Morgunblaðið - 06.04.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.1946, Blaðsíða 6
MORGUNBLA&ÍÐ Laugardagur 6. apríl 1946 0 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.). Fr-jettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. RitsVjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlanda, kr. 12.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Hver væri vinningur að stjórnlagaþingi? ÞAÐ ER enn verið að fitja upp á því, að stofna beri til sjerstaks þinghalds — stjórnlagaþings — til þess að setja hinu íslenska lýðveldi nýja stjórnarskrá. Hefir þetta mál nú verið lagt fyrir Alþingi í frumvarps- formi (viðauki við stjórnarskrána), og er flutningsmaður Hermann Jónasson. Samkvæmt tillögum Hermanns á að fela sjerstöku stjórnlagaþingi að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá. >Stjórnlagaþingið skal hafa lokið störfum íyrir lok mars- mánaðar 1948. Skal hin nýja stjórnarskrá því næst lögð undir þjóðaratkvæði í júnímánuði. Ef meirihluti atkvæð- isbærra manna geldur henni jákvæði, öðlast hún gildi 1. ágúst s. á. sem stjórnarskrá lýðveldisms. í tiilögum Hermanns segir ekkert um það, hvernig kosið skuli til þessa stjórnlagaþings. Alþingi á að ákveða þetta með lög- um; ákveða tölu fulltrúa, kjördæmaskipun og annað þessu varðandi. ★ Þessi hugmynd, um sjerstakt stjórnlagaþing til þess að setja þjóðinni stjórnarskrá, hefir oft borið á góma. Hún var mikið rædd í sambandi við skilnaðarmálið. Þá voru ýmsir, sem vildu fela sjerstöku stjórnlagaþingi að ganga frá skilnaðinum og stofnun lýðveidisins. En við nánari athugun fjellu menn frá þessari hugmynd. ★ Sje litið á þetta mál frá raunhæfu sjónarmiði, verður ekki sjeð að neinn vinningur væri í því, að fela sjer- stöku þingi, stjórnlagaþingi, að fjaila um þetta mál. Það er ekki sjáanleg nein trygging fyrir því. að þetta fyrir- komulag trygði þjóðinni betri stjórnarskrá en ef Alþingi fjallaði um málið. Og ef svo er, að ekki oru minstu lýk- ur fyrir því, að stjórnarskrá sett með þessum hætti yrði betri, þá væri vitanlega enginn vinningur að þessu. Hið eina, sem upp úr þessu fengist væri, að hjer sætu tvö þing um nokkurt skeið, Alþingi og stjórnlagaþing, og hefði það að sjálfsögðu stórfeldan kostnað í för með sjer fyrir ríkissjóð. ★ Það er vitaskuld fjarstæða að ætla, að hægt sje að stofna til stjórnlagaþings án þess að stjórnmálaflokkarnir láti til sín heyra. Við gétum rjett ímyndað okkur hvort stjórnmálaflokkarnir á Alþingi ljetu afskiftalaust hvaða reglur yrði settar um kjör fulltrúa til stjórnlagaþingsins. Hermann ætlast til, að Alþingi setji lög um þetta efni, og er önnur leið vitaskuld ekki fær. En dettur nokkrum manni í hug, að slíkar reglur yrðu settar án mikilla átaka milli stjórnmálaflokkanna? Nei, áreiðanlega ekki. Þegar Alþingi færi að setja lög um kosningu fulltrúa til stjórnlagaþings, ákveða tölu fulltrúanna kjördæmaskip- un og annað þessu varðandi, væri á sama augnabliki kom- ið inn á hið viðkvæma deilumál, sem við þekkjum vel fró fyrri þingum, deiluna um kjördæmaskipunina. Og nið- urstaðan yrði að sjálfsögðu í samræmi við skoðanir stjórn- málaflokkanna. Og upp úr þessu kæmi stjórnlagaþingið, sem væri nákvæmlega jafn pólitískt og sjálft Alþingi. Þetta yrði árangurinn af þessu brambolti. ★ Hitt er rjett, sem Hermann Jónasson víkur að í grein- argerð fy»r frumvarpi sínu, að æskilegt væri að setning nýrrar stjórnarskrá fyrir lýðveldið væri hagað þannig, að þjóðin gæti fjallað um hana eingöngu, þegar til henn- ar kasta kæmi. Fyrirkomulag það, sem n.ú er hjer á haft við setning stjórnskipulaga — samþykt tveggja þinga, þingrof og kosningar — er ekki heppilegt. Með því bland- ast stjórnarskárin saman við önnur óskild mál. Þetta er mjög óheppilegt. En þessu ætti að mega koma fyrir á ann- an veg, t. d. með þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnlaga- breytingu, án þingrofs. ÚR DAGLEGA LÍFINU Hættuleg frekja. . VEGFARENDUR, sem ein- hverja nasasjón hafa af um- ferðarreglum,_ furða sig oft á að sjá hve sumir bifreiðastjór- ar tefla oft á tæpasta vaðið og þó einkum hvað þeir gera sjer far um að „snuða“ í umferðar- reglunum. Það er eins og þess- um mönnum sje einhver fróun í að geta gengið fram hjá sett- um reglum, þó þeir með því setji sjálfa sig og aðra í stór- hættu með því. Flest ökuslys stafa af því, að bifreiðastjórar og fótgangandi fará ekki eftir umferðarreglun- um. Of hraður akstur er ein algengasta slysaorsökin, en margt fleira kemur til greina. Stundum kemur það fyrir, helst að næturlagi, að bifreiðastjórar aka einstefnustræti öfugt. Ekki til að stytta sjer leið, eða til annara þæginda, heldur af skrákskap. „Bara til að „plata“ lögregluna“. En þeir gæta ekki þess, þeir góðu menn, að þeir gabba engan nema sjálfa sig. Víða hefir verið tekin upp sú sjálfsagða regla að hafa að- albrautir og skulu bifreiða- stjórar, sem koma inn á aðal- götur, gæta þess að fara ekki inn á þessar brautir fyr en þeir hafa fullvissað sig um, að ekki sje önnur ökutæki á ferðinni fyrir þeim. Þessi regla er þver- brotin hvað eftir annað. • Þyrfti að sekta lögbrjótana. UMFERÐARLÖGREGLAN þyrfti að hafa nánar gætur á þessum lögbrjótum og sekta þá miskunarlaust fyrir að brjóta settar reglur. Það gæti minkað í mönnum rostann og komið í veg fyrir slys, sem stafa af hættulegri frekju ófyrirleitinna ökumanna. Umferðaslysin eru orðin í- skyggilega mörg hjer á landi og hætta er á að þeim fjölgi eftir því sem tala bifreiða eykst | á vegunum. Varúðarráðstafanir til að^ koma í veg fyrir umferðarslys verða aldrei of miklar, því það minsta sem við getum gert er að koma í veg fyrir sjálfráðu slysin, sem eru altof mörg hjá okkur. • Bifreiðastæði bönnuð. LÖGREGLAN HEFIR látið setja upp merki allvíða um bæ- inn um að bílastæði sjeu bönn- uð á vissum svæðum. Fyrst voru slík merki sett upp fyr- ir framan Alþingishúsið. Síð- an hafa þau verið sett upp við Landsbankann, gegnt pósthús- inu, fyrir framan Slökkviliðs- stöðina og nú síðast fyrir fram- an Hótel Borg. Alt eru þetta sjálfsagðar ráðstafanir. En hvað er er gert til þess að settum reglum um þessi frið- uðu svæði sje hlítt? — Það virðist vera látið nægja, að setja upp skiltin og látið svo ráðast hvort menn hlíða eða ekki. Daglega má sjá fjölda bíla á þessum friðlýstu svæð- um, sem lagt hefir verið til lengri eða skemri tíma. Eink- um er það algengt við Slökkvi liðsstöðina og í Pósthússtræt- inu. Lögreglan á að sjá um, að fyrirmælum þeim, sem hún setur, hvort heldur er um þetta, eða annað sje hlýtt. • Millilandaferðir. EFTIRFARANDI BRJEF er um farþegaferðir milli landa, eins og málin hjá okkur standa nú: „Eina skip hjerlent, sem get- ur flutt marga farþega, er Esja. Þetta er gott og fullkomið skip. — Nú mun vera í ráði, að láta Esjuna annast strandferðir í sumar, eins og áður, en þó virðist það liggja í augum uppi, j að skipsins er miklu meiri þörf annars staðar. En það er í milli- I landasiglingar. Fjöldi manna þarf að komast milli íslands, Bretlands og Norðurlanda. Esj-- an er hraðskreitt skip og á- gætlega búið til þessara sigl- inga að sumri til. Aftur á móti er engin þörf að nota hana til strandferða (með taprekstri) sumarmánuðina, þegar fólk kemst allra sinna ferða á bíl- um eða í flugvjelum. Að vísu eru fáeinir útkjálkar, þar sem samgöngur á landi eða í lofti eru erfiðir, en hvaða vit er það, að nota ,,luxus“-skip til þess að annast flutninga á þeim fáu hræðum, sem þangað eða það- an ferðast? Jeg efast ekki um, að stórgróði gæti orðið á útgerð Esju í sumar, ef hún væri lát- in halda uppi millilandaferðum í sumar. Vöruflutningar til inn- lendra hafna má annast með minni, ódýrari og heppilegri skipum. Það veitti sannarlega ekki af því, að eitthvað kæmi upp í taprekstur strandferð- anna og það er grátlegt að láta erlenda menn stórgræða á far- þegaflutningi milli íslands og Norðurlanda, en hafa þó sjálfir skip, sem getur annast þessa flutninga að nokkru leyti, í snatti fyrir nokkur hundruð manna, sem búa á útkjálkum, þar sem smáskip geta annast nauðsynlega flutninga. Þorsteinn Jónsson. Önnur sjónarmið. ÞAÐ ER MARGT rjett og skýrt athugað í þessu brjefi Þorsteins Jónssonar, en önnur sjónarmið koma líka til greina og það eru sjónarmið þeirra, sem búa í þorpum og bæjum úti á landi. Nýlega fjekk jeg brjef frá ísafirði, þarsem lýst er því vandræðaástandi, sem ríkir í samgöngumálum þeirra ísfirðinga og gæti jeg trúað að sömu sögu væri að segja frá fleiri bæjum úti á landi. ■■*■■■»■■■■■■■■■■ •'■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ I Á INNLENDUM VETTVANGI ■ ■ A ..................■■■■■■■■■ Grænmetivið hendina frá því í sumar Daglegt brauð. Læknarnir segja að heilsufar manna hjer á landi sje lakast á vorin. Fæðið verður fjörefná- snauðara á veturna. Og allur líkamsþróttur manna minni í skammdeginu. Svo rjetta menn við þegar sól fer að hækka á lofti. Náttúrulækningafjelag Islands er fjelag áhugamanna, sem vill að þjóðin varðveiti betur heilsu sína, en hún hefir gert, með því að sjá um, að daglegt fæði manna verði hollara. Þeir, sem eru eldheitir „náttúrulækninga menn“ lýsa stundum daglegu fæði almenings svo hryllilega, að trúgjörnum sálum getur fundist það furða, að nokkur maður skuli ná fullorðinsaldri, eftir allt það eitur, sem í hann er borið, allt frá blautu barns- beini, svo sem hvítasykur og hvítt hveiti og önnur skaðleg efni, sem setja á stað rotnun í líffærunum, kalla á hrörnunarsjúkdóma, svo fagur æskublómi hverfur fyrir hinni óðfluga afturför líkamans. Fjelagsmenn x þessu alis- herjar heilsubóta- eða heilsu- verndarfjelagi hafa vafalaust á margan hátt rjett fyrir sjer, þó manni finnist stundum að þeir mála hætturnar af óhollu mat- ] aræði með nokkuð svörtum lit- um. ★ Grænmeti alt árið. Nýlega er ko'mið út myndar- legt rit náttúrulækningafje- lagsins, með mörgum greinum og miklum fróðleik. Þar er t. d. bent á, að með vorinu eigi menn að sinna grænmetinu eft- ir föngum, eftir hinn C-fjör- efnasnauða vetur. Og þar segir einn af forgöngumönnum Nátt- úrulækningafjelagsins, Björn L. Jónsson veðurfræðingur, frá því, hvernig hann hagnýtir sjer það grænmeti, sem hið íslenska gróðurríki rjettir honum upp í hendurnar. Björn segir m. a.: Sú aðferð, sem notuð er á mínu heimili og okkur reynist best, er að blanda ýmsum græn metistegundum saman, fífla- blöðum, súrublöðum, arfa, skarfakáli, og saman við þetta má láta einhverjar bragðsterk- ar jurtir, svo sem lítið eitt af vallhumli, „persille" ef til er hvönn, kjörvel, saxa þetta með beittum hníf, eða grænmetis- járni og borða það síðan með svolitlu af rúsínum, sem áður ] hafa verið þvegnar í heitu vatni, og látnar liggja í bleyti um stund. Sumum þykir betra að hafa á þessu einhvern lög. Getur þá ýmislegt komið til greina, svo sem sítrónusafi, súr rjómi eða súrmjólk, ef til vill með dálitlu af púðursykri, en mörgum fellur þó best þunnt, úthrært skyr. Byrja ó arfa og njóla. Höfundur raðar niður hverj- ar grænmetistegundir menn geti aflað sjer á ýmsum árstím- um, og segir: „I maímánuði má byrja að borða arfa og njóla“ o. s. frv. Svo eru menn að kvarta yfir því, að hjer sje ófáanlegt græn- meti, vegna þess að loftslag leyfi ekki, að hjer vaxi alls- konar jarðargróður, sem á heima sunnar á hnettinum, ell- egar menn hafi ekki kunnáttu eða tíma til þess að „pípóla“ við ræktun hinna vangæfu teg- unda. Ein hinir þjóðlegu grænmet- isunnendur í Náttúrulækninga- fjelaginu, hafa ákaflega einfalt ráð. Þeir nota sjer hina þjóð- legu grasrjetti — byrja í maí Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.