Morgunblaðið - 07.01.1947, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. jan. 1947
Breskur togarí strandar
í Grindavík
f ----------
Öllum nema skipstjóra bjargað
r ----------
í ÆGILEGU BRIMI strandaði breski togarinn „Lois“ í
Hraunsvík í Grindavík á sunnudagskvöld. Fyrir frábæran
dugnað björgunardeildar Slysavarnafjelagsins tókst að
bjarga fimmtán mönnum af sextán manna áhöfn togarins.
Það var skipstjórinn Smith, 46 ára, sem drukknaði.
®----------------------
Stúlkur verða skipsins varar.
Um klukkan 9 á sunnudags-
kv'öld, er tvær stúlkur á bæn-
um Hraun í Grindavík voru á
leið til mjalta, urðu þær þess
varar, að skip hafði strandað
þar undan landi. Skyggni var
mjög slæmt og varla heyrðist í
eimpípu skipsins.
Komnir eftir hálftíma.
Formanni björgunardeildar-
innar í Grindavík var þegar til-
kynt strandið. Mun um það bil
hálftími hafa liðið þar til sveitin
kom á vettvang.
Hið strandaða skip var þá um
það bil 100 metra undan landi
og lá þvert í brimgarðinn áf
stjórnborðssíðu, en öðru hverju
gengu sjóar yfir það. Fjara
var á.
Björgunarlínu var skotið af
línubyssu og hæfði hún í fyrsta
skoti. Það var Arni Magnús-
son vjelstjóri sem skaut. —
Nokkru síðar hófst björgunin
og gekk hún prýðilega. — Um
miðnæ.tti var búið að bjarga 15
mönnum. Öllum ómeiddum en
nokkrir þeirra voru ofðnir tals-
vert hraktir. Þá var einn eftir
skipstjórinn er starðið hafði í
stjórnpalli allan tímann meðan
á björgun manna hans stóð. —
Skipstjórinn. ætlaði að fram-
mastri, en þar var línan sett
föst. A leiðinni tók hann út. —
Fer tvennum sögum af með
hverjum hætti hann hafi drukn
að. Er því ýmist haldið fram,
að hann hafi hrasað á þilfar-
inu, eða að sjór hafi tekið hann,
er hann var að komast að björg
unarstólnum.
Fluttir að Hrauni.
Skipbrotsmenn voru nú allir
fluttir að Hrauni. Af sumum
var mikið dregið og varð að
flytja þá á bílum. Að Hruni búa
bræðurnir Magnús og Gísli Haf
liðasynir. Þar hafði verið safn-
að af næstu bæjum, þurrum föt
nm handa skipbrotsmönnum og
var búið að þeim ein vel og
kostur var á.
Botnvörpungurinn „Lois“ var
frá Fleetwood, 112 rúmlestir að
stærð. Hann var bygður árið
1917.
I fyrrinótt færðist skipið tals
vert nær landi. Og í gær gengu
Grindvíkingar þurrum fótum á
fjöru út að skipinu. Það er mik-
ið brotið. Töldu þeir stjórnborðs
síðuna vera ónýta með öllu, en
bakborðssíðan lítið skemmd. —
Ekki hafði þá yfirbygging
skipsins brotnað svo teljandi
væri.
Skrifstofa Slysavarnafjelags-
ins skýrði Morgunblaðinu svo
frá í gær, að loftskeytastöðin
hefði heyrt neyðarmerki togar-
ans kl. 9.10 um kvöldið. Þá var
SVFÍ þegar gert aðvart. Þegar
björgunarsveitinni í Grindavík
var tilk. strandið, var þar orðið
kunnugt um það og deilain að
undirbúa sig undir björgunar-
starfið.
TJARNARBÍÓ:
%
„Lundúnaborg í
lampaljósi"
NAFNIÐ á þessari kvikmynd
á ekkert skylt við efni hennar.
En nöfn kvikmynda skifta vit-
anlega minstu máli, ef eitthvað
er í þær varið, að efni til og
leik. Þetta er ensk kvikmynd,
gerð eftir skáldsögunni „Fanny
by Gaslight“. Sagan fjallar um
unga stúlku, laundóttur frægs
bresks stjórnmálamanns á tím-
um Viktoríu drottningar. — Er
sagt frá örlögum hennar.
Kvikmyndin er vel gerð og
vel tekin, en leikurinn þó best-
ur. Enskar kvikmyndir eru að
fá á sig gott orð, enda leggja
Bretar á það mikla áherslu að
koma kvikmyndaiðn sinni í gott
horf. Breskir kvikmyndafram-
leiðendur er^i lausir við marga
af stórgöllum Hollywood. Nöfn
eins og James Mason verða án
efa brátt eins kunn meðal kvik
myndahúsgesta og Clark Gable,
Tyrone Power og hvað þeir nú
heita.Það er ekki lögð eins mik-
il áhersla á það í enskum kvik-
myndum að hafa hetjurnar
„súkkulaðisæta11 eins og í Holly
wood. — Aðalkvenhlutverkið
leikur Phillis Calvert og gerir
það vel. Þetta er góð kvikmynd,
þó hún teljist ekki með hinum
svonefndu „stórmyndum“.
AfaHundur Grótlu
AÐALFUNDUR Skipstjóra-
og-Stýrimannafjelagsins Grótta
var haldinn á sunnudagskvöld.
í stjórn voru endurkosnir Val-
garður Þorkelsson, form. Ágúst
Sveinbjarnarson ritari og Hall-
dór Halldórsson gjaldkeri. Með-
stjórnendur voru kjörnir Agnar
Ilreinsson og Kristinn Þor-
steinsson. Fundurinn samþykti
tillögur vegna laganna um að-
stoðina við smábátaútveginn og
enn fremur tillögu vegna
skýrslu skipaskoðhnarstjóra um
Borgeyjarslysið.
Handfökur í Madrid
MADRID: — Fjórir menn
hafa. verið handteknir í Madrid
og sakaðir um að hafa komið
fyrir sprengju í kjötsölubúð!
Lögreglan segir mcnfnina hafa
gert þetta samkvæmt skipun
kommúnista.
Minnisvarði síra
Jóhanns Þorkels-
sonar
Á SUNNUDAGINN var kl.
2 e. h. var afhjúpaður minn-
isvarði á leiði sjera Jóhanns
Þorkelssonar dómkirkjuprests.
Hófst athöfnin með því, að
Magnús V. Jóhannesson yfir-
framfærslufulltrúi hjelt ræðu,
þar sem hann gat þess, að
fermingarbörn sjera Jóharfns
frá árunum 1905 og 1906 hefðu
gefið minnisvarðann. Talaði
ræðumaðUr um starf sjera Jó-
hanns og þau áhrifsem hann
hefði haft á æskuna hjer í
bænum og fór fögrum orðum
um hans blessunarríka starf.
Var síðan^ minnisvarðinn af-
hjúpaður. í!r það steinkross og
á hann letrað nafn sjera'Jó-
hanns, konu hans og sonar
þeirra. Að því loknu söng dóm-
kirkjukórinn undir stjórn dr.
Páls ísólfSsonar sálminn ,,Jeg
gleðst af því jeg guðs son á“.
Þá hjelt sjera Bjarni Jónssorj,
ræðu og mintist sjera Jóhanns
og hins frábæra prestsstarfs
hans. Þaklcaði gefendum og
bað börnum sjera Jóhanns,
bæði nærstaddra og þeirra. er
erlendis dvelja allrar blessun-
ar og heilla. Að ræðu sjera
Bjarna lokinni söng kirkjukór-
inn „Son guðs ertu með sanni“.
Talaði þá loks frk. Þuríður,
dóttir sjera Jóhanns og þakk-
aði gefendum þessa veglegu
gjöf og þann hug, sem hún
sýndi. Flutti hún og þakkir og
kveðjur frá fjarstöddum systk-
inum sínum.
Var athöfnin öll hin hátíð-
legasta og voru viðstaddir
nokkrir prestar og allmargir
bæjarbúar.
Ótlast matarskorts
í London vegna
verkfalls
London í gærkvöldi.
ÓTTAST ER AÐ til mat-
vælaskorts kunni að koma í
London, ef ekki rætist úr ólög
legu verkfalli, sem vörubíl-
stjórar hafa gert hjer í borg-
inni. Er talið að um 5000 bíl-
stjórar hafi lagt niður vinnu.
Bílstjórarnir segja, að þeir
liafi gert verkfall vegna þess,
að það hafi nú tekið atvinnu-
málaráðuneytið 9 mánuði að
gariga frá samningum um
kaup og kjör vörubílstjóra.
Talsmaður ráðuneytisins ljet
hinsvegar svo ummælt í dag,
að eriginn óþarfa dráttur
hefði orðið á þessu máli. ••—
Reuter.
Marshall kallaður
heim frá Kífia
Washington í gærkveldi.
TRUMAN FORSETI hefir
kallað heim sendiherra Barida
ríkjanna í Kína, Marshall
hershöfðingja, en hann var
sendur til Kína til þess að
reyna að koma á sættum milli
kommúnista og miðstjórnar-
innar kínversku.
Maí fær tundur-
dufl í vörpuna
Á LAUGARDAG fjekk
botnvörpungurinn Maí tund-
urdufl í vörpu er skipið var
að veiðum um það bil 50 sjóm
norður af Ritur. Þetta gerðist
um kl, 5 síðd. að duflið kom í
vörpuna og urðu skipverjar
þess ekki varir fyr en það skail
á dekkið innan um fiskinn.
Þegar var haldið til ísa-
fjarðar, en í fylgd með Maí
var togarinn Drangey, og
komið þangað um miðnætti.
Tundurduf lasj erf ræðingur
Skipaútgerðar ríkisins á ísa-
firði Guðfinnur Simundsson
fór til móts við Maí á varð-
bátnum Finnbjörn.
Við athugun kom í ljós að
duflið var óskaðlegt, því sjór
hafði komist inn í það. En til
frekara öryggis ljet Guðfinn-
ur skipverja yfirgefa skipið
meðan athugunin fór fram.
Klukkan rúmlega hálf eitt um
nóttina fór skipið aftur á veið
ar.
Þetta er ll.tundurduflið sem
Guðfinnur kannar og eyði-
leggur.
223 visfmenn á
Elliheimilinu
VIÐ ÁRAMÓTIN . voru 223
vistmenn á Elliheimilinu Grund
að því er segir í ársskýrslu
heimilisins. Karlmenn eru þar
158, en 65 konur.
Á árinu dóú 42 vistmenn, 25
konur og 17 karlmenn.
Meðalaldur þeirra, sem ljet-
ust á árinu var 77 ár og fjórir
mánuðir, konur 77 ár, en karlar
77 ár og 10 mánuðir. Meðal-
dvalartími var 2 ár og 77 dagar.
Greiðsla á vistgjöídum skift-
ist þannig, að bæjarsjóður
Reykjavíkur greiddi fyrir 120
manns, önnur hreppa og bæjar-
fjelög fyrir 13 manns, 38
greiddu sjálfir og vandamenn
fyrir 52.
Leifað að hermanna-
grafreitum
HAMBORG: — Yfirmaður
breska flugliðsins í Þýskalandi
hefur beðið Þjóðverja um að-
stoð við að reyna að finna
grafreiti um 20.000 breskra
flugmánna, sem skotnir voru
niðu? yfir Þýskalandi á styrjald
arárunum.
í heimsókn í Singapore
LONDON: — Tedder mar-
skálkur, yfirmaður breska
flughersins, kom nýlega til
Singapore ásamt konu sinni.
Marskálkurinn kannaði fluglið
Breta á staðnum.
LONDON: — Reiknað hefir
verið út að það taki 25 ár að
hreinsa til í rústum Berlínar.
Kostnaðurinn er áætlaður 2.7
miljarðir marka.
Hrundir húsveggir í Berlín
eru 70 millj. rúmmetra, þar af
hefir 1,7 millj. verið komið
burt. KosÆði það 67 millj.
marka.
Fjöldi Reyhvíkinga
á skíðum um s.l.
helgi ■
FJÖLDI Reykvíkinga, svo
hundruð skifti, fóru á skíði um
síðustu helgi. Snjór er tölu-
verður efra núna, en þó ekki
eins mikill og um jólin. Færi
var heldur þungt og veður leið-
inlegt, krapableyta.
Gera má ráð fyrir að við snjó
komuna í fyrrinótt og í gær,
hafi færi batnað að mun og að
skíðafæri verði gott um næstu
helgi, ef ekki hlánar. Vegurinn
upp að Kolviðarhóli og Skíða-
skólanum hefir verið ágætur.
Boðskapur Trumans
Frh. af bls. 1
heldur og fyrri fjölda margar
aðrar þjóðir í heiminum.
‘ \
Aðstaða
Bandaríkjamanna.
Forsetinn sagði, að til þessa
hefðu Bandaríkjamenn hjálp-
að sveltandi þjóðum betur en
nokkur önnur þjóð heimsins
og flutt meira af matvælum til
þeirra, en allar aðrar þjóðir í
heiminum samanlagt. Þessu.
yrði að halda áfram.
Bandaríkjamnn hefðu ekki
gert skyldu sína gagnvart heiro.
ilislausu fólki í Evrópu og úr
því væri nauðsyn að bæta. Frá
því í maí í vor hefð.u aðeins
5000 manns fluttst til Banda-
ríkjanna frá Evrópu.
Forsetinn bað þingið að gera
sjer ekki erfiðara fyrir að
stjórna, en þyrfti að vera og
bað stjórnmálaflokkana að
hafa sem besta samyinnu um
velferð landsins.
I Asbjömsona œvintýrin. — g
I Sígildar bókmentaperlur. i:
I Óglejrmanlegar íögux
bamanna. - 1
i Góð gleraugu eru íyrir i
öllu.
í Afgreiðum flest gleraugna f
| recept og gerum við gler- |
augu.
•
§ Augun þjer hvílið
með gleraugum frá
TÝLI H. F.
Austurstræti 20.
= _________________________ :