Morgunblaðið - 07.01.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.1947, Blaðsíða 6
■~*5^ MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. jan. 1947 • 6 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. •— Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, , kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. 1_______________________________________________________ Verslunin ÞEGAR lögin um innflutning og gjaldeyrismeðferð voru upphaflega sett, var svo ákveðið, að þau skyldu falla úr gildi sex mánuðum eftir að styrjöldinni væri lokið. En þegar sá tími nálgaðist var viðskiftaástandið þannig, að ekki þótti fært að láta lögin falla úr gildi á tilsettum tíma. Var því horfið að því ráði, að framlengja lögin um ákveðinn tíma, eða til 1. desember 1946 En í byrjun Alþingis þess, sem nú situr, var að til- hlutan fjármálaráðherra flutt frumvarp, þar sem lagt var til að felt yrði burt ákvæðið um tímatakmörkunina. Var sú ástæða færð fyrir þessu, að „eins og sakir standa þykir ekki fært að láta lögin falla úr gildi og þar með þær ráðstafanir, sem þau hafa að geyma“. Alþingi fjellst á að framlengja gildi laganna, en aðeins til skamms tíma, eða til 1. febrúar n. k. Vildi þingið fá að fjalla nánar um þessi mál, áður en það leyfði fram- lengingu laganna um óákveðinn tíma. Verður það því eitt af fyrstu verkum þingsins nú, er það kemur saman á ný, að ræða framtíðarskipan þessai’a mála. ★ Það er víst engin von til þess, að vænta megi að versl- unin verði leyst úr þeim fjötrum, sem fyrnefnd lög um innflutning og gjaldeyrismeðferð settu hana í af illri nauðsyn. Viðskiftaástandið í heiminum er þannig ennþá, að ekki mun þykja fært að stíga slíkt skref. Ástandið inn- anlands myndi heldur ekki leyfa þetta. En það er annað, sem hægt er að gera — og verður að gera — þegar ákvörðun er tekin um framtíðarskipan þessara mála. Það verður að gerbreyta aðferðinni við veit- ingu innflutningsleyfa og álagningaraðferðinni. Með því fyrirkomulagi, sem nú er á haft, við veitingu innflutningsleyfa, er öll samkeppni raunverulega útilok- uð. Slíkt óheillaástand hlýtur að gerspilla versluninni, en það bitnar á neýtendum. Þessu verður að breyta. Það verður að notfæra sjer kosti samkeppninnnar sem frekast er unt, þrátt fyrir innflutningshöftin. Þetta er hægt að gera, ef í Viðskiftaráði eru menn, sem hafa þekkingu á verslun og viðskiftum. Það á að veita þeim innflutnings- leyfi, sem best innkaup geta gert, miðað við vöruverð og gæði. Þetta er það sjónarmið, sem á að ráða við veitingu inn- flutningsleyfa, en ekki gamlar og úreltar reglur, sem miða að því að einoka verslunina. Við minnumst þess, að þegar íormaður Viðskiftaráðs kom heim úr utanför á s.l. ári, gat hann þess að Svíar hefðu einmitt þessa aðferð við veitingu innflutningsleyfa, og hún hefði gefist þar mjög \el. Mátti skilja á formanninum, að sjálfsagt væri að taka þessa reglu upp hjer. En hví hefir það ekki verið gert? ★ Svo fráleitar sem núverandi reglur Viðskiftaráðs eru varðandi veitingu innflutningsleyfa, eru reglurnar um alagninguna þó enn fráleitari og vitlausari. Þar er fylgt prósentureglunni, er Eysteinn Jónsson fann upp. Útkom- an verður sú, að því óhagstæðari innkaup sem menn gera, því meiri er hagnaðarvonin! Með öðrum orðum: Reglan beinlínis hvetur innflytjendur til þess að kaupa inn dýrai vörur! Vitanlega þurfa innflytjendur ekki að óttast af þeir sitji með vöruna, meðan eftirspurnin er jafn gífurleg og raun ber vitni. Er nokkurt vit í svona fyrirkomulagi? Er nokkurt vit í ■ að hið opinbera beinlínis stuðli að háu vöruverði á nauð synjum almennings? Er dýrtíðin ekki næg fyrir, þótt slík ar aðgerðir komi ekki til? Þegar Alþingi tekur nú til meðferðar framtíðarskipai þessara mála, gleymir það vonandi ekki þeim lagfæring um, sem hjer hefir verið drepið á. Innflutningshöftin eru neyðarúrræði. En þau verð birein plága, ef framkvæmd verða áfram á sama hátt o; verið hefir. Sama er að segja um verðlagsákvæðin. Hvort tveggja þarf að breyta. 'UíhverJL ólrijar: ÚR DAGLEGA LlFINU Á eftir tímanum. ÞAÐ VILL BRENNA VIÐ, að þeir, sem gefa út almanök, vasabækur með dagatali og mánaðardaga hjer á landi, verði stundum á eftir tímanum með þessa nauðsynlegu og vel þegnu útgáfustarfsemi sína. — Það kemur va'rla fyrir, að slíkt komi á rjettum tíma, eða fyrir áramótin. Þetta kann að þykja heldur lítilfjörlegt atriði, en það er nú svo samt, að menn vilja líka fylgjast með tímanum fyrstu daga ársins. Einna verst er þetta með lausu dagatölin, sem notuð eru á skrifstofum. Fyrir þau eru sjerstök „stativ“, sem notuð eru ár eftir ár, en ný dagatöl sett í árlega. En sá er gallinn á, að nýju dagatölin eru sjaldan tilbúin úr prentun fyr en liðið er á janúarmánuð. — Það er slæmt þegar menn eru á eftir tímanum svona yfirleitt, en langverst er það með þá, sem hafa gert sjer að atvinnu, að fylgjast með tímanum fyrir aðra. Almanökin eiga að vera til- búin fyrir áramót, ef þau eiga að koma að fullum notum. • Nöfn afbrotamnnna. UM ALLLANGT SKEIÐ hefir verið rætt um það hvort rjett væri að birta nöfn þeirra manna, sem brjóta af sjer við þjóðfjelagið, eða hvaða reglum ætti að fylgja í því. Mönnum þótti ósamræmis gæta í því fyrir skömmu, er einstæðings- stúlka, sem hafði falsað ávís- anir kom með fullu nafni í'dag- blaði, en skömmu áður höfðu fjórir innbrotsþjófar verið handteknir, en enginn vissi um nöfn þeirra, nema lögregl- an. — Jeg mintist á þetta við Svein Sæmundsson yfirlögregluþjón á dögunum, en hann veit manna mest um afbrot manna hjer á, landi og hefir kynnst mörgu í starfi sínu við rann- sóknarlögregluna. Sveinn sagði eitthvað á þessa leið: „Það er föst venja hjá okk- ur í rannsóknarlögreglunni, að reyna að halda leyndum nöfn- um á unglingum, sem eru inn- an við lögaldur sakamanna, þótt#eir brjóti eitthvað af sjer. Það er svo með marga þessa unglinga, að afbrot þeirra má frekar skoða sem barnabrek, en meðfædda glæpahneigð. — Það gæti orðið þeim óbætanlegt tjón á lífsleiðinni, ef nöfn þeirra yrðu birt almenningi. •— Þeim myndi finnast, sem þeir væru stimplaðir afbrotamenn, og biðu þess aldrei bætur, að nöfn þeirra yrðu birt. Opinber mál. „ÖÐRU MÁLI gegnir með fullorðið fólk, sem brýtur lög- in“, sagði Sveinn Sæmundsson. „Með mál þeirra er farið sem opinber mál þegar rannsókn er lokið og þá er það ekki okkar að segja til um hvort nöfn þeirra eru birt eða ekki. Þar kemur til kasta blaðanna sjálfra. Mun það og hafa komið fyrir, að aðstandendur hafa fengið blöðin til að þegja um nöfn afbrotamanna. „Hitt er svo annað, að við reynum að halda málum, sem eru í rannsókn, leyndum þeg- ar um það er að ræða, að birt- ing þeirra gæti torveldað rann- sóknina og kemur þá vitanlega ekki til mála, að birta nöfn. •— Ýms mál taka talsverðum breyt ingum frá því að þau eru í okk ar höndum og þar til dómur fellur. Ættu allir að skilja, að það væri ekki rjett að birta nöfn manna, sem grunaðir eru um eitthvert afbrot, ef svo skyldi fara við frekari rann- sókn, að viðkomandi menn reyndust saklausir. En það get ur vitanlega komið fyrir. „Blöðin ná oft frjettum af málum, sem eru í rannsókn, og birta það, sem þau hafa náð í á skotspónum. Vill þá oft verða misjafnt sannleiksgildið. Næg- ir í því sambandi að minnast á stúlkuna, sem falsaði ávísanirn ar. Blöðin sögðu frá því, að hún hefði falsað 20 ávísanir, en ekki eru þær komnar enn svo marg- ar til okkar“ • Meira samræmi. ÞANNIG sagðist Sveini Sæ- mundssyni frá og mjer skildist að hann væri mjer sammála í því, að meira samræmi þyrfti að vera í því, en verið hefir til þessa, hvenær og hvort birta skuli nöfri þeirra manna, sem gerast brotlegir. Það kemur oft fyrir, að nöfn manna, sem hafa brotið eitthvað smávegis af sjer, eru básúnuð út, en hinir heyrast aldrei nefndir, sem fremja verri verknaði og stærri að guðs og manna lögum. Það þarf meira samræmi í þetta en verið hefir og blöðin geta sjálf þar mestu um ráðið. En um það er jeg Sveini sam- mála, að ekki sje rjett að birta nöfn unglinga, sem gerast brot legir við lögin í fyrsta skifti og það oft í barnaskap eða af óvita hætti. • Munið eftir fuglun- um. — ÞAÐ ER ástæða til að minna bæjarbúa á litlu fuglana í görð unum. Það er hart í búi hjá þeim þessa dagana. Það sjá þeir best, sem láta eitthvað ætilegt handa þeim í garðana sína, því hóparnir, sem njóta góðs af, fara sífelt stækkándi. Það er ekki mikil fyrirhöfn að setja brauðmola eða grjón út í garðinn halida þessum vesl- ingum og þeir launa það í vor margfalt með söng sínum. I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . É _ __ Stásssfolur og daglegt Isf. ÞEGAR menn leggja leið sína um hin nýju húsahverfi í útjöðrum bæjarins og sjá hve húsin erú yfirleitt vönduð, og vel frá þeim gengið, er eðlilegt að mönnum detti í hug hvernig hús þessi muni falla kynslóð- um framtíðarinnar í geð. Flest eru hús þessi reist fyrir mikið fje, og með mikilli fyrir- höfn. Og þeir sem húsin hafa bygt, hafa kappkostað að ganga eins vel frá þeim 'og íægt er, með þeirri tækni sem iú er í húsabyggingum. En hvaða kröfur verða gerð ir til mannabústaða á næstu ildum. Enginn getur neitt um >að sagt. Þeir, sem vilja hugsa vo langt fram í tímann, verða ið láta sjer nægja ágiskanir inar. En eitt mun vera óhætt ‘ að ullyrða, að þau steinhús, sem ú eru byggð hjer, eru eins önduð og eins vel frá þeim engið, eins og tilsvarandi hús m með náírannaþjóðum vor- m. Vafasamara er að húsbúnað- r sje hjer yfirleitt eins hent- gur og eins smekklegur, og /rirhittist, þar sem slík heim- .lisrnenning er á háu stigi. Leiðbeiningarstarf- semi. SVÍAR eru orðlagðir fyrir hve miklir smekkmenn þeir eru í vali húsgagna sinna og öllum ytra frágangi heimil- anna. Samt finnst þeim sjálf- um, að einmitt í því efni sje þeim áfátt. Þessvegna hafa þeir nýlega komið á hjá sjer leið- beiningastarfsemi, svo unga fólkið, sem ætlar að reisa bú, geti fengið ráðleggingar í því, hvaða húsmuni það á helst að kaupa, og hvaða gerðir það á að vélja sjer. Ennfremur hvern ig hagkvæmast er að" raða nið ur húsgögnunum í heimilunum og koma þeim fyrir. Svíar hafa sjerstaka lána- starfsemi til þess að styrkja ung hjón eða hjónaefni við stofnun heimila. í sambandi við þær lánveitingar eru leið- beinendur starfandi, sem segja til um það hvernig lánsfjenu verði best varið. Unga fólkið fær ekki lánin, nema það hlýti ráðum hinna sjerfróðu í þessu cfni. Stássstofurnar. EFTIR því, sem sagt hefir verið frá leiðbeinendastarfsemi þessari, hafa Svíar ekki enn losað sig við stássstofu fargan- ið sem nokkuð hefir verið rætt um hjer á landi í blöðum og tímaritum. I leiðbeiningaheft- um þeim, sem unga fólkið í Sví þjóð fær, er því bent á, að stáss stofurnar sjeu úreltar með öllu, stofurnar sem eru svo fínar, að börnin mega ekki stíga þar sín- um fæti, vegna þess hve hús- gögnin eru viðkvæm, sem þangað hafa verið sett, og þar hefir verið tildrað upp alls- konar glysi, sem hætt er við að andóðir óvitar geti brotið. Stássstofurnar voru mjög al- gengar hjer á landi á tímabili, einkum þegar tillit er tekið til þess, hve húsakynni voru yfir- leitt ófullnægjandi. Allir, sem nokkurs máttu sín efnalega, reyndu fyrir hvern mun, að koma upp stássstofum, með flosdúkuðum húsgögnum og allskonar pírumpári. En þetta er að hverfa, sem betur fer. Hvar á jeg að vera? EN MANNI sýnist að enn eimi helst til mikið eftir af stássstofu-andanum eða smekknum. Að fólki hætti til að kaupa sjer húsgögn, sem sjeu t.d. svo viðkvæm fyrir snert- '"•■''".h á his. ö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.