Morgunblaðið - 10.01.1947, Page 7

Morgunblaðið - 10.01.1947, Page 7
Föstudagur 10. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 UM DÝRTÍÐARVANDAMÁLIÐ ÞEIR hagfræðingarnir' Jónas H. Haralz og Torfi Asgeirsson birtu í Þjóðviljanum þ. 29. f. m. svargrein við greinum þeim, er jeg skrifaði í Morgunblaðið þ. 12., 14. og 15. s. m. með at- hugasemdum við tillögur þeirra um lausn dýrtíðarvandamáls- ins. Jeg get ekki látið hjá líða að svara þessari grein, sem sýni lega er skrifuð meira af kappi en forsjá. Jeg ætla ekki að ræða afsak- anir höfunda á því, hversu verðlagsbygging þeirra hafi verið flaustursleg að frágangi og þurft mikillar lagfæringar við, áður en hún væri sýningar- hæf í heilu lagi (hægt að birta greinarnar í bæklingsformi). I niðurlagi (greinanna) bæklings ins (bls. 54) vekja höf. athygli á þeirri sjerstöku aðstöðu er þeir hafi haft til þess að mynda sjer vel grundvallaðar skoðanir á lausn þessara vandamála, og að þeir hafi þrautrætt og íhugað þau, m. a. í samráði við ýmsa menn, sem hafa haldgóða þekk- ingu á atvinnumálum vorum og fjármálakerfi. Höf. virðast því, á þessu stigi málsins, hafa tal- ið, að sæmilega væri frá bygg- ingunni gengið, en vera má að aðrir hafi orðið til að benda þeim á einhverja smíðisgalla á undan mjer. ★ Höfundar geta þess til í upp- hafi máls síns, að athugasemd- ir mínar muni aðallega eiga að beinast gegn hagfræðinganefnd inni, sem skipuð var Alþingi til fulltingis í dýrtíðarmálunum. Eiga þeir þar sjálfsagt við álits gjörð nefndar þessarar, en hana hafði jeg alls ekki sjeð og gat því engar athugasemdir við hana gert'. Þetta fyrsta atriði er því algerlega gripið úr lausu lofti, og er með öllu tilhæfu- laustt í grein sinni leggja höf. aðal- áhersluna á að reyna að láta líta svo út sem jeg hafi yfir- leitt misskilið skoðanir þeirra og tillögur, og þykast geta tiH- fært ýms atriði, sem jeg fari rangt með. Jeg leyfi mjer að vísa þessum ásökunum heim til föðurhúsanna, og mun jeg sanna lið fyrir lið, með þeirra eigin orðum, að misskilningur- inn eða rangfærslurnar eru þeirra, en ekki mínar, þótt þau atriði, sem greinarhöf. taka fyr- ir, sjeu raunar í eðli sínu nauða lítils virði, og varla ómaksins vert að elta ólar við þau. ★ 1. Greinarhöfundar segja: ,,Það er ekki rjett, að við höf- um talið að ekki væri hægt að leysa vandamálið, þ. e. a. s. að skapa jafnvægi í greiðslu- viðskiptunum við útlönd, með ráðstöfunum slíkum sem gengis lækkun eða verðhjöðnun“. Um þetta atriði segi jeg í grein minni: „Þeir ræða nokkuð ýmsar af þeim bráðabirgðaráð- stöfunum er til greina gætu komið (þ. e. til að skapa jafn- vægi í greiðsluviðskiptunum við útlönd), svo sem lækkun verðlagsins innanlands, bæði hægfara og snögga verðhjöðn- un (deflation),, gengislækkun og innflutningshöft. Niðurstaða þeirra athugana er, að með því fáist ekki viðunandi lausn við- Athugasemdir viö grein hag- fræðinganna Jónasar Haraldz og Torfa Ásgeirssonar fangsefnisins“. Það er einmitt þetta, sem þeir sjálfir eyða miklu rúmi í að sanna í bækl- ing sínum, að engin þessi leið sje viðunandi til úrlausnar, eins og nú skal sýnt verða. Þeir segja m. a. bls. 8—11: „Það er skoðun okkar, að hver sú lausn „dýrtíðarvandamáls- ins“, sem ekki tekur fyllilega tillit til eftirfarandi atriða, sje óviðunandi. 1. Viðhalda verður fullri at- vinnu. 2. Viðhalda verður kaupmætti dagkaupsins. 3. Utiloka verður alla spákaup * mennsku í sambandi við lausnina. 4. Jafnvægið á milli innflutn- ings og útflutnings verður að nást við sem hæstaitþjóð- artekjur. 5. Aðferðin, sem valin er tij að skapa jafnvægið verður að vera fljótvirk og hreyf- anleg. Eftir miklar bollaleggingar komast höf. að þeirri niður- stöðu (bls. 51), að hægfara verð hjöðnun uppfylli „ekki eitt ein- asta af hinum fimm skilyrðum“, snögg verðhjöðnun hafi „þann kost framyfir hægfara verð- hjöðnun að hún uppfylli betur fyrsta og fjórða skilyrðið“, en gallar og kostir gengislækkun- ar sjeu „svipaðir og snöggrar verðhjöðnunar“. — Höfundar hafa hjer sjálfir dæmt allar þessar leiðir „óviðunandi“ svo að ekki verður um villst, en jeg sagði aðeins að þeir teldu þær ekki „viðunandi lausn“, og býst jeg ekki við að nær verði komist meiningunni. 2. Höfundar segja: „Það er ekki rjett, að við teljum ný- sköpunina „fullnægjandi fram- tíðarlausn í sköpun jafnvægis- ins í utanríkisviðskiptunum". Það er þvert á móti skýrt fram tekið á bls. 30—31 að um það sje ekkert hægt að segja“. Þar segir, að óvissan liggi m. a. í „markaðsaðstæðum er- lendis“. Um markaðshorfurnar segir m. a. bls. 7: „Allar líkur benda ti.1 þess að við getum aflað okk- ur nægra markaða með viðun- andi verði fyrir allan þann fisk, sem við getum hraðfryst og saltað, og jafnvel viðunandi markað fyrir ísfisk annarsstað- ar en í Bretlandi". Á bls. 36 segir svo: „Þær ráðstafanir, sem getið var um hjer að framan, miðuðu fyrst og fremst að því að greiða götu nýsköpunarinn- ar, og skapa þannig jafnvægi í utanríkisviðskiftum að nokkr- um tíma liðnum“. Jeg get tekið það fram hjer, að jeg gerði engar tilraunir til að elta ólar við mótsagnir bækl- Hús á san ingsins. Þvert á móti lagði jeg megináherslu á að fylgja höfuð- línunum í hugsanagangi höf- unda, þrátt fyrir mótsagnir. Ef ekki má draga þá ályktun af þessum setningum, sem jeg hefi gert, en þeir telja ranga, hefðu þeir þurft að taka skýrt fram, að menn skyldu varast að taka yfirleitt nokkurt mark á því sem þeir segðu. ★ 3. Höfundar segja: „Það er ekki rjett, að við leggjum til, að ríkið taki sjer þær skyldur á herðar „að tryggja sjávarút- veginum hallalausan rekstur við þessu verðlagi innanlands, hvaða lækkun, sem kann að verða á útflutningsafurðunum og hver sem aflabrögðin kunna að vera“. Okkur hefir vitaskuld aldrei dottið í hug önnur eins fjarstæða og að sjerhverjum trillubát skuli tryggður halla- laus rekstur hver sem aflabrögð hans sjeu og hvernig sem afli hans sje verkaður.“ Þessi athugasemd er næsta ó- þörf og orðalag mitt gefur ekk- ert tilefni til hennar. Með sjáv- arútveg á jeg auðvitað við þá starfsemi sem rekin er á reglu- bundinn hátt í sambandi við vertíðir, en ekki þótt einhver fiski sjer í soðið, og það þóttist jeg vita að höfundar meintu. Að öðru leyti setja þeir sjálfir engin takmörk, eins og sjá má af eftirfarandi setningum: „Til- lögur okkar eru í stuttu máli þær, að ríkið ábyrgist útflutn- ingsverð á sjávarafurðum er á hverjum tíma sje svo hátt, að þessi atvinnuvegur geti að minnsta kosti greitt þeim sem við hann vinna sömu laun og aðrar atvinnugreinar og all- miklu meira, þegar betur geng- ur, heppnin er með og dugnað- urinn nógur. Sje verðið erlendis lægra en það verð, sem þannig teldist nauðsynlegt yrðu greidd ar útflutningsuppbætur." „I lok hverrar vertíðar yrði gert úpp hvað verðið þyrfti að vera með tilliti til aflabragða og út- gerðarkostnaðar.“ (bls. 44—45) Af gengislækkun myndi leiða, „að verð allra útfluttra vara myndi hækka hlutfallslega jafn mikið, og þannig gæti orðið óþarflega mikil hækkun á sum um vörutegundunum, t. d. síld- arafurðum. Þetta væri hægt að varast með þeirri aðferð sem við stingum hjer upp á, þar sem hafa mætti útflutningsuppbæt- urnar breytilegar eftir vöruteg- undum“, (bls. 46). Af þessu er ljóst að höfundar gera ráð fyrir, að til þess gæti komið, að verðbæta þyrfti all- ar útflutningsvörur sjávarút- vegsins „vegna aflabrests eða di. verðfalls“, aðeins mismunandi mikið eftir aðstæðum. Höfundar telja það rangt hjá mjer, að ekki sje hægt að reikna út fyrirfram hvað tillögur þeirra myndu kunna að kosta rikissjóðinn, og telja að ef „verð bættur verður allur bátafisk- ur, þannjg að það mark náist, sem við höfum sett, myndi það kosta röskar 20 millj. kr.“ Jeg hefi ekki gert tilraun til að sannprófa þessa áætlun. Annars gengu höfundar ekki út frá neinni slíkri takmörkun verðuppbóta við bátaflotann, eins og sýnt hefir verið, í öðru lagi eru þá ótalin útgjöld vegna niðurgreiðslu á verði innfluttra vara, sem „innganga“ í vísi- töluna, svo og allur sá kostn- aður, er af sjálfum ráðstöfun- unum leiddi. Þá má minna á það að bæjar- og sveitarfjelögin þyrftu að fá bætur fyrir rýrnun á skattstofn um þeirra og bændur fyrir minkandi neyslu innanlands á landbúnaðarafurðum o. s. frv„ svo að dæmið liggur ekki alveg eins ljóst fyrir og höfundar vilja nú vera láta. ★ Þess er ekki kostur að rekja öll atriði í svargrein J. J. H. og T. Á. svo nákvæmlega sem að framan hefir verið gert. Það yrði allt of langt mál. Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna hve haldgóðar athugasemdir þeirra eru, en jeg mun þó fara nokkrum orðum um önnur atr- iði greinarinnar. 4. Höfundar segja að það sje ekki rjett hjá mjer „að við álít- um að tillögur okkar uppfylli til hlítar" það skilyrði að rýra ekki kaupmátt dagkaupsins. Þeir geta ekki flúið frá þeirri yfirlýsingu sinni (sbr. ennfr. hjer að framan), að þeir telja hverja þá láusn ,,óviðunandi“, sem ekki taki fullt tillit til hinna fimm skilyrða, og þar með að rýra ekki kaupmátt dag kaupsins. Jeg lagði áherslu á að sýna að tillögur höfunda þvprbrytu þetta meginskilyrSi, og að hinar óheillavænlegu af- leiðingar þeirra fyrir skattborg arana myndu hvila* með ofur- þunga á öllum almenningi. Höf- undar þurfa því ekki að falla í stafi yfir því, að jeg verði nokkru rúmi til þess að ræða þetta atriði. Jeg þykist ekki þurfa að- endurtaka hjer það, sem jeg um það hefi sagt, og læt mjer nægja að visa til þess. Til skýringár mætti tilfæra hjer setningu úr kafla, þar sem höf. eru að lýsa ágæti úrræða sinna (bls. 53): „Sá eini vafi, sem á gæti leikið er, hvernig þau samrýmast öðru skilyrð- inu, að viðhalda kaupmætti dagkaupsins“. Fyrir mjer vakti fyrst og fremst að sýna fram á þá augljósu staðreynd, að eng- inn vafi er á, að þau brjóta al- gjörlega í bág við þetta skilyrði. Það er auðvitað meinlegur mis- skilningur, sem stafar af fljót- færni, að álykta, að „þau tryggi óbreyttan kaupmátt dagkaups- ins gagnvart þýðingarmestu lífsnauðsynjum“ (bls. 54). Ekk- ert er líklegra en „úrræði“ höf. myndu t. d. draga stórkostlega úr neyslu nýmjólkur, smjörs og kjöts, en þessar vörutegundir munu almennt taldar til lífs- nauðsynja, auk þess sem þæc hafa sína þjóðhagslegu (og sum part heilsufræðilegu) sjerstöðu í neyslu landsmanna. ★ Höfundar minnast á það, og telja það mikla yfirsjón af minni hálfu, að í hópi „starfs- manna“, sem jeg tala um, sjeu t. d. ýmsir menn, sem geti ekki talist almennir starfsmenn. Það er mjer fullkunnugt, en jeg ræddi það ekki af þeirri ástæðu, að það skiptir ekki máli í þessu sambandi, dæmið er jafn ljóst fyrir því. Jeg talaði um hlutfall, sem ókleift er að ákveða með fullri nákvæmni. Árið 1940 töldust taép 80% íbúa Reykjavíkur til verkafólks og „starfsfólks“ ýmis konar. Ibúatalan mun nú vera ca. 50 þúsund og ca. 80% af þeirri tölu er ca. 40 þúsund. Hlutfallstalan gæti nú verið t. d. frá 78% upp í 83% og sam- svaraði sá mismunur 2—3 þús. miðað við ca. 50 þúsund. Statistik er sjaldan hárná- kvæm, ekki síst þegar engar nýjar tölur liggja fyrir, en get- ur þó gefið nægjanlega ljósa skýringu hlutanna. Þótt tiltölu- lega mjög lítið brot þeirra, sem taldir eru til, verkafólks og starfsmanna, sjeu ekki almenn- ir launþegar, er þó óhætt að draga þá ályktun af manntal- inu, að um 80% íbúanna telj- ist til vinnandi stjetta verka- manna og almennra starfs- manna, en hins vegar er ekki hægt að ákveða raunverulega tölu þeirra, án þess að skakki hundruðum eða jafnvel nokkr- um (fáum) þúsundum. Dæmið sannar jafn ljóslega fyrir því, að þessi yfirgnæfandi meiri- hluti bæjarbúa telst til um- ræddra stjetta, en hjer lág ekki fyrir að sýna annað. Athuga- semd höf. ber því viðvanings- hætti þeirra, í því að fara með tölUr og draga ályktanir af statistiskum upplýsingum, því miður leiðinlegt vitni. 'k Það er alrangt hjá höf. að jeg geri „einkennilega tilraun“ „til að sýna fram á að illmögulegt sje að ná hærri sköttum af há- tekjumönnum. Þeir sjeu bæði svo fáir og hátt skattaðir fyrir“. Á það legg jeg alls engan dóm, en sýni fram á, að ef hækka ætti heildarupphæð tekjuskatt- anna um t. d. 50% myndi þurfa að hækka skattana á lægri tekjuflokkunum miklu meira en sem því svaraði, vegna þess að hæstu tekjuflokkarnir þola ekki þá hækkun skattanna, án þess að tekjurnar þurkuðust út Frarnh. á b!<=

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.