Morgunblaðið - 28.07.1946, Blaðsíða 8
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
FJÆR OG NÆR dálkurinn
Vestan- og suðvestan-gola.
Sunnudagur 28. júlí 1946
er á 5. síðu blaðsins í dag.
Préf tekin vi3
l Flugskóla Akur-
: eyrar.
SKÓLINN FÆK TVÆR
NÝJAR FLUGVJELAR
Frá frjettaritara vorum á
Akureyri, föstudag.
FYRIR NOKKRU síðan hafa
sex menn, sem stundað hafa
nám við Flugskóla Akureyrar,
lokið „sóló prófi“. En það veit-
ir þeim rjettindi til einkaflugs,
undir eftirliti kennara. Menn
þessir eru: Steindór Hjaltalín,
útgerðarmaður, Jón Ólafsson,
bílstjóri, Gísli Ólafsson. lög-
regluþjónn, Aðalbjörii Krist-
bjarnarson, bílstjóri, Victor
Aðalsteinsson, tollvörður og
Stefán Sigurðsson, útvarpsvirki.
Mikill áhugi er hjer fyrir
flugi, og stunda nú nám við
skólann 20 nemendur. Umsókn
ir hafa honum borist víðsvegar
að af landinu.
Aðalbækistöðvar skólans eru
á Melgerðismelum. Hefir skól-
inn þar hús til umráða og ætlar
að hafa þar heimavist fyrir
kennara og nemendur skólans.
Fær tvær nýjar kensiuvjelar.
Flugskólinn á nú 3 kenslu-
vjelar og eina farþegavjel,,
þriggja manna. Auk þess koma
næstu daga tvær nýjar kennslu
vjelar af gerðinni: Piper Cup,
special.
Tveir flugkennarar starfa við
skólann, þeir Kristján Mikael-
son og Njáll Guðmundsson. —
Eigendur hans eru: Árni Bjarna
son, Steindór Hjaltalín og
Gísli Ólafsson. Framkvæmdar-
stjóri er Árni Bjarnason. Hann
er nýkominn úr ferðalagi frá
Bandaríkjunum, þar sem hann
dvaldi að nokkru leyti í er-
indum skólans.
Tillaga iim sklff-
ingy Pafesfínu.
Washington í gær.
BYRNES, utanríkisráð-1
herra, sagði frjettamönnum í
Washington í gær, að nefnd
sjerfræðinga, sem að undan-
förnu hafa rætt Palestínu-
vandamálin í London, hafi
lagt fram tillögu um skiptingu
Palestínu milli Araba og Gyð
inga. Breska stjórnin hefur
þegar fallist á tillögu nefnd-
arinnar.
Byrnes mun leggja af stað
f-u^Ieiðis til Parísar í dag til
að taka þátt í friðarráðstefn-j
unni, sem hefjast mun á!
mánudag. — Reuter.
Þjóðverjar haja marga glœpi á samvisk unni gagnvart Norðmönnum. Einn aj þeim
verstu er gjöreyðing allra húsa í Finnmörk. Þúsundir manna urðu heimilislausir og alls-
lausir. Nú er byrjað á endurreisnarstarjinu í Finnmörk og á myndinni sjest gömul kona,
sem er að hjálpa til að ryðja til í rústum í smáþorpi.
,______________________________________________________________________j _________________
Mikll sÉld ú svæðinu
irú liCiBaff canesi
til Tjörness
MIKIL SÍLD er nú svæðinu frá Langanesi til Tjör-
ness og í fyrrinótt kom mikil síld upp á Grímseyjarsundi.
Allur síldveiðiflotinn mun vera á þessu svæði og hefur
veiðiveður verið ágætt. MÖrg skip hafa komið til Siglu-
íjarðar með fullfermi og í gærkvöldi var búist við fjölda
skipa þangað.
Siglufjörður.
Frjettaritari blaðsins símaði
blaðinu um það, er það var að
fara í prentun og sagði hann
20 skip hafa komið þangað með
fullfermi. Hefði síld er var á
dekki verið söltuð, og lögð upp
hjá söltunarstöðvunum. Hitt
var tekið til bræðslu.
Eaufarhöfn.
Til Raufarhafnar hafa komið
s. 1. sólarhring um 20 skip með
um það bil 10 þús. mál. Þar
biðu nú eitthvað fimm skip
löndunar. Ekki var búist við
mörgum skipum þangað, ,því
olía þar á staðnum er gengin
til burðar. Síðastliðna tvo daga
hefir verið olíulaust. Olíufje-
lögin sendu í gær skeyti þess
efnis að oliuskip yrði sent
þangað eins fljótt og hægt er.
Þjóðaralkvæða-
greiðsla í Búlgaríu.
London í gær.
BÚLGARSKA stjórnin sam
iþykkti á fundi í gær, að þjóð-
aratkvæðagreiðsla skyldi fara
fram í landinu 8. sept. n. k.
um framtíð konungsdæmis-
ins.
*
I stuttu máli
Fórst í bílslysi
BATAVIA: — Breskur or-
ustuflugmaður beið bana fyrir
skömmu síðan, er flugvjel hans
fjell til jarðar nálægt höfuð-
borginni á Java.
Shukov marskálkur
fallinn í énáð.
ÞAÐ ER nú altalað í Moskva
að Sbukov marskálkur, sá er
gat sjer mesta frægð í stríðinu
gegn Þjóðverjum og gerður var
að yfirhershöfðingja ■ Rauða
hersins 1. apríl síðastl., sje fall
inn í ónáð. Fylgir það þessari
fregn, að miklar breytingar
sjeu nú framkvæmdar innan
hersins og hafi ýmsir af nán
ustu samstarfsmönnum Shu-
kovs horfið. Þegar síðast frjett
ist, var marskálkurinn sjálfur
staddur í Odessa við Svarta-
haf.
Alger þögn hefur undanfarna
mánuði ríkt um Shukov í rúss
neslcum blöðum. Vekur það eft
irtekt, að enda þútt það sje
á hvers manns vöri *n í Moskva
að Shukov sje fallinn í ónáð,
hefur þessu ekkv rerið mót-
mælt opinberlega uf stjórnar-
völdunum.
Sænsk-íslensk
söngskemiun
á þriðpdag,
Á fundi bæjarráðs í fyrra-
dag, var sam)*ykt að heimila
vatnsveitustjóra að láta loka!
fyrir vatnið á öllum bíla-
þvottastöðvum í bænum.
Er þetta gert vegna hins
aukna vatnsskorts, sem gert
hefir vart við sig hjer í bæn-
um síðustu daga.
Bandaríkjamenn
handteknir
BERLÍN: Yfirmaður banda-
ríska hernámssvæðisins í Þýska
landi hefir tilkynnt, að Rússar
hafi nýlega handtekið fjóra
Bandaríkjamenn, þar af eina
konu., fyrir að ganga inn á
Rússneska hernámssvæðið. Til-
mælum um, að fólk þetta verði
látið laust, hefir enn ekki verið
svarað.
Brotist inn í sendiráð
LONDON: — Lögreglan hjer
í borg leitar nú að þjófum, sem
brutust inn í sendiráð Mexico
og höfðu á brott með sjer ýmsa
silfurmuni.
Stríðsfangar flýja
LONDON: — Þrír þýskir
stríðsfangar komust nýlega
undan úr fangabúðum nálægt
Oswestry. Þeir hafa nú náðst
aftur.
NÆSTKOMANDI þriðjudags
kvöld ætla þau Britta Heldt,
sænska sópransöngkonan og
Magnús Gíslason að syngja í
Gamla Bíó. Verður söngskemt-
unin klukkan 7.15. Fritz Weiss-
happel leikur undir á píanó.
Á söngskránni eru sænsk,
íslensk og finnsk lög og enn-
fremur tvísöngur úr óperum.
I næstu viku ætla þau að
halda söngskemtun á Akra-
nesi, en þar er Magnús alin
upp.
209. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 6,15.
Síðdegisflæði kl. 18,35.
Næturlæknir er í læknavarð
stofunni, sími 5030.
Helgidagslæknir er Bj'afrii
Bjarnason, sími 2829.
Næturvörður er í Lyfjabúð-
inni Iðunni, sími 1911.
Næturakstur annast Hrcyfill,
sími 1616.
Dómkirkjan. Messa í dag kl.
5 e. h. Sjera Jón Auðuns.
Hjónaband. Föstud. 26. þ. m.
voru gefin saman í hjónaband
af Pjetri Oddssyni, prófasti,
Hvammi í Dölum, Ágústa Sig-
urðardóttir og Knútur "Ragn-
arsson, verslunarm. Hcimili
ungu hjónanna verður Hátún
17.
Hjónaefni. Nýlega hafa op-
inberað trúlofun sína ungfrú
Salome Þorkelsdóttir, Berg-
þórugötu 59 og Jóel Jóelsson,
garðyrkjumaður, Barmahlíð 18.
I frásögn af norrænu póst-
málaráðstefnunni í blaðinu. £
gær fjell úr í upphafi grein-
arinnar, að Finnar sendu full-
trúa, eins-og hin Norðurlönd-
in.
ÚTVARPIÐ I DAG:
11,00 Messa í Hallgrímnsókn
(sjera Sigurjón Árnason).
12.10—13.15 Hádegisútvarp.
14.00—16.30 Miðdegisútvarp —<
(plötur): a) Vorið eftir Stra-
vinsky. b) Þættir úr „Rósa-
riddaranum“ eftir Richard
Strauss. c) 15.00 Kipnis syng-
ur rússnesk þjóðlög. d) 15.30
Forleikur eftir Debussy. e)
Lagaflokkur eftir Tauber.
18.30 Barnatími (Sólveig Egg-
erz o. fl.).
19.25 Tónleikar: Carneval í
París eftir Joh. Svendsen
(plötur).
20.20 Einleikur á cello (Þór-
hallur Árnason).
20.35 Erindi: Norður Kjöl (Ing-
ólfur Gíslason læknir).
21.00 Lög og ljett hjal (Jón
M. Árnason o. fl.).
22.00 Frjettir.
22.05 Danslög (plötur).
23.00 Dagskrárlok.
ÚTVARPIÐ Á MORGÚN:
8.30— 8,45 Morgunútvarp.
12.10—13.15 Hádegisútvarp.
15.30- —16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Síldveiðiskýrsla Fiski-
fjelags íslands.
20.00 Frjettir.
20.30 Dagskrá kvenna (Kven-
fjelagasamband íslands); Er-
indi: Unga konan og hús-
móðurskyldurnar (frk. E.
Westergaard forstÖðukona).
20.55 Ljett lög (plötur).
21.00 Um daginn og veginn
(Sigurður Kristjánsson fra
Húsavík).
21.20 Útvarpshljómsveitin: —<
Sænsk þjóðlög. — Einsöngur]
(frk. Britta Heldt).
21.50 Tónleikar: Eldfuglinn
eftir Stravinsky (plötur).
22.00 Frjettir.
Ljett lög (plötur).
22.30 Dagskrárlok.
45 Gyðingar drepnir
LONDON: — Það hefir nú
komið í ljós, a, í Gyðingaof-
sóknum þeim, sem áttu sjeí
stað í Kielce í Póllandi fyrir;
skömmu síðan, ljetu 45 manng
lífið. Pólski forsætisráðherram^
hefir krafist þess, að þeir, serd
áttu upptökin að ofsóknunum,
verði teknir af lífi. j