Morgunblaðið - 11.10.1946, Page 1
33. árgangur.
230. tbl. — Föstudagur 11. október 1946
ísafoldarprentsmiðja h.í.
RÍKISSTJÓRNIN BIÐST LAUSNAR
Náðunarbeiðnum nasist-
anna neitað
11 æðstu menn Hitlers-
Þýskalands• verða
hengdir
Niirnberg í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
HERRÁÐ fjórveldanna kom saman til fundar í dag og ákvað
að synja náðunarbéiðnum þeim, sem borist hafa frá hinum sak-
felldu í Nurnberg. Jafnframt þessu var tilkynt, að beiðnir
Görings, Jodls og Keitels um að verða skotnir en ekki hengdir,
yrðu ekki teknar til greina. Þá var auk þessa Raeder flota-1
foringja, sem dæmdur var til ævilangrar fangelsisvistar, synj-
að um þá beiðni hans, að verða skotinn.
Þjóðverjar vilja dæma þá
sýknuðu.
Þeir Fritsche og Papen hafa
báðir fengið fyrirskipun um,
að fara ekki frá Nurnberg.
Munu Þjóðverjar hafa í hyggju
að draga þá fyrir dómstóla, og
hefir Schacht þegar verið hand
tekinn í Stuttgart.
Leyntflokkur
konungssinna
í Berlín
Berlín í gærkveldi.
BERLINER Zeitung, sem
gefið er út á hernámshluta
Rússa, flytur þá fregn í dag,
að í Berlín sje starfandi póli-
tískur leynifjelagsskapur, sem
haldi með sjer reglulega fundi
og hafi komið á fót sjerstökum
æskulýðsflokki, þar sem með-
limirnir sjeu flestir fyrverandi
fjelagar í fjelagsskap þeim, sem
gekk undir heitinu Hitlers æsk-
an.
Blaðið segir að flokkur þessi
kalli sig „Frjálsan lýðræðisleg
an ríkisflokk“, og bætir því við,
að sömu öflin, sem studdu
Hitler til valda, þykist sýnilega
þegar vera orðin nógu sterk til
að ráðast á hið nýstofnaða
þýska lýðveldi.
Flokkur þessi, heldur blaðið
áfram, stefnir að því, að kon-
ungssinnar komist til valda í
Þýskalandi, strax og aðstæður
leyfa. — Reuter.
Tyrkir jvara fíl-
Washington í gærkvöldi.
TYRKNESKA stjórnin mun
í dag hafa svarað beiðni Rússa
um sameiginlegar varnir
Dardanellasunds. Herma góð-
ar heimildir, að svar stjórnar-
innar muni . vera líkt fyrra
svari hennar við samskonar
beðni Rússa, með öðrum örð-
um, að Tyrkir geti aðeins fall-
ist á það, að alþjóðaráðstefna
verði látin útkljá þetta mál,
og að tyrkneska stjórnin geti
ekki orðið við tilmælum
Rússa um herstöðvar þeim til
handa á tyrknesku landi.
— Reuter.
Egypski forsætis-
lands
Bjargað úr eldi.
LONDON. Fyrir snarræði
slökkviliðsmanns eins, björg-
uðust nýlega tvö börn, 11 mán-
aða stúlka og fimm ára dreng-
ur, úr húsi í Birchington í Kent.
Var húsiý því nær alelda.
Cairo í gærkvöldi.
EGYPSKI forsætisráðherr-
ann flutti ræðu í útvarp í dag
og skýrði þjóðinni frá til-
gangnum með -hinni vænt-
anlegu för sinni til Eng-
lands, en þangað fer hann
til viðræðna við bresku
stjórnina um endurskoðun
bresk-egypska samningsins. í
ræðu sinnni komst forsætis-
ráðherrann svo að orði, að
hann gerði sjer vonir um, að
komast að samkomulagi við
Breta.
Egypska sendinefndin, sem
ícrsætisráðherrann er fyrir,
leggur af stað til Englands þ.
17. þessa mánaðar. — Reuter.
Færeyjar
mm£
feerðemet ' . :
1111*
£
Færeyjar koma oft fyrir í
frjettunum þessa dagana vegna
sjálfstæðismáls þeirra. Hjer er
kort af Færeyjum. Efri mynd-
in sýnir legu eyjanna og af-
stöðu til Islands, Bretlandseyja
og Norðurlandanna. Neðri
myndin er af sjálfum eyja-
klasanum.
Með brottför ráðherra
sósíalista er stjórnar-
samstarfið rofið
Tage Erlander for-
sætisráðherra Svía
STOKKHÓLMI í gær: —
Eftirmaður Per Albin Hanson
sem forsætisráðherra Svía, er
TAGE ERLANDER, menta-
málaráðherra. Hann er ungur
maður. Var hann kjörinn á
fundi þingsflokks jafnaðar-
manna og miðstjórnar flokks-
ins. Erlander hefur tilkynt að
ekki verði önnur breyting á
sænsku stjórninni en sú, að
skipaður verði nýr menta-
rriálaráðherra.
Á RÍKISRÁÐSFUNDI kl. 5,30 síðdegis í gær baðst
Ólafur Thors forsætisráðherra lausnar fyrir ráðuneyti sitt.
Forseti íslands varð við lausnarbeiðninni, en bað ráð-
herrana að gegna störfum þar til ný stjórn yrði mynduð.
Forseti íslands ræddi um stund við forsætis-
ráðherra um viðhorf það, sem skapast hefði
við lausnarbeiðni ráðuneytisins. Einning ræddi
forsetinn við formenn allra þingflokka. Var
þessum viðræðum lokið kl. 7,45.
Greinargerð forsætisráðherra.
Forsætisráðherra hefir sent menntamálaráðherra og at-
vinnumálaráðherra brjef það, sem hjer fer á eftir, dagsett 10.
október:
Jeg tel engin rök hníga. að því að rjett sje að jeg
leggi til við herra forseta íslands að Alþingi verði
x-ofið og nýjar kosningar látnar fram fara. Mun
jeg því ekki gera það.
Jeg fellst heldpr ekki á að samstarfsflokkar Sós-
íalistaflokksins í ríkisstjórninni hafi á nokkurn
hátt brotið í bága við'samning þann er gerður
var þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Hins-
vegar er það staðreynd að ráðherrar Sósíalista-
flokksins hafa óskað að jeg biðjist lausnar fyrir
þá. Með því er grundvöllur stjórnarsamstarfsins
úr sögunni, þareð nefndir stjórnarsamningar voru
um það að ákveðnum nxálum skyldi hrundið í
framkvæmd með stjórnarsamstarfi og stuðningi
allra þeirra þriggja flokka er stutt hafa núverandi
ríkisstjórn.
Jeg mun því beiðast lausnar fyrir nxig og ráðu-
neyti mitt nú þegar.“
9 ÍL:
DREGIÐ VAR í 10. fl.
Happdrættis Háskólans í
gær. Hæsti vinningurinn
kom upp á nr. 2464. Öll
vinningaskráin er birt á
bls. 7.
Bevin óánægður mú rúmenska
friðarsamninginn
París í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
BEVIN utanríkisráðherra, ræddi á friðarráðsteínunni í dag af-
stöðu Breta til væntanlegra friðarsamninga við Rúmeníu. Kvað
hann bresku stjórriina eiga bágt með að fallast á samnings-
uppkastið, ef beita ætti öðrum aðferðum í samningum við
Rúmena en aðrar þjóðir.
J AFNRJETTI
Bevin kvað bresku stjórn-
ina stefna að jafnrjetti öllum
til handa. Sagði hann stefnu
stjórnarinnar þá, að rúmenska
þjóðin fengi sem fyrst að velja
við frjálsar kosningar sína
eigin ríkisstjórn, svo að Rúm
enía gæti tekið sæti meðal
hnna sameinuðu þjóða.
UMFERÐARJETTINDI
Á DÓNÁ
Um umferðarjettindi á
ir allar fórnir Breta, ætti að
veikja aðstöðu þeirra frá því
sem var fyrir styrjöldina.
SKOÐUN
BANDARÍKJANNA
Vandenberg öldungardeild-
arþingmaður skýrði frá af-
stöðu Bandaríkjamanna til
þessa máls. Kvað hann þá
vera sammála Bretum, að um
ferð um Dóná ætti að vera
laus við allar hömlur og frjáls
Dóná sagði Bevin, að tiilögur j öllum þjóðum. Auk þess taldi
Rússa um þessi efni væru þingmaðuririn að verslunar-
grunsamlegar. Þá kvað hann^hömlur ættu að vera sem
það harla einkennilegt, að eftiminstar í Dónárlöndum.