Morgunblaðið - 12.05.1946, Side 6

Morgunblaðið - 12.05.1946, Side 6
6 MORGUNBLAfolÐ Sunnudagur '12 fnaí 1946 (Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Eitstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.). Frjettaritsijóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsiagar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanUnda. kr. 12.00 utanlands. I lausasolu S0 aura eintakið, 60 aura með Zjcsbðk. Þjóðhátíðin Á FUNDI í bæjarráði fyrir skömmu var samþykt, að bæjarstjórn Reykjavíkur skyldi gangast fyrir hátíðahöld- um þann 17. júní með sama sniði og var í fyrra. Þessum tíðindum munu Reykvíkingar áreiðanlega fagna af alhug. Hátíðahöldin hjer í höfuðborginni 17. júní í fyrra voru með ágætum. Nefndin, sem stóð fyrir há- tíðahöldunum hjer í bænum hafði vandað prýðilega til dagskrárinnar. En það, sem fyrst og fremst setti svip á 17. júní í fyrra, var hin almenna þátttaka bæjarbúa í hátíðahöldunum og hin prúða framkoma almennings þann dag. Einmitt þannig á að minnast 17. júní — frelsisdagsins. Dagurinn er hinn eini sanni þjóðhátíðardagur íslend- inga. Öll þjóðin á að fagna deginum. Fagna frelsinu. Það fer vel á því, að bæjar- og sveitarstjórnir hafi for- göngu um hátíðahöld 17. júní. Ætti það þannig að vera allsstaðar á landinu. Með því fær dagurinn sinn rjetta svip. Þjóðin hefir það á tilfinningunni, að þetta er hennar dagur — þjóðhátíðardagur. En þá fyrst fær þjóðhátíðar- dagurinn sinn rjetta svip, að fólkið — þjóðin öll — sje þátttakandi í hátíðahöldum dagsins. Vegna þessa er einmitt æskilegt, að bæjar- og sveitar- stjórnir hafi forgöngu um hátíðahöld 17. júní, hver á sínum stað. Að sjálfsögou munu þær hafa samráð og samvinnu við almenn fjelagssamtök á staðnum við und- irbúning hátíðahaldanna. Við íslendingar eigum vissulega ekki of mörg tákn samhugar og einingar, að við höfum ráð á að varpa frá okkur minningunni um 17. júní 1944. Minningunni um einstæðasta sögulega atburð þjóðarinnar. Minningunni um glæsilegustu og fegurstu einingu, sem þjóðin hefir nekkru sinni sýnt. Þessar fögru minningar á þjóðin að varðveita og halda í heiðri. Það gerir hún best með því að sameinast 17. júní — þjóðhátíðardaginn. Sameinast til nýrra dáða, til vakn- ingar á sannri, íslenskri þjóðarvitund. Kjöt og kosningar TÍMINN þykist hafa orðið þess vís, að ekki muni tak- ast að selja allt dilkakjötið á innlendum markaði, eins og bjartsýnir menn og velviljaðir bændum voru að vona. Leynir sjer ekki fögnuður Tímans, þegar hann skýrir frá þessum tíðindum. Fullyrðir blaðið, að flytja verði út 600—1000 tonn af dilkakjöti því, sem enn er í landinu, og krefst þess að þetta kjöt verði flutt út þegar í stað, svo að það sjáist „fyrir kosningar“ hvernig ástandið raunverulega sje! Hjer kom ritstjóri Tímans illa upp um sig. Hann hefði ekki átt að minnast á kosningar í sambandi við þetta mál. Með því auglýsir Tíminn fyrir alþjóð, að það voru einmitt kosningarnar, sem þeir Tímamenn höfðu í huga, er þeir voru að skipuleggja áróðurinn gegn kjötsölunni innanlands. Öll skrif Tímans um þetta mál undanfarna mánuði miðaðist við kosningarnar í vor. Þegar blað Fram- sóknarflokksins á Akureyri sagði á s.l. hausti, að neyt- endur í kaupstöðum yrðu að draga úr kjötkaupum „eftir fremstu getu“, var stefnt að kosningunum! Framsóknarmenn vissu, eins og allir aðrir, að hagur bænda var best trygður með því, að sem allra mest af kjötinu seldist á innlendum markaði. Það skilaði bænd- um hæst verð fyrir kjötið. En Tímamenn óttuðust, að ef þessi yrði útkoman, myndi það verða styrkur fyrir ríkisstjórnina. Það mátti ekki ske. Þessvegna voru fund- in upp öll hugsanleg ráð til að spilla fyrir kjötsölunni innanlands. En þrátt fyrir talsverðan árangur af skemdastarfi Tímamanna, mun sú von þeirra ekki rætast, að flytja þurfi út 600—1000 tonn af því kjöti, sem til er í landinu. Ef til vill þarf að flytja eitthvað út,- en vonandi verður það ekki mikið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Vantar æskuna verkefni? VIÐ HÆLUM OKKUR af því, að hjer á landi sje ekk- ert atvinnuleysi. Það geti all- ir fengið vinnu, sem vilja vinna. Ekki þarf að spyrja að því, að vel er launað nú á tímum. Hingað streymir fólk frá nágrannalöndunum í at- vinnuleit og á Norðurlöndum ganga um það tröllasögur, að ísland sje Gósenland, þar sem smjör drjúpi af hverju strái. Það kom mjer all-spánskt fýrir sjónir, er jeg átti tal við garðyrkjuráðunaut bæjarins hjer á dögunum og spurði hann hvort hann gæti ekki tekið ungling í vinnu, og hann sagði( að það væri nú síður en svo. „Það hafa komið á þriðja þúsund umsóknir til mín um vinnu handa unglingum. Jeg er búinn að ráða 10 og þarf varla á fleirum að halda. Það er ekki friður í símanum allan daginn fyrir fólki, sem er að biðja um vinnu fyrir unglinga við garða bæjarins“. Þetta sagði garðyrkjuráðu- nauturinn og þarf ekki.að efa að hann fer með rjett mál. En hvernig má það vera, að æskuna vanti verkefni núna, þegar talað er um að hörgull sje á fólki til vinnu. • ískyggilegt mál. SKÓLARNIR eru um það bil að hætta að þessu sinni. Iiundr- uðum og jafnvel þúsundum saman losna unglingarnir frá námi, sem þurfa og eiga sjálfra sín vegna að fara út í athafna- lífið og vinna fyrir sjer. Það er sannarlega ískyggilegt mál, ef ekki eru til verkefni fyrir unglingana. Ekki það, að nauð- synlegt sje fyrir alla æsku- menn að fá vinnu við skraut- garða Reykjavíkurbæjar. Það skiftir minna máli hvað það er, sem unglingarnir vinna á með- an vinnan er við hæfi þeirra. Þeim.er ekki ofboðið með erf- iði, en hafa þó það aðhald, sem æskunni er nauðsynlegt. • Þarf skjótrar athugunar. SJE ÞAÐ RJETT að eftir- sóknin eftir að koma ungling- um að við garðyrkjustörf hjá bænum gefi rjetta hugmynd um verkefnaleysi fyrir æsku höfuðstaðarins, þá þarf það skjótrar athugunar við, hvað hægt sje að gera til þess að útvega unglingun verkefni þann tíma, sem þeir eru ekki í skóla. Aldrei hefir íslenskrar æsku beðið stærra hlutverk en ein- mitt nú og það er lífsspurs- mál fyrir framtíð lands og þjóð- ar, að æskan læri snemma að vinna, því engin þjóð á fram- tíð fyrir sjer, sem ekkert kann til verka. Vormenn Islands. EFTIR MARGRA ALDA fá- tækt og volæði hefir íslenska þjóðin nú loksins eignast þau framleiðslutæki, sem gerir henni mögulegt að rjetta sig úr kútnum. Þessum framleiðslu- tækjum verður ekki stjórnað af fólki, sem vanist hefir á land- eyðuskap. Það dugar engin götuhorna- hepgilmænu-buxnavasa- sígar- ettu-háttur hjá vormönnum ís- lands. Það er ekki nóg að sú kyn- slóð, sem nú er starfandi fái þeirri næstu verkfærin, það verður að kenna unglingunum handbrögðin til þess að þeir verði færir um að taka við arfinum. „Þjóðmötuneyti“. MAÐUR, sem er kunnugur í Þjóðleikhúsinu, var að því spurður á dögunum hyernig vinnan gengi við innrjettingu hússins ög hvenær mætti bú- ast við að verkinu yrði lokið. Hann sagði að vinnan gengi vel eftir ástæðum, en sennilegt væri, að í hinu mikla húsi við Hverfisgötu og Skuggahverfi, kæmist fyrst upp „Þjóðmötu- neyti“, áður en þar kæmist upp Þjóðleikhús. Gengi prýði- lega að innrjetta kjallara húss- ins, sem ekki var miðstöðvar- herbergi, og myndi þar brátt verða hægt að metta fjölda manns. Þeir, sem þeim ráðstöfunum ráða, hafa víst hugsað með sjer, að það væri til lítils að Ijúka Þjóðleikhúsinu, því enginn myndi koma þar á fastandi maga. Illgirni? ÖNNUR SAGA úr leikhús- inu, sem vafalaust er tilbúning- ur einn og sprottinn af illgirni, er á þessa leið: — Maður nokkur kom inn í Þjóðleikhúsið á dögunum. Þar heyrðist ekki mannsins mál fyrir loftbor sem var 1 gangi, en allt í einu þagnaði borhljóð- ið, en í stað þess mátti heyra óskaplegt undrunaróp frá manninum, sem hjelt á loft- bornum. Er hann var að því spurður, hvða undrandi hann svo mjög, svaraði hann: — Jeg boraði gat gegnum vegginn, og sá inn í geisistór- ann sal, sem enginn hefir haft hugmynd um að væri til í þessu húsi. Já, margt bralla gárungarn- ir. Liggja undir grun. „ÞAKKA ÞJER fyrir skrifin um þjófana, Víkverji minn. — Það er ekkert vit í því að halda nöfnum þessara vandræða- manna leyndum fyrir þjóð- inni“, segir í brjefi frá N. K. Og það á ekki að f^fa í neitt manngreinarálit eða beita mis- rjetti með því að birta nöfn sumra þjófanna, en ekki ann- ara. „Mjer fannst hún blátt á- •fram hlægileg greinin, sem blöðin birtu samkvæmt upp- lýsingum frá sakadómara fyr- ir nokkrum dögum! „Maður nokkur dæmdur fyrir þjófn- að“, Maður fiokkur dæmdur fyrir fals“, o. s. frv. Hver er þessi „maður nokkur“? Það sjest ekki í bæjarskránni. — Er það jeg eða nágranni minn. Á meðan þagað er yfir nöfn- um þjófanna liggjum við öll undir grun. ■ Hver er þjófur og hver, er heiðarlegur maður af þeim, sem jeg umgengst eða mæti á göt- unni?“ Á INNLENDUM VETTVANGI ! 5 ...................... Spádómur um íslenska myndlis! í höfuðborgum Norðurlanda FYRIR 35 ÁRUM var sænski rithöfundurinn Albert Eng- ström hjer á ferð, og skrifaði síðan hina óviðjafnanlegu ferðalýsingu sína, __ sem bæði landar hans og íslendingar hafa lesið síðan sjer til ánægju. Hann hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð landsins. Hann gat líka manna best komið orð- um að því, sem hann sá og honum lá á hjarta. Um það bil sem hann er að enda við lýsingu á Islandsveru sinni, segir hann frá því, að hann hafi hitt unglingspilt, sem hafi eignast málaraáhöld, og föndri við þá iðju í lofther- bergi einu. Þetta var það eina, sem hinn sænski rithöfundur og listamaður varð var við að íslenskir menn fengjust við myndagerð. Þá áttum við þó tvo málara sem kunnugt er. Pilturinn sem Engström hitti, hafði sett nafnspjaldið sitt á lofthefbergisdyrnar, og neðan- við nafnið sitt ,Artiste peintre'. Síðan hætti hann tilraunum í þessa átt. Fundur þeirra Engströms og hans vakti upp hugleiðing- ar Svíans um framtíð íslenskr- ar málaralistar. Hann komst að orði á þessa leið: Fyrir útlending er það undr- unarefni að slíkt land, sem ís- land, skuli ekki ala einhvern Michel Angelo, eða jafningja hans. En íslendingar hafa sýnilega ekki uppgötvað land sitt enn, ekki lært að njóta sín nægilega við hina mikilfeng- legu háleitu fegurð þess. Mjer skilst að ættjarðarást þeirra eigi rætur sínar fyrst og fremst í sögunni. En þegar þeir ein- hverntíma seinna meir læra að þekkja Evrópu, munu þeir með ánægju hrifning og þakklátum huga hverfa aftur heim til ættlands síns. Og þá skal heim- urinn fá að sjá myndlist ....! Nú hafa íslendingar æði- lengi túlkað fegúrð lands síns. Og nú er að því komið að þeir kynni myndlist sína umheim- inum meira en áður hefir ver- ið. Nýlega voru send hjeðan 48 olíumálverk og 29 vatnslita- myndir og teikningar eftir 17 íslenska listamenn, til þess að verk þessi verði sýnd á nor- rænni listsýningu, er opnuð verður í Osló 8. júní. Auk þess- ara mynda er þess vænst að Júlíana Sveinsdóttir sendi myndir eftir sig á sýningu þessa. Svo alls fara þangað um 80 myndir. Það er norrænt listamanna- samband sem stendur fyrir sýn- ingu þessari. Strax og vopnahljeð varð í fyrravor vaknaði sú alda um Norðurlönd að Norðurlanda- þjóðirnar ættu að halda sem (Gjörið svo vel að fletta á bls. 8 miðdálk).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.