmH**H**H**!mHmH**HmHmH**H**H**H**ImH**H**H* >&§&§>Q>4>Q><$>Q>&§><§><$>Q><§><$><$><&$><$><$><§>$><§><§><&^^ x i f t V t £ * i eöiieat ecjl mjjár! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Verslun G. Sigurðsson & Co. Grettisgötu 54. i % s «*« I •f t t ? I t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.