Morgunblaðið - 05.01.1946, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.01.1946, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. jan. 1946 Dularfulla brjefið »• ~ 6. dagur Anna vissi nú, að faðir henn- ar var í einhverri hættu. Hún vissi ekki, hver sú hætta var. Það vissi Nichoías Steuben. Hún varð að reyna að komast að þvi, sem hann vissi. Hún varð að hitta hann aftur. Hún ljet fallast niður á rúm- ið, og tók þá eftir því, að hún hjelt á brjefunum, sem hún hafði fengið niðri við afgreiðslu borðið. í öðru þeirra var kvitt- un fyrir brjefinu frá Rod, sem hún hafði komið til geymslu niðri, og í hinu var símanúmer, sem Updyke liðsforingi bað hana hringja i, þegar er hún kæmi heim. Jim. Hún var bú- in að steingleyma honum! Hún flýtti sjer að símanum og hringdi. Bara að Jim væri ekki farinn! Þafi, sem komið hafði fyrir hana áðan, gat ekki verið raunverulegt. Jim var raun- verulegur. Það ljet nærri, að hún fengi tár í augun, þegar hún heyrði rödd hans. „Halló, Anna. Hvað kom eiginlega fyrir þig? Jeg ætlaði að fara að safna liði og leita þín“. Þetta var Jim, gamli, góði Jim, sem hafði verið einn af vinsælustu mönnunum í há- skólanum, vegna þess, að hann var altaf í góðu skapi. „Jeg var í heimsókn hjá kunningjum pabba. Jeg varð lengur en jeg bjóst við. Er jeg orðin of sein?“ „Hvað heldurðu, stúlka? Jeg kem undir eins“. „Jeg verð enga stund að laga mig til“, svaraði hún. Hún flýtti sjer að skifta fötum og snyrta sig til. Hún kiptist við, þegar síminn hringdi aftur. Það var Jim. „Hvað verða það margar klukkustundir í viðbót?“ spurði hann. „Jeg er að koma!“ Hún flýtti sjer. Hún kærði sig ekki um að vera í herberg- inu, ef einhver annar hringdi. — Hún fór í lyftunni niður, og henni fanst hún vera óratíma á leiðinni. Loks var hún svo komín nið- ur í anddyrið. Jim kom á móti henni með útrjetta hönd, bros- andi út að eyrum. Hún brosti líka, um leið og hún sagði: „Þú hefir ekkert breyst!“ „Hvað áttu við? Viltu gjöra svo vel að líta á stjörnurnar hjema“, sagði hann og benti á öxlina á sjer. „Þú hefir ekkert breyst!“ Hann tók utan um handlegg hennar. „Fjelagar mínir eru á næturklúbb hjerna rjett hjá. Eigum við að fara þangað?“ „Jú, það skulum við gera“. Hún hafði haft á rjettu að standa. Hún gat ekki sagt Jim frá Nick Steuben. Það, sem þeim hafði farið á milli, varð líkast draumi, í návist Jim. Þegar leið á kvöldið, hafði hún nær alveg gleymt Nick. — Þau hittu hóp af ungu fólki og skemtu sjer við dans og söng framundir morgun. „Eigum við ekki að borða saman hádegisverð á morgun?“ spurði Jim, þegar þau voru aft- ur komin heim í gistihúsið. „Jú, en ekki of snemma", svaraði hún og geispaði. „Nei, það er víst engin hætta á því“. Hann kysti hana og sagði: „Góða nótt, elskan“. Hún var ekki lengur hrædd. Hún náði í herbergislykil sinn og fór með lyftunni upp. Þetta hafði verið yndislegt kvöld. Jim var áreiðanlega fallegasti flugmaðurinn í öllum hernum, og sá skemtilegasti líka. Þau voru ekki beinlínis ástfangin hvort af öðru. Onnu þótti vænt um Jim, en samt var hún ekki viss um, að hann værí sá mað- ur, sem hún vildi giftast. Hann var indæll drengur — en ekki nógu alvörugefinn. Ef til vill fanst henni það aðeins vegna þess, að þau höfðu aldrei haft tækifæri til þess að kynnast hvort öðru nógu vel. En hún var samt sem áður fegin þv:. að hún skyldi ekki hafa sagl honum frá ótta sínum við Nick. Hann hefði áreiðanlega hlegið dátt að því. Er þau voru í skóla, gerði hann oft gys að henni fyrir það, hve hún hafði auð- ugt ímyndunarafl, sem oft á tíðum hljóp með hana í gönur. Já, hún vissi það, að hún hafði helst til mikið hugmynda flug. Hann var auðvitað meiri raunsæismaður en hún. Karl- menn voru yfirleitt raunsærri en konur. Þeir ljetu ekki til- finningarnar nje hugmynda- flugið hlaupa með sig í gönur. Hún hafði verið of lítið sam- vistum við jafnaldra sína. Alla sína ævi, og þá einkum og sjer í lagi síðastliðin sjö ár, hafði hún haft mjög lítið samneyti við u'ngt fólk á hennar reki. Og alt í einu fór hún að hlæja Allar þessar hugmyndir henn- ar um, að faðir hennar væri í hættu, voru hlægilegar. Hún var búin að gleyma því, hvern- ig ungt fólk hegðaði sjer. Nick var ekki of gamall til þess að gera að gamni sínu. Nú skemti hann sjer að öllum líkindum konunglega, ásamt vinkonu sinni Elsu Raynolds, yfir því, hvernig honum hafði tekist að leika á hana. Hún hafði verið meiri kjáninn! En þegar hún var háttuð og búin að slökkva ljósið í her- bergi sínu, var hún ekki eins viss um, að hann hefði verið að gera að gamni sínu. Hún mundi eftir því, hvernig svipurinn 1 augum hans hafði verið, þeg- ar hann skipaði henni að fara úr borginni. ★ Morguninn eftir hrökk Anna upp við það, að síminn hringdi. Hún var dálitla stund að átta sig á því, hvar hún væri stödd. Svo rifjaðist það upp fyrir henni, að hún var í New York og ætlaði að borða hádegisverð með Jim. Hún fór fram úr og greip heyrnartólið. „Halló, elskan“, sagði hún._ „Halló, Anna“. Hún fjekk ákafan hjartslátt. Það var ekki Jim. Það var Nick — sem hafði verið að gera gys að henni í gær. Hann skyldi svei mjer fá það borgað....... „Viltu borða með mjer há- degisverð?“ spurði hann. „Mjer þykir það mjög leitt, en jeg get það því miður ekki“, svaraði hún blíðlega. „Hvenær geturðu hitt mig?“ Hún þurfti ekki að hitta hann. Hann gat ekki leikið á hana nema einu sinni. Hún brosti sínu blíðasta brosi framan í heyrnartólið og sagði: „Jeg er hrædd um, að jeg geti það ekki alla næstu viku. Vin- ur minn verður hjer í borginni nokkra daga, og jeg býst við, að pabbi verði kominn, þegar hann fer“. Hann þagði andartak, en sagði svo lágri, ógnandi röddu: „Jeg ráðlegg þjer að hitta mig í dag“. Hún reyndi að láta það ekki á sig fá, sem hann sagði. Hún reyndi að segja ákveðin:. „Jeg sagði yður, að jeg mætti ekki vera að því, herra Steuben“, en í þess stað hvíslaði hún: „Af hverju?" „Jeg get ekki sagt það í sím- ann“. „Jeg skal koma“, sagði hún loks. Hún gat ekki hafa verið með rjettu ráði að halda, að Nicho- las Steuben hefði verið að gera að gamni sínu. Honum hafði víst verið aít annað en gaman í hug í gær, og rödd hans var laus við að vera gáskafull, þeg- ar hann sagði: „Hvenær?“ Hún hikaði. Svo datt henni alt í einu snjallræði í hug. Hún gæti beðið Jim að koma með sjer. Hún þyrfti ekki að gefa honum ,neina skýringu. Nick myndi áreiðanlega lítið geta sagt, í nærveru Jim. Og það myndi ekki skaða neitt að sýna Nick fram á, að hún væri Anna Wickard, þrátt fyrir alt. Hann myndi ekki gruna Jim um græsku. Jim var svo heiðarleg- ur á svipinn, að-það var bók- staflega ógjörningur að tor- tryggja hann. Rödd hennar var nær sigri hrósandi, þegar hún sagði: „Klukkan þrjú“. „Ágætt“. Hann hikaði and- artak. „Veistu hvar nýja lista- safnið er?“ „Jeg get fundið það“. „Jeg bíð þá eftir þjer þar“. „Já, jeg kem klukkan þrjú“. Sennilega furðaði hann sig á því, hvers vegna hún hefði alt í einu sjeð sig um hönd, en hann myndi víst nógu snemma komast að raun um, hver á- stæðan var. Hann myndi ekki geta gert henni neitt ilt, þeg- ar Jim væri með henni. En það var kjánalegt að ætla, að hann vildi henni ilt. Hvers vegna skyldi hann vilja það? Hún var alveg meinlaus. Að því er hún vissi best sjálf, hafði hún aldrei gert á hluta nokkurs manns. í raun rjettri hafði hann ekki ógnað henni, heldur aðeins þeim svikara, sem hann hjelt hana vera. En það gátu alt sam- an verið látalæti í honum. Það gat verið, að hann hefði mæta vel vitað, að hún var Anna Wickard — hefði aðeins verið að skjóta henni skelk í bringu — hræða hana til þess að fara úr borginni, áður en faðir henn ar kæmi. . BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Stríðsherrann á Mars 2> renyjaáaya Eftir Edgar Rice Burroughs. 104. Hvernig gat staðið á þessari snöggu breytingu hans gagnvart mjer? Gat verið að hann grunaði hver jeg væri? Þetta hlaut að vera svo, og það, sem hafði komið upp um mig, var höggið, sem jeg rjetti honum. Þegar varðmennirnir drógu mig burtu, var mjer vissu- lega þungt í þuga, því nú hafði einn voldugur óvinur bætst við þá tvo, sem höfðu svo lengi reynt að gera mjer allt sem þeir gátu til miska, því jeg hefði verið auli, ef jeg hefði ekki skilið, að Salensus 011 var orðinn hrifinn af Dejah Thoris, konunni minni. XI. kapítuli. Nægtabrunnurinn. JEG VAR ekki langdvölum í fangelsi Salensus Oll. — Þann stutta tíma, sem jeg lá þar í gullfjötrum, hugsaði jeg oft um það, hver hefðu orðið örlög Thuvan Dihn, jédd- aks af Ptarrth. Hinn hrausti fjelagi minn hafði farið á eftir mjer út í garðinn, þegar jeg rjeðist á Thurid, og þegar Salensus Oll hafði farið burtu ásamt Ðejah Thoris og hinum, hafði hann verið eftir í garðinum ásamt dóttur sinni og virtist enginn hafa veitt honum sjerstaka eftirtekt, þar sem hann var eins klæddur og hinir hermennirnir. Síðast þegar jeg sá hann, hafði hann staðið og beðið eftir hermönnunum, sem fóru á eftir mjer, til þess að loka hliðinu, og gat þá verið einn með Thuviu. Var mögu- legt, að þau hefðu komist undan? Jeg efaðist um það, en vonaði af heilum huga, að það væri satt. Þriðja daginn, sem jeg var í haldi, komu tólf hermenn til þess að fylgja mjer í áheyrnarsalinn’til jeddaks jedd- akanna, þar sem Salensus Oll ætlaði að yfirheyra mig. Var salurinn fullur af aðalsmönnum, og meðal þeirra sá jeg Thurid. Mathai Shang var ekki þar. Dejah Thoris, glæsilegri en nokkru sinni áður, sat í hásæti við hlið Salensus Oll. Vonleysissvipurinn á andliti hennar gekk mjer að Kjarta. Tveir ölvaðir menn sátu sam an á veitingahúsi og ræddu um alvöru lífsins. „Skolli dreymdi mig skrítinn draum um daginn“, sagði ann- ar. „Mjer þótti eins og alt í einu væru einir þúsund litlir karlar byrjaðir að klifra upp um mig allan. Þeir voru með rauðar húfur á höfðinu, í grænum föt- um og litlum, rauðum skóm, sem hringuðu sig upp að fram- an“. „Já“, svaraði vinur hans, „og það voru gulllitaðar bjöllur á tánum á þeim“. „Hvernig veistu það?“ spurði sá fyrri undrandi. „Tveir þeirra eru enn á öxl- inni á þjer“, svaraði hinn. ★ Frægur enskur vísindamað- ur var að gera margskonar til- raunir með apa. Að lokum eign aðist hann lítinn en gáfaðan aparæfil, sem samkvæmt frá- sögn vísindamannsinS var sjer lega líklegur til stórræða. „Eft ir hádegi“, hjelt vísindamaður- inn áfram, „ætla jeg með hann út á völl og kenna honum að spila tennis“. Strax að loknum miðdegis- verði tók hann apann á hand- legg sjer og bar hann út á tenn isvöll. Eftir að hafa komið hon um fyrir í þægilegu sæti beint framundan múrvegg, sem not- aður var til að þjálfa sig við, tók vísindamaðurinn tennis- ’ spaða og bolta og marg endur- tók allar erfiðustu hreyfingar leiksins. Hann hringsnerist í kringum sjálfan sig, þaut eftir boltanum frá einu horni vall- arins í annað, stökk í loft upp datt nokkrum sinnum og.lamdi sig jafnvel óviljandi í hnakkann í æsing sínum. Eftir að þessu hafði farið fram um klukkutíma og vísinda maðurinn var orðinn örmagna af þreytu, tók hann apann úr sæti sínu, gekk með hann út á völlinn, lokaði hægt á eftir sjer vængjahurðinni og gægðist var lega gegn um skráargatið. Lítið brúnt auga starði á móti honum. ★ Amerískur veðreiðakappi fór til Ítalíu og fjekk þar atvihnu. í fyrstu kappreiðunum, sem hann tók þátt í, fjell hestur hans og lenti ofan á honum. „Stattu upp“, stundi veð- reiðakappinn. Hesturinn hreyfði sig ekki. „Stattu upp, bölvaður“, end- urtók veðreiðakappinn. Hesturinn horfði á hann af- sökunaraugum og andvarpaði. „Mig skilja ekki ensku“, sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.