Morgunblaðið - 22.09.1946, Page 10

Morgunblaðið - 22.09.1946, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. sept. 1946 4fé/Ji l§llf •] mm'jwmm.’i. w SmWÆwi gps: 61. dagur „Jeg veit það ekki. En eitt veit jeg, að jeg verð að fitja upp á einhverju nýju. Jeg var skuld- ugur áður en stríðið hófst. Verðlag hafði þá verið slæmt árum saman. Og nú er jeg ör- eigi“. „Jeg get hjálpað þjer“, sagði hún. Hann ljet sem hann heyrði ekki og sagði: „Það er best að við snúum okkur að því, sem gera þarf“. Hún kafroðnaði og reis á fætur. „Það er allt þarna í peninga- skáp gömlu konunnar“, sagði hún. Þau verða samferða inn í svefnherbergi gömlu baróns- frúarinnar. Þar stóð altari og gimsteinum prýtt Maríulíkn- eski á því. Barónsfrúin dró til hliðar kniplingatjald á veggn- um. Svo tók hún upp lykla- kippu og lauk upp hurð á pen- ingaskáp, _sem var falinn í veggnum. Út úr honum tók hún stranga af blöðum og bundið snæri utan um. Hún rjetti hon-« um strangann. „Ætli það sje ekki alt þarna?“ Hann leysti bandið af stranganum og athugaði skjöl- in. — „Jú, þau eru öll. Má jeg brenna þau hjerna í arninum? Jeg er ekki í rónni fyr en þau eru öll úr sögunni“. „Gjörðu svo vel“. Hann rakti skjölin sundur og "kveikti í þeim. Hún horfði stöð- ugt á hann og varir hennar titruðu. Skjölin fuðruðu upp, þessi leyniskjöl fámenns flokks| sem lengi hafði boðið her norð- anmanna byrginn. Þegar ekk- ert var eftir nema öskuhrúga, greip hann hatt sinn. Þá sagði hún alt í einu: ,,Jeg sagði að jeg gæti hjálpað þjer, Hector“. „Jeg heyrði það“. „Veistu . hvað jeg á við?“ spurði hún og kafroðnaði. „Jeg veit að þú ert rík, Eli- ane. Þú hefir aldrei geymt öll egg Þín í einni körfu. Þú átt eignir á Martinique og í Frakk landi. En jeg get ekki þegið lán hjá þjer — það er úti- lokað“. „Jeg átti ekki við það að lána þjer fje“. Það var komið fram á var- irnar á honum að segja: „Þú ert þá sú fyrsta í de Léche- ættinni, sem gefur nokkuð“. En slíkt má maður ekki segja. Hann sagði því: „Jeg get ekki þegið gjafir af þjer“. Svo ætlaði hann að fara, en það var ekki hægt, því að hún stóð milli hans og dyranna. Það var eins og hún ætlaði sjer að láta hann ekki sleppa fyr en þau hqfðu talað út um þetta. En hann hugsaði: „Jeg á hjer ekki heima. Jeg hefi altaf ver- ið framandi í þessu landi“. Hún sagði: „Hatar þú mig, Hector?f‘ „Nei, vissulega ekki“. Og þó vissighann að stundum hat- aði hann hana. „Jeg átti ekkj við það að lána þjer fje“. Hún skalf Svo spenti hún greipar og sagði óðamála: „Jeg vil giftast þjer, Hector! Þá breytist jeg, því að jeg elska þig. Jeg hefi elskað þig síðan jeg sá þig í fyrsta skifti. Jeg verð ambátt þín. Jeg skal hlýða þjer í einu og öllu. Jeg hefi hingað til lifað eins og karl- maður. Þess vegna get jeg tal- að svona. Jeg hefi ekki viljað trúa því að konur eigi að vera auðmjúkar og undirgefnar“. Hún fór að gráta, en hjelt þó áfram að tala: „Mjer hafa orð- ið á margar vfirsjónir, en ham- ingjan veit að það er alt sam- an því að kenna að jeg hefi alt- af elskað þig, en þú hefir ekki viljað líta við mjer. Heldurðu að jeg gæti gert mig svo auð- virðilega að viðurkenna betta, ef jeg elskaði þig ekki? Þú ættir að vita hvernig ástin fer með konu eins og mig. Jeg skal gera alt sem þú vilt, jeg skal----------“. Hún hneig niður á rúmið, fól andlitið í höndum sjer og titr- aði af ekka. Fonum var ekki rótt. En hann hr°„<HI!i sig ekki. Og eftir nokkr„ '•‘■und sagði hann: „Það er o' o,'int að tala um þetta. Af því gæti ekki leitt annað en armæða og böl. Og nú er jeg farinn“. Hann hinkraði þó ofurlítið við. Hún grúíði sig niður í rúm- ið. Þar sem gamla barónsfrúin hafði andast, en svaraði engu. Þá sagði hann: „Vertu sæl, og líði þjer vel“. Svo fór hann. Hann hrylti við þessu, hvernig hún gat troðið sjálfsvirðingu sína und- ir fótum. Síðan fór hann niður í eld- hús til þess að kveðja þau Seraphine og gamla manninn. Hann talaði við þau nokkra stund, en vissi varla hvað hann sagði. Og þá var hringt og Seraphine fór til dyra. Hann varð því að bíða, því hann kærði sig ekki um að mæta gestinum. En þegar Seraphine hleypti gestinum inn sá hann í gegnum grindur að þetta var unga stúlkan frá Boston. Honum brá mjög við þetta, og hugaræsingin, sem hann hafði verið í, sjatnaði sam- stundis. Honum fanst sem hún hefði verið af guði send einmitt á þessari stundu. Hann hugsaði: Jeg ætla að bíða og ná tali af henni. Jeg ætla að leiðrjetta misskilning- inn, sem varð okkar á milli hjá föður Desmoulius. Hann beið því og þegar þær Agnes og Seraphine komu aft- ur, gekk hann rösklega fram á ganginn. Það var svo dimt að þau hefði ekki þekst þar. En um leið og hann ávarpaði Sera- phine sagði unga stúlkan: „Ó, það eruð þjer, Mac Tavish“. „Já, og mig langar til að tala við yður“. „Þjer ættuð ekki að vera hjer few Orleans. Vitið þjer ekki að fje hefir verið lagt til hö’ T yður?“ -i. brosti: „Jeg kem og fer j eins og mjer sýnist. Þeir eru engir snillingar í sinni grein“.; „Jeg er hrædd að vita af yð- ur hjer“. „Það er óþarfi. Jeg fer bráð- j um aifarinn hjeðan“, | Strákurinn og einbúinn Eftir E. V. LUCAS 3. að velta fyrir sjer sögum um hversu skjaldbökuegg væru góð á bragðið, sneri aftur niður að ströndinni og fór að leyta þar að einhverju ætilegu. Og hann minntist sagn- anna um það hversu altaf væri matarlegt á svona eyjum og sagði hátt: „Miklir lygarar eru þessir karlar sem segja að allar eyðieyjar sjeu einhver paradís á jörðu. Hann ætlaði svo að fara að leggja sig aftur, þegar hann allt í einu sá vel troðinn götuslóða rjett hjá sjer. Og þó Kjammi væri svangur, fannst honum fyrst í stað ieiðinlegt, að eyjan skyldi þá ekki vera óbygð eftir allt saman, en þessi eftirsjá hans hvarf fljótt, þegar hann fór að hugsa um að nú fengi hann sjálfsagt bráðlega mat svo um munaði. Hann lagði nú af stað eftir troðningnum, sem lá inn á eyna. Götuslóðinn lá upp í móti og fór sífellt hækkandi. Þegar Kjammi hafði gengið æði langt frá sjón- um, beygði götuslóðinn skyndilega bak við stóran klett, og Kjammi sá fyrir sjer gamlan mann með langt, grátt skegg. Hann sat og var að skrifa við borð í hellismunna einum. Þeir urðu báðir jafnhissa á að hittast þarna, gamli mað- urinn svo steinhissa að hann spratt upp og velti bæði borðinu, stólnum og þá náttúrlega blekbyttunni líka. Kjammi litaðist um til þess að vita hvort hann fyndi ekki eitthvað til að styðja sig við. Þar sem hann fann ekki neitt slíkt, settist hann niður flötum beinum og glápti á gamla manninn. Hann hefði gjarna viljað taka upp fyrir hann blekbyttuna, en var svo máttvana að hann gat helst ekki hreyft sig. Og gamli maðurinn glápti á drenginn, og Kjammi fór að halda að hann myndi aldrei ætla að segja nokkurt einasta orð. Eftir stundarbið tók karlinn upp blekbyttuna. Eftir það glápti hann aftur á drenginn og sagði svo. — Hvað ert þú? — Jeg heiti Jón og strákarnir kalla mig Kjamma. — Nei, nei, sagði gamli maðurinn. Jeg meina hvað ert þú. Jeg sagði hvað, ekki hver. Þú ert þó ekki strákur, Skotar hlæja yfirleitt að þjóðunum og hjólreiðamönnun- skrítlum, sem birtast um þá í um? Nú varð vandræðaleg þögn. Svo sagði hann: „Mig langar til að tala við yður um það, sem okkar fór á milli hjá prestin- um. Jeg er hræddur um að þjer hafið fengið það álit á mjer þá, að jeg sje dóni. En jeg dró yð- ur aftur inn í húsið vegna þess að óviðkomandi hlustaði á okk- ur, sem aldrei skyldi verið hafa“. Þá opnaði hún handtöskuna sína og tók upp úr henni knipl- ingum kögr^ðan vasaklút og rjetti honum: „Að þessu sinni get jeg gefið yður minjagjöf", sagði hún. „Jeg var dauðhrædd um það, að þjer munduð álíta mig vanþakkláta, en jeg segi yður alveg satt, að þá hafði jeg ekkert til að gefa yður“. „Þakka yður fyrir, ungfrú Agnes. Mjer þykir sannarlega vænt um þetta“. Svo hló hann ofurlítið: „Finst yður ekki að við sjeum barnalega róman- tískir hjer syðra?“ „Nei, mjer finst þetta fall- egt“, sagði hún. „En nú verð jeg að fara. Fólkið verður hrætt um mig og hershöfðinginn er vís til að senda heilan herflokk á stað að leita að mjer. Það fyndist mjer barnalegt og heimskulegt. Jeg vil ekki að menn álíti mig neinn fáráð- ling“. „Komuð þjer hingað ein?“ spurði hann. „Nei, Cesar var með mjer og svo ekillinn“. „Var enginn varðmaður með yður?“ „Nei“. Það var auðsjeð að honum hnykti við. „Þetta megið þjer aldrei gera. Það er stór hættu- legt. Komuð þjer í vagni?“ Hún hló: „Jeg veit ekki hvað þið kallið það hjer syðra. Það er eitthvert gálgatimbur, sem Cesar útvegaði“. Svo varð hún alvarleg og sagði: „Þeir gerðu aðsúg að okkur. Einn maður stökk upp i vagninn". blöðunum. Síðast í morgun hló einn yfir öxlina á samferða- manni sínum að skoskri skrítlu. ★ Rússinn: — Hvers vegna hjólreiðamönnunum? Bretinn: — Ja, hvers vegna vestrænu þjóðunum? „Jeg ætla að verða yður sam- ferða“, sagði hann. „Nei, það megið þjer ekki gera. Það gæti verið að ein- hver þekti yður“. Hann hló: „Jeg hefi gengið eftir endilöngu Royal Street í rökkri án þess að nokkur mað- ur þekti mig“. „En jeg get ekki þegið þetta af yður, Mac Tavish. Mjer er engin hætta búin. Jeg þarf ekki annað en segja að jeg sje frænka hershöfðingjans“. „Það er ekki mikil vernd i því. Það eru altof margir menn hjer í New Orleans, sem ekki mundu skeyta því hætis hót að þjer eruð frænka hershöfðingj- ans. Og hjer eru altof margir menn, sem mundu vilja leika yður grátt einmitt vegna þess að þjer eruð frænka hershöfð- ingjans“. Hann lagði höndina mjúkt á handlegg hennar. „Hlustið þjer nú á. Ástandið hjer í New Orleans versnar með degi hverjum. Nú vita margir að Silfurspónn verður kvaddur heim, svo að þeir þurfa ekki að óttast hann. Nei, jeg kem með yður, ungfrú Agnes. Þjer þurf- ið ekki að vera hrædd mín vegna. Jeg er vopnaður og jeg geí varið mig“. Kínverjar eru hæglátir og úrræðagóðir menn. Dag nokk- urn kom maður í kínverskt þvottahús og spurði eftir þvott- inum sínum. Er honum var fenginn pakkinn, tók hann eft- ir kínverskum bókstöfum, sem skráðir voru á hann. -— Þetta er nafnið mitt, geri jeg ráð fyrir, sagði hann og benti á stafina. — Nei, lýsing yðar, svaraði Kínverjinn hljóðlega: Lítill, ljótur maður, rauðeygður, tann- laus. ★ Það er löng biðröð fyrir utan bíóið. Eldri maður kemur gang- andi, gengur fram með allri röðinni og tekur sjer stöðu meðal hinna fremstu. Lögregluþjónn gengur til hans og segir honum, að hann verði að stilla sjer upp aftast í röðina. — Það get jeg því miður ekki, svarar maðurinn, það stendur einhver aftast. ★ Rússinn: — Þetta er alt vest- rænu þjóðunum að kenna. Bretinn: — Já, vestrænu ★ Þjóðverji nokkur hafði kom- ið með járnbrautinni til Oslo á stríðsárunum og geymt tösku sína á stöðvarpallinum, meðan. hann skrapp til að hringja. Þeg ar hann kom aftur var taskan horfin, og Þjóðverjinn kærði þetta fyrir stöðvarstjóranum. —• Norðmenn eru heimsins mestu þjófar o.s.frv. o.s.frv. Ungur Norðmaður, sem var viðstaddur, er þessu fór fram, sneri sjer að þeim þýska og sagði: — Yður ferst að kvarta. Jeg var nýlega í Hamborg og brá mjer inn í símaklefa til að hringja. — Þegar jeg kom út aftur, var bæði taskan mín og járnbrautarstöðin horfin. ★ Söfnuðurinn veitti því eftir- tekt, að gömul kona í kirkjunni hneigði sig í hvert skifti og nafn djöfulsins var nefnt. Að guðsþjónustunni lokinni, spurði presturinn hana, hverju þetta sætti. — Æ, svaraði hún, kurteisi kostar ekki peninga, og enginn veit sína æfina fyr en öll eiþ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.