Morgunblaðið - 28.08.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxailói: Breytileg átt og — Skúrir, en bjart á milli. Miðviltudagur 28. ágúst 1946 FEÁ FUNDI norrænu ping- mannanna. — Frásögn próf. Gunnars'Thoroddsen. Sjá bls. 2. Þessir eiga að semja við okkur Þessir menn eru í dönsku samninganefndinni, sem kom hingað í fyrradag. Myndin er tekin af þeim í danska sendiherrabústaðnum nokkru eftir komu þeirra. í fremri röð eru, talið frá vinstri: Paul Niclasen, landsþingsmaður, Færeyjum, Hans Hedtoft, fyrv. ráðherra, próf. Erik Arup, O. C. Mohr, sendiherra. Hann er formaður nefndarinnar. Halfdan Hendriksen, fyrv. ráðherra, Rytter, landsþingsmaður og fyrv. borgardómari og Ilolst-, þjóðþingsmaður. — Að baki þeirra standa, talið frá vinstri: Andreas Möller, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, dr. phil. Aage Gregersen, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Þá koma Herluf Thomsen, kaupmaður og Smith, lögþingsmaður, báðir Færeyingar o"- lengst til hægri er Janus Paludan, ritari í utanríkisráðuneytinu, en hann er ritari nefndarinnar. (Ljósm. Mbl.: Fr. Clausen) Skilyrðin góð fyrir síldina — en er hún farin framhjá ÁRNI FRIÐRIKSSON, fiskifræðingur, kom heim s. 1. laugar- dagskvöld. Eins og áður hefii-verið getið sat Árni fund alþjóða hafrannsóknaráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi á dögun- um og mætti þar sem fulltrúi íslands. En hafrannsóknaráðið samþykkti sem kunnugt er, að leggja til að Faxaflói verði íriðaður fyrir botnvörpuveiðar. Árni Friðriksson er nú önn- um kafinn við að skrifa skýrslu til ríkisstjórnarinnar um gang þessa merkilega máls. Þegar því er lokið mun hann láta blöðunum í tje upplýsingar í málinu. Annars var ljett hljóðið í Árna, er tíðindamaður blaðs- ins átti tal við hann í síma. Hann var mjög ánægður með utanförina. Bætt skilyrði fyrir síidina. Hitt þótti Árna mjög miður farið, hve síldveiðarnar hjer hafa brugðist í sumar. Ekki taldi Árni þó með öllu útilok- að, að enn kynni að koma síld- arhrota. Hann sagði að hitinn í sjónum fyrir Norðurlandi hefði minkað verulega í norð- anbrælunni vikuna sem leið, og væri sjávarhitinn nú 7—8 stig. Þeíta væri hinn ákjósanlegasti hiti fyrir síldina, en til þessa í sumar hafi sjórinn fyrir Norð urlandi verið of heitur. Einnig væri það góðs viti, að með kalda sjóhum nú kæmi mikil og góð áta. — Skilyrðin eru því hin á- kjósanlegustu eins og stendur, sagði Árni Friðriksson; bara að síldin sje ekki öll farin framhjá Við skulum vona, að svo sje ekki. Svanhiidiif Oiafs- dóifir fsr fil Moskva SVANHILDUR ÓLAFSDÓTT- IR, íulltrúi við utanrikisráðu- neytið, er farin hjeðan fvrir nokkrum dögum síðan áleiðis til Moskva. Þar mun hún leysa Pjetur Thorsteinsson, sendiráðsritara, frá störfum, meðan hann er í sumarleyfi, í nokkrar vikur. London í gærkveldi. MacKENZIE KING, forsætis- ráðherra Kanada, er nú á leið heim frá ráðstefnunni í París, en þar hefir hann verið aðal- fulltrúi þjóðar sinnar. Hann fór í dág með hafskipinu „Queen Mary“ frá Southampton áleiðis til Bandaríkjanna Hann sagði frjettamönnum, að hann myndi ekki segja neitt um friðarráð- stefnuna, fyrr en hann kæmi heim til Kanada. — Reuter. Islendingar geta kynnt sér Radartækin VERKSMIÐJA sú í Eng- landi er framleiðir Radar- tækin, ætlar að halda nám- skeið í uppsetningu og með- ferð þeirra. Hefur hún t.il- kynnt umboðsmönnum sín- um hjer í Reykjavík, Electric h.f., að íslendingum muni verða gefinn kostur á að sækja þau. Hefur stjórn verksmiðjunn ar látið í ljós þá ósk, að þeir íslendingar, er kjmnu að sækja námskeiðin væru raf- virkjar, útvarpsvirkjar eða loftskeytamenn. Þá telur hún hafa besta undirstöðu kunnáttu, til þess að fara með radartækin. Námstími þeirra yrði um það bil % mánuður. Námskeðin fara fram í rad arverksmiðjunum, Metropoli an Wickers í Manchester. Tœki fyrir fiskiskip. Enn sem komö er framleið ir verksmiðjan eingöngu stærri tæki. Þau er aðens hægt að nota á verslunar- og farþegaskipum og stærstu togurum. En á vori komanda hefst framleiðsla smærri tækja, sem byggð verða íyrir fiskiskip. í boði Stalins London: Stalin marskálkur bauð nýlega þeim fulltrúum framkvæmdanefndar breska verkamannaflokksins, sem nú eru í Rússlandi til mikillar veislu í Kremlin. Skoðanakönnun um skipulögð fjárskipti Sokið í GÆR skýrði Sæmundur Friðriksson, framkvæmdarstjói'i Sauðfjársjúkdómanefndar, blaðamönnum frá atkvæðagreiðslu þeirri, er nefndin hefir látið fara fram meðal bænda, sem búsettir eru á mæðiveikissvæðunum, og samkvæmt lögum eru atkvæðisbærir, um það, hvort þeir eru með eða á móti fjárskiptum á hinum sýktu svæðum. í tilefni af því að Sauðfjár- 1 sjúkdómanefnd hefir þráfald- lega orðið vör við það, að vax- andi áhugi var meðal bænda á mæðiveikissvæðunum fyrir fjár skiptum, og í sumum hverjum hreppum mjög almennur, var það samþykkt á fundi í nefnd- inni þ. 29. maí s. 1. að láta fara fram skoðanakönnun um það, hverjir af bændum á sýktu svæðunum væru með og hverj- ir á móti því að skipulögð fjár- skipti færu fram á svæðunum. Ákveðið var að skoðanna- könnun þessi skyldi fara fram á svæðinu frá Ytri-Rangá að austan og vestur um land og norður að varnargirðingunni úr Berufirði í Steingrímsfjörð og þaðan austur um að Hjeraðs- vötnum. Sauðfjársjúkdómanefnd skrif aði og sendi brjef út til allra hreppsnefnda og oddvita á þessu svæði, og þeir beðnir um að láta þessa atkvæðagreiðslu fara fram í sambandi við kosn- ingarnar í vor. Úrslit kosninganna hafa bor- ist nefndinni og hefir þátttaka yfirleitt verið mjög góð, en í nokkrum hreppum hefir þó kosning ekki farið fram, og á Snæfellsnesi vestan varnargirð- ingarinnar frá Skógarnesi í Álftafirði, var svo lítil þátttaka að niðurstöður þaðan eru ekki teknar með á skýrslu nefnd- arinnar, enda veikin mjög lítil á nesinu enn sem komið er. Atkvæði hafa nefndinni bor- ist og verið talin og tekin upp á skýrslu frá 88 hreppum og 3 kaupstöðum þ. e Reykjavík, Hafnarfirði og Akranesi. Atkvæðisbærir fjáreigendur voru alls á þessu svæði 2791. Af þeim greíddu 2324 atkvæði. Já sögðu, eða með því að skipu- lögð fjárskipti færu fram, 1509. Nei sögðu, eða voru á móti því að fjárskipti færu fram 691. Auðir og ógildir seðlar voru 124. Athugandi er, að ekki er hægt að telja töluna um atkvæðis- bærra fjáreigendur fullkom- lega rjetta, þar sem ekki er vit- að nákvæmlega eftir kvaða laga ákvæðum var farið á hverjum stað, er kosning fór fram. í fyrstu var ætlað, að at- kvæðisbær væri sá fjáreigandi, er ætti 25 kindur við áramótin áður en kosningin færi fram, en síðar var því breýtt og þá á- kveðið að atkvæðisbær væri sá fjáreigandi, er hefði átt 25 kind- ur er veikin hafði brotist til hans. Til þess að kosning sje lög- tnæt, og með því gert fært að láta skipulögð fjárskipti fara fram, þurfa minst % þeirra er atkvæði greiða að vera með fjárskiptum og verður það jafn framt að vera minst % atkvæðisi bærra fjáreigenda. Aðeins í báðum Húnavatns- sýslunum hefir hefir kosningin náð nægilegu fylgi og þátttöku til þess að vera lögleg, ef til fjárskipta kæmi. í Skagafirði vestan vatna hef- ir fylgi verið nægjanlegt meðal þéirra sem atkvæði greiddu en þátttaka of lítil, til þess að lög- legt sje að til fjárskipta geti komið. En ef Húnavatnssýslurn ar báðar og Skagafjörður vest- an vatna væru skoðuð sem ein heild, þá væri bæði fylgi og þátttaka nægilega mikil til þess að fjárskipti væru fram- kvæmanleg á þeim svæðum. Skýrslur nefndarinnar um atkvæðatöluna hafa verið send- ar til landbúnaðarráðherra, og er mjög líklegt að þetta mál verði tekið fyrir á næsta þingi. Helmsótii fornar stöðvar GUNNAR Ólafsson, kaupm. og útgerðarmaður í Vestmanna eyjum hefir dvslið hjer um nokkurt skeið að undanförnu, en fer heimleiðis í dag. Gunnar brá sjer austur i Skaftafellssýslu á dögunum og heimsótti fornar stöðvar, en þangað hafði hann ekki komið í 37 ár. Gunnar fer ekki dult með, að bestu árin sem hann hefir lifað hafi verið þau, er hann dvaldi með Skaftfelling- um. Hann á marga vini og góð- kunningja eystra, og hann hef- ir, síðan hann settist að í Vest- mannaeyjum greitt götu margra Slcaftfellinga, sem til hans hafa leitað. Gunnar ljet vel yfir för sinni austur. Gladdi hann mjög að sjá hve framfarir eru miklar eystra og almenn velmeguu fólks. Skrúðgarðor við Káskólann HÁSKÓLAREKTOR hefir sent bæjarráði brjef, þar sem hann fer þess á leit við bæjar- sjóð, að hann verði látinn. standast kostnað af, að látg gera skrúðgarð í „skeifunni“ fyrir framan háskólabygging- una.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.