Morgunblaðið - 27.07.1946, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.07.1946, Qupperneq 2
2 ■'Tíjr* MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. júlí 1946 Mikil -þátttaka í hóp- ferð Heimdellinga austur í Rangár- vallasýslu í DAG fara Heimdellingar í kynnisferð til Sjálfstæðisfjelag ánna í Rangárvallasýslu. Fjelagið hefur ekki efnt til ^slíkrar ferðar síðan um hvíta- sunnu, er farið var í heimsókn til fjelags ungra Sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum. — Ferð sú tókst með afbrigðum vel og var öllum þeim er tóku þátt í henni til hinnar mestu ánægju. Ferðinni austur verður hag- að þannig: að lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll kl. 14,30 og ekið aust ur að Múlakoti í Fljótshlíð og verður sennilega komið þangað kl. 18 og ætti þá að vera hægt að skoða næsta nágrenni. í Múlakoti verður svo dvalið um nóttina, en um- morguninn farið inn með hlíðinni og hún skoðuð. Eftir hádegi verður ekið að Strönd á Rangárvöllum, en þar halda Sjálfstæðisfjelögin í Rang árvallasýslu hina árlegu sum- arhátíð sína. Þar verður svo skemmt sjer fram eftir kvöldi og síðan farið til Reykjavíkur. Eins og kunnugt er, þá er Rangárvallasýsla eitthvert fall- egasta hjerað landsins og marga fagra og fræga er þar að sjá, sem eru þess verðir að þeir sjeu skoðaðir. Þátttaka er mikil í ferðinni og fleiri munu sjálfsagt bætast í hópinn, því að enn eru nokkr ir farmiðar óseldir og er hægt að fá þá á skrifstofu fjelagsins til hádegis í dag. Þessi ferð ætti að geta orðið öllum þeim er taka þátt í henni til hinnar mestu ánægju, auk þess sem hún eykur kynningu milli Heimdallaí og „Fjölnis“, fjelags ungra Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu, sem nú er stærsta starfandi fjelag ungra Sjálfstæðismanna í sveit. Sjálfstæðisæskan til sjávar og sveita tekur hú sem fyrr höndum saman og minnist sam eiginlegra sigra og strengir þess jafnframt heit að halda baráttunni áfram gegn sundr- ung og stjettabaráttu rauðu flokkanna uns sjálfstæðisstefn- an hefur sigrað að fullu. Skýrsla um mal- vælaástandð í IndlandL Washington ígærkvöldi. BANDARÍSK sendinefnd, sem að undanförnu hefir ferðast um Indland, til að kynna sjer mat- vælaástandið í landinu, hefir nú gefið ameríska landbúnað- armálaráðherranum skýrslu. I skýrslunni er tekið fram, að Indverjar þarfnist nú að minsta kosti 2,000 smálesta af korni, og vérði tveir 'þriðju hlutar af birgðum þessfen að komá frá Bandaríkjunum. Tvær hringferSir Ferðaskrli- stofunnar. í BYRJUN næsta mánaðar efnir Ferðaskrifstofan til 2ja hringferð* um Norður- og Aust urland. Fyrriferðin hefst mánu daginn 5. ágúst, en hin síðari föstudaginn 9. ágúst. Fyrri ferðin verðu rfarin í bifreiðum. Verður ekið til Ak- ureyrar um Kaldadal. Síðan farið um oNrður- og Austur- land. Til Reykjavíkur verður farið með Esju. En þeir sem vilja heldur fara með bílum, verður gefinn kostur á því. eSinni ferðin, sem eins og áðru hefir verið sagt, hefst föstudgainn 9. ágúst. Verður þá farið hjeðan með Esju til Akureyrar, með viðkomu á Vestfjörðum og Siglufirði, en þaðan til Akureyrar. Verðpr svo farið með bílum um Norð ur- og Austurland og til Rvík- ur um Kaldadal. ÞrumuveSur í Bretlandi spilllr hlusfunarskil- yrðum. London í gærkvöldi. ÞRUMUVEÐUR mikið hefir geisað á Bretlandseyjum síð- astliðinn sólarhring. Er veður þetta eitt versta sinnar teg- undar, sem yfir hefir komið á Bretlandseyjum á síðustu ár- um. Ofsarok var og úrhellís- rigning og þrumur miklar. — Veðrið er nú heldur í rjenun. Af völdum veðursins hafa orð- ið töluverðar skemdir á ökrum og uppskera spillst. — (Óveð- ur þetta hefir valdið því, að stuttbylgjuútvarp frá London og stöðvum á meginlandi Ev- rópu hefir ekki heyrst til ís- lands síðastliðinn sólarhring). —Reuter. BrauSskömtun framfylgt í Bretlandi. MATVÆLARÁÐUNEYTIÐ breska hefir gefið út yfirlýs- ingu þess efnis, að fyrirmælum um brauðskömtun muni verða framfylgt út í æsar. Muni ein- staklingar og brauðgerðarhús, sem brjóti fyrirmælin, verða látin sæta harðri refsingu. Þegar brauðskömtunin var fyrirskipuð fyrir nokkrum dögum, varð uppi kurr mikill meðal almennings. Var því haldið fram, að svo miklar kornbirgðir væru til í landinu, að brauðskömtun væri þarf- leysa. - Dönsku knatt- spyrnumennirnir. Framh. af 1. siöti. lagi má alls ekki gera of lítið úr knattspyrnukunn- áttu íslendinga. Þeir eru nú snjallari Finnum í þeirri íþrótt, og Danirnir máttu ekki slá slöku við, því að þá myndi illa fara. Nú leika íslendingar á malar- velli, en slíku eru Danir ó- vanir. Það fyrsta, sem við urðum að gera, var að taka hnallana undan skónum, og svo hoppar boltinn allt öðruvísi en á grasvelli. — Ástæðan fyrir því, að við töpuðum síðasta leiknum, var í rauninni sú, að við vorum of gjafmildir. Ove var illa upplagður, og tvö fyrstu mörkin voru klaufa mörk, en þá varð liðið ó- styrkt á taugum, óstyrk- urinn kom fram í leik þeirra. Og árangurinn varð sá, að íslendingar unnu með 4—1. Svona nokkuð getur altaf komið fyrir, og svo var annar hlutur sá, að daginn fyrir leikinn fór um við í mjög langa ferð til Gullfoss og Geysis. Bíl- ferðin fór illa með fæturna á leikmönnunum. — Hvernig leist mönnum á Islandi á knattspyrnu Dan- anna? — Jú, allir voru mjög hrifn ir, ekki síst Danir þar í landi. Gestgjafar okkar voru ágætir, og alt var prýðilega undirbúið. Islenska ríkisstjórnin bauð okk ur úferð einn daginn, en Reykja víkurbær bauð okkur til Geysis ferðarinnar. Annars vorum við ekki fyrsta knattspyrnuliðið, sem til íslands kemur. Ensk lið hafa heimsótt íslendinga, al- veg eins og okkur. íslendingar hafa staðið vel í Englending- unum. Tvisvar skildu þeir jafn ir, en einu sinni mörðu Eng- lendingar sigur. Það er svei mjer laglega gert. „Skoti“ í liðinu. — Voru einhverjir íslensku leikmannana sjerstaklega at- hyglisverðir? — Já, miðframherjinn í lands liðinu. Hann heitir Albert Guð- mundsson, og ef hann kæmi til Danmerkur, myndi hann brátt komast þar í úrvalslið. Hann leikur annars sem áhugamaður með skosku atvinnufjelagi, Glasgow Rangers, og höfðu ís- lendingarnir sótt hann út til þess að lcika við okkur. — Já, segir Sophus Nielsen að lokum, ég verð að segja það, að jeg varð hrifinn af leik ís- lendinganna þrátt fyrir allt. Jeg hafði sannast sagna ekki bú ist við ncinum fádæmaleik, en samt fór það svo, eins og kunn- ugt er, að íslendingarnir unnu síðasta leikinn, og það varð án þess að Danirnir, eins og A. B. forðum, hefðu áður farið í út- reiðartúr á litlu íslensku hest- unum. ÍC. Fóru fýluferð. PARÍS. Þjófar brutust ný- lega inn í kirkjuna í Rheims og höfðu á brott með sjer eftir líkingar af fornum krýningar djásnum. Þeir hjeldu að grip irnir væru úr gulli. Nýr póstsamningur rmilli Norðurlanda EINS OG ÁÐUR hefir verið skýrt frá var norræn póst- málastefna haldin í Reykjavík 20.—24. þ. m., og tóku þátt í henni fulltrúar frá Danmörku, íslandi, Noregi og Sví- þjóð. Um störf ráðstefnunnar segir á þessa leið í opinberri tilkynningu: Ráðstefnan samþykti nýjan samning um póstsambandið milli hinna fimm norrænu landa eftir frumvarpi, sem lagt var fram af nefnd þeirri, er ráð stefnan, sem haldin var 1 Stokk hólmi í septembermánuði 1945 hafði skipað. Með hinum nýja samningi er heitið „Norræna póstsamband ið“ í fyrsta skifti ákveðið sem opinbert heiti. Að frátalinni smávægilegri lækkun á böggla póstgjaldinu milli Danmerkur og Finnlands og Danmerkur og Svíþjóðar, felur hinn nýi samn ingur að öðru leyti engar meiri háttar breytingar í sjer, sem al- menning varðar. Á ráðstefnunni var ennfrem ur rætt um endurskipulagn- ingu á næturpóstfluginu, eins og það var fyrir styrjöldina. Ráðstefnan var á einu máli um það, að æskilegt væri, að koina þessari póstþjónustu á hið allra fyrsta, þar sem hún má telj- ast sjerstaklega þýðingarmikil, einkum þegar þess er gætt, hvernig ástatt er í samgöngu- málum nú sem stendur. Þá hafði ráðstefnan einnig til meðferðar sjerstök atriði í sambandi við alþjóðapóstþing 'ið, sem halda á í París 1947, og ennfremur nokkur mál, sem ýmist voru pósttæknilegs eðlis eða mikils varðandi fyrir sam- bandið milli póststjórnanna inn byrðis. Næsta norræna póstmálaráð stefna verður haldin í Oslo. Norðmenn búast við minkandi fisk- sölumöguleikum í Englandi. NORSKA blaðið „Aftenpost- en“ skýrir svo frá, að norsk stjórnarvöld búist við, að Norð menn muni ekki geta aukið fiskinnflutning sinn til Eng- lands. Heldur muni þvert á móti fara minkandi það fiski- magn, sem þeim verði mögu- legt að selja þar. Englendingar hafi lagt mikið kapp á að auka fiskiflota sinn og muni því á næstunni sgeta orðið sjálfum sjer nógir, að því er fisk snerti. Hinsvegar tekur blaðið það fram, að Englendingum hafi líkað vel sá fiskur, sem þeir hafi fengið frá Noregi, svo að rýrnandi sölumöguleikar eigi ekki rót sína að rekja til óá- nægju Englendinga með vöru- gæði. í heimsókn, LONDON. Breska beitiskip- ið Frobisher hefir að undan- frnu verið á kurteisisheimsókn í Kaupmannahöfn. Frá Höfn mun það halda til Gautaborg- ar. ; . y NY SUNDLAD6 ! í HÖRGÁRDAL ! UM mdðjan júní s.l. var að mestu lokið byggingu nýrrar og vandaðrar sundlaugar á Laugalandi á Þelamörk x Hörgárdal. Að mannvirki þessu standa fjögur hreppsfjelög í Eyj a- fjarðarsýslu: Glæsibæjar-, Arnarness-, Skriðu- og Öxna- dalshreppar. Heitt vatn fæst úr borholu, sem Akureyrar- kaupstaður Ijet gera á staðn- um fyrir nokkrum misserum, nálægt gamalli laug neðan við Laugalands-túnið, svo að segja úti í farveg Hörgár. Er vatnsmagnið ca. 3—4 sekund- lítrar og hiti ca. 80—90°, þaí sem vatnið kemur upp. Sundlaugin sjálf er 8x25 m., en við annan enda henn- ar búningsklefar, n>eð venju- legum hreinlætistækjum. Byggingarverkið var fram- kvæmt í fyrrasumar og að nokkru í vor, en eftir er að ganga til fulls frá sundlaugari húsinu hið ytra, svo og um- hverfi laugarinnar, sem í ráðf er að prýða á ýmsa lund. —t Verkstjórn hafði Ögmundun Ólafsson, trjesmiður á Akur- eyri, en 5 manna nefnd sá urrs undirbúning. Kostnaður við byggingunai er ekki enn að fullu reiknað- ur, en verður að líkindum unx kr. 150.000.00, sem skiptist á hreppana eftir íbúatölu, að frádregnum styrk úr íþrótta- sjóð ríkisins og öðrum Sjár- framlögum, svo sem frá ung- mennafjelögunum á svæðinu, bindindisfjelaginu ,Vakandi‘ í Hörgárdal, Slysavarnadeild Arnarneshrepps og Menning- arsjóði K.E.A. Fyrsta sundnámskeiðið fyr- ir skólabörn hefur þegar far- ið fram á Laugalandi og ann- að verður væntanlega í haust. En opin verður laugin fyrir almenning, gegn vægu gjaldi, fyrst um sinn um helgar, á laugardögum kl. 4—10 e. h. og á sunnudögum kl. kl. 10 f. h. til 10 e. h. Annast þá vörslu hennar Jónas Jónsson, íþróttakennari, á Moldhaug- um. íþróttafulltrúi ríkisins ogj fleiri kunnáttumenn ljúka miklu lofsorði á hina nýju sundlaugarbyggingu. Má ef- laust vona, að hjer sje risið á fót mannvirki, er verðl Hörgdælingum og nálægri byggð drjúgur orku- og gleði- gjafi á komandi tímum. Sig. Stefánsson, ' Möðruvöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.