Morgunblaðið - 12.05.1946, Side 12

Morgunblaðið - 12.05.1946, Side 12
VEÐURÚTLITIt); Faxaflói: Norðan gola. Ljettskýjað. RÚSSAR styðja Azerbeijan- menn. — Sjá bls. 1. Sunnudagur 12. maí 1946 Ánægjuleg kvöld- vaka Tónlisfar- fjelagskérsins TÓNLISTARFJF.LAG SKÖR- iNN efndi til kvbldvöku síðast- liðið miðvikudagskvöld í hin- um nýju og glæsilegu salar- vökunnar vandað á allan hátt stjórnandi kórsins er dr. Ur- ævagamla vikivaka með ein- söngvum, og sunga gestir við- lagið með kórnuin. Þá kom óvænt skemtiatriði, cellósnill- ingurinn Erling Blöndal Bents- son, sem var gestur kórsins og ljek þarna fjögur lög við mikla hrifningu aheyrenda. Næst söng kórinn lög úr ýms um óperum m. a úr Töfraflaut unni eftir Mozart og skiftist þar á einsöngur og tvísöngur, sex- tett, blandaður kór og karla- kór. Frú Katrín Dalhoff Dann- heim ljek undir söng kórsins. Loks komu ljettir skemti- þættir, söngur með gítarundir leik, gamanþátturinn „Söng- tíminn“. og margt fleira. Að lokum var stiginn dans. I dansMjei komu tveir óvæntir gestir, harmónikusnillirgarnir, Kristoffersen og Lýður ljeku nokkur lög við ágætar undir- tektir iheyrendaa. Skemtunin fór sjerstaklega vel fram og hafði á sjer þann menningarblæ, sem einkennir góðar skemtisamkomur, þar sem gott fólk er saman komið og allir gera sitt besta, bæði þeir sem skemmta og gestirnir, til þess að vel megi takast. •— Enija mun það vera álit flestra sem þarna voru, að hjer hafi verið um sjerstaklega ánægju- lega skemtun að ræða. Sökum þess að neita varð fjölda manns um aðgöngumiða að þessari fyrstu kvöldvöku Tónlistarkórsins, verður hún endurtckin á sama stað á þriðjudagskvöldið 14. þ. mán. Verður vafalaust mikil að- sókn að þessari kvöldvöku enda mun hjer vera nm að ræða oinnverja bestu skemtun sem bæjarbúar hafa átí völ á um langan tíma Góðar vonir um Simlaráðslefnuna London í gærkveldi. UMRÆÐUFUNDIR voru haldnir á ráðstefrunni í Simla og gerðu menn yfirlit yíir það sem áunnist hefði, síðan ráð- stefnan byrjaði, og eru vfirleitt mjög vongóðir um árangur ráð- stefnunnar. Gandhi ræddi um stund í dag við varakonungina, og einnig áttu þeir Nehru og Jinr.a með sjer viðræður í eina klukku- stund. Var sagt. að mjög vel hefði íarið á með þeim. Þannig eru Dieseltogararnir ■ -J( •7 m i Hjer birtist teikning af cinum þeirra dieseltogara, sem íslendingum standa til boða að kaupa. VlljSI stöðvarinnar í flrfirisey I GÆRDAG vígði biskupinn yfir íslandi, dr. Sigurgeir Sig- urðsson, hina nýju björgunarstöð Slysavarnarfjelags íslands í Örfirisey. Allmikill mannfjöldi var viðstaddur vígsluna, þar á meðal dómsmálaráðherra og flestir prestar Reykjavíkur. Var athöfnin hin hátíðlegasta. Henry Hálfdánarson, skrif- stofustjóri Slysavarnarfjelags- ins, setti hátíðina og stjórnaði henni. Fyrst talaði Guðbjartur Ólafsson, forseti S.V.P.Í., en áður hafði Lúðrasveitin Svan- ur leikið „ísland farsælda frón“. Þakkaði hann öllum, sem unnið aefðu rð þvi að koma bessari björguna”stöð upp, eða stutt það mál á einhvern hátt. Næst talaði frú Guðrún Jónas son, formaður K.S.V.Í. Skýrði nún m. a. frá því, að þær Ing- veldur Jóhannesdóttir og Berg- þóra Júlíusdóttir hefðu s. 1. föstudagskvöld fært Kvenna- deildinni kr. 1000,00 að gjöf til minningar um Júlíus K. Árna- son, stýrimann, sem fórst með „Ingvari“ í Viðeyjarsundi 1906. Ingveluur var kona Júlíusar en Bergþóra dóttir þeirra. Þá fluttu ræður þeir Jakob Jónsson, prestur, formaður „Ingólfs“ og Tómas Jónsson, borgarritari, sem flutti sjer- staka kveðju frá borgarstjóra og bæjarstjórn — Þvínæst vigði biskupinn stöðina og lýsti því yfir að hún væri opin til afnota, en að máli hans loknu Ijek lúðrasveitin þjóðsönginn. Að þessari athöfn lokinni var björgunarbátnum „Þorsteini“ rennt ú flot og um leið skotið þeim ilugblysum, sem skjóta á er björgunarbátur leggur úr höfn og að lokum skotið úr línu byssum stöðvarinnar. — Á eftir var svo sýnd fræðslukvikmynd sú um lífgun úr daiiðadái, sem Holger Nielsen gaf Slysavarnar fjelaginu. Hjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Lilja G. Jónsdóttir, Bjargarstíg 3 og Magnús M. Steinboch, bakari, Hátúni 1. ____” Arabar æsfir vegna Tripolifaniu London í gærkveldi. AZZAM PASCHA, aðalritari Arababandalagáfns sagði í kvöld: „Ef Tnpoli er afhentur ítölum að nýju til umsjónar, þá kostar það stríð“. „Við höfum barist við ítali í tuttugu ár og munum ekki þola þeim að koma aftur til Tripoli nú.“ „Þetta mun líka þýða ófrið gegn Bretum, vegna þess að Bretar hafa stutt ítali. Þar að auki verða allar fyrrverandi ný lendur Ítala að vera ein heild. Að skipta Tripoli og Cyrenaica þýðir fjárhagslegt hrun þess- arra landsvæða.“ „Jeg hafði skilið málin svo, að Aröbum sjálfum yrði falið að fara með stjórn þeirra land- svæða, sem hjer um ræðir, þang að til þeir væru nægilega öfl- ugir orðnir til þess að öðlast fullt sjálfstæði. Við Arabar skulum aldrei leyfa ítölum að koma aftur til Tripoli.“ Azzam Pascha barðist gegn ítölum í styrjöld þeirra og Tyrkja 1912 og hjelt uppi skær- um gegn ítölum í Tripoli löngu eftir að ófriði þeim var lokið. — (Utanríkisráðherrar stór- veldanna hallast nú helst að því að veita ítöium umboðs- stjórn yfir hinum fyrri nýlend- um sínum). — Reuter. DAGBLAÐ HVERFUR LONDON—Án þess að nokk- ar ástæður væru fram færðar, hætti aagblað frjálslynda flokks ins ítalska, La Liberta allt í einu að koma út een sýslumaSur Þing- eyinga í 1.5 ár Húsavík, laugardag. SÝSLUNEFND Suður-Þing- eyjarsýslu lauk aðalfundi sín- um í gær. Var þetta 25 aðal- fundur nefndatinnar, sem Júlíus Hafsteen, sýslumaður, stjórnar. Hann tók við sýslu- mannsembættinu á sumardag- inn fyrsta 1921. í tilefni 25 ára afmælisins hafði sýslunefndin boð inni að Hótel Húsavík í gærkveldi til heiðurs sýslumanni. Var það hið virðulegasta samsæti. — Aðalræðuna fyrir minni heið- ursgestsins flutti Karl Kristjáns son, sýslunefndarmaður Húsa- víkur. Aðrir ræðumenn voru Björn Sigtryggsson, Jón Gauti Pjetursson, Bjartmar Guð- mundsson, Einar J. Reynis, Björn Jósefsson, hjeraðsiæknir, Þórhallur Sigtryggsson, kaup- fjelagsstjóri, Þóra Hafstein, dóttir Júlíusar og svo að sjálf- sögðu heiðursgesturinn sjálfur. Hannyrða- og feikni- sýning Kvenna- skélans í DAG kl. 1 verður opnuð x Kvennaskólanum hannyrða- og teiknisýning. Verður sýningin opin til kl. 10 í kvöld og einnig á morgun, frá kl. 1—-10. Á sýningu þessari eru sýndar hannyrðir, fatasaumur og teikn- ingar námsmeyja. Sýmngin er mikil að vöxtum og hin mynd- arlegasta, og gegnir furðu hve miklu námsmeyjar hafa afkast- að, jafnhliða bóklega náminu. — Munir, sem námsmeyjar eru skyldaðar til þess að sauma, eru: í 1. bekk, koddaver og náttkjóll, í 2. bekk, sloppur og blússa og að bæta, í 3. bekk, náttföt, kjóll, að bæta og stykkja föt, og í 4. bekk læra þær að sníða og sauma allan algengan kvenfatnað. Auk þess læra þær flestar gerðir af út- saumi. hvítsaum, svartsaum, forníslenskan saum o. fl. o. fl. Kennari í útsaum er frú Sig- urlaug Einarsdóttir, fatasaum kenna þær frú Jórunn Þórðar- dóttir og frú Sigríður Briem og teikningu kennir frú Vigdís Kristjánsdóttir ífalskir fasisfar ráðasf á úfvarpssföð LONDON—Fjórir menn hafa nýlega verið teknir fastir í Róm eftir að árás hafði verið gerð á eina af útvarpsstöðvum borg- arinnar. Rjeðust grímuklæddir fasistar þangað inn og bundu starfsmennina. Hófu þeir síðan að útvarpa áróðri og ljeku fyrst fasistasönginn ítalska af plötu. Sögðu síðan nokkrar setningar í áróðursskini. Talið var að fimm ungir menn hefðu hjer verið að verki. Þeir útvörpuðu ekki nema 3 mínútur alls. Tiltækið mistókst aðallega vegna hess, að þessi útvarpsstöð sendi út á bvlgju- lengd, sem lítið er notuð. —Reuter. 14 tundurdufl gerð óvirk eða sprengd BLAÐINU hafa borist þær frjettir frá Skipaútgerð ríkisins, að nýlega hafi verið gerð óvirk alls 14 tundurdufl á eftir- greindum stöðum. Á Melrakkasljettu: Eitt á Skálanesi við Blika- lón, eitt hjá Rifstanga, eitt á hin fyrst töldu voru bresk seg- uldufl og skrújaði Jón þau sundur og brendi innilialdið, , ’ " ------° ’ i ... ---- Asmundarstaðaeyi i, eitt á en hið síðast nefnda var takka- Strandaselsfjöru hjá Sigurðar- ztöðum. í Austur-Skaftafellssýslu: Eitt á Uppsalafjöru, tvö á Borgarfjöru, eitt á Bakkafjöru, tvö á Flateyjarfjöru, eitt á Borgarhafnarfjöru, tvö á Breiðabólstaðarfjöru, eitt á Reynivallafjöru. Melr.ikkasljettuduflin voru öll gerð óvirk af Jóni Gunn- dufl af tegund, sem Jón ekki þekkti, og sprengdi hann það í loft upp. Skaftafellssýsluduflin voru öll gerð óvirk af Skarphjeðni Gíslasyni frá Höfn í Horna- íirði. Voru 7 af þessum duflum bresk seguldufl, 2 bresk takka- dufl og eitt þýskt taklcadufl. Skrúfaði Skarphjeðinn öll oresku duflin í sund.ur og brenndi innihaldið, en þýska laugssyni frá Siglufirði. Þrjú duflið sprengdi hann í loft upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.