Morgunblaðið - 27.07.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: í DACHAU-FANGABÚÐUN HÚSMÆÐRASKÓLI með dag- heimili barna. B!s. 7. Laugardagur 27. júlí 1946 UM. Grein eftir Sverri Þórðar- son. BIs. 7. Skip með Gyðingaiióttameníi. Gyðingar reyna stoðugt að komast inn í Palestínu á ólöglegan hátt og veldur það Ar- öbum miklum áhyggjum. Bresk herskip og fl '.gvjelar hafa eftirlit á Miðjarðarhafi til að leita að skipum, sem kunna að vera að flytja Gyðinga til Landsins helga. Hjer sjest skip með Gyðinga, sem var fastsett er það var ska nmt frá Haifa. í skipinu voru 1300 Gyðingar. aukist í bæiiuai VATNSSKORTURINN í bænum hefir aukist nokkuð síðustu daga. Ástæðan fyrir þessu er sú að nú er verið að vinna að nýrri kaldavatnsveitu frá Gvendarbrunnum, og hafa Elliðavatnsengjar verið þurrkaðar, en það hefir orsakað; að vatnsborðið í brunnunum hefir iækkað all verulega. Blaðið átti í gær viðtal við Rögnvald Þorkelsson verkfræð ing hjá Vatnsveitu Reykjavík ur um þetta mál. Hann kvaðst líta svo á, að ekki væri ástæða til að óttast frekari vatnsskort, en þ'egar væri orðinn. Ástæðan fyrir vatnsskortinum er sú, að eins" og kunnugt er hafa Elliðavatns engjarnar verið þurrkaðar, vegna hinnar nýju kaldavatns- leiðsíu, sem verið er að leggja frá Gvendarbrunnum, vegna þess að jarðvegí er þannig hátt að að hraunbreiða er alstaðar á milli Elliðavatns og Gvend- arbrunna og talsvert vatns- magn rennur í gegnum hraunið. Við höfum þó gert allt til þess að halda vatnsborðinu sem hæstu, m. a. með því að hlaða stíflugarða. Jeg vildi gjarna nota tæki- færið, 'segir verkfræðingurinn, tiljoess að hvetja fólk að fara eins sparlega mcð vatnið og hægt er. Það gæti orðið til þess, að hjálpa þeim, sem búa í þeim hverfum bæjarins, sem hærra standa. Um hina nýju kaldavatns- leiðslu sagði hann. — Verkinu miðar sæmilega áfram. Skort- ur er á verkfærum og tefur það verkið nokkuð. Pantanir hefðu | verið loftborar fyrir löngu síð- j an, en þeir væru enn ókomnir. !Nú vinna við veituna um 100 manns. Þessa viku voru 70 manns að vinna vegna sumar- leyfa. Þessa daga er verið að grafa fyrir vatnsleiðslunni á Elliða- vatnsengjum og uppi hjá Gvend arbrunnum er verið að byggja stíflugarð pg inntak. fflnic wm m London í gærkvöldi Einkaskeyti til Mbl. OPINBERIR slarfsmenn í Palestínu, en þeir eru flestir breskir eða arabiskir, hafa sent bresku stjórninni áskorun þess efnis að róttækar ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja frið og öryggi í landinu, þar á meðal að okma í veg fyrir hermdarverk, slík sem það, er Gyðingar frömdu nú fyrir nokkrum dögum. Lögreglan í Palestínu hefir nú hafist handa um að taka menn fasta, sem talið er að valdið geti óeirð- um. ■— Reuter. FYRSTA íslenska skipið, jsem fer til Rússlands, fór hjeðan í gærkvöldi. Þetta íkip er Brúarfoss og er ferð- inni heitið til Leningrad, með viðkomu í Leith og Kaup- mannahöfn. Einn farþegi verður með skipinu alla leið til Rússlands. Það er Har- aldur • Björnsson. leikari. Hann kvaðst ætla að reyna að fá að fara þar í land og komast sem lengst, eins og hann orðaði það við tíðinda- mann blaðsins, er hann hdtti Harald um þao bil, er skipið var að leggja frá hafnarbakk- anum. Ef hann kemst í land er það ætlun hans að heim- sækja rússnesk leikhús. Með skipinu voru samtals Síl farþegar. Meðal þeirra Árni Björnsson, píanóleikari, sem fer í kvnnisferð til Sví- þjóðar. Þá var meðal farþega H. E. R. Edv/ards Group Captain, sem verið hefir yf- irmaður breska flughersins hjer og kona hans. Keppir DYKAMO vi Horðurlðndin! STJÓRN norska íþróttasam- bandsins hafa borist fregnir þess efnis, að miklar líkur sjeu til, að rússneska knattspyrnu- liðið „Dynamo/ komi til Norð- urlanda til þess að heyja þar keppni í knattspyrnu. iúii er §1 sulto. rúml 17 þús. tunnar síldur Um 15 skip fesia löndunar á Rauíartiifn. LÍTIL SÍLDVEIÐI var í gær. Enda var norðan strekk- ingur á miðunum. Mörg skip hafa komið til Raufaihaín- ar og um 15 þeirra biðu löndunar í gærkvöldi. Til Siglu- fjarðar komu síðastliðinn sólarhring um 50 skip, með um 20 þúsund mál. Búið er að salta á öllu landinu um 17500 tunnur síldar. Siglufjörður. Síðan í gær hafa komið til Ríkisverksmiðjanna 53 skip, með tæplega 20 þús. mál. Símar frjettaritari blaðsins á Siglu- firði í gærkvöldi. Saltaðar hafa verið síðasta sólarhring 1497 tunnur. Hafa nú alls verið saltaðar hjer 13,- 858 tunnur. Á öllu landinu nam síldarsöltunin 1 gær 17,539 tunnum. Hjer inni er veður gott, en á miðunum er ekki veiðiveður. ! Sjómenn telja útlit fyrir veið, þegar veður batnar. I veðrinu í gær urðu skip fyrir nokkru tjóni á nótum, einnig skemdust bátar nokkuð. Raufarhöfn. Frjettaritari blaðsins á Rauf- arhöfn símaði í gærkveldi, að allan síðasta sólarhring hafi ver ið unnið það að löndun. Sagði hann milli 10 og 15 skip bíða löndunar þar. í dag var storm- ur á miðunum, en fjöldi báta var úti, en veiði mun hafa ver- ið lítil. Gerðu menn sjer von- ir um að veður færi batnandi, því vindur var að ganga til vesturs. Til Raufarhafnarverksmiðj- unnar hafa nú borist rúmlega 100 þús. mál. Á sama tíma 1 fyrra um 64 þús. mál. Dagverðareyri. Frjettaritari blaðsins á Rk- ureyri símbði í gærkveldi, að s. 1. sólarhring hefðu 9 skip landað hjá síldarverksmiðj- unni á Dagvarðareyri, samtals 7.803 málum. Skipin voru þessi: Narfi frá Hrísey með 1.020 mál, Fell frá Vestmannaeyjum, .með 1.464. Kxistján frá Akureyri 987 mál, Snæfell, Akureyri með 1.277 mál, Ingólfur frá Kefla- vík 814 mál, Huginn frá Hafn- arfirði landaði 528 málum, færeyiska skipið Svinoy 428 mál, Þór frá Flateyri 718 mál og Freyja frá Reykjavík, með 567 mál. Síldina fengu skipin við Rauðunúpa og Sljettu. Verksmiðjunni hafa nú bor- ist samtals 24.918 mál. Á sama tíma í fyrra 1.965 mál. Og til gamans má geta þess að 26. júlí 1942 höfðu verksmiðjunni bor- ist 33.758 mál. — H. Vald. Hjalteyri. Frjettaritari Mbl. á Hjalteyri símaði í gærkveldi, að þangað hefðu komið í . gærdág 7 skip með um 7.874 mál. Skipin voru þessi: Ólafur Bjarnason land- aði 1.435 málum, íslendingur 1.210 málum, Farsæll 870 mál- um, Rifsnes 686 málum, Haf- borg 566 málum, Fagriklettur 1.107 málum og Sæfell með rúm lega 2.000 mál. Árshátíð Sjái' stæðisfélaggpna í Rangárvalia- sýslu Á MORGUN halda Sjál.fstæð isfjelögin í Rangárvallasýslu hina árlegu hátíð sína. Hátíðin verður haldin að Strönd á Rangárvöllum og hefst kl. 4 e. h. Til alls undirbúnings hefur verið vel vandað af hálfu fjelaganna og er ekki að efa að skemmtunin verður ánægjuleg og fjölsótt eins og árshátíðir fje laganna jafnan hafa verið. Ræður flytja m.a. JóL. Þ. Jós efsson, alþingismaður. Sungnar verða gamanvísur, lesið upp og dansað. VRKsk þjóðnfftig í Auslurríki. AUSTURRÍSKA þingið hef- ur með miklum meiri hluta at- kvæða samþykt að þjóðnýta aðalatvinnuvégina þar í landi. Samkv. frumv.* verða yerk- smiðjur, ið.juver og margskon ar annar stóriðjurekstur tek inn í hendur ríkisvaldsins. —• Verði lögunum framfylgt eftir efni þeirra, þá mun ríkið taka í sínar hendur margskonar eignir Þjóðverja í landinu, en Jíússar hafa áður krafist þessr að allar eignir Þjóðverja þar í landi' verði fengnar þeim . í hendur sem stríðsskaðabætur. Yfirmaður rússnéska hernáms liðsins í Austurríki heíur endur .tekið þessa kröfu í brjefi, serri hann sendi Viegel, forsætisráð- herra landsins í dag. Hershöfð- inginn óskar Austurríkismönn um til hamingju með þjóðnýt- inguna, þótt Rússar geti ekki fallið frá kröfu sinni. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.