Morgunblaðið - 12.09.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 12. sept. 1946 Er ekki rétt nð rjnfa þögninn? ÞAÐ ER MÁSKE einkamál mitt og öðrum óviðkomandi, að fyrir fullum 8 árum fann jég til lasleika. Tók jeg að þjást af svefnleysi, kendi þreytu, meira en ástæður voru til, ef allt hefði verið eðlilegt. Leið þannig nokkur tími án þess jeg ljeti á þessu bera eða leitaði mjer bóta þessara meina minna. Jeg fann að þetta ágerðist. Loks kom þar að, að jeg hafði fyr- ir alvöru tekið ógleði, mist starfsþrek, starfsvilja og fannst jeg vera að verða leið ur á lífinu. Jeg var í þann veginn hættur að elska lífið og er slíkt órækt merki um hrörnun og fulkomna van- líðan. Jeg rjeði af að ieita lækna. Skoðuðu mig alls fjórir lækn • ar. Eru þessir menn óefað ágætlega lærðir í sinni grein, hafa góðan starfsferil að baki sjer, standa í fylkingarbrjósti stjettarbræðra sinna og hafa allir óskorað álit almennings. Þeim d^dist ekki að jeg var vanheill og þurfti að fá bót meina minna. Þeir vildu mjer allir vel. Til úrbótar þessu ástandi mínu beittu þeir með- alafræði sinni, en öll þeirra góða viðleitni reyndist sein- virk, og fann jeg því miður litla framför hjá mjer. Að vísú virtist mjer bati meina minna aðra stundina, en fljótt vildi síga aftur á ógæfuhlið- ina. Gekk þetta svona lengi til. Vorið 1939 rjeði jeg af að hætta vinnu, yfirgefa heim- ili mitt og láta fyrirberast uppi í sveit yfir sumarið og! sjá hverju fram yndi. Töldu læknar, sem með höfðu að gera, að jeg gæti haft gott af því, Jeg fann að allveru- lega var orðið bogið við á- standið og ekki var eðlilegt að yfirgefa starf og heimili og að nokkru leyti að yfir- gefa eða flýja sjálfan sig, en hvað um það. Þetta skýldi ske. Leið sumarið og leitaðist jeg við að lifa heilsusamlega, njóta sólar, heitra og kaldra vatnsbaða o. s. frv. en lítill var batinn. Kom jeg heim, er hausta tók, en með Htinn bata. Leið svo fram til hausts og vetrar, að ársól lífsins rann ekki upp fyrir mjer. Hjelt jeg áfram að leita á fund minna ágætu lækna, sem vildu mjer gott gera, en viðreisnin gekk illa. Spurði jeg læknana að því hvað að mjer gengi, en þeir gáfu mjer lítil og óákveðin svör. Hafa víst álitið að jeg hefði ekki gagn af að vita það. Það ijek þó ekki á tveim tung um, að jeg var þjáður og nídd- ist niður fyrir aldur fram. Nú kom óvænt atvik fyrir. — í byrjun ársins 1940 lætur Jó- nas Kristjánsson, læknir á Sauðárkróki af hjeraðslækn- isembætti, flytur til Revkja- víkur, stofnar Náttúrulækn- ingafjela^ íslands og tekur til starfa hjer í bæ. Gekk jeg í fjelagið þegar við stofnun þess, kynntist Jónasi og bar mig upp við hann útaf þessu | vandræða ástandi mínu. — sHann tjáði mjer, að hjer væri |um að ræða hrörnunarsjúk- dóm, sem kæmi af óhollri og ! dauðsoðinni fæðu. Af þessu jsagði hann að margir þjáð- 'ust að meira og minna ieyti. ^Hjer dygðu meðul lítið. Það 1 eitt væri til úrbóta að breyta |um lifnaðarháttu. Sýndi hann mjer fram á, með mÖrgum jfögrum orðum, hvað jeg , þyrfti sjálfur að gera til að öðlast bata og batinn fengist, ef jeg vildi fylgja ráðum sín um. Þegar hann hafði iokið máli sínu fannst mjer jeg vera orðinn talsverður heilsufræð ingur. Að minsta kosti var jegj sannfærður um, að jeg væri orðinn sá skottulæknir, að jeg gæti talsvert hjálpað mjer sjálfur og jeg var staðráðinn í að bjóða þeim sjúkleik byrg inn, sem þjáði mig. Næsta skref mitt var nú að fara að ráðum Jónasar eftir því, sem framast var unnt. Leið ekki á löngu þar til jeg fann til bata. Jeg tók gleði mína, starfsþrek og starfs- vilja og eftir að jeg hafði hlýtt hans fyrirmælum um tveggja ára sHeið var jeg orðinn heilsu góður, og nú er jeg mun yngri líffræðilega sjeð, en jeg var fyrir átta árum, enda þótt jeg sje komin á efri ár. Gaman hefði verið, að til- færa hjer leiðbeiningu Jó- nasar orðrjett, en hjer* er Sjölugsahnæli Nokkrir verkamenn geta fengið atvinnu. — Upplýsingar á skrif- stofunni. — Ekki svarað í síma. M. HAMHR <$> Þvottasódi fyrirliggjandi. || ~J4\riótján65oii (Jo. hvorki tími nje rúm til þess. Hitt vil-jeg segja. Það er gott' og gagnlegt að tala við Jónas Kristjánsson. Hann talar von litlum kjark og traust á því' máli, sem hjartað skilur. —J Hann er fyrirferðarlítill og| látlaus í.háttum, en stærri í lærdómi og stærstur þó í vilj anum til hins góða. Jeg er þeim læknum þakk- iátur, sem beittu meðala- tækninni mjer til bata. Meðul in hafa sjálfsagt átt sinn þátt í að tefja fyrir veikinni og varna því að jeg fjelli dýpra í haf ógæfunnar, en raun varð á. Þó þykist jeg standa í mestri þakklætisskuld við Jónas Kristjánsson, sem beitti; róttækari aðgerðum studdum af þekkingu hans í manneld- is- og naéringarfræði, enda snerist þá alt við til hins þráða bata. Það er sannfæring mín að Jónas Kristjánsson sje ágæt- lega lærður manneldis- og næringafræðingur, og þó jeg geti ekki rökstutt þessa sann- færingu fræðilega, þá verður hún ekki tekin frá mjer, svo er hún rótgróin. Jónas Krist- jánsson er þrumuguð nýs tíma og nýrrar stefnu í heil- brigðismálum í iandi hjer. — Hann er sífelt önnum kafinn. Hann er að leggja hornstein að framtíðarhöll náttúru- iækninganna hjer hjá oss. — Hann lifir ekki í árum held- ur öldum og hugsar ekki um að fá dagkaupið að kvöldi. Hann er langsýnn og fram- sýnn og í framsýninni fyllir hann snildarmagn vilja síns og hugsjóna. Til hans leita ungir og gamlir, ríkir og fá- tækir, vitrir og einfaldir og allir hafa eitthvert gagn af að finna hann. Hann er gædd ur mikilli náðargáfu. Sagan segir, að þar sem meistarinn frá Nazaret fór, fjekk öll mannleg eymd mál og gat komið framfyrir hann með kveinstafi sína og hann veitti öilum einhverja úrlausn. ■— Líkt er farið með Jónas Krist jánsson, ef rjett er að gáð. P. Jak. Arabarlkin andyíg skipHngu Palestínu FORSETI sýrlenska þingsins, sem situr Palestínuráðstefnuna í London, flutti í dag ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir af- stöðu Arabaríkjanna til Pal- estínu. Hann kvað Arabaríkin sammála um það, að ekki kæmi til mála, að Palestínu yrði skipt, til að þjónkast innflytjendum, sem enga kröfu ættu til lands- ins. Arabar litu svo á, að hinir rjettmætu íbúar landsins ættu að geta lifað frjálsu og öruggu lífi, en allur Arabaheimurinn vildi stuðla að rjettlátri lausn þessa erfiða máls. Gyðingavandamálið, sagði sýrlenski forsetinn að væri vandamál alls heimsins, og sem slíkt ætti að leysa það. Hann bætti því við, að Arabaríkin vildu meir en gjdrnan hafa samvinnu við Breta, svo lengi, sem það væri öllum aðilum í hag. — Reuter. HELGA ÞORÐARDOTTIR, Brjánsstöðum, Skeiðum, á sjötugsafmæli 12. þ. m. Helga er fædd í Þrándar- holti, Gnúpverjahreppi, dóttir Þórðar bónda þar Oddssonar frá Austurhlíð, Biskupstungum, og Önnu Pálsdóttur Jónssonaf, Brúnastöðum, Flóa. Á hún til merkra að telja i báðar ættir. (Einn ættfaðir hennar sjera Sveinbjörn Þórðarson átti 50 börn eftir því sem annálar herma). Víst er um það að Helga ber öll merki góðrar ættgöfgi, við- mót allt og dagfar á sjer fáa líka, enda er heimilisbragurinn eftir því, og munu svo allir mæla er þangað koma og því heimili kynnast. Helga giftist 1903, Jóni Sig- urðssyni, Teitssonar, bónda í Skáldabúðum Jónssonar, og Guðríðar Jónsdóttur bónda í Haga, Halldórssonar, mesta ágætismanni, og ólu þau sinn búskap á Brjánsstöðum. Mann sinn misti Helga 20. apríl 1934, eftir ástríkt hjónaband, svo orð var á gert. Byrjuðu þau búskap blásnauð, en urðu brátt rík, það er að segja af börn- um, því þau urðu 18 talsins auk fóstursonar. 14 komust upp, 5 stúlkur og 9 piltar, er reynd- ust þeim gulli betri, því sam- eiginlega erjuðu þau svo vel jorðina og gerðu henni til góða, að frá því að vera grýtt leigu- jörð, er hún nú i fremstu röð býla á Skeiðum og þó lengra væri leitað, búin öllum tækjum inni sem útifyrir, vel húsuð og orðin sjálfseignarjörð. Stöðugt er grætt út og bætt við bú- stofninn. Búið hefir Helga ann- ast með börnunum síðan maður hennar ljest, en næstelsti sonur hennar, stendur fyrir búinu, og er henni traustasta stoð, enda búforkur mikill, hagsýnn mjög og mesti framfaramaður. Jeg ætla að segja hjer frá Smáatviki, því það lýsir vel hversu Guðmundur metur móð- ur sína mikils. — Við hjónin vorum þar í heimsókn sem oft- ar fyrir nokkrum árum. Þetta var í byrjun túnasláttar og sól hátt á lofti. Við sátum úti á túninu, en systkinin voru í óða önn að snúa. Alt í einu gerir hellidembu og Guðm. ræður fólkinu að taka saman í flug- hasti, en 1 því kemur móðir hans út og segir: „Guðmund- ur minn, jeg held að enn nauð- synlegra sje að forða ullinni, því hún má við svo litlu, en hún var öll útbreidd“. „Æ, held- urðu það mamma,“ segir Guð- mundur, því honum var sárara um heyið. Hugsar sig um augna blik en hleypur svo í snarkasti að bjarga ullinni. Mjer fanst þetta svo fallegt af honum að það festist mjer í minni, en slík er öll sambúð þeirra og systkinanna. Helga varð fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína Jóhönnu 1938, mestu eftirlætisstúlku um tvítugt, er var hugljúfi allra. Kom það sjer þá vel að Helga er trúarsterk og treystir því alveg, að þeir látnu lifi og sjeu með manni eftir sem áður. — Hún ann sálarrannsóknunum af heilum hug, er þar vel 'lesin og telur þar sitt hálfa líf, og ekki standa börnin þar á móti, en styrkja hana í því sem öðru Helga er margfróð um marga hluti, gamansöm og hnyttin. Hjartagæsku hennar er við- brugðið og telur hver sjer það lán að koma börnum sínum til hennar og kalla þau öll hana ömmu, hvort sem þau eru skyld henni eða ekki, og þar á meðal dóttir mín. Rausnarleg og gjöful er Helga og ætíð er hún veitir, er sem henni sje stór greiði gerð- ur, og er eins um alt hennar fólk. Jeg er ekki eins viss um neitt og það að Helga á góða og langa lífdaga fyrir höndum í orðsins fylstu merkingu. Því svo góðu fræi hefir hún sáð um dagana að uppskeran þar getúr ekki brugðist. S. M. Ó. 3x$><^<3><3><$><§x§><$^><§><$><3><$x^<$><$><$x$*^<$><§K§>3>3><$>3><$k$><$><$><^<$><3><$><§><§><$x$><$><§><$^ írá iðnskólanum á Akranesi IÖnskólinn verður settur þriðjudaginn 1. okt. I I Ný nemar sendi umsöknir sínar til Magnús- | ar Jónssonar, Vallarstræti 13, fyrir 25. þ. m. Skólastjórinn. Bifreið I 6 manna Hudson 1937, til sýnis og sölu á | | „Hótel ísland“-torginu, eftir kl. 1 í dag. — Tækifæriskaup. & í ^$*^<£<$,<$><$><^^<§>'$><$>3><$><$x$><$x$><$><^<$x$^<£<$><s><$><$x$><$><^<^<^<$><^<$><$><$><§k$><$><$><^<$><$x$x$><$><$h Sendisveinar Vantar tvo sendisveina, nú þegar. Samband íslenskra samvinnuf jelaga. | <S>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.