Morgunblaðið - 10.01.1947, Side 2

Morgunblaðið - 10.01.1947, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. jan. 1947 Hlutfallskosningar ræddar á Alþingi ALLMIKLAR umræður urðu í gær um frumvarp Jóhanns Hafstein um hlutfallskosningar í verkalýðsfjelögum. Meirihluti allsherjarnefndar, Herm. Guð- mundsson, St. Jóh. Stefánsson, Jör. Brynjólfsson, var á móti frv., en minnihl., Jóhann Haf- stein og Garðar Þorsteinsson, lagði til að frv. yrði samþ. Herm. Guðmundsson var framsm'. meirihl. Lagði hann til að frv. yrði felt. Jóh. Hafstein kvaðst hafa Verið því fylgjandi að mál þetta yrði sent Alþýðusambands þiinginu til umsagnar í góðri tfú, að þingið tæki þannig á málinu, sem því væri samboð- ið, og sjerstaklega þar sem for- seti þess Herm. Guðm. var áð- uj~ kunnur að vera málinu fylgj aþdi. : Jóhann gat þess, að hann héfði átt tal við Hermann eftir 1. umr. málsins og hefði Her- mann sagst skyldi beita sjer fyr ir því innan verkalýðshreyf- ingarinnar, að teknar yrðu upp hlutfallskosningar, ef frumvarp þetta yrði tekið aftur. Kvað Jóhann afgreiðslu máls ins ósamboðið virðingu Alþýðu sambandsins og kenna nokkuð , mikils sleggjudóms, þar sem segir í ályktun þingsins, að hlut fallskosningar geri verkalýðs- samtökin að pólitískum leik- soppi stjórnmálaflokkanna. — Hverjir eru það, sem nú eru að géra verkalýðssamtökin að póli tískum leiksoppi stjórnmála- flokks?, spurði Jóhann. Sýndi Jóhann fram á hVe hlægileg skynhelgi kæmi fram hjá kommúnistum í máli þessu. Það væri staðreynd, að hlut- fallskosningar væri það form, sem fullnægði best kostum lýð ræðsins. Fyrir þeim mönnum, sem stæði að þessu máli, vekti það einungis, að koma á heilsteyptari og heilbrigðari samtökum verkamanna. Þess- vegna hafi Sjálfstæðisverka- menn ásamt Hermanni Guð- mundssyni farið fram á það ’39, að þáv. þingm. Hafnarfjarðar, Bjarni Snæbjörnsson, flytti frv. um þetta sama efni. Vitnaði Jóhann síðan í ýms- ar samþyktir Sjálfstæðisverka- manna um hutfallskosningar. Benti ræðumaður á, að þótt Dagsbrún hefði samþ. mótat- kvæðalaust mótmæli gegn frv., væri það kunnugt, að ekki væri auðvelt fyrir minnihl. að kom- ast að með sínar skoðanir, þar sem kommúnistar ráða lögum og lofum. Sannleikurinn væri sá, að kommúnistar vildu pólit- ískt einræði, en ekki lýðræði. Þótt mál þetta nái ekki fram að ganga nú, mun það ekki stöðvað, sagði Jóhann. — Það mun leitt fram til sigurs, þar sem það .er krafa um meira lýð- ræði innan verkalýðssamtak- anna. Hermann tók aftur til máls, og. reyndi að afsaka fyrri af- stöðu sína í þessu máli. Einnig talaði Jörundur, en umræðu var því næst frestað. Kauphöllin j er iriðstöð verðbrjefa- viðskiftanna, Sími ,1710. | Tómas Jónsson umsjónarmaður aó Hófel Borg fimmfugur. Við skulum ekki víla hót, það varla ljettir trega! og það er þó allaf búningsbót að bera sig karlrrlannlega. ÞETTA er afmælisvísan hans og vissulega hlýtur fyrir hug- skotssjónum skáldsins að hafa staðið andlegur persónugerfing- ur Tómasar Jónssonar, þá hún á sínum tíma varð til, því svo vel fær hún túlkað og sagt það sem cinkennir og við á um hann. Það getur vart hjá því farið, að menn, sem búa yfir þeim ljettleik og lífsgleði, sem öðr- um kostum fremur, eru ein- kennandi fyrir Tómas Jónsson verði bæði vinsælir og vinmarg ir, og vissulega munu margir þeirra í dag leggja leið sína að Ljósvallagötu 12, þar sem oft við skák og skemtilegar við- ræður var hlegið hátt, og hennt að mörgu gaman, bætt einni stund við í viðlagasjóð ánægju- legra endurminninga. Heill sje þjer og þínum, vin- Ur minn, á þessum merkisdegi æfi þinnar, og megi framtíðin færa þjer heim gæfu og gengi um ókomin ár. S. Jóhannsson. _____^ ^ ^ I Monigomery flyfur ræðu á liðsforiflgja- skóla Moskva í gærkvöldi. MONTGOMERY hershöfð- ingja var fagnað ákaft, er hann í dag flutti ræðu í ein- um af skólum þeim í Moskva, sem kennir liðsforingjaefnum Montgomery lauk ræðu sinni með því, að segja frá því, hversu glaður og hreykinn hann væri af því, að hafa ver- ið sæmdur Suvorov-orðunni, en það heiðursmerki. fjekk hann skömmu eftir lok styrj- aldarinnar. Eftir að hafa skoðað liðs- foringjaskólann snæddi hers- höfðinginn hádegisverð hjá Catroux hershöfðingja, sem er sendiherra Frakka í Mosk- va. — Reuter. Sarisf í Þrakíu FRÁ ÞRAKÍU í Grikklandi bei’ast þær frjettir, að skæru- liðar og stjórnarhersveitir hafi barist þar í tvo daga um þorp nokkurt. í bardaga þessum fjellu 19 hermenn og 30 skæruliðar. — ílalski sósíalista- fEckkurinn klofnar Rómaborg í gærkvöldi. ÍTALSKI sósíalistaflokkur- inn hefur klofnað og tvö full- trúaþing flokksins eru nú halclin í Rómaborg samtímis. Meirihluti fulltrúanna fylkja sjer um Nenni utanríkisráð- herra. Klofningurinn í flokknum stafar af því, að skiftar skoð- anir eru um það, hvort hon- um beri að hafa samvinnu viö kommúnista. — Reuter. - Óánægja með frið- arsamninga Frh. sf bls. 1 sínum á Þýskalandsmálunum í heild. Hollenska stjórnin mun líta svo á, að rjettur smáþjóðanna sje borinn fyrir borð meö slíku fyrirkomulagi, og stórveldin svíki þannig gefin loforð um þátttöku þessara þjóða í frið- arsamningunum við Þýskaland. ✓ 18 þjóðir. Einn af talsmönnum breska utanríkisráðuneytisins hefir skýrt frá því í þessu sambandi, að þær sjeu alls 18 þjóðirnar, sem boðið hafi verið að skýra afstöðu sína til Þýskalandsmál- anna. Talsmaðurinn bætti því við, að alls ekki sjeu loku fyrir það skotið, að friðarráðstefna, með líku sniði og Parísarráð- stefnan í sumar, verði kölluð saman, er utanríkisráðherrarnir og fulltrúar þeirra hafa lokið viðræðum sínum. llll■llllllll■lllllllll■lllllllll■IIIIIIIIIIII■llllllllll■IIIIIIIIIIIIII | Jarpur hestur | | taminn, sennilega mark- 1 I laus, er í óskilum á Selja- i 1 brekku. i 1 i iiiiiiiinin 11111111 ■iiimiii iii iiiiiimiiiiiiiiniimi 111111111111 (S)| immmmmmimmmmmmmmmmmmiiimiiiimiii “ Z 1 11 • Góð gleraugu eru fyrlr jj = öllu. 1 Herbergi i | til leigu. Uppl. í síma f | 5192 í dag. 5 . i iiiiii [ Afgreiðum flest gleraugna ij = recept og gerum við gler- ij augu. i • 1 | Augun þjer hvílið með gleraugum frá TÝLI H. F. Austurstræti 20. a q lllllllimilllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIII||||||||||||||ll!5l||lll | Ungur maður með minna | \ bílprófi, óskar eftir ðiviana 1 imiimmmmmmmmmiiiimmiimmmmmmmmja 5 a 5 Barnlaus hjón óska eftir jj ! 1—2 herbergjum og 1 I eldhúsi S | eða eldunarplássi, að líta | | eftir börnum 2—3 kvöld í 1 f viku gæti komið til 3 i greina. Uppl. í síma 6868 frá 1 ! kl. 4—6. f • iHlillliiiiiMiiiMMiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiimiiiiiii. j helst við að aka vöru- eða i l sendiferðabíl. i Tilboð sendist afgr. Mbl. i í fyrii- sunnud. merkt: Ung | i ur maður — 598. BEST AÐ ADGLYSA í MOSGUNBLAÐINII 5 og 12 volta í mörgum stærðum. I Bíla-, og málningar vöruverslun Friðrik Bertelsen Hafnarhvoli 83*Sx$<íx83x8*Sx$<Sx$x$x$x$x$x' V$<$<Sx$x$$<$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$xSx$x$x:.x$x$x$xI STÚLKA I óskast til skrifstofustarfa. Vjelritunarkunn- | átta áskilin. Tilboð sendist afgr. Mbl., fyrir |: laugardagskvöld, merkt: „B—100“. I Sölustjóri Heildsala hjer í bænum óskar eftir manni, sem getur tekið sölumensku. Gott kaup. Til mála getur komið herbergi til vors. Tilboð, merkt: „Sölumenska“, sendist í póst- hólf 434, fyrir 15. þessa mánaðar. ^^^x$>8>3X$X$x$^>3x®«^$>8><Sx$X$x$x$X$x$x$X$X$x$X$x$x$<$x®x$^X$X$>3x$^X$X$^<$>3x$x$X$><$i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.