Morgunblaðið - 11.10.1946, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. okt. 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Þúng ábyrgð
ÞEGAR lokið var steningu Alþingis í gær og forseti
Sþ. hafði verið kjörinn, tilkynti forsætisráðherra Ólafur
Thors þingheimi, að hann hefði beðist lausnar fyrir ráðu-
neyti sitt, og að forseti íslands hefði fallist á lausnarbeiðn-
ma, en jafnframt farið fram á við ráðherrana, að þeir
störfuðu áfram þar til ný stjórn væri mynduð.
Lausn ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var 20. okt. 1944
er þar með orðin veruleiki.
★
Menn muna aðdraganda lausnarbeiðnar ríkisstjórnar-
innar. í lok atkvæðagreiðslunnar um flugvallaxsamning-
inn á dögunum lýsti Brynjólfur Bjarnason mentamálaráð-
herra yfir því, að Sósíalistaflokkurinn liti svo á að með
samþykt þessa máls væri „grundvöllur stjórnarsamstarfs-
ins rofinn“. Gerði mentamálaráðherra jafnframt þá
kröfu f. h. flokks síns, að forsætisráðherra leggði til við
forseta íslands, að Alþingi yrði rofið og efnt til nýrra
kosninga; tilkynti einnig að ráðherrar Sósíalistaflokksins
myndu ekki sitja lengur í ríkisstjórninni og myndu þeir
rita forsætisráðherra brjef um þetta og óska þess, að
hann beiddist lausnar fyrir alt ráðuneytið.
Seint á mánudagskvöld (7. þ. m.) barst svo forsætis-
ráðherra brjefið frá ráðherrum Sósíalistaflokksins. Þar
var skírskotað til fyrgreindrar yfirlýsingar og ítrekuð
krafan um þingrof og lausnarbeiði fyrir alt ráðuneytið,
en ,,að öðrum kosti óskum við að þjer biðjist lausnar fyrir
okkur“, sagði í lok brjefsins.
★
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Eigin sök.
,,ÞAÐ ER ALTAF verið að
hnýta í erlenda blaðamenn,
sem hingað koma til landsins
fyrir hvernig þeir beri okkur
söguna er heim kemur, sagði
kunningi minn við mig á dög-
unum. Þeir eru skammaðir fyr-
ir að segja sannleikann og alt
ætlar af göflunum að ganga, ef
þeim verður á að ýkja örlítið.
„En hverjum heldur þú að
þetta sje að kenna?“
— „Blaðamönnunum, sem
skrökva, vitanlega", ætlaði jeg
að fara að segja, er kunningi
minn hjelt áfram:
„Það er okkur sjálfum að
kenna. Hvaðan heldur þú að
þessir karlar hafi sögurnar,
sem þeir segja og við þekkjum
svo mætavel og könnumst við.
Vitanlega frá íslendingum og
engum öðrum. Sannleikurinn
er sá, að það eru varla til mál-
gefnari menn, en íselndingar
um annara hagi, jafnvel þegar
þeir eru allsgáðir. Og þeir verða
mestu skaðræðisblaðrarar, er
þeir finna á sjer vín. Það er til
fjöldi manns, sem hefir ánægju
af því að slúðra í útlendinga og
af þéim ástæðum komast sög-
urnar um okkur út fyrir poll-
inn.“
•
Oft má satt kyrt
liggja.
ÞAÐ ER ÁBYGGILEGA mik
ið til í því, sem kunningi minn
sagði. Erlendir blaðamenn, sem
hingað koma eru fljótir að
kynnast mönnum, sem eru til-
búnir að fylla þá með slúður-
sögum um náungann, en gæta
þess ekki um leið, að sú saga,
sem þeir segja til að óvirða,
eða hæðast að' nágranna sín-
um getur orðið að kjaftasögu
um þjóðina hans á erlendum
vettvangi.
Oft má satt kyrt liggja.
Hvernig haldið þið tildæmis,,
að sagan um beinin hans Jón-
asar Hallgrímssonar líti út,
þegar hún kemur afbökuð í
dönskum blöðum.
Vafalaust fyllumst við vand-
lætingu yfir ómerkilegheitun-
um í Danskinum og verðum þá
búin að gleyma því, að það
voru okkar eigin blöð, sem
komu sögunni af stað.
•
Bók um kurteisi.
BÆKUR um mannasiði eru
vanar að seljast upp á skömm-
um tíma, ef þær eru sæmilega
skrifaðar, en kaupendurn-
ir pukra samt með bókina
líkt og piparkerlingin í skó-
búðinni, sem bað um „nr. 44
og hafið ekki hátt“. Aldrei sjást
bækur um nannasiði, eða kvrt-
eisi í bókahillum hjá vinum og
kunningjum og sjaldan eða
aldrei heyrist hjá vinunum:
„Jeg var að lesa bók um kurt-
eisi í gær. Ágætisbók, sem jeg
lærði mikið af“.
Nei, það þykjast nefnilega
allir vera nógu kurteisir og
sumum finst það blátt áfram
dónaskapur að vera kurteis.
Má sjá dæmi þess á götum
Reykjavíkur daglega.
En það var nýja bókin henn-
ar Rannveigar Schmidt um
kurteisi, sem jeg ætlaði að tala
um.
Þörf lítil bók.
ÞAÐ ER EKKI á allra færi
að skrifa bók um kurteisi fyr-
ir íslendinga. Það var því gott,
að það skyldi vera hún Rann-
veig Schmidt, sem tókst það á
hendur. Heimsborgarinn, sem
hefir haft tækifæri til að gista
stórmenni í mörgum löndum
og hefir fylgst með björtu
hliðum lífsins og tekið vel eft-
ir.
Bókin hennar Rannveigar er
þörf lítil bók. Það getur vel
verið að sumum lesendum finn-
ist hún vitna um of til Ame-
ríku, en það er hjegómi einn að
hugsa slíkt. I þessum efnum er
sama hvaðan gott kemur.
Það þarf enginn að vera
feiminn að láta sjá sig með
„kurteisina11 hennar frú
Schmidt, því flestir þurfa á
því að halda að lesa bókina og
breyta eftir henni.
Kurteisi er þannig, að til þess
að hún komi að fullum notum
í þjóðfjelaginu og geri sitt
mikla gagn, þá þurfa allir að
fara eftir sömu reglum. En þar
sem kurteisi er í hávegum
höfð, þar líður fólkinu vel.
•
Mjólkurverkfall.
ÞAÐ er orðið nokkuð langt
síðan að við höfum haft mjólk-
urverkfall, en þau eru algeng
víða um lönd Mjólkurnevtend-
ur reiðast stundum heiftar-
lega þegar mjólkin er hækkuð
í verði." Og þannig var það í
New York á dögunum, að fjöldi
mjólkurneytenda tók sig sam-
an um að hætta að kaupa mjólk
í mótmælaskvni gegn hækkuðu
verði mjólkurafurða.
Og mjólkurneytendur ljetu
ekki sitja við orðin tóm held-
ur fóru í kröfugöngu um götur
borgarinnar og á einu spjald-
inu stóð með stórum stöfum:
„Mjólkið ekki viðskiftavinina
— Mjólkið kýrnar“.
Þessu brjefi ráðherra Sósíalistaflokksins svaraði for-
sætisráðherrann með brjefi dags. 10. þ. m. Segir svo í
brjefi forsætisráðherrans:
„Jeg tel engin rök hníga að því að rjett sje að jeg leggi
til við herra forseta íslands að Alþingi verði rofið og nýjar
kosningar látnar fram fara. Mun jeg því ekki gera það.
Jeg felst heldur ekki á að samstarfsflokkar Sósíalista-
flokksins í ríkisstjórninni hafi á nokkurn hátt brotið í
bága við samning þann er gerður var þegar núverandi
ríkisstjórn var mynduð. Hinsvegar er það staðreynd að
ráðherrar Sósíalistaflokksins hafa óskað að biðjast lausn-
ar fyrir þá. Með því er grundvöllur stjórnarsamstarfsins
úr sögunni, þareð nefndir stjórnarsamningar voru um
það, að ákveðnum málum skyldi hrundið í framkvæmd
með stjórnarsamstarfi og stuðningi allra þeirra þriggja
flokka, er stutt hafa núverandi ríkisstjórn.
Jeg mun því biðjast lausnar fyrir mig og ráðuneyti mitt
nú þegar.“
★
Engum getur blandast hugur um, að það er rjett sem
iorsætisráðherrann hjer segir, að samstarfsflokkar Sósíal-
listaflokksins hafa á engan hátt rofið stjórnarsamstarfið.
Hitt er einnig rjett hjá forsætisráðherra, að þar sem Sósíal
istaflokkurinn tók þá ákvörðun, að krefjast lausnarbeiðni
fyrir ráðherra sína, er þar með grundvöllur stjórnarsam-
starfsins rofinn.
Eins og menn muna voru tvö höíuðatriði í samstarfi
þessarar ríkisstjórnar:
í fyrsta lagi: Viljinn til að hrinda í framkvæmd ákveðn-
um stórmálum, og gnæfði þar hæst nýsköpunin í atvinnu-
lífi þjóðarinnar.
í örðu lagi: Samtök þriggja þingflokka um að tryggja
framgang þeirra stórmála, sem stjórnarsamstarfið var
bygt á.
Það var vegna þessa, að Sjálfstæðisflokkurinn gerði
bandalag við andstöðuflokka sína. Honum var strax í upp- j
hafi ljóst, að eina ráðið til þess að koma þessu í fram'-1
kvæmd voru sterk samtök þeirra flokka, sem að ríkis-
stjórninni stóðu. j
Þessvegna er hún þung ábyrgðin sem Sósíalistaflokkur-
inn tekur sjer á herðar nú, er hann rífur stjórnarsamstarf-
ið og lætur sig engu skifta, hvað um nýsköpunina verður.
miiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiHiiiiMiminii
iiniMiiiiiiHimiB
MEÐAL ANNARA ORÐA . .
iiiiiMiniiiimiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiin
Burl meS allan rekslur
„REKSTUR þessarar stofn-
unar hefir orSið þjóðinni mikil
blessun og mun verða það í
framtíðinni. Vissulega er rekst-
urskostnaður gífurlegur, en
það mun margborga sig í rekst-
urssparnaði annara stofnana.
Og verði stofnunin rekin á
sama grundvelli í framtíðinni
og hingað til, þarf enginn að
efa, sem þekkir nokkuð til
reksturs slíkra stofnana, að
framtíð margra annara fyrir-
tækja í landinu og rekstri
þeirra er borgið“.
Þessi klausa er kannske dá-
lítið ýktur útdráttur úr ræðu
sem kynni að hafa verið hald-
in við eitthvert afmæli ein-
hverrar merkilegrar hjerlendr-
ar stofnunar. Ilún er búin til
aðeins til þess að sýna hversu
ákaflega þessi hundleiðinlegu
og óíslensku orð, að reka og
rekstur, eru komin alvarlega
inn í íslenskt mál, þar sem þau
þó alls ekki éiga heima nje eiga
minnsta rjett á sjer. v
Nú á dögum eru íslenskir
bændur hættir að búa búi sínu.
í staðinn eru þeir farnir að
rcka búin. Hvert þeir reka þau,
er ekki sagt. Menn versla held-
ur ekki lengur, þeir reka
verslunina (sumir hafa rekið
slík fyrirtæki úr hópi verslana,
ekki er því að neita), en skelf-
ing er þetta ljótt og leiðinlegt,
bæði á prenti og í mæltu máli.
Ekki er örgrant um að þetta
sje upphaflega komið úr
dönsku, sbr. at drive en For-
retning, en síst er það betra
fyrir því. — Þá er t, d. talað
um að rekstur kvikmyndahúsa
sje gefinn frjáls. Á góðri ís-
lensku þýðir þetta það eitt, að
öllum sje frjálst að reka kvik-
myndahúsin hvert á land, sem
þeir vilja.
Þetta leiðinlega orð þarf að
hverfa, hverfa með öllu. Það
er ekki langt síðan að farið var
að nota það svona alment um
hluti og hugtök, sem það á
ekki heima. Menn sem unna
íslenskri tungu ættu að taka
sig saman um að láta allan
rekstur hverfa, nema þar sem
hann á við.
Því ekki að segja, eins og áð-
ur var sagt, að búa, að versla,
að starfa, að eða starfrækja
fyrirtæki. Það fer ólíkt betur á
slíku, þar er minsta kosti engu
orði beitt í rammskakkri merk-
ingu. En það er annars alveg
furðulegt, hversu þessi rekst-
ur grípur um sig. Maður getur
rekist á þetta hvað eftir annað
í ræðum og blaðagreinum, hjá
mönnum, sem eiga bæði að vita
mikið betur, — og sem vita
betur í raun og veru. Þetta er
aðeins orðinn leiður vani og
margir grípa fyrst til þess orðs
eða þeirra orða, sem mest eru
notuð.
Annars er þessi rekstuf og
misnotkun á því orði aðeins
eitt af mörgum dæmum um
málleysur og ambögur, sem eru
að skríða inn í málið. Tökum
til dæmis orðið ábyggilegur,
sem farið er nú að nota því
nær eingöngu þar sem á að
segja áreiðanlegur. Maður bygg
ir ekki á neinum manni, maður
reiðir sig á hann. Það er meira
að segja ambaga að einhver
jörð sje ábyggileg og ekki mál-
venja, það er segt að hún sje
byggjanleg.
Og svo er það r-ið, sem er að
skríða inn í orðið mánaðamót.
Það er því miður orðið tals-
vert algengt að sjá skrifað og
heyra sagt mánaðarmót. Mán-
uðurinn mætir þá sjálfum sjer,
en ekki öðrum. Hvernig stend-
ur á að svona vitleysa breiðist
út, er ekki gott að segja, en
staðreyndirnar tala sínu máli.
Því skal ekki neitað, að í
þessu máli eru blöðin sek, jafnt
og aðrir, en vonandi verðum
við blaðamennirnir fyrstir til
þess að hrista af okkur slenið
í þessu máli.
J. Bn.
Nefnd lögð niður.
LONDON: Vináttusamninga-
nefnd, sem stofnuð var af jafn-
aðarmönnum og kommúnist-
um á Frakklandi eftir að land-
ið hafði verið leyst úr hernámi,
hefir verið leyst upp vegna
megns ósamkomulags inn-
byrðis.