Morgunblaðið - 12.05.1946, Side 10

Morgunblaðið - 12.05.1946, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12 maí 1946 THEODOS &ftir ^eton 35. dagur „Þú leggur alltof hart að þjer“, sagði Jósep reiðilega. — „Faðir þinn ætlast áreiðanlega ekki til þess að tekið sje á móti honum með slíkri við- höfn“. Þau sátu í dagstofunni niðri. Það fanst Theo fallegasta her- bergið í húsinu og þar undi hún sjer best. Hún var að sýsla við brjef, og heyrði ekki það, sem Jósep sagði. „Pabba þykir ekki góð þessi tegund af Madeira", sagði hún. „Ef ekki er til annað, verðum við að útvega það“. Jósep sat í djúpum hæginda- stól og reykti. Hann hleypti brúnum og svaraði: „Þetta vín er nógu gott hanáa föður mínum, svo að jeg get ekki sjeð, hvað Burr ofursti getur fundið því til for- áttu“. Theo leit upp og brosti. „Ó, Jósep — vertu ekki svona af- undinn! Mig langar aðeins til þess að taka eins vel á móti föður mínum og unnt er. Hann hefir aldrei komið til Suður- ríkjanna, eins og þú veist. Mig langar til þess að sýna honum, hve við höfum það gott hjer — hve vel þú hugsar um mig“. Það rumdi eitthvað í Jósep, og hann hjelt áfram að reykja. „Við verðúm að efna til veislu — honum til heiðurs“, hjelt hún áfram. „Við bjóð- um Drayton fylkisstjóra, — Ricardson —, Pinckney — og Rutledges hjónunum. Það verð- ur gaman!“ Hún sá í anda ?tof- una fulla af skrautbúnu fólki — og Aaron stæði .... „Þjer dettur líklega ekki í hug, að halda samkvæmi nú!“ hrópaði Jósep. Hún roðnaði. Eitt andartak hafði hún gleymt því, hvern- ig ástatt var fyrir henni. „Jeg geri ráð fyrir, að við verðum að fresta því, þangað til alt er um garð gengið“, sagði hún hægt. — Um garð gengið. Þegar jeg hefi losnað við þenn- an undarlega hlut, sem hefir afskræmt líkama minn. Þegar jeg er orðin ein aftur. En ef sú stund kemur aldrei? Ef það kæmi að því, að aldrei birti eftir þetta myrkur, sem altaf umlykur mig annað veifið? — Hvað þá? Þetta herbergi myndi ekki breytast hót. Hjer myndu menn skemta sjer eftir sem áður —<. — ef til vill pabbi líka. „Hvað er að, Theo?“ Jósep stökk á fætur, og þaut til henn- ar. „Af hverju ertu svopa und- arleg á svipinn?“ „Jeg er hrædd“, sagði hún. nHrædd“. „Við það, að ala barnið?" Hún kinkaði kolli. Honum ljetti bersýnilega. — Hann sagði glaðlega: „Vertu ekki að þessari vitleysu! De- bow læknir segir, að þú sjert vel hraust. Þegar öll kurl koma til grafar skeður þetta daglega — á hverri stundu — jafnvel á hverri mínútu. Sjerhver mann leg vera hefir komið í heim- inn á þennan hátt, og ..“ „Þessi ótti er ástæðulaus, ætlarðu að segja“, greip hún fram í fyrii* honum, og brosti. „Jeg veit það. Jeg skal reyna að vera hughraust“. — Theo var óvenju fámál næstu daga og kvartaði aldr- ei. Síðdegis á fimtudaginn var von á Aar^>n. Theö reyndi að hylja vanskapaðan líkama sinn eftir bestu getu og gerði margar árangurslausar tilraun- ir til þess að greiða hár sitt á sama hátt og hún hafði verið vön að gera heima að Rich- mond Hill. En hún var svo máttfarin, að hún varð að gef- ast upp. Þegar hún hafði lokið við að búa sig, gekk hún niður í dagstofuna. Hún staðnæmdist fyrir framan spegilinn, og virti fyrir sjer spegilmynd sína. Drottinn minn — hvað je;; er orðinn ljót og ellileg! hugs- aði hún með sjer. Hún var svo bólgin 1 andlitinu, að augun voru nær sokkin — og hörunds- liturinn var undarlega grá- hvítur. Hún hallaði sjer útaf á legu- bekkinn. Hún ætlaði að bíða og hlusta eftir vagninum. En brátt fjekk hún nið fyrir eyrun, sem yfirgnæfði öll önnur hljóð. — Það fór hrollur um hana. Hve einkennilegt, að henni skyldi vera kalt í þessum svækju- hita! Jeg má ekki sofna, hugs- aði hún með sjer — en um leið umlukti myrkrið hana. Hún heyrði ekki, þegar vagninn staðnæmdist fyrir utan, nje heldur þegar Aaron hljóp upp þrepin, á undan Jósep. Hann gekk þegar að legu- bekknum, þar sem Theodosia lá. „Guð minn góður — hvað hefirðu gert við hana!“ hróp- aði hann, og sneri sjer reiðilega að Jósep. Jósep roðnaði. „Jeg veit ekki, við hvað þú átt. Hún sefur. Hún sefur mikið um þessar mund- ir“. „Líttu á hana, bjáninn þinn! Hún er veik — fárveik!“. „Það er ekkert að henni. Það er aðeins eðlilegt, að .... “ Hann þagnaði, þgar hann tók eftir augnaráði tengdaföðurs síns. Aaron beygði sig yfir dótt- ur sína. „Theodosia“, sagði hann — og rödd hans var svo þrungin blíðu, að Jósep þótti nó | 'urv. Það fðia krampadrættir um líkama hennar og varir henn- ar bærðust, en hún opnaði ekki augun. Aaron og Jósep — sem nú var ekki farið að verða um sel — báru hana upp í svefn- herbergið og lögðu hana í rúm- ið. Aftur fóru krampakippirn- ir um líkama hennar, andar- dráttur hennar stöðvaðist, og hún varð svarblá í framan. „Hvað er að henni?“ spurði Jósep með öndina í hálsinum. „Jeg hefi aldrei sjeð hana svona ....“ Aaron sneri sjer að honum og hrópaði: „átattu ekki þarna eins og auli! Náðu í lækninn! Náðu í heitt vatn, vín, ábreið- ur! Og vertu fljótur!“ Þjónarnir komu brát.t með það, sem hann hafði beðið um. Hann dreypti á hana víni og vafði ábreiðunum utan um hana. „Komið með öll glóðar- kerin, sem til eru í húsinu! Við verðum að reyna að hlýja henni“. Smám saman varð andar- dráttur hennar rólegri, og bláleiti blærinn hvarf af and- liti hennar. Þegar Jósep kom þjótandif með Debow læknir á hælun- um, dró hún andann eðlilega á ný. Aaron stikaði fram og aftur um gólfið, — svitinn bog- aði af andliti hans. Læknirinn hafði bersýnilega lagt af stað í flýti, því að bún- ingur hans var allur í óreiðu — og það var óttasvipur á andliti hans. En honum tókst samt sem áður að brosa, og hneigja sig djúpt fyrir Aaron. „Herra varaforseti — þetta er vissu- !ega óvæntur heiður . .. . “ „Dóttir mín er mjög veik, herra minn. Hún fjekk krampa. Hún hafði það af, að þessu sinni, en jeg er hræddur um, að hún .... Hver er orsök krampans, og hvernig er hægt að koma í veg fyrir hann?“ Læknirinn dró djúpt að sjer andann, hagræddi gleraugun- um á nefinu og beygði sig yf- ir Theodosiu, hátíðlegur í bragði. Hann þreifaði á slag- æðinni. „Mirabilium est natura“, sagði hann loks. „Við vissar, óvæntar aðstæður getur maður átt von á því, — þegar maður hefir til . .. . “ „Þjer eruð fífl“, lireytti Aar- on út úr sjer. „Fífl og skrum- ari. Þjer hafið ekki hugmynd um hvernig hægt er að hjálpa frú Alston. Þjer megið fara“. Hann sneri sjer að Jósep. — „Er þessi feiti asni eini lækn- irinn hjer í borginni?" Jósep, fölur og óttasleginn, ætlaði að svara. Aaron greip fram í. „Komdu með alla lækna bæjarins hing- að á stundinni! Jeg ætla að tala við þá — alla!“ Jósep hikaði. Aaron lagði höndina á öxl hans. „Drengur minn — ger- irðu þjer ekki ljóst, að konan þín er í hættu stödd? Lífs- hættu? Jeg hefi heyrt um, að konur fái stundum krampa, um það leyti sem þær ala börn sín. Afleiðingin er nær alltaf sú . . “ Rödd hans titraði. Hann beit á vörina, snerist á hæl og gekk út að glugganum. Hann sneri baki að Jósep, þegar hann lauk við setninguna. Rödd hans var köld og tilfinningalaus, og vakti það skelfingu Jóseps. „Þú hlýt- ur áð.verða að sjá á bak bæði konu þinni og barni ykkar, nema því aðeins, að kraftaverk gerist“. Kraftaverkið gerðíst — og það var Aaron að þakka. oiiiiiiiiiiiimiunuio^iuiiiiuiiwuiiinniiimMiiiiiiiM =a |s Hessian I Olíufrír húsastrigi er kom-j inn í Veggfóðurverslun Victros Kr. Helgasonar, 3 Hverfisgötu 37. Sími 5945. | immmmmmmiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmini Vegagerð ríkisins óskar eftir nokkrum duglegum og reglusöm- um mönnum til að stjórna vjelskóflum og jarðýtum. Bifvjelavirkjar og vjelstjórar ganga | fyrir. Upplýsingar á vegamálaskrifstofunni, sími 2809 og áhaldahúsi vegagerðanna Borg- artúni 5. Sími 6519. AÐALFUNDUR Aðalfundur Flugfjelags íslands H.f., verð- ur haldinn í Kaupþingsalnum í Reykjavík, föstudaginn 14. júní 1946, kl. 1,30 eftir hád. Dagskrá samkvæmt fjelagslögum. Atkvæða- og aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu vorri, Lækjargötu 4, Reykjavík, dagana 10.—14. júní, n.k. ddía^^eíac^ Jlólandó 99 Togvír 6x19, 1%” og 1V2” Dragnótatóg 2 lA fyrirliggjandi. Jónsson & Júlíusson 1 Garðastræti 2. Sími 5430. Aiþingissagan I Rjettarsaga Alþingis til 1944, eftir Einar Arn- órsson. Þingvottar eftir Matthías Þórðarson. Fæst hjá bóksölum. Alþingissagan verður alls um 20 sjerstök | rit og ritgerðir, sem koma svo ört, sem kost- ur er a. Aðalútsala: i Ídólau. ^í^iíóarCd^manclí óóonar Tilboð óskast í rafknúna sjódælu, ásamt leiðslum. Afköst ca. 300 tonn á klst. Einnig sjerstæðan riðstraumsmótor, 40 hestöfl. Allar nánari upplýsingar gefur: Bæjarstjórinn, Vestmannaeyjum. $ Bestu þakkir fyrir auðsýnda vinsemd 9. maí 1946. Jóna Jónsdótir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.