Morgunblaðið - 08.05.1946, Page 8

Morgunblaðið - 08.05.1946, Page 8
e MOBÖDNBLABI0 Miðvikudagur 8. maí 1946 Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. AuglýsÍHgar: Árni Garðar Kristinsson. Riístjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlandi. kr. 12.00 utanlands. I lau3asölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbðk. Stærsta átakið til viðreisnar sveitunum EKKI er ósennilegt- að fólkið í sveitunum skemti sjer við lestur Tímans um þessar mundir. Alt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð og fram á þenna dag, hefir ekki eitt einasta blað komið út af Tímanum, að þar væru ekki átakanlegar lýsingar af því, hve herfilega ríkisstjórnin byggi að landbúnaðinum. Landbúnaðurinn var olnbogabarn ríkisstjórnarinnar sagði ' Tíminn. Og ekki nóg með það, að landbúnaðurinn væri hornreka, heldur væri hann beittur margskonar harð- rjetti og ofsóknum, sem nálgaðist fullkomnum fjandskap. Svo komu „bölvaðar staðreyndirnar“. Þær töluðu sínu máli. Þær ómerktu öll íógskrif Tímans svo rækilega, að þar stendur ekki stafur eftir. Og vegna þessa verður nú vesalings Tíminn að athlægi. ★ Sje litið yfir afrek síðasta Alþingis í þágu landbúnaðar- ins, kemur í Ijós, að þetta eina þing afgreiddi margfalt fleiri stórmál landbúnaðinum tií hagsbóta en Framsókn- arstjórnin á sínum 17 ára valdaferli. Hvar sem drepið er niður liggja dæmin Ijóst fyrir: Raforkulögin, þetta langþráða og glæsilega mál sveitanna, sem skapa möguleika til að leiða raforku um allar bygðir landsins. — Lögin um landnám, nýbygðir og endurbygg- ingar í sveitum bjóða bændum betri lánskjör til ræktun- ar og bygginga en áður hafa þekst hjer á landi. Vextir aðeins 2% og lánin til 42 ára. Lögin um jarðræktar- og húsagerðarsamþyktir heimila 3 millj. kr. framlag úr ríkis- sjóði til vjela- og verkfærakaupa. 17. gr. jarðræktarlag- anna, jarðránsákvæðið illræmda er numið brott úr lög- um. — Stórfeldari aðgerðir í samgöngUmálum en áður hafa þekst hjer á landi. — Hjer var stiklað á því stærsta. Hvert þessara mála eru stórvirki. Öll málin til samans eru stærra átak íslensk- um landbúnaði til framdráttar en nást hafði áratugum saman áðúr. Og þetta gerðist alt á einu einasta þingi. ★ Auðvitað getur Tíminn ekki neitað þessum staðreynd- urn. En hann þykist tilneyddur að gefa skýringu á þessu einkennilega fyrirbrigði. Og skýringuna hefir hann á reiðum höndum. Hún er þessi: Það var Framsóknar- flokkurinn, sem knúði fram öll þessi nytjamál landbún- aðarins!! - Skyldi ekki einhverjum þykja þetta merkilegt fyrir- brigði? Framsókn hafði .í full 17 ár farið með völdin á Islandi og verið alls ráðandi í landbúnaðarmálum. En þá hafði hún ekki tök á að koma einu einasta þessara mála fram. ^ 1 En strax á fyrsta þinginu eftir að Framsókn er orðin al^erlega valdalaus á Alþingi, þá knýr hún fram hvert stormálið af öðru landbúnaðinum til hagsbóta! Og út- koman verður sú, að aldrei hefir verið gert stórfeldara átak til eflingar og viðreisnar íslenskum landbúnaði en á þessu’ eina þingi, þar sem Framsókn var ‘ gersamlega áhrifa- og valdalaus. Er þetta ekki lærdómsríkt? Hvað finst fólkinu í sveit- unum? ★ Þjóðin gengur nú senn til kosninga. í þessum kosn- ingum biðlar Framsóknarliðið ákaft til sveitafólksins. Sje dregin rökrjett ályktun út frá kenningum Tímans, getur fólkið í sveitunum ekki verið í vafa um, hvað því er fyrir bestu. Með því að hafa Framsókn valdalausa, eru velferðarmál sveitanna best trygð. Því að þá er það hinn áhrifalausi minnihluti á Alþingi, sem öllu ræður! Ef hins- vegar Framsókn fær völdin í sínar hendur, þá legst á hin dauða hönd kyrstöðunnar á þessi mál, sem önnur. ÚR DAGLEGA LlEINU Eitt friðarins ár. í DAG ER LIÐIÐ eitt ár frá því að það var opinberlega tilkynt að friður væri kominn á í Evrópu. Mikill var fögn- uður fólks um allan heim. — Það var drukkið og dansað, sungið og hlegið. Nú áttu raun- irnar að vera liðnar hjá. Frið- ur, friður — hið dásamlega orð, sem allt mannkyn þráir. Ein eftir aðra halda hernumdu þjóðirnar hátíðlegt ársafmæli frelsisins undan oki nasismans þessa dagana. Danmörk á sunnudag, Noregur á morgun o. s. frv. • Hvar stöndum við? OG HVAR stendur svo mann kynið í dag eftir ár friðarins? Eru allir ánægðir með sitt hlutskifti? Allar þjóðir frjáls- ar og fullvalda. Lifa þjóðirnar í sátt og samlyndi? Hafa ófrið- arskýin horfið af sjónarsviði alþ j óðaviðskifta ? Því miður er ekki hægt að svara einni af þessum spurn- ingum játandi. Hungurvofan ræður ríkjum víða um lönd. Miljónir manna hafa ekki til hnífs og skeiðar, vita ekki hvar þeir eiga að halla sjer til svefns næstu nótt og tötrar einir hylja nekt þeirra. Ekki hefir friðurinn fært þeim, sem þannig er á- sta'tt fyrir lífshamingju nje frið. • Ofbeldi og undirokun. LANGT ER FRÁ að allar þjóðir sjeu frjálsar og full- valda. Enn er það ofbeldi hins sterka sem ræður víða. Smá- þjóðir við Eystrasalt, sem fengu fullveldi sitt og frelsi um leið og Islendingar fyrir 28 árum, hafa aftur verið svift ar frelsi sínu og tugir þús- unda þegna þessara landa lifa í útlegð frá ættjörð sinni. Samkomulagið þjóða í milli ristir ekki djúpt ennþá, eftir ársfrið. Á alþjóðafundum ganga klögumálin á víxl og valdastreitan er ennþá í al- gleymingi. Á meðan þannig er ástatt hverfa ófriðarskýin ekki, held- ur verða dekkri og ægilegri með hverjum deginum sem líður. Það er ekki til neins að blekkja sjálfan sig með því að telja sjer trú um að heimurinn sje kominn í samt lag, eftir ófriðinn, eða að eilífur friður sje framundan. Almenningur í öllum löndum vill frið, en það eru leiðtogar þjóðanna, serm ráða, og á meðan ekki verður hugarfarsbreyting hjá vald- höfunum vofa ófriðarskýin yf- ir heiminum. « Svartsýni? ÞETTA KANN að þykja svartsýnishjal á afmælisdegi friðarins, ,en það hafa þjóðirn- ar lært af reynslunni, að betra er að vera viðbúinn því illa heldur en að vera of bjartsýnn. Það voru fáir, sem trúðu á stríð sumarið 1939 og því fór eins og fór. Undanlátssemin gagnvart ofbeldisþjóðunum varð til þess að leiðtogar þeirra efldust og steyptu heiminum út í styrjöld. Sú saga má ekki endurtaka sig, því þá er voðinn vís. Sem betur fer er mönnum farið að skiljast, að leiðin til friðarins er ekki sú, að láta undan ofbeldisstefnum, hverju nafni sem þær nefnast og hvernig svo sem þær dulbúa sig. Tjarnarhólminn. OG EFTIR þennan lestur er tími kominn að taka upp ljett- ara hjal. Fyrir nokkru var hjer lítillega minst á -Tjarnar- hólmann og fuglalífið við tjörnina. Bent var á, að hólm- inn hefði farið illa í vetur og þyrfti lagfæringar við. Það hefir ekki staðið á framkvæmd um.. í fyrradag sá jeg að slökkviliðsmennirnir voru að dytta að hólmanum. Þökk sje þeim, er því rjeði. Það fer að líða að flutninga- degi kríunnar. Verður gaman að fylgjast með því hvort hún kemur í hólmann þann 14. máí, eins og venja hennar er. Því þótt krían sje bæði frek og hávaðasamur fugl viljum við .ekki missa hana frá okkur. Fugladráp. ALT OF MARGIR menn iðka þá „íþrótt“, sem þeir svo kalla, að drepa fugla. Fáir gera þetta sjer til atvinnu, eða vegna þess að þeir mega til að bjarga sjer, heldur af drápfýsn. Maðurinn er þannig gerður að hann er hálfgert veiðidýr. Tilhneyging, sem vafalaust á upptök sín í frummanninum, sem varð að drepa sjer til matar. Það er sennilega tilgangs- laust að predika fýrir þessum mönnum og fá þá til að hætta þessum leik sínum, en hitt ætti að vera leyfilegt að fara fram á við þessa menn, að þeir myrði ekki saklausa fugla rjett á meðan á varptímanum stend- ur. En það fer nú einmitt að líða að varptíma hjá fuglum hjer á landi og þó það sje and- styggilegt að sjá menn skjóta fugla sjer til gamans, þá er það aldrei eins ljótt og einmitt á þeim tíma sem varpið stendur yfir. ■ ■■■■■■■■■«■*■■!. IBMIIM «■■■■ ■>-■■ ■■■■■■« «■! Á INNLENDUM VETTVANGI i ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■* Sannleikurinn um hebmpeki kommúnismans „SATT OG LOGIÐ sitt er hvað“, eins og í vísunni stend- ur. Sumir eiga erfitt með að viðurkenna þetta. Það kom fram í Þjóðviljanum í gær. Það kemur að heita má dag- lega fram í því blaði. „Rabbari" Þjóðviljans kvart- ar yfir því í gær, hve kommún- istar eigi erfitt með að auka fylgi sitt hjer á landi. Og vill kippa þessu í lag. Ráð hans er ákaflega sakleysislegt. Að segja sannleikann um „heims-, speki og hagkerfi sósíalism- ans“. En hvað sem- „sannleikan- um“ um sósíalismann líður, þá er eitt víst, að reynslan er alt- af ólýgnust. Það hafa Þjóð- viljamenn skilið, þótt þeir eigi erfitt með að fallast á að svo sje. Reynslan. Mönnum er í fersku minni hvernig kommúnistum var við í vetur, þégar Morgunblaðið birti kaflana úr bók Kaestlers um reynsluna af kommúnism- anum í Rússlandi. Þeir urðu ókvæða við. Það var einmitt þetta, sem þeim kom verst. Þeir vilja geta sagt frá því í friði, að kommúnisminn og frelsi sje eitt og hið sama, að hagur alls almennings sje hvergi betri, en þar sem kommúnistar ráða(!) Valdhafar Rússlands hafa lokað landi sínu í áratugi eins og kæfudós, soðið fólkið niður í áhrifalausan óskapnað stjórn- arfarslega sjeð. Þ«ir láta sig dreyma. stóra drauma um heims yfirráð, og kommúnisminn nái yfirhönd með fleiri og fleiri þjóðum. En því opna þeir þá ekki sæluríki sitt upp á gátt, svo allur heimurinn f^j greiðan að- gang áð því, að hafa frelsi al- múgans og velsæld þjóðarinn- ar fyrir augum? Engin skýring á því er til önnur en sú, að þeir þora þetta ekki. Á meðan landinu er haldið nokkurnveg- in lokuðu, eiga erindrekar kommúnista að telja fólki úti um heim trú um þær fjarstæð- ur að kommúnistar æ(li með „heimspeki sinni og hagkerfi“, að bæta hag allrar alj.ýðu í heiminum. Hjer á Iandi. Þeir, sem í Þjóðviljann rita, "vita sem er, að „hagkerfi og heimspeki“ komúnismans á ekkert erindi til íslands. Að ís- lendingar hafa frá öndverðu verið frelsisunnandi Jyóð. Að þeim mun frjálsari, sem við höfum verið, þeim mun betur hefir olckur vegnáð. Að ófrelsi og kúgun sú, sem af kommún- isma leiðir, er eitur í bein- um íslendinga. Þar sem fá- menn valdaklíka ræður yfir lífi og limum landsmanna, all- ir stj órnmáaflokkar eru bann- aðir, nema kommúnistaflokk- urinn einn, og enginn má um frjálst höfuð strjúka. Riturum og ,,röbburum“ Þjóð- viljans er það alveg ljöst að 90% af þeim kjósendum, sém fylgt hafa kommúnistum hjer á landi, myndu ekki fylgja þeim flokki stundinni lengur, eftir að þeir vissu nægilega greinilega hver er stefna kom- múnista í raun og veru, og hvernig reynslan er af þeirri stjórnarstefnu, þar sem hún hefir komist í framkvæmd. Eftir styrjöldina. . Þjóðir heims stynja undir afleiðingum nýafstaðinnar heimsstyrjaldar. — í styrjöld þeirri var risið gegn því ev- rópiska einræðisríki, sem með mestri grimd hefir fótum troð- ið hin frumstæðustu mann- rjettindi. Svo skamt er endur- reisn eftir þann hildarleik komið, að miljónir manna hafa þolað hungur á nýafstöðnum vetri. Þ’ótt nasisminn sje að Velli lágðUr, og rísi vonandi aldrei upp að nýju, þá hafa (Gjörið svo vel að fletta á bls. 12, 1. dálk.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.