Morgunblaðið - 27.07.1946, Page 8

Morgunblaðið - 27.07.1946, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. júlí 1946 Minningarorð um Þórdísi í Stóru-Mástungum SÍÐASTLIÐINN mánudag var til grafar borin í Stóra- Núps-kirkjugarð húsfrú Þór- dís Eiríksdóttir, kona Bjarna Kolbeinssonar, bónda á Stóru- Mástungum í Gnúpverjahreppi. Hún andaðist á Landakotsspít- ala þann 13. þ. m. og varð meinsemd innvortis henni að bana. Þórdís var fædd og uppalin á Votumýri á Skeiðum. Bjuggu þar foreldrar hennar, góð og skyldurækin hjón: Eiríkur Magnússon frá Votumýri og Hallbera f. Bernhöft, hálfsyst- ir Daníels, bakarameistara í Reykjavík og þeirra systkina. — Móðir Eiríks á Votumýri var Guðrún Eiríksdóttir frá Reykj- um. Er það fjölmennur frænd- bálkur, sem þar á ætt sína að rekja til sjera Kolbeins í Miðdal, er sneri Passíusálmum Hallgríms á latínu, og í þeim ættlegg Þórdísar er gamla Eirík á Reykjum að finna, er kvað hinar alþektu siðaskipta- vísur: „Sje jeg eftir sauðun- um“. Árið 1914 tók Þórdís við hús móðursstörfum á Stóru-Más- tungum, 24 ára gömul, og gift- ist þá um vorið Bjarna Kol- beinssyni, en þar bjó áður um langan aldur faðir hans, hinn merki bóndi Kolbeinn Eiríksson er tók við af tengdaföður sín- um, Bergsteini Guðmundssyni. Er ættarsetan komin á annað hundrað ár og er þar hvorki að sjá ellimörk nje fardagaflutn- ing. í Stóru-Mástungum átti Þór- dís mikið og heillaríkt starf fyrir höndum. Að vísu hefur Bjarna bónda einkum verið getið, þegar rætt er um allar þær framkvæmdir, sem gert hafa garðinn frægan og er það ekki ófyrirsynju, því að grund- uð fyrirhyggja, ódeigur umbóta vilji og starfselja hefur jafnan farið saman, þar sem hann er að verki á jörð sinni. En hitt er einnig víst, að hlutur Þór- dísar lá hvergi eftir. Voru húsmóðurstörfin mikil og marg þætt á svo athafnasömu heim- ili, en henni tókst það allt með prýði. Studdi þar að hve vel Þórdís var skapi farin, ljett í lund og öllum góðviljuð. Hand- bragð hennar og myndarskap- ur var og á þann veg, að allt hjelst í röð og reglu, þrátt fyrir mikið annríki og umsvif. Manni sínum var hún sem önn ur höndin og börnum sínum ó- gleymanleg móðir, bæði lífs og liðin. — Öllum, sem kynntust Þórdísi, þótti vænt um hana, vegna mannkosta hennar og virtu hana. Sakna þar því margir vinar í stað. Þeim hjónum, Bjarna og Þór dísi, varð 6 barna auðið, og hef ur einn bræðranna, Hörður, sem kvæntur er Aðalheiði Ól- afsdóttur, fengið sneið af jörð- inni til ábúðar, hin systkinin eru: Kolbeinn, heima hjá föður sínum, Halla, gift Einari Gests- syni, bónda á Hæli, Eiri'kur, heima, Haraldur, stúdent frá Akureyrarskóla á síðastl. vori og Jóhanna, innan fermingar í föðurgarði. Bera börn þessi því vitni, að foreldrahúsin voru góð og heimilisbragurinn eins og best verður á kosið. í Stóru-Mástungum ber nú skugga yfir bæ og blómgan völl við lát hinnar hugljúfu hús- freyju, en þeim sorta mun ljett.a af, við bjartar minningar, starf ið, sem enn bíður, og öryggið um hinn mikla tilgang lífsins. E. Ný flugleið. SIDNEY: Innan skams hefj- ast flugferðir milli Ástralíu og Norður-Ameríku, yfir Kyrra haf og til Bandaríkjanna og Kanada. Flogið verður svisvar sinnum í viku, en ferðin mun taka alls ttín 54 klukkustundir. —Timburftúsin Bretar bjóSa Aröbum og Gy9- ingum til viS- ræðna. London í gærkvöldi. BRESKA stjórnin hefur sent forustumönnum Gyðinga og Araba í Palestínu orðsendingu, þar sem þessum aðiljum er boð ið að senda fulltrúa til London til þess að ræða við bresku stjórnina um ástandið í Pale- stínu og þau úrræði, sem lík- legust yrðu til þess að ráða bót á því. Gert er ráð fyrir því, að viðræðunum verði lokið, áður en allsherjarþing bandalags Sameinuðu þjóðanna hefst, 23. I september. Svar við þessu boði bresku stjórnarinnar er enn ókomið. -—Reuter. Bakrar í Beifast taka brauðskömt- uninni iila. London í gærkvöldi. BORGARSTJÓRINN í Bel- fast í Norður-írlandi hefir sent bresku stjórninni orð- sendingu, þar sem hann kvart- ar undan því, að bakarar borg- arinnar neiti að fylgja fyrir- mælum stjórnarinnar um brauð skömtun. Framh. af bls. 4. Það er reikndö með því, að timburhús endist 100—150 ár, ef þeim er haldið við eins og þörf krefur. Samanborið við gömlu timburhúsin í sænskum sveitum hefur nýtísku tilbúið timburhús betri varnir gegn tönn tímans vegna þeirra að- ferða, sem nú eru notaðar við viðhald slíkra húsa. Fúi og sveppir í trjenu, sem gagnrýnendur telja sennilega vera einna best rök gegn timb- urhúsum, koma aldrei í það, ef húsið er byggt af sjerfróðum mönnum og á þann hátt, að vatn geti aldrei safnast saman í veggjunum og grunnvatnið er leitt burt, svo að það geti ekki komist upp í timbrið. Það eru hvorki fúi eða svepp ir, sem takmarka endingu timb urhúsa, heldur sýnir reynslan gleggst, að herbergjaskipun og innrjetting húsanna verður orð in úrelt og gamaldags eftir 50— 60 ár, og það gildir jafnt um steinhús sem timburhús. Til að sýna þróun timbur- húsaiðnaðarins sænska frá því 1926, er sýnt hjer línurit af þeim . tölum, sem „Kungl. Kommerskollegium“ hefur tek ið saman síðan 1931 til ársins 1942 fyrir markaðinum innan- lands. (Útflutt hús eru ekki meðtalin þar). Seinni tölur en til ársins 1942 eru ekki fyrir hendi og línuritið, eins og það er sýnt fram til ársins 1945, er áætlað. Framleiðsla ársins 1946 bendir í áttina að nýju hámarki, sjerstaklega þar sem útflutning urinn frá stríðslokum hefur auk ist svo mikið að engan óraði fyrir því. pr.pr. Sölumiðstöð sænskra Framleiðenda h.f., Haukur Claessen. - Meðal annara orða... Framh. af bls. 6. nægju af þessum lögum. Því þessi ánægja er sameign þjóð- arinnar. Söngur hinna alkunnu laga og kvæða verður ósjálf- rátt til þess, að auka á samhug allra landsmanna, minna þá á, að þeir eru hver fyrir sig með íslenskar tilfinningar, íslenska ræktarsemi 1 hjarta sjer, og með íslenskar skyldur á herð- .um. Jeg ætla mjer ekki að am- ast við hinum fagra þjóðsöng okkar, er hrífur Islendinga sem aðra, við hátíðleg tækifæri. En jeg get ekki komist hjá því, að láta mjer detta í hug, að tvö þrjú vel valin lög, sem vel eru til þess fallin, að vekja þægilegar endurminningar og þjóðlegar kendir í hugum manna gæti átt heima í dag- skrá útvarpsins á hverjum einasta degi allan ársins hring engu síður en lofsöngur þús- undára-hátíðarinnar, sem minn ir landsfólkið daglega á smá- blóm sem deyja. REYKVIKINGAR HAFNFIRÐINGAR Knattspyrnuf jelagið Haukar heldur úiiskemmtwn í Enffidal við Hafnarfjörð á morgun. Hefst klukkan 3 eftir hádegi. Dagskráin auglýst í blaðinu á morgun. I Knattspyrnufélagið Haukar X-9 & a & a & Effir Robert Sform 1 f. X YJELL, KRODD- / 5X3/HETMINÖ TELL5 Mc / TMAT VOU DCNT HAVE í TO LOOK, TO KNOYJ V Vví-ÍAT'5> IN THI€> PIT J 2 9 mT'S’ WlóMT, CAWWIOAN! t WEóWETTED DOlNö THEAi IN...THEY WUM 50 NOUNó- BOTH OF THE/M... BUT, I / COULDN'T TWU5T TNEM — / r THI5 15 NOT PLEA5.ANT, /HI55 JAWWAV...IP VOU WILL TUHN j YOU-UH BACK, CAWW16AN J WILL ÓET QN WITH THE M K DlöölNQ — 1945, King Feacurcs Syníflatc, Inc. Wotld rlghts tescrvcd. gé pir Æ.fl ll P/l 1 % 1 ;X-9: Það er eins og þú vitir það Krud, hvað er í þéssari gröf, ekki þurftir þú að gá niður í hana. Naskeggur: Já, rjett er það, Mjer þótti samt mið- ur að þurfa að drepa greyin, en jeg gat ekki treyst þeim. — Náskeggur dregur upp skammbyssu: — Þetta er ekki gaman ungfrú Doggé, en ef þú snýrð þjer undaa, heldur Coggigan áfram að grafa. —• Vilda: Mor3ingi! En bak við trje er sá ókunni á gægjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.