Morgunblaðið - 27.07.1946, Page 6

Morgunblaðið - 27.07.1946, Page 6
6 MORGD NBLAÐIÐ Laugardagur 27. júlí 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Gaiðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Samein uðu þjóðirnar ALÞINGI ÍSLENDINGA hefir nú samþykkt að veita ■ ríkisstjórninni heimild til þess að sækja um inntöku ís- lands í bandalag hinna sameinuðu þjóða og takast jafn- framt á hendur fyrir landsins hönd þær skyldur, sem samkvæmt sáttmála bandalagsins eru samfara þátttöku i því. Sáttmáli hinna sameinuðu þjóða hefst með svohljóð- andi inngangi: „Vjer, hinar saminuðu þjóðir, staðráðnar í að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt óseigjan- legar þjáningar yfir mannkynið, að staðfesta að nýju trú á grundvallarrjettindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrjetti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar, að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sje að halda uppi rjettlæti og virðingu fyrir skyldum þeim, er af samn- ingum leiðir og öðrum heimildum þjóðarjettar, að stuðla að fjelagslegum framförum og bættum lífs- kjörum án frelsisskerðingar, og í því skyni að sýna umburðarlyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir, að sameina mátt vorn til að varðveita heimsfrið og öryggi, að tryggja það með samþykki grundvallarreglna og skipulagsstofnun, að vopnavaldi skuli eigi beita, nema í þágu sameiginlegra hagsmuna, og að starfrækja alþjóðaskipulag til eflingar fjárhagsleg- um og fjelagslegum fromförum allra þjóða, höfum orðið ásáttir um að sameina krafta vora til þess að ná þessu markmiði. Um markmið og grundvallarreglur sáttmála hinna sameinuðu þjóða segir í fyrsta kafla hans á þessa leið: Markmið hinna sameinuðu þjóða er: 1. að varðveita heimsfrið og öryggi og gera í því skyni virkar, sameiginlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og eyða hættu á friðrofi og til að bæla niður árásar aðgerðir eða friðrof og til að á friðsamlegan hátt og í samræmi við grundvallarreglur réttvísi og þjóðarjettar koma á sættum eða lausn milliríkjadeilumála eða ástands, sem leiða kann til friðrofs. 2. að efla vinsamlega sambúð þjóða á milli, er bygð sje á virðingu fyrir grundvallaratriði jafnrjettis og sjálfs- ákvörðunarrjettar og að gera aðrar hæfilegar ráðstafanir til að styrkja alheimsfrið. 3. að koma á alþjóðasamvinu um lausn alþjóðavanda- mála, fjárhagslegs, fjelagslegs, menningarlegs og mann- úðarlegs eðlis, og að styrkja og stuðla að virðingu fyrir mannrjettindum og grundvallarfrelsisrjettindum allra án tillist til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða, og 4. að vera miðstöð til samræmingar á aðgerðum þjóða til að ná þessu sameiginlega markmiði. í sambandi við meðferð málsins á Alþingi hafa rjett- indi og skyldur þjóðanna samkvæmt sáttmálanum verið ítarlegar ræddar. Það^ sem efnislega .skiftir meginmáli, er, að komið sje á alþjóðasamökum til þess að viðhalda og varðveita frið í heiminum, þar sem rjettur þjóðanna er jafnt virtur, hvort þær eru smáar eða stórar, og hinni smæstu þjóð er það sannarlega ljúft að leggja til sinn skerf að því marki, að þeim tilgangi, sem þjóðabandalagssátt- málinn stefnir að, verði náð. í sambandi við meðferð þessa máls á Alþingi hafa að vísu komið fyrir lítt skemtileg tilbrigði, sem þó í sjálfu sjer skifta engu máli. Einn þingmaður Alþýðuflokksins, sem skar sig úr hópi flokksbræðra sinna, Kommúnistar og Framsóknarmenn, stigu þar sitt á hvað pólitíska línu- dansa, og mátti ekki á milli sjá hverjum aumlegast veitti Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hjeldu á málefnum svo sem efni stóðu til og á þann hátt varð mál- um vel borgið. ^Jíbvterji ikripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Maður, sem þekkir hörmungarnar. RÍKISSTJÓRNIN hefir far- ið fram á það við þjóðina að hún spari við sig í mat. Eyði ekki matvælum í óhófi, eins og Vitað er að átt hefir sjer stað og á sjer alstaðar stað, þar sem menn hafa nóg að bíta og brenna og þurfa ekki að bera kvíðboga fyrir hvar þeir fái næstu máltíð. Hvernig þessari áskorun hefir verið tekið er ekki hægt að segja, en vonandi að henni hafi verið tekið vel. I, gær hitti jeg mann, sem þekkir hörmungarnar í Evrópu- löndum og sögur þær, sem hann segir eru svo ægilegar, að þær hljóta að vekja hvern einasta mann til umhugsunar um hvað hægt sje að gera til að lina þjáningar; fólksins í Evrópu- löndunum. Maðurinn er Þórður Albertsson fulltrúi í UNRRA í Grikklandi. Hann kom hing- að í fyrradag í sumarleyfi. •— Hann hefir verið íGrikklandi á annað ár og komið til Al- baníu, Júgóslafiu, Ítalíu og víðar. Þórður segir að það sje eins og að koma í Paradís að koma heim. Fólkið líti svo vel út og viðbrigðin sjeu svo mik- il. „Maðurinn, sem hafði stækkað“. ÞÓRÐUR ALBERTSSON hitti gamlan kunningja sinn á göt- unni hjer í Reykjavík í gær. Maður þessi er smávaxinn og grannur. Þannig hefir hann altaf verið. „En jeg var að undra mig á því hvað hann hefði stækkað mikið frá því að jeg sá hann síðast“, segir Þórður. „Mjer fannst hann alt- af svo mikill væskill í gamla daga. Sannleikurinn er sá, að hann hefir ekki stækkað um sentimeter og ekki fitnað um gramm, en jeg er svo vanur að sjá Grikkina og ítalina grind horaða, að mjer fannst sá litli vera maður. allra myndarlegasti ; 1 Fara ekki út í rigningu. „VÍÐA í SUÐUR-EVRÓPU“, segir Þórður, „sjest varla nokk- ur maður á götum úti, ef það kemur skúr úr lofti. Það er vegna þess að mjög fáir menn eiga heila skó á fæturna. I Rómaborg, á aðalgötunni, Via Nationale, eru daglega hópar af hálfberum börnum, sem liggja í götunni betlandi. Á götunum í Róm sjást tví- tugir karlmenn hlaupa á eft- ir amerískum hermönnum, ef þeir eru með kvenmanni, til að bjóða rós til sölu. Þessir full- vöxnu karlmenn hafa ekki þrek í sier til að vinna neitt annað. í slíkum hörmungum fer sið- ferðið út í veður og vind. Öllu* er stolið steini Ijettara, sjer- staklega ef það er matarkyns, eða flík. En hver getur láð druknandi manni þó hann grípi í rekald til að halda sje'r uppi og telji það sína rjettmætu eign. UNRRA hjálpar eftir fremsta megni að fæða og klæða fólk- ið, en það, sem stofnunin getur látið í tje er ekki nema rjett til að halda líftórunni í fólkinu. En það er ekkert líf“. Lýsisflaska kostar % mánaðarlauna. „í LYFJABÚÐUM í Róma- borg er hægt að fá keypt lýsi“, segir Þórður Albertsson. En það er ljeleg tegund og ein lítil flaska af þessu Ijelega lýsi kostar sem svarar þriðja hlut- anum af mánaðarlaunum emb- ættismanns. Hryllilegt er að sjá ungviðið í þessum löndum. Hvað verður af þeim æskulýð, sem ekki fær í sig nje á í upp- vextinum. Er hægt að vænta þess, að hann fái kjark til að vinna að því óhemjumikla end- urreisnarstarfi, sem fyrir hendi er í þeim löndum, þar semrópu. heilar borgir eru í rústum, ekki ein einasta brú er heil og heim- ili leyst upp? Þetta er hið mikla vandamál Evrópu í dag. • Getum við hjálpað? GETA ÍSLENDINGAR hjálp- að nokkuð til að ljetta fólkinu í Evrópu þessar þungu byrðar? Því er til að svara, að við höf- um þegar gert nokkuð með að- stoð okkar til frændþjóðanna á Norðurlöndum og með lýsis- gjöfum til Mið-Evrópulanda. En við getum hjálpað á margvíslegan hátt annan og eigum að gera það. Með því að spara við okkur innflutt mat- væli, eins og við getum, stuðl- um við- að því að meiri mat- væli er hægt að senda til þeirra landa, þar sem sulturinn sverf- ur að. Grikkland og Ítalía eru okk- ar góðu gömlu viðskiftalönd og hafa þegar tekið upp viðskifti t. d. lýsi er gífurlega mikil og nokkur grömm handa hverju barni gæti bjargað mörgum mannslífum. Fordæmi íra. ÍRAR, sem framleiða sykur- rófur, sendu 1—2 þúsund smá- lestir af sykri til Ítalíu að gjöf til fátækra og matarlausfa. — Sykrinum var tekið með þökk- um og í hverri einustu borg, þar sem sykrinum var úthlutað voru birtar stórar auglýsingar úti, þar sem tilkynt var að „írska sykrinum" yrði úthlut- að á þessum stað. Það var ekki mikið sem kom í hlut hvers eins, en Italir kunna að meta þetta vinarbragð íra og svo myndi og verða, ef við gætum látið eitthvað af mörkum. Við skulum ekki segja, að við getum þetta ekki, eða að það komi okkur ekki við, heldur hefja þeg&r undirbúning að söfnun til lýsis, eða fiskkaupa fyrir hinar nauðstöddu við- skiftaþjóðir okkar í Suður-Ev- MiiiiiiiiiiiMiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiMiiiMiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiMiiiiiiiiiiiiMiiiiiitMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiMV MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. i MMIIMIIIIIIMMIIIIMIIimilllllMIMMIIIMIIIIMIIIMMIIIIIimilimillMlllimilllllMI SAGAN UM ÞJÓÐKÓRINN FÁTT HEFIR orðið eins vin- sælt, af öllú því, sem útvarp- ið hefir flutt eins og söngur Þjóðkórsins. Útskýringar og fróðleiksmolar, er Páll ísólfs- son flutti á milli þess sem sungið var, gerðj dagskrárefni þetta ennþá vinsælla. Uppá síðkastið hefir minna verið gert úr því talaða orði, söng- urinn einn látinn nægja. Útásetningar. Söngfróðir menn og þeir, sem hafa gaman af því að láta á því bera, hve mikla þekkingu þeir hafa á hljómlist, hafa sumir hverjir látið uppi þá skoðun, að söngur Þjóðkórsins væri allt of fábrotinn og ó- merkilegur fyrir þeirra háþrosk uðu eyru og hárfína smekk. En slíkir gagnrýnendur eru æfinlega einhversstaðar' á stjái. Góðra vina fundir. Söngur Þjóðkórsins gerir sitt gagn og hefií sín áhrif einmitt af því, að hann minnir lands- menn sem til hans heyra, á glaðar stundir í lífi þeirra sjálfra. Söngurinn er sá sami eins og Islendingar eru vanir að viðhafa, þegar þeir koma saman, til að skemta sjer á góðra vina fundum. Þar er ekk- ert útflúr, þar er sungið líkt og þegar menn syngja, hver með sínu nefi. En einmitt þess vegna nær söngur Þjóðkórsins tilgangi sínum. Einmitt þess- vegna ber Þjóðkórinn nafn með rjettu. Menningaráhrif. Ríkisútvarpið hefir nú starf- að í rúmlega hálfan annan ára- tug. Því hefir verið fagnað, það hefir verið gagnrýnt, og það hefir verið skammað, eins og gengur. En tiltölulega sjaldan er talað um hvaða skerf út- varpið leggi í menning og upp- eldi þjóðarinnar. Oftar er um það talað, sem handhægt eða öllu heldur alveg ómissandi áhald, til þess að ná eyrum þjóðarinnar, með daglegar frjettir og þessháttar. Á dag- skránni er síðan reynt að hafa eitthvað fyrir alla, eins og það er kallað, svo almenningur muni eftir því, sem flesta daga ársins, að þar sje flutt annað en frjettir um það, sem er að gerast hjer og þar í heimin- um. Sólargeislar. Útvarpið á að keppa að því, og vel má vera að sú viðleitni sje fyair hendi að landsfólkið, hlustendurnir fái með útvarp- inu daglegan sólargeisla inn á heimili sín í einni eða annari mynd. Jeg fyrir mitt leyti er viss um að þetta tekst trauðla betur, eða gerist varla með hægara móti, en með því að leggja rækt við söng alkunnra ættjarðarljóða og þeirra kvæða og söngva sem íslendingar hafa á vörunum við hvers kondr há- tíðleg tækifæri. Þegar menn hlusta á þessa söngva hver í sínu horni, við vinnu sína, ell- egar að afloknu dagsverki, þá er það ekki einasta að menn hafi ánægju af því að heyra lögin sungin og góðkunn kvæði rifjuð upp, heldur finna menn líka til þess, að alstaðar, á hverju bygðu bóli á landinu, jafnt í kaupstöðum sem sveit- um, er fólk sem er sama sinn- is og maður sjálfur, hefir á- Fraxnúald k 8. líftu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.