Morgunblaðið - 28.07.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1946, Blaðsíða 6
6 1 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. júlí 1946 14. dagur horfði á þær undrandi, rjett eins og þær væru fjölleikamenn á ferðalagi. Enda þótt Tam frænka væri ekkert gáfnaljós, þá hafði hún mikla hæfileika til þess að komast fljótt á snoð- ir um, hvað voru inngangsorð- in í hvaða tungumáli sem var. Hún hjelt orðunum saman eins og perlum á bandi, og skipti sjer ekki vitund af málfræði eða orðaröð. Með hjartagæsku sinni og góðvild í allra garð, tróð hún sjer ásamt Agnesi, inn í kofa- skrifli fátækra Mestiza eða stórhýsi spönsku Kreola-fjöl- skyldnanna. Vegna þess að hún var mjög fylgjandi því, að útrýma skyldi öllu þrælahaldi, þá hafði hún sjerstaklega mikinn áhuga á negrahverfunum. Þar hitti hún að máli leysingja og negra, sem strokið höfðu úr þrældóm. Hún fylti heila bók með athuga- semdum sínum. Hún ætlaði að segja hr. Alcott og Harriet Beecher Stove frá þessu öllu saman, þegar hún kæmi aftur til Boston. Það var þar, sem hún hitti César, stóra negrann, sem rjeri bátnum fyrir þær út á „San Christobal“. Hann sat á torginu og var að spjalla við laglega Múlatta- stúlku, sem sat þar og seldi melónur, radísur, hvítlauk og rauðan pipar. Hún byrjaði á því, að spyrja Múlattastúlkuna, hyað piparinn kostaði. Hún keypti eitt knippi og stakk því í stóra prjónapokann sinn. Henni tókst að fitja upp á ein- hverjum umræðum við stúlk- una á bjagaðri spönsku, en stúlkan rak við og við upp skellihlátur, því henni fanst málið skrítið hjá Tam frænku. Stóri svarti negrinn sat og hlustaði á og hló ennþá meira. Tam frænka var svo vin- gjarnleg við alla, að hún var vel líkleg til þess að rekja æfi- sögu sína við einhvern alveg bláókunnugan mann. Hún not- aði því tækifæri til þess að segja Múlattastúlkunni, að hún og frænka hennar væru á leið til New Orleans. En þegar negr inn stóri heyrði þetta óx áhugi hans um helming. „La Louisana“, sagði hann og heimþráin skein út úr augum hans. „Það er sagt, að allir negrar sje nú frjálsir í New Or- leans“, sagði hann á ennþá bjagaðra máli en Tam frænka talaði. Tam frænka sagði honum, að allir negrar væru nú frjálsir, síðan Wicks hershöfðingi, mað- urinn, sem hún ætlaði að heim- sækja, hefði fengið æðstu völd þar. „César fer með ykku.r", sagði hann þá, yfirgaf Múlatta- stúlkuna og fylgdi' Tam frænku og Agnesi til Hotel de Sala- manca. Hann var fyrir utan dyrnar, þegar þær fóru út næsta morg- un. Upp frá því fylgdi hann þeim Kvert sem þær fóru. Þær gátu alls ekki losnað við hann og að sumu leyti var hann þeim til hjálpar. Því þegar hann gekk við hlið þeirra og bar alla hlutina, sem Tam frænka varð að kaupa til minja, voru þær ekki lengdur ónáðaðar af götuslæpingjunum. Að tveim dögum liðnum fór Tam frænka að gefa honum einn eða tvo gullpeninga á kvöldin, þegar hann yfirgaf þær. Hann var á- nægður með lífið og eyddi pen- ingunum til þess að skemta sjer með Múlattastúlkunni á kvöld- in. Hann hafði aldrei verið svona ríkur áður. Og þannig varð hann án nokkurra beinna samninga nokkurs konar líf- vörður. Tam frænku og Agn- esar. En Agnes var farin að gerast all óþolinmóð. Fyrstu dagana hafði henni þótt gaman að ferð ast um Havana með Tam frænku, en að nokkrum tíma liðnum fanst henni harða rúm- ið og rauðu blettirnir, sem hún uppgötváði á andliti sínu á hverjum morgni, draga mikið úr skemtuninni. Og inst í hjarta sínu var hún full óþreyju eftir að komast til New Orleans og hitta Tom Bedloe. Hún ætlaði að bjarga honum fyrir sig sjálfa. Það var einkennilegt hve hugsunin um hann kom henni alltaf í mikinn hugaræsing. Og þegar þessi æðisgengna tilfinn- ing, sem stundum var þægileg, snerist upp í hreinustu angist og kvíða, varð henni dvölin í Havana alveg óbærileg. Hefði hún ekki verið svona óróleg, hefði Tam frænka vafa- laust verið um kyrt í Havana eins lengi og þess var kostur, og farið í ferðalög með César inn í frumskógana, þar sem krökt var af ræningjum og öðr um lagaleysingjum. Það var að- eins fyrir þrábeiðni Agnesar, að hún fjekst til þess að færa það í tal við yfirmanninn á „Alleg- hany“, hvort þær mundu geta haldið áfram til New Orleans. César rjeri með þær á leka bátnum, sem vinur hans átti, út í „Alleghany“. Þar var þeim sagt, að skipið mundi verða þarna um kyrt að minsta kosti í þrjár vikur, vegna þess að nógar birgðir væru ekki fyrir hendi í Havana, sem þurfti til að koma skipinu í samt lag. Agnes tók þessum fregnum illa. „Jeg dey“, hugsaði hún, „ef jeg á að veradijer í þessari saur ugu borg í þrjár vikur“. Tam frænku fanst þetta líka löng bið, og rjett til þess að þreifa fyrir sjer, spurði hún yfirmann- inn, hvort þær mundu ekki geta fengið far með flutningaskipi. „Ómögulegt, Madame“, sagði hann, „að minsta kosti er ekk- ert flutningaskip, sem hciðar- legur kvenmaður getur ferðast með. Það er alveg útilokað“. Agnesi leist ekki á svar hans. Þær mundu þurfa að sitja hjer um kyrt, þangað til Tom væri alveg búinn að gleyma henni. Hún vissi lítið um lífið í New Orleans. Aðeins það, sem hún hafði fengið að vita í kostnað- arsömum, en gagnslitlum skóla í Boston. Hugmynd hennar var sú, að New Orleans væri blóm- um skrýdd og ilmandi borg, og íbúarnir aðallega ungar konur af Kreóla-kyni, sem höfðu feng ið ósiðlega, franska mentun. Þess vegna fyltist hún örvænt- ingu við tilhugsunina um þriggja vikna töf, að ótöldum hálfum mánuði, sem færi í ferð ina sjálca. Hún fór að gráta. „Svona, svona, góða“, sagði Tam frænka. „Við verðum að taka þessu öllu með heimspeki- legri ró. Það er lang best. Það er margt, sem við eigum enn eftir að skoða á Cúba“. En í hjarta sínu þræddi Tam frænka alls ekki heimspekileg- ar götur. Hún var prettvís. Hún hafði áður átt í stríði við vilja- sterka menn eins og yfirmann- inn. Faðir hennar hafði verið viljasterkur maður og bróðir hennar, Ethan Wicks var það víst líka. Slíka menn var að- eins hægt að sigra með brögð- um prettum, að minsta kosti, meðan kvenfólk hafði engin stjórnmálaleg rjettindi og var meðhöndlað eins og þær væru hálfvitlausar. Tam frænka brosti við for- ingjanum á „Alleghany", and- varpaði sakleysislega, en bjó þó yfir sínu. Um kvöldið, er hún var komin til gistihússins, átti hún langt tal við César. Morg- uninn eftir færði hann henni þá frjett, að skipið „San Cristo- bal“ mundi fara til New Or- leans eftir tvo daga. Og þá um kvöldið fór hún um borð í þetta skip og komst að samningum við skipstjórann um það að fara með honum. En ekki var auðvelt að sleppa. Hervörður var altaf fyrir framan dyr þeirra. Hann mundi óefað tilkynna herskips foringjanum undir eins ef hann sæi þær fara þaðan með far- angur sinn. En Tam frænka var ekki af baki dottin og hún hafði sjerstaka ánægju af því að geta leikið á hann. Og Agnes brann líka í skinninu að komast á þurt úr þessu óþrifalega gisti- húsi. Þær fengu nú Svertingja- kerlinguna í lið með sjer. Og hún kom farangri þeirra út í garð að húsabaki, svo að eng- inn varð var við. Og klukkan ellefu um kvöldið, þegar skip- ið átti að fara, rendu þær sjer niður veggstigann að húsabaki. Þar í húsagarðinum beið César þeirra með vagn. Og í kvöld- húminu reri hann með þær út að skipinu, fór sjálfur með um borð, en slepti bátnum. Tam frænka rjetti honum um gullpening fyrir hjálpina og ætlaði að kveðja hann. En hann þrosti út undir eyru og sagði: „César fer líka til Lousiana“. Klukkan 8 næsta morgun var skift um varðmenn í gisti- húsinu, og hinn nýi varðmaður tók sjer stöðu fyrir utan her- bergisdyr þeirra Miss Abigael Jones og frænku hennar. Þar stóð hann í átta klukkustundir, án þess að verða þeirra var. Hann tilkynti næsta varðmanni sem tók við af honum um kvöldið, að þær frænkurnar mundu hafa farið út eld- snemma um morguninn, því að hann hefði ekki sjeð þær allan daginn. Þegar þær voru enn eigi komnar heim klukkan níu um kvöldið, fór hinn nýja varð- mann að gruna margt. Hann braust inn í herbergið, en fann þar ekkert nema brjefmiða frá Tam frænku. Þegar hann færði hershöfðingjanum þennan miða voru þær frænkurnar komnar út á haf. Foringinn á „Alleg- hany“ gat því ekki gert neitt annað en balvað þráanum og Sagan af Bauka-Stebba hann það eftir nokkra leit. Var það fremur lítið hús, en snoturt og þrifalegt. Ber hann að dyrum og kemur karl út. eHilsar Stebbi honum og segist vera kominn með baukinn, sem hann hafi beðið sig um. Þakkar karl honum fyrir gripinn og býður honum inn. Taka þeir nú tal með sjer. Karlinn segist vera einsetumaður og sje sjer farið að leiðast einlífið og spyr Stebba, hvort hann vilja ekki koma til sín og vera hjá sjer; hann sje einstæðingur hvort sem er, og sje þetta fyrirhugaða sam- býli gott fyrir þá báða. Stebbi þiggur undir eins þetta boð karlsins og sest að hjá honum. Undi hann hverjum deginum betur. Var karl honum mjög góður og kenndi honum margs konar vísindi, svo að hann var prýðilega að sjer í allan handar máta. Var hann og karli e'ftirlátur í öllu. Nálægt skóginum var kóngsríki eitt. Rjeð þar fyrir kóngur, sem var svo ágjarn, að hann mátti engan hlut sjá, svo að hann langaði ekki til að eiga hann. Einhver hefir reiknað út, hversu fljótt allskonar slúður- sögur geta borist milli manna. Hann reiknar með því, að sá sem á upptökin að sögunni segi hana 3 manneskjum kl. t. d. 12, en þessir þrír endur- taki söguna svo hver fyrir sig fyrir 3ur öðrum tíu mínútum seinna o. s. frv. Kl. 12,10 hafa 12 heirt söguna, kl. 12,20 hafa 27 til viðbótar heyrt hana, kl. 12,30 heyra 81 hana (talan er nú als orðin 120). Kl. 12,40 hafa 243 heyrt furðusöguna — kl. 12,50: 729 — kl. 13: 2187. Og fer nú sagan að breiðast út með geysihraða: Kl. 13,10: 9840 — kl. 13,20: 29523 — kl. 13,30: 88572 — 13,40: 265,719 — kl. 13,50: 797,441. Það ótrú- lega við allt þetta er, að ef all- ir þeir, sem heyrt hafa söguna, segja hana þrem mönnum til viðbótar mundi 1.000.000 manns hafa heyrt hana kl. 13,30, og kl. 14,30 — um tveimur og hálfum tíma eftir að sagan er sögð í fyrsta skifti — mundi hún hafa farið í kringum jörð- ina! ★ Myrkvunin á stríðsárunum gat haft ýmislegt í för með sjer. Þannig segir maður nokkur frá því, að hafa rekist á náunga á torgi einu í London, og virt- ist maðurinn vera sáruppgef- inn. — Segið þjer mjer, sagði hann, eru lögregluþjónarnir hjerna heyrnarlausir? •— Hvers vegna spyrjið þjer? — Jeg er búinn að spyrja þennan feita þarna — þennan með hjálminn — þrisvar sinn- um til leiðar, en hann hefir enn ekki svarað. — Talið þjer svolítið hærra, svaraði sá aðspurði og skund- aði burtu, en sá ókunnugi end- urtók spurningu sína enn einu sinni. Það var höggmynd af fall- inni stríðshetju, sem vesalings maðurinn var að ræða við. ★ A vígvelli einum var reist minnismerki yfir hest nokk- urn, sem þótti hafa staðið sig vel í stríðinu. Á minnismerkið var ritað: „Hjer hvílir Maggý, sem á langri og viðburðaríkri ævi sparkaði í 2 undirforingja, 5 liðsforingja, 8 höfuðsmenn, 3 hershöfðingja, 432 óbreytta hermenn og •— eina jarð- sprengju“. GIRÐIGANET Nýkomið íjárgirðinganet og girðinganet 2“ möskvi. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN, byggingarefnaverslun, Bankastræti 11, sími 1280. <í^x$x$>^><í><$^x$xí^x$x$>^x$x$x^xí><$><$x$xíxS^x$x$><JxS>^x$>^xM^S^M^H»<?><»<$«$H FITTINGS gott úrval af stærðum og tegundum, nýkomið. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN, byggingarefnaverslun, Bankastræti H, sími 1280. < ► 4 4 V < > 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.