Morgunblaðið - 20.03.1946, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.03.1946, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITIO: Faxaflói: Breytileg átt, gola eða kaldi. Smáskúrir. WQmm Miðvikudagur 20. marz 1946 HVERJIR ráða yfir atom- orkunni? — Grein um þaö á bls. 7. Ekið á gamlan mann Lögregluna vantar upp- lýsingar ENN EINU SINNI hefir orðið umferðarslys hjer í bænum. — Það var eitthvað á þriðja tím- anum í gær, að bifreið ók á gamlan mann, Jóhann Sæfeld, til heimilis á Hverfisgötu 92 og fótbraut hann. Slysið var í námunda við dagheímilið Grænuborg. Var Jóhann, sem vinnu í grjótnámi þar skammt frá, á leið niður í bæ, með hamra til skerpingar, er hann varð fyrir slysinu. Maður sá, er ók bifreiðinni, mun ekkert hafa skift sjer af hinum gamla manni- og ekið í burtu. Skömmu síðar komu vinufjelagar hans honum til hjálpar og í þeim svifum kom maður nokkur akandi í bifreið. Sagði hann þeim númer bifreið ar þeirrar, er ók á Jóhann. — Ekki man þó Jóhann hvaða nú- mer hann nefndi. Farið var með hann í Landsspítalann og búið um brotið og hann síðan fluttur heim til sín. Rannsóknarlögreglan óskar efíir því, að hafa tal af vinnu- fjelögum hans og bílstjóra þeim er bar þar að, hið allra fyrsta. Handknattleiksmótið: og Haukar í úrslitum í meisl- araflokki karla ÞAÐ verða ÍR og Haukar, sem keppa um Islandsmeistara titilinn í handknattleik karla. — Úrslitaleikurinn í B-riðlin- um í meistaraflokki karla fór fram í gærkveldi milli ÍR og Ármanns. Vann ÍR með 19:13. En Haukar unnu A-riðilinn, eins og kunnugt er. Að öðru leyti fóru leikirnir í gærkveldi þannig, að KR vann Víking í meistaraflokki karla með 24:10. í meist- araflokki kvenna varð jafn- tefli milli Ármanns og ÍR 5:5. 1 II. flokki karla vann FH Fram með 11:6 og KR Val með 8:6. I B-riðlinum í meistaraflokki karla urðu stigin þannig, að ÍR hlaut 6 stig, Ármann 4, KR 2 og Víkingur ekkert. I II. flokki karla eru einnig allir leikirnir búnir. FII vánn B-riðilinn með 6 stigum, Ár- mann hlaut 4, Fram 2 og Hauk ar ekkert. En Víkingur vann A-iiðilinn, eins og áður hefir verið sagt, einnig með 6 stigum, ÍR hlaut 3, KR 2 og Valur 1. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 8. Þá fer fram úrslitaleik- urinn í II. flokki kvenna milli Hauka og Ármanns (önnur fje- lög keppa þar ekki). í meist- araflokki kvenna kepprriíauk- ar og ÍR og í III. fl. karla ÍR og Haukar (B-lið). Ferðir erUj frá B.S.Í. frá kl. 715, Þing norrænna heilasjerfræðinga Norrænir heilasjerfræðingar lijcldu nýlega þing með sjer í Kaupmannahöfn og var þessi mynd tekin á fyrsta degi þingsins. í ræðustól er sænski læknirinn Olivecroma, til vinstri í stólnum er Dr. Busch, Kaupmannahöfn, að baki honum er Dr. Snellman frá Finnlandi, Dr. Thorkild- sen frá Noregi (með krosslagðar hendur) og að haki hans er Dr. Mikálá, frá Finnlandi. I hæg- indastólnum til hægri er Dr. Sjöquist frá Svíþjóð. íslendingar átíu 638 skip um síðustu áramót ÍSLENDINGAR áttu alls 638 skip um síðustu áramót og voru þau samtals 38,867 lestir brúttó. Er frá þessu skýrt í síðustu Hagtíðindum. Af þessum rúmlega 600 skipum eru 50 gufuskip, 394 mótorskip, yfir 12 lestir og 194 undir 12 lestir. Frá því 1943 hefir skipum í eign íslendinga fækkað i:m 15 og um 2 frá árinu áður. Hamar ællar að Allur þorrinn fiskiskip. 4 gufuskip og 1 mótorskip í eign íslendinga eru 1000 til 1999 lestir, 3 gufuskip 500 til 999 lestir, 41 gufuskip og 26 mótorskip 100—499 lestir, 2 gufuskip og 65 mótorskip milli 50 og 99 lestir. Allur þorrinn af þessum skipum eru fiskiskip. Eftir notkun þeirra skiptast þau þannig • Togarar 28, önnur fiskiskip 593, farþegaskip 6, vöruflutn ingaskip 7, varðskip 2, björg- unarskip 1 og dráttarskip 1. Af farþegaskipunum eru 3 gufuskip: Brúarfoss, Lagar- foss og Súðin. en 3 eru mótor- skip: Esja, Laxfoss og Fagra- nes. Vöruflutningaskipin eru: Fjallfoss, Reykjafoss, Selfoss og Hermóður (gufuskip) og Skeljungur, Baldur frá Stykk ishólmi og Nonni frá Reykjar firði (mótorskip). Varðskipin eru Ægir og Óðinn (mótor- skip). Björgunarskipið er Sæ björg og dráttargkipið er Magni, eign Reykjavíkurkaup staðar. Skipum fækkað um tvö Frá næsta hausti á undan hefur skipum fækkað um 2, en lestatala lækkað um 822 lestir. Mótorskipum hefir fjölgað um 3 og lestatala þeirra hælrkað um 1252 lestir. Síðastliðið ár voru strikuð út af skipaskránni 19 mótorskip (þar af 8 rifin eða talin ónýt. 6 farist alveg, 4 strandað og 1 selt úr landi). Hafa þá bæst við 22 mótorskip. Gufuskip- unum hefir fækkað um 5 og lestatala þeirra lækkað um ! 2074 lestir. Gufuskip þau, sem fallið hafa burtu, eru: Far- ! þegaskipið Dettifoss sem fórst jvið írland í janúar í fyrra, ! botnvörpungurinn Þorfinnur, sem seldur var til Færeyja á árinu, línuveiðarinn Fjölnir, sem fórst við Skotland í apríl í fyrra, og lv. Málmeý og Sse- fari. sem breytt var í mótor- skip á árinu. Gengi erlends gjaldeyris í Reykja- vík SAMKVÆMT Hagtíðindum var gjaldeyrir tíu landa skráð- ur hjer í Reykjavík í janúar- mánuði s.l., en engar breyting- ar hafa orðið síðan á skráningu,. Gengið er sem hjer segir: Sterlingspund kr. 26,22, 100 bandarískir dollarar kr. 650,50, 100 kanadiskii dollarar krón- ur 592.00, 100 sænskar krónur 155,09, 100 danskar krónur 135,57, norskar krónur 131,10, 100 hollensk gyllini 245,51, 100 belgiskir frankar 14,86, 100 franskir frankar 5.47, og 100 svissneskir frankar 152,20. bjarga bv. Polasie H.F. HAMAR mun ætla sjer að gera tilraun til, að bjarga pólska togaranum Polasie, sem strandaði á dögunum á Slýgja- fjöru. Þeir Bjarni Jónsson,, verk- s’tjóri, Kristján Schram, verk- stjóri og einn maður enn eru farnir þangað austur. Með- ferðis höfðu þeir skrúfu fyrir skipið, en er það strandaði brotnaði skrúfa þess. I gær fóru þeir fjelagar frá Kirkjubæjarklaustri að hinu strandaða skipi. Munu þeir ætla að láta fyrirberast í skip- inu og vinna við það á hverri fjöru. Skipið er enn að sjá lítið skemt. Það stendur á þurru um fjöru, en um háflæði brýt- ur sjó aftan til á því. Állir vegír opnir ALLIR bílvegir um láglendi eru opnir umferð og vel fær- ir. Vegamálaskrifstofan skýrði baðinu frá þessu í gærkvöldi. Þá virðist horfa allvænlega um að vegir munu koma vel undan vetrinum. Fjallvegir um Öxnadalsheiði og Fjarðarheiði eru enn ófær- ir. SAMIÐ UM SAMBUÐ. LONDON. Fregnir frá Mad- rid hermdu í gærkveldi, að verið sje að semja um sam- búð Bandaríkjanna og Spán- ar, en ekki haf^ enn borist ná- kvæmar fregnir af samning- um þessum.' Bifreið ekur á mann og fótbrýtur hann UM HELGINA varð slys á svonefndutn Fífuhvammsmel- um, við Fífuhvamm. •— Ungur maður að nafni Anton Ísaksson frá Fífuhvammi, varð fyrir bif- reið og slasaðist. Anton var á leið niður að Hafnarfjarðarvegi Er hann var kominn á ínóts við afleggj- arann, er liggur að Smára- hvammi, kom vörubifreiðin P- 34 akandi á móti honum. Bif- reiðarstjórinn ætlaði að víkja til hægri fyrir Antoni, en um leið fór hann einnig yfir á sömu vegarbrún. Lenti hann framan á bifreiðinni og festist hann við hana, dróst nokkurn spöl með henni, en kastaðist svo af henni á girðingarstaur. Er komið var að Antoni var vinstri fótur hans brotinn. Þá hafði hann hlotið högg á höf- uðið og meiðst á hægri fæti. Einnig hafði hann hlotið högg mikið á bak við brjóstið. Fljótlega var náð í sjúkrabif reið og var Anton fluttur I Landsspítala. Voru meiðsl hans þar rannsökuð og búið um þau, en hann síðafi fluttur heim til sín. Líðan hans í gær var talin allsæmileg eftir ástæðum. Inneignir bankanna erlendis minka í SÍÐUSTU Hagtíðindum er. skýrsla yfir inneignir bank-' anna erlendis í lok janúar- mánaðar s.l. Samkvæmt þeirri skýrslu var inneign bankanna erlendis 446,328,000 krónur, en á sama tíma í fyrra áttu bank- arnir erlendis kr. 567,196.000. Inneignir bankanna minkuðu um rúmlega 20 miljónir frá því í desemberlok og þar til í jan- úarlok. í lok janúar s.l. var seðla- veltan 136.960.000, eða rúmlega 7 miljónum minni en í desem- bermánuði s.l., en þó tæplega 3 miljónum meiri en á samá tíma í fyrra. (1945). Aðalfundur Varðar í kvöld í KVLÖD verður haldinn aðalfundur í Landsmálafje- laginu Verði. Síðasta starfsár fjelagsins hefir verið fjörugt og við- burðaríkt. Skelegg þátttaka fjelagsins í bæjarstjórnar- kosningunum og stöðugt vaxandi fneðlimatala. Fundurinn í kvöld hefst með því, að Sigurður Kristjánsson, alþm., flytur framsöguræðu um þingmáL Nú eru á döfinni mörg stór mál, sem þingið hefir til meðferðar og verða frjálsar um ræður að lokinni ræðu Sig- urðar. Á eftir þessum dagskrárlið hefjast venjuleg aðalfundar- störf. Skýrslugjörð um starf- semi fjelagsins, lagðir fram reikningar, kosningar í stjórn, á fulltrúaráðsmönnum, endur- skoðendum o. fl. Sjálfstæðismenn í Reykjavík: eru hvattir til þess að fylkja sjer um Vörð og gerast virkir, jneðlimir í þessu sterka fjelags- vígi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.