Morgunblaðið - 05.01.1946, Side 6
6
MOKGUNBLADlö
Langardagur 5. jan.1946
JB$arpmíílalii®
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. '
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstraeti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald: ,kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Þar sem verkin tala
ÞAÐ VAR VARLA við að búast, að skap kommúnist-
anna við Þjóðviljann batnaði eftir að þeir fengu í hendur
Lesbók Morgunblaðsins, með köflunum úr bók Koestlers
um kommúnismann í Rússlandi, eins og hann er í fram-
kvæmd. Lýsingar Koestlers á stjórnarfarinu í Rússlandi
og þeirri eindæma harðneskju og undirokun, sem þar
ríkir gagnvart verkalýðnum og öllum almenningi, sting-
ur svo í stúf við alt sem Þjóðviljinn hefir verið „að fræða“
menn um hjer, að þar finst bókstaflega ekkert sameigin-
legt.
Það var fyrirfram vitað, að íslensku kommúnistarnir
voru haldnir blindri ofsatrú á sovjetskipulagið, eins og
flokksbræður þeirra í öðrum löndum. Þar komst engin
gagnrým að, engin heilbrigð hugsun. Á þessu hefir engin
breyting orðið. Sanna það best skrif Þjóðviljans, eftir
að kaflarnir úr bók Koestlers komu fynr sjónir íslenskra
lesenda. Þjóðviljinn lætur sjer nægja þetta gamla slag-
orð: Sovjetrógur! Sovjet-hatur!
*
í Rússlandi, þar sem ritfrelsi er bannfært, þar sem
ekkert má setja á prent, nema áður hafi verið rit-
skoðað af einhverjum embættismanni stjórnarinnar, er
hægt að afgreiða málin með þeim hætti, sem Þjóðviljinn
grípur til nú, að láta sjer nægja fullyrðingu um, að hjer
sje á ferðinni rógur óg níð, sem tilbúinn sje af fjandmönn-
um Sovjet-ríkisins. En þetta gagnar ekki að bera á borð
fyrir íslendinga. Þeir eru frjálsir athafna sinna og skoð-
ana. Þeir kunna að lesa og hafa góða dómgreind. Þegar
þeir lesa kaflana úr bók Koestlers, fer bað ekki framhjá
þeim, að þar er hvarvetna stuðst við opinberar heimildir,
lög og fyrirskipanir sjálfra valdhafanna í Rússlandi.
Þegar því Þjóðviljinn telur það róg, að skýra frá þessum
opinberu heimildum og staðreyndum, felst í því játning
blaðsins, að ekki sje alt með feldu þar eystra.
★
En hvað kemur okkur íslendingum við, hvernig stjórn-
arfarið er austur í Rússlandi?, kynni einhver að spyrja.
Þessu er því til að svara, að hjer á lalTdi hefir um
nokkurt skeið starfað fjölmennur stjórnmálaflokkur, sem
* hefir verið að reyna að telja íslensku þjóðinni trú um
að stjórnarfarið í Rússlandi væri hið al-fullkomnasta, sem
til væri í veröldinni. Á þessum áróðri hefir verið klifað
ár eftir ár. Ekki með því að veita landsmönnum sanna
fræðslu um hið kommúnistiska stjórnarfar, heldur með
því að mynda dularfullan töfrahring um ímyndað sælu-
ríki, sem á ekkert skylt við veruleikann.
Þar sem því er haldið mjög fast að íslensku þjóðinni,
að hún eigi að varpa fyrir borð því lýðræðisstjórnar-
fari, sem hún hefir valið sjer, en taka í þess stað upp
stjórnarhætti kommúnista, er það ekki aðeins leyfilegt,
heldur sjálfsagt, að íslendingar eigi þess kost að fræð-
ast um þessi mál. Að þessu er stefnt með birtingu kafl-
anna úr bók Koestlers, sem Þjóðviljinn bölsótast nú
yfir.
★
Eðlilegt er, að íslenskum kommúnistum sárni/ að
töfrahöllin, sem þeir höfðu reist umhverfis hið rúss-
neska stjórnarfar, skuli hrynja í rúst, er menn fá kynni
af staðreyndunum. En þeir geta enga ásakað nema sjálfa
sig. Þeir höfðu reynt að fleka þjóðina til fylgis við stjórn-
arstefnu, sem á ekkert 'skylt við þá þróun í stjórnarhátt-
um, sem öll menningarríki veraldar hafa verið að keppa
að, a’lt frá frönsku stjórnarbyltingunni.
Islenska þjóðin er svo þroskuð, að hún hlýtur að taka
hart á áróðri kommúnísta fyrir hinu rússneska einræði,
þegar hún hefir fengið sanna fræðslu um þessi mál.
Hver sá íslenskur kjósandi, sem veitir kommúnistum
brautargengi við kosningar, leggur með því fram afsal
a dýrmætustu þegnrjettindum sjálfs sín, auk þess sem
hann bregst skyldunni við land og þjóð.
'UíbverjL áLri^c,
ar:
UR DAGLEGA LIFINU
Aum aðkoma.
„JEG SIT og skrifa í her-
mannabragga við Keflavík.
Regnið hamast á járnþakinu og
stormurinn hvín hærra á flug-
vjelinni í gær“. Þannig byrjar
grein í sænsku blaði um aðkom
una á Keflavíkurflugvellinum.
Greinarhöfundur lýsir síðan
nóttinni í gistihúsinu í Kefla-
vik og lýsingin er sannarlega
ekki falleg. Aumingja maðurinn
gat ekki sofið fyrir látunum í
veðrinu og ekki nóg með það.
'Hann tók alt lauslegt til að
stinga upp í rifurnar á her-
mannabragganum, sem hann
svaf í. Fyrst voru það rúmföt-
in, sem fóru í að þjetta bragg-
ann og síðan vasaklútar og yf-
irleitt alt, sem hann gat náð í.
„Það, sem við sáum af Is-
landi, gaf okkur ekki neina hug
mynd um hið fallega land, sem
okkur hafði dreymt um. Þarna
var ekkert að sjá nema sandur
og grjót og steinsteyptar' flug-
vallabrautir“, segir höfundur-
inn.
•
Ogerlegt að komast
til_ Reykjavíkur.
„KEFLAVÍK er ekki annað
en nokkrir sívalir og rauðmál-
aðir hermannaskálar kringum
flugvöllinn, um 50 km. frá
Reykjavík. Það dettur fáum í
hug að leggja í ferðalag til
Reykjavíkur með áætlunarbíln
um — að dómi höfundar — því
það er bæði of dýrt og svo er
vegurinn alveg óakandi. Höf-
undurinn telur alveg víst, að
sænskir hermenn hefðu ekki
látið bjóða sjer að búa á slíkum
stað í eitt eða fleiri ár, eins og
amerísku hermennirnir.
Fleiri glefsur mætti taka úr
grein hins sænska ferðalangs
frá Stokkhólmi til New York,
um Keflavík, en hjer skal þó
látið staðar numið í bili. Það
hefir verið mikið um álíka um-
mæli í erlendum blöðum síðan
styrjöldinni lauk og menn hafa
mátt minnagt á Keflavíkurflug
_ftiuttairui■■■■■«■■■»-> ■■»■»■■
völlinn opinberlega og víst er,
að fleiri greinar af slíku tagi
eiga eftir að birtast, ef ekkert
verður gert fil að bæta úr á-
standinu þarna syðra.
•
Brjefum ósvarað.
ÞAÐ ER siður góðra manna
að gera upp sínar skuldir um
áramótin. Víkverji stendur nú
í þakkarskuld við marga af sín
um lesendum, sem hafa sent
honum línu á undanförnum ár-
um. Margir, sem skrifað hafa
upp á síðkastið, hafa ekki einu
sinni verið virtir svars og vill
Víkverji biðja afsökunar á því.
Jólaannirnar og alt, sem að
steðjaði í sambandi við þær,
urðu þess valdandi, að mörg
málefni urðu útundan. En jeg
vil þakka öllum, sem skrifað
hafa og vonast eftir að mega
eiga von á sömu góðu samvinn-
unni á árinu, sem nú er ný-
byrjað.
Mörg þeirra brjefa, sem
liggja hjá mjer og láðst hefir
að geta, eru um efni, sem ekki
eru lengur ofarlega á baugi.
Fyrir framan mig á borðinu eru
brjef um jólakveðjur í útvarp-
inu (og flest á einn veg). Brjef
um jólaösina í verslununum og
hvað gera mætti til að ljetta
mönnum innkaupin. Ráðlegg-
ingar um jólagjafir og hvernig
menn ættu að eyða tíma sín-
um um hátíðarnar. Og fleira og
fleira er af hinu og þessu.
Sumum þessara brjefa mun
jeg geta svarað smátt og smátt,
önnur — best að segja það eins
og er — lenda á vissum stað. —
Enn kærar þakkir til ykkar
allra.
Rauðu og grænu
eplin.
EITT ER það brjef, sem jeg
ætla að birta í heild, þó ætlast
hafi verið til, að það kæmi fyr-
ir áramót. Brjefið er frá B." L.
J., sem oft hefir sent mjer línu
áður, og er á þessa leið:
„Hvað mundu byggingamenn
og húseigendur segja, ef kaup-
menn tækju alt í einu upp á
þeirri nýbreytni að selja sama
verði A- og C-þykt gólfdúka,
gera verðjöfnun á veggfóðri og
hafa sama verð á bestu og lje-
legustu tegundum þess og láta
tilviljun eða kunningsskap
ráða, hverjir gerðu bestu kaup-
in?
Ætli menn rækju ekki upp
stór augu, ef ljelegt fataefni úr
baðmull væri selt jafndýrt og
gott ullarefni? Skyldi kvenfólk
ið ekki verða hávært, ef kaup-
menn heimtuðu sama verð fyr-
ir kjólaefni úr gervisilki og
silki?
Nei, sennilega yrði öllu þessu
tekið með þögn og þolinmæði,
á sama hátt og menn virðast
sætta sig furðu vel við það, að
greiða sama verð fyrir grænu
og rauðu eplin og vita þeim út-
hlutað eftir kunningsskap og
tilviljun. Með hetjulegri ró og
fórnfýsi, öldum og óbornum til
eftirbreytni, bíta menn í hið
súra eplið og borga fyrir það á
að giska 50% of hátt verð, til
þess að hinir útvöldu geti feng-
ið samsvarandi afslátt af hinum
rauðu, ljúffengu og safamiklu
eplum sínum, sem kosta um
það bil helmingi meira í inn-
kaupi.
•
Tvær spurningar.
„SÁ SEM þetta ritar, er einn
af hinum útvöldu. Og hann þyk
ist eiga heimtingu .á að vita,
hverjum hann á að þakka þessa
vísdómslegu tilhögun, sem verð
ur til þess, að meðbræður hans
eru látnir færa honum nokkr-
ar krónur í jólagjöf. Því vil jeg
biðja þig, Víkverji góður, um
leið og jeg þakka þjer fyrir
hina skemtilegu og gagnlegu
pistla þína á umliðnu ári, að
koma eftirfarandi spurningum
á framfæri:
1. Hverjir ráða þessari tilhög-
un?
2. Eru svona verslunarhættir
leyfilegir?
Á ALÞJÓÐA VETTVANGI
Almenningur ræðlr alómmál
FYRSTA AR atómaldarinnar
var að enda. Fólkið þyrptist í
búðirnar til þess að kaupa til
jólanna, og var aldrei eytt til
slíkra kaupa eins miklu fje í
Bandaríkjunum og nú. Bifreiða
akstur. var nú aftur frjáls, og
skemtiferðalög og veislur voru
eins miklar eða meiri en nokkru
sinni áður hafði þekst.
Og þótt stríðið væri búið og
þetta gengi ait á, þá var ekki
rætt eins mikið um nokkurn
hlut eins og atómsprengjuna.
Skoðanakannftnir sýndu það
ljóslega. Ekkert komst í hálf-
kvisti við það, ekki heimkoma
hetjanna, ekki verkföllin, ekki
húsnæðisleysið, ekki Pearl
Harbour rannsóknin, ekki fund
ur utanríkisráðherranna í
Moskva, '—‘ekkert af þessu gat
leitt athyglina frá atómsprengj
unni.
Skoðanakannarar töluðu við
fólkið á götunni og komust að
raun um margt á þenna hátt.
Húsmóðir ein í Baltimore
sagði: „Jeg óttast enn að hugsa
i til þess, að hún (sprengjan)
| skuli hafa verið fundin upp.
| Jeg hafði aldrei neinn áhuga á
' henni, jafnvel þctt jeg vissi, að
hún væri að vinna stríðið. Jég
gleðst yfir því, að engin önnur
þjóð fann hana ög vildi, að við
gætum bara eyðilagt leyndar-
dóm hennar þannig, að enginn
vissi neitt um hana aftur.
Sprengjan er ómannúðlegt vopn
og ekki mönnum samboðin“.
Sölumaður í Brooklyn: „Mjer
finst að halda ætti sprengjunni
leyndri. Jafnvel þótt aðrar
þjóðir ’geti kannske fundið
hana, þá eigum við ekkert að
segja þeim. Vegna þess að við
vitum hreint ekkert hvað fram
tíðin ber í skauti sínu. Lofum
öðrum að finna leyndardóminn
sjálfir. En það er mögulegt að
hindra notkun sprengjunnar í
styrjöld, ef voldugustu ríkin
gera það. Og það geta þau gert
með skipulagningu. Allar þóð-
ir stórar og smáar ættu að
ganga í eitt allsherjar-samband.
Það, sem hindrar slíkt, er það,
að einhver ríkjaflokkur vilji
það ekki, geðjist ekki að þeirri
hugmynd. Rússar t. d. Satt að
segja eru þeir þeir einu, sem
jeg get hugsað mjer á móti
slíku ....“. *
Skrifari í Arkansas: „Það
mun aldrei finnast mótvopn, til
þess að minka skelfingar eyð-
ingarinnar. Að vísu verða má-
ske fundnar upp einhverjar
varnir, þeir munu finna eitt-
hvað, En við vitum ekkert um
varnirnar fyrr en næsta styrj-
öld skellur á. Ef eitthvað slíkt
finst, verður því haldið leyndu
þar til þess verður þörf í
stríði.....En mjer finst ekki,
að við ættum að láta öðrum í
tje leyndar.dóma sprengjunnar
nú> já, jeg meina, að við ætt-
um aldrei að miðla nokkurri
þjóð þeirri vitneskju. Næstu
þrjú-fjögur árin verða mjög
þýðingarmikil. Það er mikið ó-
samkomulgig í Kína og barist
á fleiri stöðum. Eftir fimm ár
býst jeg við, að ró verði farin
að færast yfir, og ástandið held
ur að líkjast raunverulegum
friði. Þá geta þjóðirnar farið að
hugsa um notkun atómorkunn-
ar til friðsamlegra þarfa í stað
þess að nota hana til eyðing-
Verkamaður í New Jersey:
„Hvaða stórveldi sem er getur
íengið heimsyfirdrotnunarhug-
myndir. Vegna okkar eigin ör-
yggiS ættum við ekki að segja
Framh. á bls. 8.