Morgunblaðið - 09.08.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. ágúst 1946 íþróttamennirnir, sem fara til Oslo ÍSLAND hefir sem kunnugt er tilkynnt þátttöku sína í Evrópumeistaramótinu í frjáls- um íþróttum sem 'á að fara fram í Osló dagana W.—26. ág. n. k., 10 ungir og stæltir íþrótta menn eiga að vera fulltrúar okk ar þar og koma þeir til með að keppa í 11 íþróttagreinum. Íþróttasíðan vill nú kynna les- endum menn þessa nokkuð nánar, afrek þeirra til þessa og möguleika til sigurs. Við tök- um þá í stafrófsröð. Björn Vilmundarson, KR, Reykvíkingur, 18 ára og því „drengur" ennþá. Hefir stokk- ið 6,80 m. í langstökki. Kepp- ir í þessari grein og“í þrístökki, en þar hefir hann náð 13,57 m. Björn er efnilegur stökkvari og kemur til með að vera sterk- ur í þessum greinum báðum er tímar líða. Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR, ísfirðingur, 22 ára. Okkar sterkasti spretthlaupari siðustu árin. Methafi í 60 m., 100 m., 200 m. og 300 m. Við tengj- um miklar vonir við hann í þeim tveim greinum; sem hann tekur þátt í, 100 m. og 200 m. hlaupum, þó sigurmöguleikar sjeu ef til vill ekki miklir. Gunnar Huseby, KR, Reyk- víkingur, 22 ára. Gunnar er að líkindum okkar sterkasti mað- ur á þessu móti. Erlendis er hann talinn líklegastur til sig- urs í kúluvarpinu, enda á hann besta árangur í Evrópu á þessu ári í kúluvarpi, 15,69 m (Síðan þetta er skrifað hefir Rússi kast að lengra, 16,59 metra). Vinni Gunnar ötullðga að sigri í kúlu varpi á Em. vinnur hann landi sínu og sjálfum sjer mikinn heiður. Keppir líka í kringlu- kasti, en þar setti hann nýtt ísl. met á dögunum, kastaði 45,40 m. sem er ágætur árangur. Jóel Sigurðsson. IR, Reyk- víkingur, 22 ára. Besti spjót- kastari íslands s. 1. þrjú ár. Hefir kastað spjótinu 59,50 m. 1 sumar, sem er 72 cm. lengra en ísl.metið. Kemur til með að ’verða okkar fyrsti maður yfir 60 m. er tímar líða. Keppir í spjótkasti. Jón Ólafsson, UÍA, 23 ára, i Stefán Austfirðingur. Átti besta kringlukast árangur ársins, 43,31 m. þar til Gunnar bætti Isl.metið á dögunum. Keppir í kringlukasti. Kjartan Jóhannsson, ÍR, Dal- víkingur, 22 ára. Besti milli- vegalengdahlaupari okkar síð- ustu tvö árin. Methafi í 400 m. 800 m og 1000 m. hlaupum. Fyrsti ísl. sem hleypur 800 m. undir 2 mín. Mjög mikill keppn ismaður og má vænta mikils af honum í þessari ferð, þó sigur sje mjög hæpinn. Keppir í 400 og 800 m. hlaupum. Oliver Steinn, FH, Snæfell- ingur, 26 ára. Methafi í lang- stökki og eini íslendingurinn, sem hefir stokkið yfir 7 m. Hann hefir verið meistari í lang stökki 7 s. 1. ár. Keppir í lang- stökki. Óskar Jónsson, ÍR, Reykvík- ingur, 21 árs. Besti* hlaupari okkar á 1500 m. Annar ísl., sem hleypur 800 m. undir 2 mín. Framför hafa orðið geisimikil hjá honum í sumar. Setti nýtt ísl. met í 1500 m. hlaupi á meist aramóti íslands, 4:00,6 mín. Má vænta mikils af hón- um í framtíðinni, þó sigur- möguleikar á Em. sjc;u ekki stór ir. Keppir í 800 og 1500 metra hlaupum. Skúli Guðmundsson, KR, Reykvíkingur 22 ára. Methafi í hástökki 1,94 m., sem er næst besti árnagur okkar samkvæmt finsku stigatölunni. Á Svíamót- inu stökk hann 1,90 m, þá ekki kominn í fulla æfingu. Kemur til með að kljúfa yfir tvo m., með rjettri æfingu og áfram- haldi. Keppir þá í hástökki Stefán Sörensson, HSÞ, Þing eýingur, 19 ára. — Hefir í ár Björn stokkið 14,09 m í þrístökki, sem er ágætur árangur og betra en íslenska metið í þessari grein. Er talinn af kunnugum mönnum, geta stokkið allt að 15 m með tíð og tíma. Keppir í þrístökki og e. t. v. langstökki. Ef möguleikar okkar manna til sigurs eru athugaðir frá öll- um hliðum, þá eru þeir ekki miklir. Aftur á móti heyrist á almenningi, að hann gerir sjer háar vonir um sigur hjá mörgum af keppendum okkar og þá reginheimsku skulum við forðast að gera. Komist einn, jafnvel tveir okkar manna í úrslit, megum við vera ánægð, en því ber ekki að neita að við vonumst eftir sigrti af einum þessara manna, Gunnari í kúlu varpí, enda erum við ekki einir um það. Við megum ekki krefj- ast mikils af þeim í þetta sinn, en vitum að þeir gera sitt besta, en viljum aðeins minna þá á að engin keppni er töpuð fyrr en hún er unnin. Erlend íþróttablöð hafa að undanförnu gert að umtalsefni og getið sjer til um sigurvegara í flestum greinum ig fara þau þá mest eftir árangri sem náðst hefir af hinum ýmsu íþrótta- mönnum í sumar. — Lennart Strandberg, sem er einn þekkt- asti spretthlaupari Svía, en nú farinn að eldast, hefir sett upp skrá með væntanlegum sigur- vegurum, í hinum ýmsu grein- um. Hún lítur þannig út: 100 m hlaup: Donald Bailey, England. 200 m hlaup: Donald Bailey, England, eða Parazek, Tjekkó- slóvakía. Frh. á næsta dálki. \rabar geia Brefum afsvar Jerúsalem í gærkveldi. JAMAL HUSSEINI, aðal- itari æðsta ráðs Araba í Pale tínu skýrði Cunningham, andstjóra Breta f Palestínu, 'rá því, að Arabar þar í landi nyndu taka boði bresku tjórnarinnar um að koma il London til viðræðna um ^alestínumálin, en þó með wí skilyrði, að málin yrðu íkki rædd á þeim grundvelli ið Palestínu yrði skift, eða andið gert að sambandsríkj - im Gyðinga og Araba. — Er ætta svar skoðað sem höfn- m á viðræðnuboðd Breta, því ið það var gengið út frá því, dðræðurnar færu einmitt 'ram á þessum grundvelli, ’°m er í samræmi við tillögur BresK-Ban’drísku Palestínu- nefndarlnnar. •— Annar stjórn armeðlimur í œðsta ráði Ar- aBa hefur skýrt svo frá, að yeriS yæri að athuga mögui. i því að senda fulltrúa til Moskva til viðræðna við ráð- stjórnina, því að Rússar væru einna líklegastir til þess að koma í veg fyrir rangsleitni bá, sem Bretar og Bandaríkja menn vildu hafa í frammi við Araba í Palestínu. — Reuter. Hollandsbanki þjóð- « nýttur. LONDON: — Dr. Beel, for- sætisráðherra Hollands, til- kynti nýlega í þinginu, að stjórnin hefði hug á því, að þjóðnýta Hollandsbanka. — fþróflir Frh. af næsta dálki. 400 m hlaup: -Wint, England. 800 m hlaup: Lanzi, Italía, eða Holst-Sörensen, Danmörk. 1500 m hlaup: Lennart Strand, Svíþjóð. 500 m hlaup: Durkfelt, Sví- þjóð, Silkhuis, Holland eða Wooderson, England. 10000 m hlaup: Heinström, Finnland. 110 m grindahlaup: Braek- man, Belgía. 400 m grindahlaup: Cros, Frakkland, Storskubb, Finnland eða Sixten Larsson, Svíþjóð. 4x100 m: England eða Hol- land. 4x400 m.: England, Svíþjóð eða Danmörk. Kúluvarp: Huseby, ísland. Spjótkast: Nikkanen, Finn- land eða Daleflod, Svíþjóð. Kringlukast: Consolini, Ítalía Sleggjukast: Erik Johannsson eða Bo Eriksson, Svíþjóð. Langstökk: Mjög óvisst. Stangarsíökk: Erling Kaas, Noregur. Þrrístökk: Bertil Johannsson, Svíþjóð. Allar íþróttagreinarnir eru eru ekki með á þessari skrá, t. d. vantar hástökkið, en þar eiga Svíarnir Lindekranz, sem hefir í sumar stokkið 2,01 m og má telja hann líklegastan til sigurs þar. Aftur á móti talpr Strandberg um D. Bailey, sem líklegan meistara á 100 m en hann mun ekki keppa, þar sem hann er ekki Evróþumaður. Vp. — Skaðabófakröfur Framh. af 1. síðu. einn í landi. Dánarbætur skip- verja eru samtals kr. 7,325,- 499.00. Dánarbætur farþega kr. 658,- 438.72. Slysabætur kr: 184,228.00. Dagpeningar og sjúkrahjálp kr. 80,012.84. Samtals kr. 8,248,178.56. 2. Bætur, sem greiddar hafa verið fyrir 19 skip, sem farist hafa eða skemmst af stríðsvöld- um nema samtals kr. 17,212,- 491.26. Kr. 13,928,138.57 hafa verið greiddar í bætur fyrir farm, sem farist hefir 1 íslenskum skipum eða skipum í þjónustu íslendinga á stríðsárunum. Eins og áður er sagt eru allar kröfur miðaðar við greitt trygg- ingarfje og taka nefndarmenn fram, að þeim sje ljóst, að í ein- stökum tilfellum mundu dóm- stólar hafa dæmt hærri bætur, ef til þeirra kast® hefði kom- ið, og að raunverulegt tjón við- komenda og þjóðfjelagsins í heild er að sjálfsögðu miklu meira en dánarbætur, ákveðn- ar af dómstólum mundu segja til. Ástæða þess að tryggingar- bætur eru lagðar til grundvall- ar er m. a. sú, að aðrar þjóðir hafa haft þann hátt í sínum kröfugerðum. Utanríkisráðuneytinu hefir verið sent afrit af kröfugerð- inni með tilmælum um að það komi kröfunum á framfæri á þann hátt, sem það telur heppi- legastan." — Friðarráðsfefnan Frh. af bls. 1. málum þeirra framgengt. — Fulltrúi Júgóslava lýsti því yfir, að ef svo færi, að einföld um meirdhluta væri veitt úr- slitavald um einstök mál, þá myndi þátttaka Júgóslava í ráðstefnunni verða bundin mörgum og margvíslegum fyrirvara. , Molotov svarað. Dr. Evatt tók næstur til máls. Kvaðst hann ekki sKuja, hvað Molotov gengi til með þessari afstöðu sinni. •— Hann sagði, og dagskrárnefndin hefði samþykt fyrgreinda málamiðl- unartillögu Breta með meira en tveim þriðjungum greiddra atkvæða, sem Molotov vildi endilega halda sjer við. Alex- ander tók í sama streng, og sagði, að málamiðlunartillaga Breta hefði ekki einungis að baki sjer meira en 2/3 atkvæða í dagskrárnefndinni, heldur einnig 3/4 atkvæða í nefnd ut- anríkisráðherra fjórveldanna. Hann vísaði og á bug öllum á- sökunum Molotovs í garð Breta og Bandaríkjamanna. Sagði hann, að það væri í hæsta máta kynlegt af Molo- tov að ætla að fara að flytja á allsherjarfundinum sömu ræðuna og hann hefði al-ltaf verið að flytja á fundum dag- skrárnefndarinnar í 8 daga og nokkrar nætur. Málið óútkljáð. Að loknum ofangreindum orðaskiftum var fundi frestað til morguns, án þess að málið fengi endanlega afgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.