Morgunblaðið - 27.06.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1946, Blaðsíða 1
16 síður Í3. árgangur. 140. tbl. — Fimtudagur 27. júní 1946 InnfoldarprentBmiðja h.t. Þjóðin slær einhuga, skjaldborg um lýðveldið unga Forysta Sjálfstæðisflokksins heillarík í utanríkis- og atvinnumálum Ræða Bjarna Benediktssonar við umræðurnar á þriðjudagskvöld Bjarni Benediktsson, borgarstjóri Bidauii kpsiir sijérn sína London í gærkveldi. BIDAULT, hinn nýji for- sæætisráðherra Frakka, kynti í dag þinginu hina nýmynd- uðu stjórn sína. Komst hann svo að orði við það tækifæri, að hann „vonaðist til þess að stjórnarfar landsins myndi verða komið á fastan grund- völl í október næstkomandi11. Einnig mælti hann nokkur orð um De Gaulle og hrósaði honum ákaflega. Kallaði Bi- dault hann föður hins nýja frelsis Frakklands. Að lokum var samþykt traustsyfirlýs- ing á stjórn Bidaults með 504 atkvæðum gegn 2. — Reuter. Fimleikasýsing- tinni í Höfn vel lekið af áhorfendnn Khöfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. FIMLEIKASÝNINGIN í gær- kveldi byrjaði með því, að fimleikamennirnir sungu þjöð- söngva Dana og íslendinga. Formaður leikfimissambands Dana bauð fimleikamennina velkomna og ljet í ljósi gleði sína yfir því að sjá íslendinga aftur eftir svo langan tíma. Vonaði hann að samvinnan yrði náin og góð í framtíðinni. Fjölmargir áhorfendur voru að sýningunni og hrifning var mikil, ákaft lófatak eftir hvert 'atriði. — Blöðin minnast ekki á sýninguna nema fyrirfram. -—- Fimleikamennirnir flugu á- leiðis til London í morgun. —Páll. O-iistinn er sem fyr lisli Sjálfstæðis- flokksins Stofnun lýðveldins ber hæst. VIÐ ÞESSAR fvrstu alþingis- kosningar í hinu íslenska lýð- veldi er mönr.um skylt að gera sjer grein fyrir helstu úrlausn- arefnunum, bæði þeim, sem að höndum hafa borið á síðasta kjörtímabili og hinum sem framundan eru. Enda er hvort- tveggja, að fulltrúum þjóðar- innar er skylt að gera henni reikningsskil gerða sinna og að framtíðin verður eigi á öðru byggð en fortíðinni. Af þeim málum, sem leyst hafa verið á síðasta kjörtíma- bili, ber sjálfa lýðveldisstofn- unina lang hæst. Að lokum varð nálega öll þjóðin sammála um hana. Enda hvarflaði hugur hennar aldrei í því mikla máli. Hitt er satt, að um skeið voru sumir þeir, sem vænta hefði mátt forustu af, ærið hikandi og rjeðu eindregið frá því; að þjóðin fylgdi óskum sínum og vilja. Stjórnmálaþýðingu hafði hreyfing þessi einungis að því leyti sem Alþýðuflokkurinn eða viss öfl innan hans settu sig þar í forustu. Nú eftir á segj- ast þessir menn aðeins hafa viljað að fyrirmælum sambands laganna væri hlýtt, en ekkert hafa haft á móti lýðveldisstofn- un á þeim tíma, er hún varð. En þessi afsökun fær ekki breythsjálfunv staðreyndunum. Það var þegar afráðið fyrir haustkosningarnar 1942, að lýð veldi skyldi eigi stofnað fyrr en á árinu 1944. Lýðveldisstofnun fyrr kom ekki til greina og þessvegna þurfti enginn að berjast á móti henni. Einkunnarorð þessara manna voru og þá: „Það verð- ur að tala við Dani“, „það má ekki fára illa með kónginn" o. s. fl’V. Gott, að Gylfiifjekk ckki að ráða. Enda fór hr. Gylfi Gísl.a- son þá ekki dult með hug sinn í þessu máli. Hann beitti sjer árið 1943 fyrir útgáfu bókar, sem nefndist: Ástandið í Sjálf- stæðismálinu. Á s. 32—35 í bók þessari er grein eftir hr. Gylfa með fyrirsögninni: Frestun sambandsslita til styrjaldar- loka. Grein þessi fjallar öll um það, hve hættulegt höfundur- inn telur að stofna lýðveldi 17. júní 1944. Orðrjett segir höf- undurinn: „Jafnvel þótt íslend- ingar hefðu öðlast rjett til slíkra aðgerða, álít jeg að ekki ætti að neyta hans“, Hr. Gylfi gleið- Ietraði þá þessa aðvörun sína gegn lýðveldisstofnun 1944, svo að enginn væri í vafa um, að hún væri einmitt kjarni máls hans. Hvernig hefði nú farið, ef þjóðin hefði hlýtt ráðum þess ara manna? Ef hún hefði frestað lýðveldisstofnun fram yfir upp- gjöf Þjóðverja. Er hugur Dana um þessar mundir slíkur, að auðvelt hefði verið að semja um fullt frelsi okkur til handa við þá? Hefði íslendingar nú haft betri aðstöðu til að fá við- urkenningu sórveldanna en þeir höfðu 1944? Er eklti meir en hugsanlegt, heldur beinlínis líklegt, að nú hefði hagsmuna- togstreitan milli stórveldanna, sem þá lá niðri, vegna styrj- aldarinnar, blandast inn í þetta mál? Eða er nokkur íslending- ur svo skyni skroppinn, að halda, að auðveldara hefði ver- ið að fá í senn viðurkenningu á endurreisn lýðveldisins og j standa á móti beiðni Banda- 1 ríkjanna um herstöðvar hjer á landi? Svo má lengi spyrja, en svarið verður aðeins eitt: Is-1 lendingar máttu ekki seinni vera um stoínun lýðveldis síns. Jeg skal ekki hjer fara að þakka neinum einstaklingum eða flokkum aðgerðir þeirra 1 þessu máli. Það 'er vissulega ekki þakkarvert. þó að maður bregðist ekki þjjóð sinni á slíkri stundu. Best væri og að geta gleymt, að nokkur hafi brugð- ist. En þegar helstu undan- haldsmennirnir, þeir, sem vildu hafa stjórnmálalegan hag af afstöðu sinni þá, koma nú fram sem umbótámenn og segjast vera boðberar hins nýja tíma, er óumflýjanlegt, að þjóðin hug leiði hver staða hennar væri nú, ef hún hefði fylgt þeim í þessu máli, og hvort líklegt sje, að þeir verði hollráðari í öðrum málum, sem flóknari eru en þétta, sem hvert barn í stjórn- málum átti frá upphafi að kunna skil á. Enda kom cram í ræðu hr. Gylfa Gíslasonar full- komin vanþekking á stjó’’nmál Framh. á bls. 6. ■ Sföðugf ðngþveiti í ■ ■ Oryggisráði. New York í gærkveldi. SVÆSNAR deilur urðu í Öryggisráðinu út af Spánar- málunum, og gerðist margt einkennilegt á fundinum. — Fyrst lagði dr. Ewatt, full- trúi Ástralíu fram tillögu um það, að ráðið hefði eftirlit með Spánarmálunum. Mætti þetta mikilli mótspyrnu af hálfu Pólverja og Rússa, og sagði Gromvko, að hann gæti samþykt tillöguna með þeirri að ráðið tæki málin fyrir fyrir ekki síðar en þann 1. september. — Tillaga Ewatts var samþykt óbreytt með 9 atkvæðum gegn tveim, full- trúa Rússa og Pólverja. Gromjko með neitunarvald. Þegar þetta hafði gerst, sagði Gromyko, fulltrúi Rússa, að hann beitti neitun- arvaldi. Úrskurðaði forseti að þetta væri ekki hægt í slíku máli sem þessu. þar sem það væri dagskrármál. Var síðan greitt atkvæði um úr- skurðinn og rjettmæti hans og voru 6 með því að úrskurð urinn væri rjettur, en tveir á móti. — Kom það þá fram í íundarsköpum, að þetta væri eltki nægilegur meiri hluti og endaði fundurinn þannig án riokkurrar niðurstöðu. — Reuter. í ÞJÓÐVILJANUM í gær er eftirfarandi klausa: — „Ræður sósíalisla vöktu. alþjóðarathygli. - Hinar afburðasnjöllu ræöur fulltrúa Sósíal- istaflokksins í gær- kveldi Iiafa vakiS al- þjóðarathygli.....“ ÞETTA HLÝTUR að hafa verið skrifað um sama leyti og verið var að halda ræðurnar. Hvað- an ætli Þjóðviljanum hafi á því stigi máls- ins komið vitneskjan um að ræðurnar hafi vakið slíka athygli(!) SVO MÆLA BÖRN SEM VILJA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.