Morgunblaðið - 09.04.1946, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudgaur 9. apríl 1946
P. V. C. Kolka:
- „LEIFAR NASISMANS
HINAR hálfuppflosnuðu
þýsku miðstjettir sáu ofsjón-
um yfir gengi nýríkra Gyðinga.
Nasistaflokkurinn gekk á það
lag og áróðurinn gegn Gyðing-
unum reyndisc honum drjúgur
til framdráttar. í sveitum lands
ins ganga ýmsir, jafnvel stór-
bændur, með minnimáttarkend
gagnvart kaupstöðunum og öf-
und til þeirra. Tíminn elur
sífelt á þessu og skrif hans um
heildsalaklíkuna minnir jafn-
vel stundum á æsingaskrif hins
illræmda Júliusar Streichners
gegn Gyðingunum þýsku. Yfir-
leitt má segja, að Tímaklíkan
beiti á margan hátt sömu bar-
áttuaðferðum og nasistaflokk-
urinn gerði. Hún hefir svín-
beygt samtök bænda, eins og
Búnaðarfjelag íslands og S.Í.S.
undir flokksok sitt og myndi
breyta ungmennafjelögunum í
Hermanns æsku í líkingu
við Hitleræskuna, ef hún
ætti þess kost. Hún notar
hvert tækifæri til æsinga gegn
iöglegum stjórnarvöldum eins
og nasistar á sínum tíma gegn
stjórnum þeirra Stresemanns,
Braunings og Schleichers. Einu
sinni gengu nasistar í banda-
lag við annan ílokk og leyndu
þá rýtingnum í erminni. Það
var þegar Hitler varð ríkis-
kanslari í samvinnu við Hugen
bergsflokkinn, sem fyrst var
notaður til að níðast á fulltrú-
j !• um verkalýðsflokkanna, en síð
an var sjálfur lagður til bana
< j og þurkaður út. Einu sinni ljet
' ■ líka Tímaklíkan svo í bili, að
hún vildi taka upp friðsamlega
samvinnu við Sjálfstæðisflokk-
inn um lausn aðkallandi vanda
mála. Það var þegar þjóðstjórn
in sáluga var mynduð. Tíma-
klíkan leyndi þá rýtingnum í
erminni og reyndi að leggja
honum undir herðablaðið á
Jakob Möller, þegar hann bar
fram fjárlagafrumvarp sitt.
Samkvæmt áliti búnaðarmála-.
stjóra, sem gerði ráð fyrir litl-
um jarðræktorframkvæmdum
í sveitum vegna ófriðarins, á-
ætlaði Jakob Möller þann lið
lægri en áður. Þá laug Tím-
inn því upp á Jakob, að hann
ætlaði að svifta bændur jarð-
ræktarstyrk, og hóf út af því
eina af rógsherferðum sínum
móti Sjálfstæðisflokknum.
I einfeldni minni og barns-
legri trú hjelt jeg alltaf, að
öll samtök Islendinga myndu
meta þjóðarhag meira en flokks
hag, hvenær sem verulega
reyndi á og öryggi landsins
væri í hættu. Jeg gladdist því
yfir því þjóðarinnar vegna, en
einkum og sjer í lagi sveitanna
vegna, er samvinna tókst með
Sjálfstæðís- og Framsóknar-
flokknum í þjóðstjórninni, Jeg
missti þessa trú, þegar Tíma-
klíkan notaði fyrsta tækifærið
tíl að svíkjast aftan að Jakob
Möller. Jeg hef síðan reynt
það, að oft er hægt að hafa
samvinnu við einstaka Fram-
sóknarmenn, en flokknum sem
heild er aldrei treystandi.
Pólitískur vinnufriður um
vandamál sveitanna skap-
ast aldrei fyrr en vald hinnar
reykvísku Timaklíku yíir sál-
um og málum sveitanna hefir
Síðarí
verið brotið.
Það er almennt viðurkennt,
að nasistatflokkurinn hafði á að
skipa slyngustu áróðursmönn-
um, sem sagan greinir frá. Þess
ir sálarfræðingar vissu það vel,
að hatrið er stundum eins
sterkt afl í lífi einstaklingsins
og ástin, en milklu sterkari í
lífi múgsins. Þeir notuðu ófar-
ir þýsku þjóðarinnar í fyrri
heimsstyrjöldinni og eftir hana
til þess að kengálumarka lýð-
inn, rista af honum hrygg-
lengjuna og strá salti og pipar
hatursins í sárið. Á sama hátt
hefir Tímaklíkan notað allar
ófarir bænda, ekki hvað síst
þær, sem hún hefir sjálf leitt
yfir þá, eins og karakúlpest-
irnar, til þess að losa um hrygg
lengjuna á þeim og fá þá til að
hama sig undir húsvegg hinn-
ar reykvísku flokksforsjqpar.
Gamanyrði Sigurðar Kr.stjáns-
sonar um mosann í skegginu
á afturhaldssömum Tímabænd
um og þau ummæli Halldórs
Kiljan Laxness, sem oft setur
mál sitt fram á dramatiskan
hátt, eins og skáldum er títt,
að betra væri að ala bændur á
hóteli en að halda þeim við
miðaldabúskaparlag á Örreytis
kotum, voru sannkallaður hval
reki á fjörur Framsóknar.
Þessu kryddi hefir ár eftir ár
verið nuddað með góðum ár-
angri ofan í kvikuna á þeim
hrygglengjulausu vesalingum,
sem talsvert er til af í sveit-
um landsins. Fyrir skömmu
skrifaði einhver náungi, sem
kallar sig húnvetnskan bónda,
en er það auðvitað ekki, grein
í Tímann, þar sem mjer voru
tileinkuð orð Halldórs Kiljans,
af því að honum hefir fund-
ist, manngarminum, hægara að
spinna eitthvað út af þeim en
að svara rökstuddum adeilum
mínum. Sýnir það bæði heiðar-
leik greinarhöfundarins og
karlmennsku. Tímanum lætur
betur að fylla dálka sína með
slíku blaðri en að ræða mál
sveitanna á raunhæfan hátt.
★
NASISTAFLOKKNUM tókst
með taumlausum áróðri og
hatursfullum æsingum að loka
svo fyrir skynsamlega hugsun
hjá þýsku þjóðinni, að hún
ljet loksins marka sig þræla-
marki á enni og brjóst, sam-
þykkti gagnrýnislaust allar
fullyrðingar foringjanna og
framkvæmdi allar skipanir
þeirra, þp að um níðingsverk
eða flónskupör væri að ræða.
Það leggur líka sviðalyktina um
sveitir 'íslands frá því brenni-
marki, sem Tímaklíkan í
Reykjavík þrýstir á enni og
brjóst manna. sem voru fædd-
ir til að vera frjálsir íslend-
ingar til orðs og æðis, en munu
ganga til graíar sem þý. Ný-
•ega var mönnum víðsvegar um
landið hóað saman til að sam-
þykkja fáránleg og flónskuleg
mótmæli gegn því, að rannsókn
skyldi fara fram á hagkvæm-
ustu leiðunum til að bæta úr
áburðarþörf landbúnaðarins.
Slík mótmæli hefði enginn
grein
bóndi með fuiiu viti fengist til
að samþykkja fyrir 30 árum
síðan, eða áður en Tímaklík-
unni tókst að rugla dómgreind
manna og fjötra frjálsan at-
kvæðisrjett þeirra um sín eig-
in mál.
í Þýskalandi urðu öll tryggða
og vináttuböna sannra nasista
haldlaus, þegar um hlýðni við
flokkinn var að ræða. Þegar
Hitler gerði flokkshreinsunina
og tók Roehm yfirroringja
stormsveitanna, af lífi, urðu
nánustu vinir og starfsbræður
Roehms að hylla flokkinn og
sverja leiðtoganum hollustu-
eið. Árum saman var Jónas
Jónsson frá Hriflu hafinn til
skýja af öllum Framsóknar-
mönnum og jafnvel talinn af
þeim jafnoki Jóns Sigurðsson-
ar. Fjelög ungra Framsóknar-
manna hófu útgáfu á ritverk-
um hans í virðingarskyni og
með brauki og bramli. En svo
lenti Jónas í minni hluta flokks
klíkunnar í Reykjavík og jafn-
skjótt snjeru flestir gamlir vin-
ir hans og starfsbræður hans
úti um land við honum baki.
Það er gamla sagan um Hákon
Hlaðajarl og þrælinn Kark.
Eftir fyrri styrjöldina, þegar
hungur vofði yfir austurrísk-
um börnum, voru ýmis þeirra
tekin til fósturs af Norðmönn-
um, sem gerðu vel til þeirra
á allan hátt. Síðan krafðist
nasistastjórnin þess að fá
þessa ungu Þjóðverja heim-
senda og voru þeir svo þjálf-
aðir í siðfræði flokksins. Það
sem ýmsum Norðmönnum sárn
aði eirma mest við innrásina í
Noreg og þótti níðinglegast við
hana, var það, að þessir ungu
menn, sem kunnu norsku og
þekktu. landið, voru sendir sem
flugumenn á hendur þess fólks,
sem áður hafði sýnt þeim hjálp
fýsi og vináttu. Að vísu var
þessum unglingum vorkunn því
að þeir voru undir ströngum
heraga og líflát lá við að ó-
hlýðnast.
Hjer kom það fyrir, fyrir
nokkurum árum, að bifreið
steyptist niður af Blöndubrú
um 6 metra fall og hjón, sem
í henni voru, slösuðust svo al-
varlega, að í nokkra dasa var
mikil tvísýna á lífi þeirra og
jeg varð að vaka yfir þeim
svo að segja dag og nótt. Það
var ekki Jiðið. ár frá þessum
atburði þegar maðurinn, sem
fyrir slysinu varð, hafði for-
göngu um það að birta í Tím-
anum yfirlýsingu, sem lýsti
þakklæti við stjórn Framsókn-
arflokksins fyrir það, að hún
hafði skorað á ríkisstjórnina að
reka mig frá embætti og fela
mjer aldrei neitt trúnaðarstarf
í þjónustu þess opinbera, vegna
afskifta minnu af stjórnmálum.
Þessi maður var ekki undir
heraga eins og vesalings flugu
mennirnir þýsku í Noregi, en
hann var undir flokksaga Tíma
klíkunnar í Reykjavík og átti
metorð sín innan flokksins í
framtíðinni undir því að ganga
fram fyrir skjöldu í valdabar-
áttu flokksins hjer innan hjer-
aðs. Nú hefir hann fengið trúrra
þjóna laun, því fyrir skömmu
var ákveðið framboð Framsókn
arflokksins í þessu hjeraði og
tefldi bá Tímaklíkan í Reykja-
vík honum fram gegn þeim
innanhjeraðsbónda, sem mest
hafði fylgi stjettarbræðra sinna
í flokknum, hefir um langan
aldur gegnt flestum trúnaðar-
störfum fyrir sveit sína og er
þar mjög vinsæll. Au.ðvitað
Ijetu Framsóknarbændurnir í
minni pokann fyrir flokks-
stjórninni, enda þótt fram
bjóðandi hennar væri utan-
hjeraðsmaður að uppruna og
lítt kunnur í hjeraðinu.
Þessi tilvonandi frambjóð-
andi hefir nú hafið sókn sína
til aukinna metorða í þessu
hjeraði með grein í Tímanum
og hef jeg látið þessa grein
mína heita eftir henni. Hann
kemst þar að þeirri niðurstöðu,
að jeg sje berstrýpaður nasisti,
þótt ekki telji hann mig rjett-
dræpan, eins og ritstjóri Dags.
Hann telur afskipti mín af
þeim málum, sem snerta aukna
menningu, þrifnað og heilbrigði
eins og nýsköpunin á Skaga-
strönd, vera óþoland: fyrir
hjeraðsbúa mína. Sjálfur leyfði
hann sjer þá afskiptasemi, þá
nýkominn í þetta hjerað, að
vilja meina mjer að stunda
lækningar meðal ættingja
minna og æskuvina í fæðing-
arhjeraði mínu. Það er ekki
alveg eins á komið með af-
skiptasemi okkar. Ætt mín hef-
ir átt rætur í þessu hjeraði
frá því er saga þess hófst. Hún
hefir mótast af því og mótað
sögu þess. Hann er hjer aftur
á móti eins og rótlaus reka-
drumbur, gem tók út á Strönd-
um, rak inn í landhelgi komm-
únista á Austfjörðum og skol-
aðist síðan á land á Skaga-
strönd.
★
JEG HEF undanfarið skrifað
nokkrar greinar um hin þjóð-
spillandi áhrif Tímaklikunnar.
Hún hefir engin svör átt til
við því önnur en uppnefnin
kengáluriddari og nasisti. í
fyrra uppnefninu felst viður-
kenning þess, að jeg hafi hnýtt
upp í Tímamerina Kengálu óg
sje farinn að temja hana. Með
hinu síðara hefir Tímaklíkan
slegið sjálfa sig á munninn, því
að það sat illa á henni að vera
að bendla aðra við nasisma,
eins og sýnt hefir verið og
sannað í framanritaðri grein.
En þótt hin fjeldgslega fram-
þróun á þessu landi haf.i skap-
að Framsóknarflokknum svip-
uð starfsskilyrði sumsstaðar á
landinu eins og nasistaflokkn-
um í heimalandi hans og Tíma-
klíkan hafi notfært sjer þau
skilyrði á svipaðan og allt að
því eins blygðunarlausan hátt,
þá dettur mjer ekki í hug að
kalla Framsóknarmenn nasista.
Nasisminn var þýskt fyrir-
brigði með dultrúarlegu inni-
haldi, grundvallað á þeirri hug-
myndafræði, að Þjóðverjar
hefðu guðdómlega köllun til að
vera yfirþjóð, drottinlýður,
„Herrenvolk“ er ekki mætti
menga blóð sitt með samæxlun
við Gyðinga, Slava eða aðrar
óæðri þjóðir, sem sjálfsagt
væri að aflífa í miljónatali til
þess að Þjóðverjar gætu marg-
faldast og uppfylt jörðina.
Þessa stórfenglegu og djöful-
legu hugsjón vantar Tímaklík-
una, eins að aðrar hugsjónir.
Þ.að er aðeins hin blygðunar-
lausa valdagirni sem ekki
skirrist við að reyna að gera
frjálsborna menn að flokks-
þýjum. sem er sameiginleg
með nasistaflokknum og Tíma-
klíkunni, en það er líka nóg.
Nasistarnir steyptu á þann
hátt sinni eigin þjóð í glötun
og hver sá íslenskur bóndi, sem
afsalar sjer frelsi sínu í hepd-
ur Tímaklíkunni í von um auk-
ið öryggi og bættan hag, vinn-
ur einnig að því að stofna í
glötun stjett sinni, sem hefir
verið og á að vera líívörður
íslensks þjóðernis, tungu og
menningar. Bóndinn og skáld-
ið við rætur Klettafjallanna er
þar hin glæsilega fyrirmynd og
lærifaðir og aliir íslendííigar til
sjávar og sveita ættu að vera
minnugir þeirra orða hans, að
það borgar sig aldrei að
farga bæði frelsi og æru
fyrir prís á sauðagæru.
P. V. G. Kolka.
— Á innlendum
veftvangi
Framhald af bls. 8
stjórnarinnar, Isvestia, hafi
skýrt frá, að Bandaríkin væru
að kaupa lönd á Reykjanes-
skaga. Er þessi fregn barst til
Bandaríkjanna úr hinu rúss-
neska blaði, þá var henni mót-
mælt þar, sem fullkomlega til-
hæfulausri. En fregnin stendur
jafnt við lýði á þeim vettvangi,
sem henni er ætlað að hafa
áhrif. Því engar líkur eru til
að leiðrjettingarnar eða mót-
mælin í New York berist rúss-
neskum blaðalesendum. Hjer á
landi eru mótmæli gegn þess-
háttar fregn óþörf. Því allir
vita að ^itlendingar geta aldrei
keypt njer lönd, án þess að
samþykki íslensku stjórnarinn
ar komi til. Og að um engin
þesskonar landakaup hefir ver-
ið að ræða í neinni mynd.
En það væri fróðlegt að vita
hver væri frjettaritari Isvestia
í Keflavík og í hvaða tilgangi
slíkur söguburður er settur á
stað. Því dæmi eru til þess, að
slíkar kviksögur sem spunnar
hafa verið upp í einræðisríkj-
um, hafi orðið undanfari stærri
tíðinda.
Skipafrjettir. Brúarfoss fór
frá New York 4/4. Fjallfoss er
sennilega á Bakkafirði. Lagar-
foss fór frá Gautaborg 6/4.
Selfoss er í Leith, hleður í Hull
síðast í apríl. Reykjafoss fór
frá Reykjavík 3/4 til Ant-
werpen. Buntline Hitch kom
frá Halifax til Reykjavíkur
7/4. Acron Knot byrjaði að
ferma í Halifax 4/4. Salmon
Knot hleður í New York ca.
8/4. True Knot hleður í Hali-
fav ca. 15,—20. apríl. Sinnet
er í Reykjavík. Empire Gallop
fór frá Reykjavík 2/4 til Hali-
fax. Anne fór frá Reykjavík
6/4 til Middlesbrough. Lech
fór frá Reykjavík 3/4 til Gree-
nock og Frakklands. Lublin
kom til Leith 5/4
í