Morgunblaðið - 05.01.1946, Qupperneq 8
MOBGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. jan. 1946
Laufey Valdimarsdóttir
Nokkur kveðjuorð
SÚ SVIPLEGA fregn barst
hingað til iands hinn 28. des-
ember síðastliðinn, að þessi
skólasystir mín og vinkona
hefði látist í Parísarborg hinn
9. sama mánaðar og verið jarð-
sett þar.
Fyrir m'stök, sem enginn
hjer heima á neina sök á, hefir
svo farið, að hún hvílir nú í
erlendri mold. Það er í alla
staði óviðkunnanlegt, svo ís-
lensk og ísiandi bundin sem
hin látna var, og áreiðanlega
hefir hún sjálf aldrei látið sjer
til hugar koma, að þau yrðu
örlög sín.
Hennar verður sjálfsagt sakn
að og minnst hjer af ýmsum,
en samt langar mig til að bæta
þar við nokkrum orðum.
Laufey var fædd í Reykjavík
1. mars 1890 dóttir hinna þjóð-
kunnu hjóna Valdimars Ás-
mundarsonar ritstjóra og Brí-
etar Bjarnhieðinsdóttur. Hún
var verðugur afkomandi merki
legra foreldra og kippti í kyn-
ið um vitsmuni, sjálfstæði í
skoðunum og hugrekki. Föður
sinn misti hún á unga aldri
(1902), og stóð þá móðir henn-
ar ein uppi efnalítil ekkja méð
hana og son sinn. En ekki skorti
kjark og stórhug, og bæði voru
börnin til menta sett. Laufey
settist í 1. bekk Mentaskólans
haustið 1904. Hún var eina
stúlkan í bekknum og hin
fyrsta, er sat í skólanum. Síðar
komu fleiri, en dræmt var það
fyrst í stað. Á skólaárum henn-
ar kyntist jeg henni vel, og eins
lágu leiðir okkar nokkuð sam-
an í útlöndum síðar. Hún lauk
stúdentsprófi 1910 með góðri
einkunn, hinni þriðju hæstu í
bekknum, sigldi síðan til Kaup-
mannahafnnr og lagði stund á
málanám, einkum frönsku og
síðar ensku. Eigi hlaut hún
Garðstyrk svo sem aðrir ís-
lenskir stúdentar. og var það
algjört ranglæti og misrjetti.
Eftir heimkomu sína bjó
Laufey með móður sinni í húsi
þeirra, Þingholtsstræti 18 í
Reykjavík. Hún vann að versl-
unarstörfum, síðast lengi sem
brjefritari í Olíuverslun ís-
lands, en varði annars tóm-
stundum til hugðarmála sinna
og til þess að vera aldraðri
móður sinni til skemtunar og
aðstoðar á síðustu æfiárum
hennar. Þær mæðgur höfðu um
margt svipaðar skoðanir og
áhugamál, en að andlitsfari
voru þær ekki Hkar, og bar
Laufey meir svipmót föðurættar
sinnar. Fráfall móður hennar
(1940) mun hafa valdið allmik-
iíi breytingu í lífi hennar, að
því leyti, að eftir það mun hún
hafa orðið meira einmana. En
hún átti'þó traustan vin og góð-
an hauk í horni, þar sem bróð-
ir hennar var. Hún bjó áfram
í gamla húsinu, sem svo marg-
ar minningar voru tengdar við
og hafði orðið svo þýðingarmik-
ið fyrir hana eins og líka suma
þá aðra, sem þar eiga mörg
sporin. Og hún hefir fundið
hugsvölun og fró í starfi sínu
að áhugamálunum, sem hún
lifði og barðist fyrir.
• Lengi æfinnar gekk hún eigi
heil til skógar, og ollu veik-
indi hennar • bæði óþægindum
og hugraun. Upp úr þeim sjúk-
leika mun hún hafa tekið bana-
mein sitt, sem er talið hafa
verið hjartabilun,
Þorskanetagarn ,,
If
Hrognkelsanetagarn
úr ítölskum hampi, nýkomið.
GEYSIR H.F. .
V eiðarf æradeildin.
K®X$x$X§X$X$K$K$>3x$K$k8x$X$><Sx$x$K$K§K$K$><SK$X$X$><$K$X$X$K$X$X^kJk3><$K$<$kSx$K$X^KÍ»<$X®xSXS
Skoðunum Laufeyjar þarf
ekki að lýsa. Hún var fyrir
löngu orðin kunn um land allt
fyrir þær og starfsemi sína.
Máli sínu fylgdi hún jafnan
fast, en þó með fullri sann-
girni. Hún gat verið mjög ber-
orð, ef henni mislíkaði, en yf-
ir andlitinu lá annars oftast
innilegur góðleikablær, sem er
aðall sumra kvenna. Og sá
svipur sveilr ekki, því að hún
bar mikla viðkvæmni í brjósti
og hafði ríka samúð með þeim,
sem útundan verða í lífinu.
Mjer er vel kunnugt um þetta
og sjerstaklega eitt atvik í sam
bandi við það svo minnisstætt,
að jeg mun aldrei gleyma því.
Hún sýndi samúð sína og hjálp
fýsi í verki, og þau störf, sem
hún vann af óeigingirni og af
kærleiksríku hjarta í þarfir
hinna bágstöddu og vinafáu,
munu fylgja henni yfir landa-
jmæri lífs og dauða og bera þar
vitni göfugri sál.
Hinn ósýnilegi, slyngi sláttu-
maður hefir nú að mestu felt
í valinn næstu kynslóðina á
undan okkur og höggvið stór
skörð í okkar eigin. Hann
getur þegar verið kominn í
nánd við okkur sjálf. Við frá-
fall þessarar skólasystur minn-
ar verða mjer, enn einu sinni,
átakanlega Ijós sannindi orð-
anna um dauðann í hinum
mikla útfararsálmi Hallgríms:
„Veit enginn neitt um það,
hvernig, á hverjum tima eða
hvar hann kemur að“. And-
látsfregn hennar mun hafa
komið öllum á óvart. Eigi get
jeg um það borið. hvort Lauf-
ey Valdimarsdóttir sjálf hefir
verið viðbúin skapadægri sínu,
svo snögglega sem það virðist
hafa að höndum borið. En til
hins er gott'að hugsa, að hún
varði æfinni vel og fór hjeðan
með óflekkaðan skjöld, sem jeg
aldrei vissi til, að skugga bæri
á.
Sælir eru hjartahreinir. Með
þeim orðum vil jeg kveðja
hana síðustu kveðju.
Á nýársdag 1946.
Einar Jónsson.
BEST AÐ AUGLÝSA
í MORGUNBLAÐINU
í DAG er til moldar borinn
Einar Einarsson, kaupmaður,
Vegamótum á Seltjarnarnesi.
Hann andaðist 27. f. m. að heim
ili sínu, eftir tveggja mánaða
legu.
Einar var fæddur 6. júlí 1892
á Álftanesi.
Árið 1925 giftist hann eftir-
lifandi konu sinni, Onnu Lofts-
dóttur. Fluttust þau hjónin að
Vegamótum árið 1925. 5 árum
síðar reistu þau þar stórt og
myndarlegt verslunar- og íbúð
arhús. Ráku þau þar-verslun
síðan. Auk þess hafði Einar á
hendi frá 1930 og þar til þess
að hann á síðastliðnu sumri
veiktist, afgreiðslustörf hjá
mági sínum Jóni Loftssyni.
Heimili þeirra hjóna var gest
risið og skemtilegt og á ýmsan
hátt til fyrirmydar.
Að heimilinu á Vegamótum
er nú, við fráfall Einars Einars-
sonar, sár harmur kveðinn, og
hinir mörgu ættingjar hans og
vinir sakna sárt góðs drengs og
vinar.
Frá okkur öllum fylgja hon-
um hlýjar þakkir og ljúfar
minningar yfir hin miklu landa
mæri lífs og dauða. Vinur.
Slík voru endalok
Amerys
New York: — Þegar tími
hans var kominn, að láta lífið
fyrir landráð, reis John Amery,
33 ára gamall sonur fyrverandi
Indlandsmálaráðherra Breta, úr
rekkju í klefa sínum og rakaði
sig vandlega. Kvöldið áður
hafði hann kvatt foreldra sína,
sem vissu að enginn máttur á
jarðríki gat'bjargað lífi þessa
óhamingjusama sonar þeirra.
Þegar John Amery vár reiðu-
búinn, kvaddi hann konu sína,
sem er leikkona og bróður sinn
Julian, en hann er liðsforingi í
fallhlífaliðinu breska. Svo kom
fangelsispresturinn inn í klef-
ann, en Amery sagði honum
kurteislega, að hann hefði ekk-
ert við hann að tala. Því næst
gekk hann einh til aftökuklef-
ans og steig öruggum skrefum
upp á gálgapallinn.
Fyrir utan Wandsworth-
fangelsið biðu þau í bifreið,
kona hans og bróðir. Kl. 9,20
hengdi varðmaður tilkynningu
á vegginn. Hún hljóðaði svo:
„Líflátsdómur heíir nú verið
framkvæmdur á John Amery“.
— Time.
- Alþj. vettv.
Framh. af bls. 6.
öðrum frá leyndardómum
sprengjunnar, jafnvel þótt þær
geti fundið þá sjálfar. Við er-
um ekki alt of vissir um að
friðurinn verði langlífur. Það
er enn of mikil ringulreið á
öllu. Ymsir eru andvígir stefnu
okkar í þjóðmálum og það svo,
að kann að valda átökum. Jeg
fer ekki út í það að segja, hverj
ir það sjeu...“ — (Time.)
Lána Búlgurum hveiti
LONDON: Rússar munti á
næstunni láta Búlgara fá all-
mikið af hveiti og lána þeir
þeim vörur þessar gegn vör-
um síðar.
li
Timburhúsið
X Laugavegur 24 (Fálkinn), til sölu nú þegar, til niður-
¥ rifs. Tilboð óskast nú þegar.
\Jer0lunin i
mn
Laugaveg 24.
X-9
&
Eftir Robert Storm
Al THfc' F.B.t.
FtELD OfFICE
f V7ELL, TMEKE& V QOOD\ FIND
f A MOULAQE OP 7HE OUT IF TMATÍE-
l 6UILTV TIRE, PHIL! A ETAMDARD
TREAD OR A
■uo
MP> \ I AI <
■-CAPl
D!D,..IT'ó A RE-CAP! I
I AL50 607 A LI$T OF ALL
•TME RE-CAFPIUQ OUTFIT5
\ WITMIN A FIFTV-MILE
, RADlU5>
TRV TO TRACE \
TH£ /W3LD TMAT M
MADE TME TRACK.
l'M 60iNð TO
TALK WtTH THOEE
RAILKOAD MEH !
WHATfe TMI5?..AMAN THINK5-
HI& F05TER ðON IS GUILTV
OF DRAFT EVA5ION...&AV5
THE LAD HAD HI& NO£E
CHANóED, TO AVOlD
DETECT/ON.mHMM.
.....
mi
Áf--
; v\ < «;•
í bækistöð leynilögreglunnar: Jim: Jæja, hjerna
er komin afsteypa af hjólfarinu. X-9: Gott, athug-
aðu, hvort þetta er nýr eða viðgerður hjólbarði.
Síðar: Jim: Jeg gerði þetta, og hann er viðgerður.
mm
Jeg fjekk líka lista yfir öll hjólbarðaverkstæði á
stóru svæði. — X-9: Reyndu þá að komast eftir
mótinu, sem gert var við hjólið í. Jeg ætla að fara
og tala við járnbrautarmennina. — (Á meðan í
Washington) Yfirmaðurmn: Hvað er nú þetta. —
Maðurinn heldur að fóslursonur hans sje liðhlaupi.
Segir hann hafi látið breyta nefinu á sjer til þess
að hann þekktist ekki.