Morgunblaðið - 28.04.1946, Síða 2

Morgunblaðið - 28.04.1946, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. apríl 1946 íslenska fiskinum vel tekið í Frakklandi og Tjekkóslóvakíu Veisla 00 ræðuhöld í La Rochelle Sverrir Þórðarson, blaðamaður við Morgunblaðið fór nýlega í ferðalag til meginlands Evrópu. Flaug hann hjeðan til Parísar á pálmasunnudag. Þaðan fór hann til Þýskalands og er nú í Frankfurt am Main. Sverrir mun dvelja nokkrar vikur í Þýskalandi, en vegna þess hve póstsamgöngur eru stopuiar er óvíst hvað hann kann að geta sent af frjeítum meðan hann dvalur þar í landi. Fer hjer á eftir frjettapistill, sem Sverrir sendi frá París: EFTIR SVEItfel ÞÓRÐARSON PARÍS í apríl. ÞAÐ VAR MIKIÐ um dýrðir í hafnarborgunum Borbo Sud Oust og Republick, þegar fyrgti farmurinn af hraðfrysium ís- lenskum fiski barst til Frakklands. Gátu blöðin í þessum bæjum ítarlega um íarminn. Það var eimskipið ,,Lech“, sem flutti 1100 smálestir af hraðfrystum fiski frá íslandi til La Rochelle og kom þangað 12. apríl. Umboðsmaður Eimskipafje- lags íslands í La Rochelle, M. Morch, sem jafnframt er for- maður verslunarráðsins á staðn um, hjelt við þetta tækifæri móttökuhátíð um borð í skip- inu. Pjetur Benediktsson sendi herra var viðstaddur og enn- fremur Elby. umboðsmaður Sölumiðstöðvar braðfrystihús- anna, Marfaing, forstjóri frysti geymslu La Rochelle, umboðs- menn ýmsra fyrirtækja, blaða- menn og fleiri Ræðuhöld. Moreh hjelt ræðu og mintist gamallar vináttu Frakka og ís- lendinga. Hann gat í því sam- bandi dr. Charcots, sem hefði kynt ísland í Frakklandi, og kent frönskum börnum að elska Island. Ljet ræðumaður í ljós ánægju sína yfir því, að La Rochelle hefði valinn ákvörð- unarstaður fyrir þessa fisksend ingu. — Frystigeymslur þar í borg væru hinar bestu í öllu Frakklandi og myndi það tryggja góða geymslu og með- ferð vörunnar. Geymslur þess- ar rúma alt að 7000 smálestir fiskjar í 20 stiga frosti. Frá La Rochelle er sjeð fyrir flutningi í kæli til þeirra staða, sem hann á að fara víðsvegar um landið. Veisluhöld. Um kvöldið hjelt bæjarstjórn La Rochelle boð inni fyrir Pjet- ur Benediktsson sem heiðurs- gest og var þar margt háttsettra embættisnianna, borgarstjóri, fylkisstjóri og fleiri. — Ræður voru fluttar fyrir minni Is- lands og ljetu ræðumenn í ljós von um að um áframhaldandi viðskifti milli íslands og Frakk lands yrði að ræða. Hraðfrysti fiskurinn íslenski þykir hinn ljúffengasti matur og einnig fór gott orð af gæðum Faxaflóasíldar, sem seld var á frönskum markaði s.l. haust. Fiskurinn til Tjekkóslóvakíu. E.s. „Nieuw“, sem flutti fisk frá íslandi á Tjekóslóvakíu- markað kom til Amsterdam þ. 8. ápril. Var skipið með 300 smálestir af hraðfrystum fiski frá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anriaa. ' Rúmlega Vs farmsins var sendur með bifreiðum. — Var lagt 'af stað þann 9. apríl frá Amsterdam og komið til Prag að morgni þess 11. Höfðu þeir flutningar gengið að óskum. Dr. Magnús Sigurðsson frá Veðramóti fór með bifreiða- lestinni. Hann ferðast á vegum Sölumiðstöðvarinnar um meg- inland Evrópu. Símar hann að fiskurinn þyki hin besta vara og að kaupandinn óski eftir öðrum 300 smálesta farmi. Úr leikdómum um Gullna hiiðið MORGUNBLAÐINU hafa ný lega borist nokkrir leikdómar um Gullna hliðið, eftir Davíð Stefánsson, sem nú er verið að sýna á Det Norske Teater í Oslo. Fara hjer á eftir nokkrir útdrættir úr þeim. Morgenbladet. Sýningin í gær kvöldi bauð gestum upp á ágæta leiklist, Norsk Tidend. Þessi frumsýn- ing mun lifa lengi. Og maður getur verið viss um það, að fólk muni lengi streyma út úr leikhúsinu, hlýtt af gleði yfir því, sem það hefir sjeð. Verdens Gang. Gleðin og ánægjan jókst eftir því, sem á leiksýnþjguna leið, og eftir því sem leikritið reis hærra og hærra.Hjer kom fram drama- tísk frásagnarlist, sem svipaði til glæsilegustu æfintýra í norskum bókmentum, fyndin og djörf. Aldrei hefir Ragnhild Hald leikið eins stórglæsilega eins og hún ljelc þessa^gömlu konu. Hún ljek hana á mannúð- legan og einfaldan hátt. • Norges Handels og Sjöfarts- tidende. Hin ágæta og hrífandi tónlist Páls ísólfssonar var mikill kostur á þessarri sýn- ingu. Dagbladet. Fyrst og fremst leikur Ragnhild Hald konu Jóns með svo mikilli prýði, og leik- gleði, að maður getur eliki ann- að en viðurkennt list hennar skilyrðislaust. Það geisiar af henni ástinni á hinum breiska karli í pokanum. Útvarpið ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30—845 Morgunútvarp. 10.30 Útvarpsþáttur (Andrjes Björnsson). 11.00' Morguntónleikar (plöt- ur): a) Cellosónata nr. 1 í G-dúr eftir Bach. b) Píanó- sónata í B-dúr, eftir Mozart. c) Vorsónatán eftir Beethov- en. 12.15— 13.15 Hádegisútvarp. 13.15 Hannesar Arnasonar fyr- irlestrar dr. Matthíagar Jón- assonar um uppeldisstarf for- eldra: Heimilið og skólinn. 14.00 Messa í Fríkirkjunni — (sjera Árni Sigurðsson). 15.16— 16.30 Miðdegistónleikar (dlötur): a) ,,Hugsmíðar“ eftir Schumann. b) 15.50 Söngvar eftir Hugo Wolf. c) 16.15 Öskubuska eftir Eric Coates. 18.30 Barntími (Pjetur Pjet- ursson o. fl.). 19.25 Tónleikar (plötur): Lög eftir Butterworth .og Coates. 20.00 Frjettir. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þor- valdur Steingrímss.): a) Ind- verskt ástarljóð (Dvorak— .Kreisler). b) Fagurt kvöld (Debussy—Heifets). c) Bý- flugan (Francois Schubert). d) Slavneskur dans (Dvorak —Kreisler). 20.35 Erindi: Samkomustaðir í sveitum,— Fyrra erindi — (Gísli Kristjánsson ritstjóri). 21.00 Norðurlandasöngmenn ■— (plötur). 21.15 Leikrit: „Þrjú herbergi og, eldhús“, gamanþáttur eftir rjóh (Haraldur Á. Sig- urðsson, Inga Þórðardóttir, Alfred Andrjesson, Vilhelm Norðfjörð. — Leikstjóri: Har aldur Á. Sigurðsson). 21.45 Harmonikulög (plötur). 22.00 Frjettir. 22.05 Danslög. Dagskrárlok kl. 2 eftir mið- nætti. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 8.30—845 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi Búnaðarfjelags ís- lands. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfrjettir. 22.00 Frjettir. 20.30 Lestur fornrita: Þættir úr Sturlungu (Helgi Hjörv- ar). 21.00 Um daginn og veginn Gunnar Benediktsson). 21.20 Útvarpshljómsveitin: — Þjóðlög frá ýmsum löndum. — Einsöngur (frú Elísabet Einarsdóttir): a) Söngvar Sunnevu (Kjerulv). b) Uglu- unginn (Þorvaldur Blöndal). c) Hjá vöggunni (Eyþór Stefánsson). d) Þú komst (Sigfús Halldórsson). e) Vögguljóð (sami). 21.50 Tónleikar: Inngangur og Allegro eftir Elgar (plötur). 22.00 Frjettir. Ljett lög (plötur). Franskur ræðismaður fil Reykjavíkur PARÍS í apríl: — Franska stjórnin hefir útnefnt Guyon de Digueres de Mesnilglaise greifa franskan vararæðis- mann í Reykjavík. Mun hann fara til íslands á næstunni ásamt konu sinni. Ræðismað- urinn starfaði áður við sendi- sveit Frakka í Berlín og í Stokkhólmi. Hinn nýi ræðismaður er um fertugt Sv. Þ. íslenskur verksmiðjuiðnaður kvikmyndaður Frá aðalfundi Fjelags ísl iðnrskenda FJELAG ÍSLENSKRA IÐNREK#NDA hefir gengist fyrir . því að teknar hafa verið 4cvikmyndir af íslenskum verk- smiðjuiðnaði og hefrr Kjartan Ó. Bjarnason tekið mynd- irnar. Var frá þessu skýrt á aðalfundi fjelagsins, sem haldinn var s. 1. miðvikudag í Oddfellow húsinu. Formaður fjelagsins Kristján Jóh. Kristjánsson setti 1 fund- inn, en fundarstjóri var kjör- inn Sigurjón Pjetursson. Framkvæmdarstjóri fjelags- ins, Páll S. Pálsson, lögfræð- ingur, skýrði frá hag þess og störfum á s. 1. ári. Samkomulag náðist á árinu við Iðju, fjelags verksmiðju- fólks, um framlengingu á kaup- og kjarasamningum, svo til óbreyttum. Margvísleg störf. Fjelagið hafði að auki marg- vísleg skipti af hagsmunamál- um fjelagsmanna á sviði við- skiptamála, tollamála o. fl. Auk hinna venjulegu starfa skrifstofu fjelagsins hefir hún unnið ið því að fá sem bestar upplýsingar um öll verksmiðju fyrirtæki á landinu og í því skyni gert spjaldskrá yfir fyr- irtækin. Kvikmyndin. Meðal nýjunga í starfsemi fjelagsins má nefna það, að á- kveðið hefir verið að fjelagið beitti sjer fyrir að teknar verði kvikmvndir af íslenskum verk- smiðjuiðnaði. Hefir Kjartan Ó. Bjarnason myndatökumaður tekið til reynslu myndir í nokkrum verk smiðjum. Voru þær sýndar fjel- agsmönnum í fundarlok og gerð ur góður rómur að. Ætlunin er að láta fullgera kvikmvnd, er sýnir sem flestar greinar ís- lensks verksmiðjuiðnaðar. Onnur mál. Þá höfðu síðustu mánuði árs- ins farið fram samningsumleit- anir milli Landssambands Iðn- aðarmanna og Fjelags ísl. iðn- rekenda um sameiginlega út- gáfu tímarits, er vdra skuli málsvari iðnaðarins í landinu. Hafa nýlega náðst samningar um þetta efni. ‘ * F. í. I. gerist aðili að útgáfu Tímarits iðnaðarmanna ásamt Landssambandinu. Ritið á að bera nafnið Iðnaðarritið og koma út 10 sinr.um á ári. Er fyrsta hefti ritsins væntanlegt innan skamms. Að lokinni skýrslu fram- kvæmdarstjóra og samþykt árs reikninga fjelagsins fór fram kosning stjórnar fjelagsins og annarra trúnaðarmanna þess. Stjórnarkosning. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Formaður: Kristján Jóh. Kristjánsson. Rit- ari: Bjarni Pjetursson. Gjald- keri: Sigurðúr Waage. Með- stjórnendur: Sigurjón Pjeturs- son og Sig. B. Runólfsson. Vara meðstjórnendur: Sveinbjörn Jónsson og Arnbjörn Óskars- son. Miklar umræður urðu á fund inum um framtíðarmál fjelags- ins og ríkti almennur áhugi og einhugur hjá fjelagsmönnum um lausn þeirra mála. Hannyrðasýning nemenda frá Júlíönu Jénsdóitur JEG VAR á gangi á Sólvalla götu einn morgun nú í vikunni. Mjer varð litið á skilti á hús- inu nr. 59. Hannyrðasýning. —■ Ætti jeg að líta inn? Jú, for- vitnin varð yfirsterkari. Þegar jeg var kominn inn í anddyrið, blasti við mjer kona í skaut- búningi með gullið hár,, stokka belti og sprota, ásamt fagurlega útsaumuðum kyrtli. Tignarleg- ur er íslenski búningurinn, þegar hann er svona snildarlega gerður, ályktaði jeg um leið og jeg fjekk mjer sæti til að litast um. Þarna var hver hluturinn öðrum fegurri. — Handbragð, teikningar og litaval í fullu samræmi, ekkert sem særði augað. Rósin þarna á veggnum — mig langaði að finna ilminn. Saklaus börnin á gjárbarminum uggðu ekki að sjer, verndarinn á bak við þau, bægði hættunni frá þeim. Túlkunin var fögur. Þarna gat að líta útsaumuð nokkur af snildarverki-m Ein- ars Jónssonar. Jeg unaraðist af köstin, og í huganum öfundaði jeg þessar stúlkur, sem höfðu haft þetta dásamlega tækifæri og skapað svo mörg listaverk, sem munu endast um aldur, Já, tækifæri og notað þau. —«. Þeim stundum, sem er eytt í slíkt nám, er ekki á glæ kastað. Þökk sje frú Júlíönu fyrir sitt mikla starf til að glæða smekk listunnandi kvenna. —« Eftir að hafa skoðað þessa sýn- ingu sannfærðist jeg betur en nokkru sinni fyr um að íslensk- ar konur geti leyst af hendi snildar fagra vinnu, þegar þær njóta leiðsagnar jafn gáfaðrar og smekkvísrar konu sem frú Júlíana er. Jeg vildi óska, að sem flestir hefðu tækifæri til að sjá þessa sýningu, sagði jeg við frúna um leið og jeg kvaddi og þakkaði henni fyrir ógleymanlega stund. Einn af sýningargcstutn. Úr öskunni í eldinn. NEW YORK. — Bifreiðar- stjóri einn, sem hafði verið sektaður um dollar, fyrir að láta bifreið sína standa á ó- löglegum stað, ljet bílinn standa fyrir framan lögreglustöðina. meðan hann borgaði sektina. Þegar hann kom út aftur, var hann að nýju sektaður um dollar fyrir að hafa stöðvað bílinn hjá lögreglustöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.