Morgunblaðið - 24.01.1946, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.01.1946, Qupperneq 16
VEÐURUTLITID. Faxaflói: Gengur til SV-áttar, lygnir. — Rigning eða slydda. UNGA FOLKIÐ streymir hundruðum samait í Heimdall. — Sjá bls. 7. Fimtudagur 24. janúar 1946 „Fíni" fundurinn hjá kommúnistum varð þeim gagnslaus Þá skorti bæði rök og kjaftorku Ungir Sjálfstæðismenn fylkja liði til sigurs • j i r • •• i • Geysiiegt fjölmenni á fundi þeirra í Sjálfstæðishúsinu MENTAMANNAFUNÐUR kommúnistanna í Listamanna- 6kálanum í gærkvöldi kom Jseim ekki að tilætluðum not- um. Boðun fundarins kom illa við margan alþýðumann, er sagði sem svo: Er þetta þá orðið úr hinum stjettlausa flokki. Nú er það ekki nema „fínu“ mennirnir, með mentahrokann, sem fá að tala. Það var mikið að óbreyttir verkamenn skyldu fá náð til að hlusta á þessa „fínu“, marg- þjálfaða úr kommúnistasellum Svíþjóðar og komnir víðar að. Listamannaskálinn var fullur áheyrenda. Það vantaði ekki. — Menn af öllum flokkum komu þar, af forvitni, til þess að sjá ©g heyra hvernig „mentamenn ©g doktorar“ kommúnista tala. Og þeir forvitnu fóru með þá hugsun efst i huga, að segja mátti um þenna fund að þar lijeldu „öll hrökin að þau væru tromp“. Fyrstur talaði Björn Sigurðs- son. Kiljan átti að byrja. En kom of seint. Björn var hóg- vær. En hann ljet niður falla að minnast á Nasistadekur Þjóð viljans og kommúnista, þegar sem vei-st var útlitið fyrir lýð- ræðisþjóðunum. Kannske hefir hann gleymt því. Þá kom Kiljan. Hann var tíg- ulásinn í spilinu. Hann spilaði riöló, svo ásinn varð lægstur. Hann sagði m. a. að þeir, sem skrifuðu illa um Rússa í Morg- unblaðið væru allir barnamorð ingjar og þjófar(!) Dr. Hermann Einarsson komst að þeirri niðurstöðu, að fjölga þyrfti togurum í bænum. Var helst á honum að heyra, að hann hjeldi að hann hefði gert þessa uppgötvun þarna á fund- inum, og væri einn um hana. Þorvaldur Þórarinsson dr.? upplýsti fundarmenn um það að allir athafnamenn þjóðfje- lagsins væru í Sjálfstæðis- fíokknum. Honum fanst það vera flokknum til minkunar. Sigurður H. Pjetursson sagði m. a. að Sjálfstæðisflokkurinn traðkaði á lýðræðinu með því að meina sósíalistum afnot af Listamannaskálanum. Hann gat þess ekki að Sjálfstæðisflokkur- inn lánaði sósíalistum skálann til þessa fundarhalds. Sigurður Þórarinsson dr. sagðist ekki hafa verið komm- únisti meðan hanh var í Sví- þjóð. En er harsn kom heim og sá hve Revkjavík hafði breyst á meðan hann var ytra, þá varð hann kommúnisti(!) Sölvi Blondal hagfræðingur sagði að framfarir Reykjavíkur hefðu komið af sjálfu sjer. — „íhaldinu" hefði ekki tekist að hindra það(!) Og síðastur lalaði Jónas Har- alz, og klykti út með því, að þjóðskipulagið hjer á landi væri gersneytt allri mannlegri skyn- semi(!) Það er gott að menn skuli vita hvert þessi ungi maður ætlar að sækja „skyn- semina“. Þar með var lokið fundi „mentamanna" kommúnista og munu margir í þeirra hóp, hafa óskað þess í fundarlokin, að sú samkoma hefði aldrei verið haldin. Annars er rjett að geta þess, að þetta „mentamanna fundar- tiltæki" er engin nýbóla hjer í Reykjavik. Alþýðuflokkurinn var með svona mentahroka fyr ir einum 20 árum. Allir vita hvernig komið er fyrir honum. Aðalfundur Fjelags pípulagningameist- ara AÐALFUNDUR Fjelags Pípulagningameistara var haldinn s.l. sunnudag í Iðn-| aðarmannahúsinu. í stjórn voru kosnir: Formaður Grím- ur Bjarnason, ritari Runólf- ur Jónsson, gjaldkeri Loftur Bjarnason og meðstjórnend- ur Jóhann Valdimarsson og Óskar Smith. Mikill áhugi ríkti á fundin- um fyrir lögglildingu fjelags- manna til vatns- og hitalagns og einnig um ákvæðisvinnu- j taxta. Efnisskortur hefir verið til- finnanlegur undanfarið til > pípulagningarvinnu, og er út lit fyrir, ef eigi rætist fljót-j lega úr, að ýmsar nýbygging' ar stöðvist af þeim sökum. inn kemur en nokkru sinni fyrr. # nfsr meeninsr ganga i EINN glæsilegasti stjórnmálafundur ungra manna og kvenna í Reykjavík, var haldinn í Sjálfstæðis- húsinu í gærkvöldi. Heimdallur, Fjelag ungra Sjálfstæðismanna, boð- aði til fundarins, og voru hin stóru og miklu húsa- kynni í Sjálfstæðishúsinu þjettskipuð og þurftii fjöldi manns að standa inni og úti. 387 inntökubeiðnir voru bornar upp til samþykkt- ar á fundinum og hefir allt þetta mikla lið sótt um inngöngu í fjelagið um og eftir æskulýðsfundinn, þar sem kappræðurnar við kommúnistana fóru fram, og nú fyrir og á fundinum í gærkvöldi. Heimdallur er nú lang stærsta stjórnmálafjelagið í Reykja vík, næst Landsmálafjelagi Sjálfstæðismanna, Verði. Ekk- ert æskulýðsfjelag hinna flokkanna kemst nokkuð í nám- unda við Fjelag ungra Sjálfstæðismanna, Heimdall, að meðlimatölu, eða þrótti og vexti í starfsemi. Ludvig Hjálmtýsson, for- maður Heimdallar, setti fund inn og stýrði honum. Fulltrúar ungra Sjálfstæð- ismanna fluttu ávörp og stutt ar ræður og tóku þessi til máls: Frú Auður Auðuns, Magnús Jónsson frá Mel, Már Jóhannsson, Sveinbjörn Hannesson, Valgarð Briem, Geir Hallgrímsson, Gunnar Helgason og Jóhann Hafstein. Var öllum ræðumönnum óspart fagnað af fundarmönn um, enda mæltist þeim djarft og skörulega. — Hljómsveit Sjálfstæðishússins Ijek ís- lensk þjóðlög eftir hverja ræðu, en fundarmenn risu úr sætum sínum og sungu. Fundurinn fagnaði sjerstak1 Kjósið D - listann lega Jóhann Hafstein, sem* skipar nú áttunda sæti á lista Sjálfstæðismanna. Er einsýnt að ungir Sjálfstæðismenn hafa þjappað sjer með þeim áhuga og krafti um kosningu hans, að hún er þegar örugg. Baráttan stendur um níunda sætið á lista Sjálfstæðis- manna. Á fundinum ljet mikill^ f jöldi ungra manna og kvenna skrá sig til sjálfboðaliðsstarfa á kjördaginn. Sjálfstæðisæskan í Reykja-| víkgengur ötulli og sterkari; til kosninganna á sunnudag-i Hvað dvaldi full- Irúa Rússa svo lengi! London í gærkveldi: VISHINSKY, aðstoðarutan ríkisþjóðfulltrúi Rússa er nú kominn til London, rjettum 12 dögum eftir að ráðstefna sameinuðu þjóðanna hófst, þar sem hann átti að vera aðalfulltrúi Sovjetríkjanna. Hefir mikið verið um það rætt, hversvegna hann hafi dregið komu sína til London svo mjög, og telja sum blöð Bretlands þetta benda til þess að Rússar beri ekki mikla virðingu fyrir starfi hinna sameinuðu þjóða og bandalaginu' nýja. — Mjög mikil eftirvænting er ríkj- andi eftir að heyra fyrstu ræðu Vishinskys, sem líklega verður haldin á morgun. í FYRRINÓTT var framið innbrot í Viðtækjasöluna í Lækjargötu. Innbrotsþjófur- inn hafði farið inn um glugga á bakhlið hússins. Hann hafði á brott með sjer hvítt lítið útvarp. En kassinn utanum það var sprunginn. Þá stal hann einnig handsnúinni samlagningavjel. Stafir let- urborðsins* voru rauðir. Kviknar í stórhýsi á Akureyri Akureyri, miðvikudag. Frá fjrettaritara vorum: LAUST EFTIR miðnætti í nótt sem leið, varð elds vart í Hafnarstræti 96, Akureyri, stórhýsinu París. — Reynd- ist hann vera í stórum skúr, sem er áfastur við aðalhúsið, og í er bókbandsvinnustofa og prentsmiðja Björns Jóns- sonar h.f. Var mikill reykur kominn um efri hæð skúrsins, er slökkviliðið kom að, en eld- urinn ekki magnaður. Tókst fljótt að ráða niðurlögum hans, en stórmiklar skemdir urðu af vatni og reyk í bók- bandsstofunpi og ennfremur í vörugeymslu bókaverslun- arinnar Eddu, er stóð við hlið hennar og í húsgagnavinnu- stofu Kristjáns Aðalsteins- sonar og Jóns Björnssonar, er var í kjallara skúrsins. Meiri hluti af matvörum Vöruhúss Akureyrar eyði- lagðist af vatni. í aðalhúsinu, sem að mestu er eign Þor- steins M. Jónssonar varð mikill reykur, en enginn eld- ur. Var reykurinn sjerstak- lega mikill í forlagageymslu hans. en vegna þess að bæk- urnar voru innpakkaðar, munu þær ekki hafa skemst. Lögreglan og fleiri báru út í annað hús hið dýrmæta og mikla bóksafn Þorsteins M. Jónssonar og telur eigandinn það nær óskemt. Olíusalar handtekni/ London í gærkveldi: BRETAR hafa tekið fasta nokkra eigendur þýskra olíu- vinslustöðva á hernámssvæði sínu í Þýskalandi, og munu þeir verða dregnir fyrir dóm. Verður þeim gefið að sök, að þeir hafi framleitt olíu og selt hana þýsku herstjórn- inni og hafi olía þessi verið notuð gegn bandamönnum í styrjöldinni. — Reuter. Reyklaust eldsneyti. LONDON: Breskt eldsneyO isframleiðslufjelag, hefir til- kynt, að á næsta ári sendi þaði á markaðinn margar tegundir af algjörlega reyklausu elds- neyti. Hafa nokkrar tegundih þegar verið sýndar opinbeiu lega. Listi Sjálfstæðismanna í Reykjavík er D-listi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.