Morgunblaðið - 27.07.1946, Side 10

Morgunblaðið - 27.07.1946, Side 10
10 r^¥íf!I MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. júlí 1946 Sagan af Bauka-Stebba l. EINU SINNI var karl og kerling í koti sínu, áttu þau sjer tvo syni og er ekki getið um nafn eldra sonarins, en sán yngri hjet Stefán, en var ávallt kallaður Stebb.i Var hann svo greiðugur, að hann gaf allt, sem hann komst yfir. Bróðir hans var aftur á móti svo nískur, að hann tímdi ekki að sjá af fiskvirði, hvað þá heldur meira. Þennan son þótti foreldrunum vænt um, en höfðu hinn útundan vegna þessa annmarka hans, sem þau nefndu svo. Og seinast ráku þau hann burt. Sögðust þau hreint ekki geta haldið hann, þar sem hann gæfi allt frá sjer, hvort sem hann ætti það eða ekki. Koma þau karl og kerling og eldri sonur þeirra ekki framar við þessa sögu. Stebbi var talsvert hagur og lifði á því að búa til bauka; var hann því nefndur Bauka-Stebbi. Seldi hann suma baukana fyrir fnjög lítið verð, en flesta gaf hann börnum. Launuðu þau þetta með því að fara með hann heim til sín, og þar var honum gefið að borða og oft voru honum gefin föt og flíkur. Einu sinni þegar Stebbi var að úthluta börnum baukum sínum, kom þangað gamall maður. Fór hann að skoða baukana og spurði, hver það væri, sem byggi til svona fallega bauka. Börn- in sögðu, að það gerði hann Bauka-Stebbi og bentu á hann. Gaf maðurinn sig á tal við Stebba og bað hann að smíða bauk fyrir sig Sagðist hann eiga heima í hús- inu í skóginum, þar sem tiltók, og bað Stebba að færa sjer baukinn. Kvaddi svo gamli maðurinn og fór leiðar sinnar. Stebbi fór nú að smíða baukinn og vandar sig sem mest hann má. Þegar hann er búinn að þessu, fer hann af stað og fer að leita að húsi karlsins. Finnur 13. dagur Skonnortan „San Cristobal“, sem fór frá Havana til New Orleans, kom að ósum Missi- sippi þrem vikum eftir að hún lagði af stað frá Havana. Þetta var spánskt skip, illa haldið við, hlaðið tóbaki, hampi, blikk dósum, olífu-olíu og leðri. — Farminn flutti skipið til New Orleans, til þess að hafa skipti á honum og bómull, sem siglt var með til Liverpool. Öðru- vísi voru viðskiptin ekki núna, Þegar stóru vörugeymsluhúsin voru í höndum hermanna frá Norðurríkjunum og bómullar- peningarnir fóru ekki í ríkis- sjóð Bandaríkjanna heldur í vasa manna þeirra, er fóru með æðstu völd í New Orleans. Skonnortan hafði lent í hvirf- ilvindi fyrir Florida-skaga. — í fimm daga hafði vatnsdælan gerigið dag og nótt, og saltur sjórinn hafði sópað þilfarið, runnið yfir hampkambana of- an í allar rifur og vætt farm- inn, svo að undir þiljum var sterkur óþefur af húðum, sem frnar voru að rotna, blautu tó- baki og þrárri olifur-olíu. í fimm daga hafði skipstjórinn beðið til guðs þrisvar sinnum á dag, aðhann varðveitti „San Cristobal“ frá tortímingu og bjargaði skipshöfninni frá bráðri för til „verri staðarins". Hann var horaður maður og fölleitur, og enda þótt hann hann væri mesti þorpari, hefði verið skipstjóri á þrælaskipum á sínumtíma.og hafði átt eitt eða tvö mannslíf á samvisk- unni, þá var hann maður trú- aður. Það var ekkert það til, se mhann ljet sjer bregða við í lífinu, en í þessari ferð hafði nokkuð komið fyrir, sem hafði komið honum alveg að óvör- um. Það voru konurnar tvær frá Boston, sem voru í annari af tveim sóðalegum káetum skipsins. Önnur var ung, sak- laus og fögur, en hin var ein- kennilegri en nokkur sá kven- maður ,sem hann hafði fyrir hitt. Þær höfðu siglt upp að skips- síðunni hjá honum í hriplek- um bát, þar sem skipið lá í skugganum af Morro Castle. — Afarstór og svartur negri reri bátnum fyrir þær. Hann talaði undarlegt sambland af spönsku frönsku og ensku. Á þessu máli sínu hafði hann gert skip- stjóranum það skiljanlegt hvað þær vildu. Hann sagði, að unga stúlkan og konan með stór- gerða andlitið væru hefðarkon- ur frá Boston. Þær höfðu kom- ið til Havana á herflutninga- skipi, sem var á leið til New Orleans. Skipið hafði lent í óveðri og villst, leki komið að því og það ekki komist lengra en til Havana. Skipið mundi tefjast minnsta kosti í mánuð og þessar hefðarkonur þurftu að komast sem allra fyrst á ákvörðunarstaðinn. Vildi skip- stjórinn á „San Cristobal“ nú vera svo góður að taka þær sem farþega? Þær voru af fínu fólki komnar, skyldar yfir- hershöfðingjanum í <New Or- leans. Skipstjórinn hafði horft á konurnar frá þilfari skips síns! | og velt því fyrir sjer, hvort hann ætti að taka þær á skip sitt. Skipshöfn hsns var mest öll eintómir þorparar og ræn- ingjar. Unga stúlkan var vissu- lega falleg og ljóshærð. Það gerði hana hættulegri en um leið eftirsóknarverðari. Hin konan, þessi stórgerða, var vissulega fráhrindandi í útliti, en hver vissi nema það lagað- ist við nánari kynningu. Þegar honum var sagt, að þær væru í ætt við áhrifa- mikla menn, hikaði hann, en þegar hann heyrði, að þær væru efnaðar og mundu borga vel fyrir ferðina, þá kom pen- ingagræðgin upp 1 honum. — Hann bauð þeim um borð og sýndi þeim stóra og frekar vandaða káetu, sem ætluð hafði verið áður fyrr fyrir eiganda skipsins, þegar hann fór frá Virginia til Vestur-Indíu í versl unarleiðangra. . Dimt var í káetunni, aðeins einn lítill gluggi fyrir ofan lokrekkjurnar. Skipstjórinn horfði á konurnar meðan þær skoðuðu sig um í káetunni og furðaði sig á því, hvað hefð- arkonur frá Boston vildu vera að ferðast með öðrum eins dalli og „San Cristobal“. Einu Eng- ilsaxnesku konurnar, sem hann þekkti voru skækjurnar á höfnunum. Þær voru harðar í horn að taka og gátu sjeð um sig sjálfar. En þetta voru öðru vísi konur. Þetta hlaut að vera mjög áríðandi ferðalag, fyrst þær tóku það í mál að ferðast á svona skipi. Hann nefndi þrisvar sinnum stærri upphæð, sem þær ættu að borga fyrir ferðina, en vana- lega fargjaldið var milli Ha- vana og New Orleans. Þegar þær höfðu ráðgast sín á milli í eina mínútu eða svo, sagði negrinn honum, að þær tækju boðinu. Það flaug í gegnum huga skipstjórans, að hjer mundi vera gott til glóðanna. Þær sögðu honum, að nöfn þðeirra væru Miss Agnes Wicks og Miss Abigail Jones, og negrinn tilkynnti skipstjóran- um, að þær ætluðu að koma um borð í skipið eftir sólsetur daginn fyrir brottförina. Þær borguðu honum 50 doll- ara og hjeldu síðan á brott, en skipstjórinn stóð eftir á þilfar- inu, hampaði peningunum í lófa sjer og velti því fyrir sjer, hvort það hefði ekki verið mesta vitleysa að taka þær um borð. Hvernig sem færi, væri það vafalaust erfiðleikum bund ið að hafa þær sem farþega í tíu daga eða hálfan mánuð. Unga stúlkan var of lagleg og ung. Og það var líka einkenni- legt, að þær vildu koma um borð að kvöldi til. ★ Leki báturinn rann upp að steinbryggjunni og Tam frænka gaf negranum gullpening *og sagði: „Jæja, César, annað kvöld klukkan níu“. Þær stigu upp úr bátnum og inn í vagn, sem stóð á bryggjunni. Horað- ir og fló-bitnir múlasnar gengu fyrir vagninum. Þær óku til Hótel de Sala- manca. Það var lítill og óþrifa- legur gististaður, en samt sá besti í Havana. Að vísu höfðu þær getað verið um kyrt á her- flutningaskipinu ,,Alleghany“, sem lá fyrir akkerum út í fló- anum. Þar var bæði þrifalegra og maturinn væri betri, hollur og óbreyttur hermannamatur í staðinn fyrir eintóma tómata og kálfskjöt steikt í olíu dag eftir dag. En um borð í „Alleghany“ hefði Tam frænka ekki fengið að njóta frelsisins, en án þess fannst henni lífið óbærilegt. Yfirmaður á „Alleghany“ þekkti Wicks hershöfðingja. Hann var gamall sjómaður og áleit að eina hlutverk kvenna væri að gæta bús og barna og bíða heimkomu eiginmannsins frá sjóferðunum. Svo hann var ekki beinlínis hrifinn af hug- myndum Tam frænku, sem all- ar snjerust um frelsi og sjálf- ræði kvenfólksins. í fyrstu bannaði hann þeim að búa í landi, en þegar Tam frænka heimtaði samtal við hann dag eftir dag og hann fjekk ekki stundlegan frið, þá loksins á- kvað hann, að það væri líklega best, að hann ljeti flytja þær í land. Hann vantreysti mjög öllum rómönskum þjóðum, og þess vegna fannst honum al- veg óhugsandi að senda tvær hefðarkonur frá Boston til Havana án fylgdarmanns. Þess vegna setti hann varðmann fyrir utan herbergisdyrnar þeirra, Tam frænku til mikill- ar gremju. Þær fóru því ekki út fyrir dyr án vitneskju varð- mannsins. En Tam frænka var ósigr- andi í brautryðjendastarfi sínu fyrir skemtiferðum kvenfólks- ins. Hún lagði af stað á hverj- um morgni ásamt Agnesi, til þess að drekka í sig litskrúð og fegurð þessarar saurugu, út- lendu borgar. Þótt Agnes væri stundum dálítið kvíðin, þá gat hvorki óþefur, drepsóttir eða steikjandi hiti deyft hrifningu Tam frænku. Ferðalag hennar á asna yfir Sikiley, þegar þar voru þjófar og ræningjar á hverju strái, hafði verið um- talsefnið í setustofunum í hús- unum við Beakon-götu í fleiri ár. Það ferðalag mundi sannar- lega falla í skuggann saman- borið við þetta ævintýri. Tam frænka hafði ekki miklar gáf- ur til að bera, en henni þótti alveg sjerlega gaman að ferð- ast og segja ferðasögur. Henni líkaði vel við alla menn, hver svo sem kynflokk- ur þeirra var eða litarháttur. Henni fannst stór höll ekki til- komumeiri en lítill kofi með stráþaki og arineld á miðju gólfi. Samtöl hennar við íbú- ana voru ekki annað en hræri- grautur frá upphafi til enda. En hún skrifaði þau ásamt at- hugasemdum um „merkilega hluti“, sem fyrir augu hennar báru, í litla bók. Framan á bók- inni stóð stórum stöfum „Dag- bók mín“, og hana bar hún með sjer í prjónapokanum sínum hvert sem hún fór. Hún hafði hana jafnvel hjá sjer í rúminu ef andinn kæmi yfir hana á næturna. Tungumálin voru henni engin hindrun. Samtölin fóru mikið til fram með bend- ingum og handapati, en Tam frænka var alveg snillingur í því, að láta fólk skilja sig á þann hátt. Stundum umkringdi þær hópur innfæddra, sem Gyðingur nokkur kom á sím- stöð úti á landi og spurði hvort nokkuð skeyti hefði komið til sín. Þegar svarið var nei- kvætt, skifti hann litum og virtist all kvíðafullur. Um klukkustundu seinna kom hann aftur, spurði um skeytið, var sagt að ekkert væri komið enn þá og sýndist við það verða mun taugaóstyrkari en áður. í þriðja skifti kom hann og varð enn fyrir vonbrigðum. Loksins, eftir að hafa komið á svo sem hálftíma fresti allan daginn, beið skeytið hans, þeg- ar hann kom um kvöldið. Hann opnaði það í flýti, las það og hrópaði upp: „Drottinn minn! Húsið mitt er brunnið til grunna!“ ★ Skoti nokkur hjelt að besta ráðið til að safna sjer peningum í sumarleyfið, væri að láta einn penný í peningakassan, hvert skifti og hann kyssti konu sína. Þetta gerði hann, þar til sumarleyfistíminn rann upp, en þá opnaði hann kassann, og úr honum ultu ekki einungis penný, heldur líka shillingar og jafnvel nokkrir gullpening- ar. Maðurinn skyldi hvorki upp nje niður í þessu og leit andagtugur á konu sína. Hún horfði beint í augu hans og sagði: „Það eru ekki allir eins nískir og þú, Jock riiinn“. ★ Umsjónarmaðurinn í dýra- garðinum var að gefa fílnum að jeta, þegar hann tók eftir því, að einn þeirra var með slæman hósta. Hann gaf hon- um fötu af vatni, en í það hafði hann helt rúmri flösku af viský. Næsta dag ,voru allir filarnir með hósta. ik Robert Falson Sco.tt sneri sjer til Lloyd George, og bað hann um að hjálpa sjer að útvega fjármagn til heimskautafarar. Lloyd George sendi hann til manns nokkurs, sem var auð- ugur, auk þess sem hann tók virkan þátt í stjórnmálum. •—• Skömmu seinna spurði forsæt- isráðherrann Scott, hvernig honum hefði farnast. — Svona og svona, svaraði Scott. Hann ljet mig fá 1,000 sterlingspund, sagðist skyldi út- vega mjer 20,000, ef jeg tæki yður með í ferðina, og eina miljón, ef mjer tækist að skilja yður eftir á ísauðninni. ★ Þegar Cook uppgötvaði Ástralíu, færðu nokkrir sjóliða hans honum einkennilegt dýr um borð. Þeir vissu ekki, hvað það hjet, svo Cook sendi þá aftur í land, til að spyrja þá innfæddu, hvað skepnan væri kölluð. Þeir komu aftur og sögðu að hún hjeti „Kangaroo“. Það var ekki fyr en mörg- um árum seinna, að í ljós kom, að þegar þeir innfæddu voru spurðir um nafn dýrsins og svöruðu „Kangaroo“, áttu þeir við „Hvað segirðu?“ ★ Að sjá fljúgandi fugla í draumi boðar ástarævintýri. Að finna gull boðar óhamingju. — Gamlan mann að sjá boðar hamingju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.