Morgunblaðið - 11.10.1946, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. okt. 1946 ]
Alþingi sett í gær
ÞINGSETNING fór fram í
gær. Hófst sú athöfn að venju
pneð guðsþjónustu í Dómkirkj-
unni. Sjera Bjarni Jónsson
vígslubiskup prjedikaði. Við-
staddir athöfnina var forseti
Islands, sendiherrar erlendra
ríkja og ýmsir embættismenn.
I Dómkirkjunni.
■ Texti vigslubiskups var úr
sálmi 118, versunum 25—26 og
hljóðaði á þessa leið: Drottinn,
hjálpa þ.ú, Drottinn gef þú
gengi. Hver sem kemur sje
blessaður í nafni Drottins, frá
húsi Drottins blessum vjer
yður.
í ræðu sinni sagði vígslu-
biskup meðal annars:
,,Nýlega hefir verið haldin
100 ára minningarhátíð Menta-
skólans. Þess var og minst hjer
í Guðs húsi. Jeg vil draga línu
frá Mentaskólanum hingað að
kiakjunni. Alþingi hjelt fundi
sína í Latínuskólanum og þing
var helgað hjer í Dómkirkj-
unni. Á spjöldum sögunnar
geymast ártöl, sem benda til
þess, er gerðist í þessum hús-
um. Hingað kom Jón Sigurðs-
son og með honum forystumenn
þjóðarinnar. Hjer áttu þeir
heilagar stundir. Uppi í hinu
gamla skólahúsi gengu þeir til
starfa. Hjer í kirkjunni var í
fyrsta sinni sunginn þjóðsöng-
urinn: O, Guð vors lands, ó,
lands vors Guð. Það var á þús-
und ára hátíð hinnar íslensku
þjóðar.
Jeg dreg línuna frá skólan-
urn að Dómkirkjunni og yfir í
næsta hús, sem er Álþingis-
húsið. Jeg sje þar ártalið 188J,.
Mentaskólinn — Dómkirkjan
og Alþingishúsið. Jeg horfi
daglega á húsin þrjú.
Um margra ára skeið hafa
fulltrúar þjóðarinnar gengið út
í Alþingishús. En þeir hafa
numið staðar hjer í Dómkirkj-
unni. Til hvers? Til þess að
hjer værr lýst blessun yfir þeim
störfum, sem áttu að vera til
til alþjóðar heilla.
Þetta er einnig erindi al-
þingismanna í dag. Hver sem
kemur sje blessaður í nafni
Drottins. Hingað koma fulltrú-
ar þjóðarinnar og eftir nokkur
augnablik er gengið hjeðan hin
fáu spor út í Alþingishúsið.
Hjer nemum vjer staðar
rflkkur augnablik. Til hvers?
Til þess að taka á móti bless-
un, er gengið er til hins ábyrgð-
armikla starfs. Þess vegna hefi
jeg valið þessi orð að texta:
Frú húsi Drottins blessum vjer
yður“.
Forseti íslands
setur Alþingi.
Er þingmenn höfðu hlýtt
messu gengu þeir til þinghúss-
ins. Þar fór þingsetningin
fram.
Forseti Islands las forseta-
brjef um.að reglulegt Alþingi
væri kvatt saman til setu, og
lýsti því næst yfir að þingið
væri sett. Þetta er 81. sam-
koma frá endurreisn. Alþingis,
ep 66. þing í röðinni frá því er
pgið fjekk löggjafarvald fyr-
ú'2 árum og 49. aðalþing.
F^rseti bað þingmenn að
njinnast fósturjarðarinnar, með
að rísa úr sætum. Þing-
Forsetar kjörnir
menn hrópuðu ferfalt húrra
fyrir fósturjörðinni.
Bað forseti íslands þvínæst
aldursforseta þingsins (Björn
Kristjánsson) að stjórna fundi,
þar til kjörinn væri forseti
Sþ. —
Var nú fundi frestað, að
beiðni forsætisráðherra.
Kjörnir forsetar Sþ.
Kl. 6 síðd. hófst fundur að
nýju, og fór fram kjör for-
seta Sþ.
Var Jón Pálmason kjörinn
forseti Sþ. með 25 atkv., Bjarni
Ásgeirsson hlaut 12 atkv., Kat-
rín Thoroddsen 10. en 3 seðlar
voru auðir. (Tveir þingmenn,
Ásg. Ásg. og Hannibal Valdi-
marsson voru fjarverandi).
Fyrri varaforseti Sþ. var
kjörinn Stefán Jóh. Stefánsson
með 26 atkv., Katrín Thorodd-
sen hlaut 10 atkv., 14 seðlar
voru auðir.
Annar varaforseti Sþ. var
kjörinn Gunnar Thoroddsen
með 25 atkv., Katrín Thorodd-
sen hlaut 9 atkv., 16 seðlar
auðir.
Skrifarar Sþ.: Sigurður Krist
jánsson, Skúli Guðmunds^n.
í kjörbrjefanefnd voru kosn-
ir: Þorst. Þorsteinsson, Lárus
Jófiannesson, Ásgeir Ásgeirs-
son, Hermann Jónasson, Sig-
urður Guðnason.
Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn höfðu sam-
vinnu um kjör forseta Sþ. og
í deildum.
Forsetakjör í deildum.
Neðri deild: Forseti Nd. var
kjörinn Barði Guðmundsson
með 18 atkv., Sigfús Sigurhjart
arson hlaut 7 atkv. og Jörund-
ur Brynjólfsson 7.
1. varaforseti var kjörinn
Garðar Þorsteinsson með 18
atkv., Sigfús Sigurhjartarson
hlaut 6 atkv., auðir seðlar 7.
2. varaforseti - var kjörinn
Sigurður Bjarnason með 16 at-
kv., Sigfús Sigurhjartarson
hlaut 6, auðir seðlar 10.
Skrifarar: Ingólfur Jónsson,
Páll Þorsteinsson.
Efri deild: Forseti Ed. var
kjörinn Þorsteinn Þorsteinsson
með 8 atkv., Hermann Jónas-
son hlaut 3 atkv., Steingrímur
Aðalsteinsson 2 og auðir seðl-
ar 2.
1. varaforseti var. kjörinn
Guðm. í. Guðmundsson með 8
atkv., Steingr. Aðalsteinsson
hlaut 2, auðir seðlar 4.
2. varaforseti var kjörinn
Gísli Jónsson með 7 atkv.,
Steingr. Aðalsteinsson hlaut 2,
auðir seðlar 4.
Skrifarar: Eiríknr Einarsson,
Bernharð Stefánsson.
Rigndi of seint.
LONDON. Eftir að þurkar
höfðu gengið vikum saman í
Nýju Suður-Wales í Ástralíu,
kom tveggja daga steypiregn,
en það kom of seint til þess að
bjarga hveitiuppskérunni, sem
hafði eyðilagst.
Algreiðslumaður
Morgunblaðsins
í 33 ár
Hallgrímur Valdimarsson
á Akureyri.
UM síðustu mánaðamót ljet
sá maður af störfum fyrir Morg
unblaðið, sem lengst allra hefir
haft verk á hendi fyrir
blaðið, sem sje síðan það var
stofnað, árið 1913, Hallgrímur
Valdimarsson, afgreiðslumaður
á Akureyri Hann tók við af-
greiðslu Morgunblaðsins þar
undir eins og blaðið kom þang-
að norður.
Hallgrímur hefir haft á hendi
blaða-afgreiðslu á Akureyri
síðan á öldinni sem leið, og innt
þau störf af hendi með stakri
reglusemi og trúmennsku. sem
annað, er hann hefir tekið sjer
fyrir hendur. Síðan samgöhgur
urðu greiðar á sumrin milli
Reykjavíkur og Akureyrar, hef
ir afgreiðsla Morgunblaðsins
þar nyrðra verið mikilsvert
starf fyrir blaðið. Þegar dagleg-
ar bílferðir hófust til Akureyr-
ar kom Hallgrímur dreifingu
blaðsins til áskrifenda í bæn-
um strax þannig fyrir, að flest-
ir kaupendur þess á Akureyri,
gátu sumarmánuðina fengið
Morgunblaðið að kvöldi, það,
er kom hjer út að morgni.
Vegna heilsubilunar hefir
Hallgrimur ekki treyst sjer til
þess að hafa afgreiðslu blaðs-
ins lengur á hendi og hefir af-
greiðslumaður ,,íslendings“,
Svanberg Einarsson, tekið við
útsölu Morgunblaðsins til kaup-
enda á Akureyri.
I allmörg ár hefir Hallgrímur
Valdimarsson einnig verið
frjettaritari Morgunblaðsins á
Akureyri. Fyrir tilmæli frá rit
stjórninni hefir hann fengist til
þess að hafa það starf á hendi
framvegis, enda mun leitun á
samviskusamari frjettaritara en
honum.
Starfslið Morgunblaðsins hjer
í Reykjavík þakkar Hallgrími
fyrir langa og góða samvinnu
á undanförnum árum, og út-
gefendur blaðsins fvrir vel unn
ið starf.
Höfundur Forsælu:
STAKA.
Hjalar blóm við hrjúfan stein,
heimskan safnar liði,
moldin rýkur, manna bein
mega ei hvíla í friði.
Hgætar móttökur í
Englandsförinni
íþrótfaárangurinn effir vonum
NOKKRIR af íslensku knatt-
spyrnumönnunum, sem að und-
anförnu hafa verið að keppa úti
í Englandi, komu heim með
flugvjel frá Prestwick í gær.
Þeir sem enn eru ókomnii eru
í Prestwick og bíða þar eftir
flugfari heim.
Morgunblaðið hefir haft tal
af einum knattspyrnumann-
anna, Hauk Óskarssyni og seg-
ist honum svo frá, að móttökur
allar hafi verið hinar ágætustu
og íþróttaárangur fararinnar
mjög að vonum.
Sterk íið.
Haukur ségir liðin sem flokk
urinn keppti við ytra yfirleitt
haía'vefið æði öflug, en úrvals-
„fslendinprnir
Ijeku í síSbuxum"
Þann 21. september birti
Daily Express þá innrömm-
uðu „rosafrjett“ um íslensku
knattspyrnumennina, að
þeir Ijeku knattspyrnu í síð-
buxum, en ekki stuttbuxum,
eins og venja sje um knatt-
spyrnumenn. Blaðið bætir
því við, að íslendingar neyð-
ist til að leika knattspyrnu
í síðum buxum til að verja
fótleggi og hnje, sem annars
myndu rispast á hraungrýtis
völlunum!
liðið, sem vann íslendingana
með 5:3 þó langsterkast. Styrk-
leikur Englendinganna bygðist
aðallega á leikni þeirra í því
að láta knöttinn vinna og vera
á verði, að hlaupa í eyður þær
sem sköpuðust í vörn íslend-
inganna. Haukur segir Ilford-
liðið, sem okkar menn unnu,
hafa verið linast af ensku lið-
unum. Bæði Dulwich Hamlet og
Walthamstove voru sterk lið, en
Oxford City síður. En öflug-
ast allra liðanna var úrvalið.
Grasvellirnir.
— Okkur gekk vel að venjast
grasvöllunum, segir Haukur
enfremur. Verst að við höfðum
of litlar æfingar milli leikja.
En sá tími fór auðvitað mikið í
móttökur. En jeg held að allir
hafi kunnað ágætlega við gras-
ið og leikni manna á grasvell-
inum óx með hverjum leik. Okk
ar menn virtust oft og tíðum
þolnari en Englendingarnir og
hefir það auðvitað komið okkur
í hag, enda settum við stundum
mörk seint í leikjunum, líklega
vegna þess að hinir voru farnir
að þreytast meira."
Sannir áhugamenn.
Móttökurnar voru ljómandi.
Oft vorum við í ræðum kallaðir
„sannir áhugamenn“. Hefir
það sjálfsagt að nokkru verið
vegna þess að við kostuðum
förina að ýmsu leyti sjálfir.
Okkur voru haldnar margar
veitslur og sýnt ýmislegt. Dóm-
arinn, sem hjer var, Mr. Rae
var stundum með okkur og
dæmdi einn leikinn. Líka var
Mr. Steele og kona hans með
flokknum um tíma. Dómararn-
ir voru yfirleitt ánægðir og
leikirnir mjög prúðmannlega
leiknir. Enginn okkar manna
meiddist neitt að ráði í þess-
um leikjum. Það urðu bara eng
in meiðsli í þeim.
1
Ógleymanleg stund.
— Okkur var sýndur hinn
mikli Wembley-íþróttavöllur
og fór þar þá fram kappakst-
ur á bifhjólum. Áhorfendum,
sem munu hafa verið um 80
þúsund, var tilkynnt, hverjir
gestir væru þarna komnir og
hylltu þeir okkur innilega. Það
var ógleymanleg stund.
— En Arsenal og Sparta?
— Jú, við sáum þann leik og
mjer fannst satt að segja ekk-
ert sjerlega varið í hann, þó
margir góðir einstaklingar
væru í báðum liðum. Vörn
Sparta er mjög sterk og mið-
framherji þeirra skoraði eitt
glæsilegasta mark sem jeg hef
sjeð. Arsenal er ekki sterkt lið,
eins og stendur, til þess er það
of ósamstætt. Albert stóð sið
vel þar.
Liðin okkar.
í liðunum okkar voru að
mestu leyti sömu mennirnir
yfirleitt, þó skipt væri um ein-
staka menn. Margir okkar
manna stóðu sig ágætlega, allir
yfirleitt mjög vel. Markmenn-
irnir voru góðir. Hermann ljek
3 leiki, en Anton tvo. Vörnin
var lika sterk, sjerstaklega stóð
Karl Guðmundsson sig vel þar.
Það sem mjer £annst að okkar
leikaðferðum var að ekki var
nægilega undirbúið fyrirfram
hvaða leikaðferðum skyldi
beitt í hverjum leik fyrir sig.
En með íþróttalegan árangur
af ferðinni he'ld jeg sem sagt að
við megum vera ánægðir.
— Þeir sem unnu Reykjavík-
urliðið?
— Það lið keppti aldréi sem
heild, en ýmsir úr því stóðu
sig ágætlega, t. d. Anton, Ólaf-
ur Hannesson og Magnús Ágústs
son. Annars voru margir, sem
engan leik ljeku Meðal þeirra
voru t. d. Brandur Brynjólfs-
son o. fl.
Löng bið.
— Við komum til Prestwick
á sunnudag, en úrðum að bíða
þetta lengi vegna ills flugveð-
urs og bilana á vjelum. í Prest-
wick hittum við Björn Björns-
son og veit jeg að jeg mæli fyr-
ir munn allra knattspyrnu-
mannanna, þegar jeg segi að
hann hafi verið okkur hin
mesta hjálparhella þar og lagt
mikið á sig til þess að gera
dvölina þar sem ánægjulegasta,
meðan við biðum, því það er
ckkert garnan að bíða svona
í ókunnu l$ndi. Vil jeg í nafni
okkar flytja honum þakkir fyr-
ir aðstoð hans.
Þetta sagði Haukur og hafi
ferðin orðið til þess að auka á
getu knattspyrnumanna okkar
þá er tilganginum með henni
náð.
J. Bn.