Morgunblaðið - 27.06.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.1946, Blaðsíða 7
Fimtudagur 27. júní 1946 MORGUNBLAÐIÐ 7 — Ræða Bjarna Benediktssonar Framhald af bls. 6 á milli. Og þá stuttu stund, er hann staldrar hjer við verSa hann og ráðherrann tvísaga um hin veigamestu atriði. Á meðan flugmálin eru í slíkri ringul- reið er skiljanlegt, að ráðherr- arnir hiki við að beita ítrustu hörku til að heimta sjer afhent- an Reykjanes-völlinn. Enda munu þeir a. m. k. fáir Reyk- víkingar, sem vilja gleypa ó- melta þá hugmynd flugmála- stjórnarinnar, sem raunar brýtur í bága við landslög að leggja niður Reykjanesvöllinn, svo að Reykjavíkurflugvöllur- inn verði eini millilandaflug- völlurinn hjer á landi. Virðist óneitanlega eitthvað annað en umhyggja fyrir örlögum ís- lendinga valda því, ef eina flug vellinum hjer á landi. sem hernaðarþýðingu hefir, á að velja stað inni í miðri höfuð- borginni. Þjóðin vakir á verðinum. Alt eru þetta þó atriði, sem við höfum sjálfir í hendi okkar ög við munum gera upp við okkar eigin yfirvöld 'á rjettum stað og tíma. Á þeim fæst ef- laust lausn áður en varir, og allur þorri íslendinga hefir alt- af treyst því, að Bandaríkin mundu hverfa hjeðan með her- afla sinn, þeg'ar íslensk stjórn- völd teldu tímabært að krefj- ast þess, enda má ríkisstjórn- in vera þess fullviss, að þjóðin stendur á bak við hana á verð- inum um fult frelsi og sjálf- stæði landsins gegn hverjum sem er. Enn höfum við a. m. k. ekki reynt betra af öðrum þjóðum en Bandaríkjunum. Þau hafa látið sjer skiljast neitun okkar á málaleitun þeirra og í öllu meðhöndlað okkur sem sjer jafn rjettháan aðilja. Ef svo illa færi, að við einhvern tíma fengjum raunverulega ástæðu til að fjandskapast við Banda- ríkin, mun sú ógæfa áreiðan- lega koma of snemma en eigi of seint. Það er hverjum manni til hróss, ef hann vill halda á rjetti lands síns, en hitt stefnir eigi til aukins öryggis, að gefa stórveldunum færi á að nota ís- land í hráskinnaleik sínum um heimsyfirráðin. Þessvegna verð ur það áreiðanlega dómur þjóð- arinnar, að ríkisstjórnin hafi haldið á þessu máli af festu en þó þeirri hógværð, sem væn- legust er til árhngurs. Forysta Sjálfstæðismanna um þjóðhollt samstarf. Þau mál, sem nú hefir verið drepið á, sýna, að það var síst að ófyrirsynju, að Sjálfstæðis- menn beittu sjer fyrir sem allra víðtækustu samstarfi stjórn- málaflokkanna. Með þessu sam- starfi hefir að vísu þegar mik- ið áunnist. Nægir þar að vísa til hinnar margþættu, þýðingar miklu löggjafar, sem sett var á síðasta Alþingi. Sjálf er ný- sköpunin einnig miklu lengra á veg komin en nokkurn mann hefði getað grunað í upphafi að yrði eftir svo skamma hríð. Hef- i'r um þetta alt verið skaplegt en þó skrykkjótt samstarf, þar sem mest hefir reyht á for- ystu Sjálfstæðismanna. Þrátt fyrir það eru allar þess- ar framkvæmdir enn á byrj- unarstigi. Það er óumdeilan- legt, að enn er þörf á víðtæku samstarfi til að tryggja vel- farnað þjóðarinnar jafnt út á við sem inn á við. En hvernig á því samstarfi að vera háttað? Jeg fullyrði, að best færi á því, að það yrði sem allra víðtæk- ast. Helst að allir flokkar tæki þátt í því. Framsóknarflokkur- inn dæmdi raunar sjálfan sig úr leik 1944. Þangað á hann ekki afturkvæmt, nema mikil hugarfarsbreyting til hins betra verði hjá forystumönnum hans. Vonandi veita kjósendur þeim nú þá áminningu sem dugir svo að þeir fáist til að lúta þjóð- hollri forystu Sjálfstæðis- manna. Ef ekki, þá verða hin- ir flokkarnir að efla samstarf sitt til heilla þjóðinni, og er þó ískyggilegt, hve sterkum tök- um andófsmenn stjórnarsam- vinnunnar hafa náð innan Al- þýðuflokksins þannig að þeir hafa ráðið framboðum bæði hjer í bænum og víða um land. Hitt er víst að án forustu Sjálfstæðisflokksins verður um sinn lítið úr því samstarfi, sem þjóðin þarfnast. Sjálfstæðismenn vilja jöfnun lífskjaranna. Sjálfstæðismenn eru við þess ar kosningar sem oft áður, á- sakaðir fyrir a.ð þeir sjeu flokk- ur hinna ríku í landinu og meti fyrst og fremst hagsmuni þeirra., Það er rjett, að flestir framkvæmdamenn þjóðarinnar aðhyllast stefnu Sjálfstæðis- manna. Hitt er rangt, að Sjálf- stæðismenn hafi einkarjett á löngun til að græða peninga. Það er ekkert auðveldara en að telja upp nöfn ýmissa alþekktra fjáraflamanna í hinum flokk- unum, ef Sjálfstæðismenn vildu beita slíkum baráttuaðferðum, meira að segja manna, sem ekki hafa ætíð látið sjer allt fyrir brjósti brenna til að hagn- ast á annarra kostnað. En þó að meirhluti athafna- manna þjóðarinnar sjeu innan vjebanda Sjálfstæðisflokksins, fer því fjarri, að stefna hans hafi fyrr, eða síðar verið mið- uð við einkahagsmuni þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn hefir sí og æ miðað stefnu sína við vel- farnað sem allra flestra. Þeim, sem við góð kjör eiga að búa, hættir oft við að vera ánægðir með tilveruna og telja lítilla umbóta vera þörf. Þetta er ástæðan til þess, að víða um lönd hafa myndast efnamanna- flokkar, sem fyrst og fremst hugsa um að gæta hagsmuna þeirra. Slíkir flokkar eiga að vonum litlu og minnkandi fylgi að fagna. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð vonað, að flokkurinn fetaði í fótspor þessara erlendu flokka og tapaði þannig þeirri almennu tiltrú, er harm hefir notið. Það kann og vel að vera, að sumir efnaðir menn hjer- á landi hafi stundum talið, að flokkurinn gleymdi um of hagsmunum þeirra og að flokkurinn sam- þykkti of háa skatta og væri of fús til ýmiss konar umbreyt- inga. En sífeld breyting er eðli sjálfs lífsins. og mönnunum miðar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Og það verða allir að hafa í huga, að jöfnun lífskjaranna er göfugt takmark, sem menn í frjálsu, vestrænu þjóðsltipulagi nálgast ætíð meir og meir, þó að því verði ef til vill seint náð til fulls. En þeir, sem lakar eru settir, verða einnig að skilja það, að niðurdrep athafnaþrár- innar, hugmvndaauðginnar og einstaklingsfrelsisins yrði eng- ^ um til góðs, allra síst þeim, sem skarðan hlut bera frá borði. | Engir eiga meira á hættu en einmitt þeir, ef valdamönnum ] þjóðfjelagsins tekst að löghelga sjálfum sjer forrjettindastöðu svo sem vísir myndaðist til hjer á landi á meðan haftastefna Framsóknarflokksins var í al- gleymingi og svo sem þroska hefir náð í kommúnistisku þjóð fjelagi, þar sem ..kommisararn- ir‘c embættismannastjettin hefir öll ráð. Ekkert djúp, sem ekki má brúa. Frelsið, rjetturinn til gagn- rýni og jöfn aðstaða fyrir alla til að ryðja sjer braut munu verða happadrýgst bæði til að jafna lífskjörin og láta athafna- manninum í tje það olnboga- rúm, sem er aflgjafi allra fram- fara. Það eru þess&r lífsskoðan- ir Sjálfstæðismanna, sem eru orsök þess, að flokkurinn nýt- ur fylgis á meðal allra stjetta þjóðfjelagsins. jafnt til sjávar sem sveita. Hinir flokkarnir allir trúa á stjettabaráttuna, á afneitun þeirra sanninda, að sundraðir föllum vjer en sameinaðir stönd um vjer. Það er vegna þessara yfirburða sinna, að Sjálfstæðis- flokkurinn sameinar fleiri Is- lendinga undir merkjum sínum en nokkur annar flokkur og er eini flokkurinn, sem getur sam einað hina flokkana til þjóð- nýtra starfa. Sjálfstæðisflokk- urinn er eini flokkurinn, sem telur, að í okkar litla, fámenna þjóðfjelagi sje ekkert það djúp, sem ekki megi brúa, ef viljað er vel og hugsað er rjett. Þið eigið sjálfsagt, hlustend- ur góðir, eftir að heyra mikinn meting um það, hvað hverjum einum sje að þakka af þeim framfaramálum, sem nú hefir verið hrundið fram. I sjálfu sjer skiptir það litlu, þegar margir vinna saman, hvað hver og einn hefir lagt til málanna á hverju augnabliki. Það verður seint rakið til hlítar eða svo, að óyggjandi sje. Hitt skiptir mestu, að ekkert af þessu hefði náð fram að ganga, ef forust- una hefði skort. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði eigi aðeins for- ustuna um myndun núverandi ríkisstjórnar og það hefir ekki aðeins komið í hans hlut eða einkanlega formanns hans að halda stjórninni saman, held- ur er það alveg víst, að án for- ustu Sjálfstæðisflokksins varð slíkt ekki gert. Hann er eini flokkurinn, sem eðli sínú sam- kvæmt getur sameihað þjóðina til þeirra átaka, sem nú er þörf. Kjósendurn'ir munu efla hann til þessa þjóðnytjastarfs með stórauknu fylgi við kosningarn- ar á sunnudaginn kemur. Raimagnsveitan 25 úm i dtig Slórfeld þróun hennar undirdaSa HVERJU fyrirtæki sem lífs þrótt hefir eru settir afmæl- isdagar eins og mannfólkinu, þó orka kunni tvímælis hvaða dag þau hafi orðið til, þegar undirbúningstíminn er lagur. Svo er um Rafveitu Reykja víkur. Talinn hefir verið afmæl- 'isdagur hennar 27. júní. Þann dag árið 1921 var það einn þáttur í móttöku Kristjáns konungs og drottningar hans, að rafvjelar Elliðaárstöðvar- innar voru settar af stað, önnur 500 og hin 1000 hestafla Þ. 1. sama mánaðar fyrir 25 árum var Steingrímur Jóns son verkfræðingur ráðinn rafmagnsstjóri hins væntan- lega bæjarfyrirtækis. Hann hefir stjóórnað Rafveitunni alla tíð síðan. Hann rjeðst fyrst í þjónustu bæjarins 1. febrúar 1920 til þess að hafa umsjón með raflögnum í bæn um svo bærinn gæti tekið við rafmagni frá Elliðaánum. Bæjarbúum var það mikið happ, að til Rafveitunnar skyldi ráðast eins gagnment- aður verkfræðingur sem Stein grímur Jónsson, forsjáll og gætinn, en um leið stórhuga maður, er hefir glögt auga fyrir almenningsheill. Hann hefir oft átt við mikla erfiðleika að stríða í starfinu, ekki síst vegna þess hve lítill var fjárhagslegur styrkur Raf veitunnar í upphafi og alt þurfti að byggja frá grunni. Vinna við Elliðaárnar byrjuðu snemma á árinu 1920. Var upprunalega talað um að láta sjer nægja að setja upp |2 500 hestafla vjelar. En nið- urstaðan varð að önnur vjelin varð 1000 hestafla, hin 500. Til samanburðar má geta þess að nýja stöðin við Sog á að framleiða 30 þúsund hest- öfl, og varastöðin við Elliða- ár 11 þús. hestöfl, sem reist verður í vetur.. Af þessu sjest hin mikla þróun, sem hjer hefir orðið og er enn hraðstíg. En fólks- fjöldi í Reykjavík var 18 þús- und árið 1920. Betur kemur þó þróunin í tækni og iðnaði í ljós, þegar þess ér minnst að orkuvinsla fyrstu starfsár Rafv. var 3 miljónir kílówattstunda, en var síðastliðið ár 75 miljónir kílówattstunda. Svo hún hefði einmitt 25 faldast á þessum 25 árum. I Nokkrar mótorstöðvar voru hjer í bænum áður en Ell- iðaárstöðin var byggð. Vinnu vélar í verkstæðum og smiðj um bæjarins höfðu samtals 96 hesföfl. En eftir að Raf- veitan hafði starfað í eitt ár, nam vjela afl þetta 250 kíló- wöttum. Nú nemur vinnandi vielaafl í bænum um 10,000 kíiówöttum. Svo það hefir fertugfaldast á 24 árum. Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Það vantaði ekki, að Reyk- víkingar tækju rafmagninu vel. Því í árslok 1921 höfðu 900 hús í bænum verið tengd við rafkerfið. Var það mikill meirihluti húsa í bænum. — Heimilanotkun er vitanlega öll önnur en á fyrstu árum Rafveitunnar, því í upphafi var rafmagnið einkum ætlað til Ijósa. En nú nota feslt heim ili bæjarins rafmagn til suðu með heimilistöxtum. sem hafa gert það að verkum, að notk- unin hefir margfaldast. Elliðaárstöðin var stækkuð 1923 um 1000 hestöfl, og aft- ur um 2000 hestöfl 1933. Við það sat til 1937 er Ljósafoss- stöðin kom í notkun. Það ár nam notkunin 10 milj. kwst. En síðan hefir hún sem sagt aukist uppí 75 milj. kwst á árinu 194). Ljósafossstöðin hafði fyrst 12500 hestöfl. En afl hennar var aukið 1944 í 20000 hestöfl. Það var Rafveitunni mikið happ, að Ljósafossstöðin var bygð á mjög hagkvæmum tíma. Síðan styrjöldin braust út hafa allar útveganir á vjel um og öðru orðið erfiðari og dýrari og svo er enn. Nú standa fyrir dyrum stór feldari framkvæmdir en nokkru sinni áður, Þar sem er bygging varastöðvar inn við Elliðaár og hin miklá jvirkjun við Kistufoss. Með öruggri stjórn Steingrímsr Jónssonar má treysta því að Rafveituani muni enn farn- ast vel til ómetanlegs gagns fyrir Reykvíkinga og aðra sem njóta rafmagns frá Sogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.