Morgunblaðið - 10.01.1947, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.01.1947, Qupperneq 8
i I ■ tfr*. — Um dýrtíðarvandamálið Framh. af bls. 7. (auk þess, sem útgerðin væri að miklu eða öllu leyti fallin burt sem skattgreiðandi). A það má hins vegar benda í þessu sambandi, að sú mikla eigna- aukning á síðustu árum, sem höf. minnáfst á, mun fremur stafa af því, að tekjur hafi ver- ið dregnar undan skatti en skattstigarnir sjeu óhæfilega lágir. Þetta atriði, undandráttur tekna frá skatti, ræddi jeg ékki í fyrsta lagi vegna þess, að það er sjálfsagður hlutur, að skatt- lögunum sje. framfylgt eins og Öðrum landslögum, og að þau sjeu látin ganga jafnt yfir alla, þótt mikill misbrestur sje á, að það hafi tekist. í öðru lagi hefði hið opinbera full not fyr- ir þann tekjuauka til eðlilegra þarfa, sem fengist við það, að hægt væri að innheimta fullan skatt af öllum tekjum og eign- um. Skattalöggjöfina og ágalla hennar, gefst mjer heldur ekki rúm til að ræða. ★ Jeg ætla ekki að ræða hjer frekar skaðsemi verðuppbót- anna fyrir tækniþróunina. Það fyrirbrigði er fullkunnugt, og frótnar óskir höf. um að miða uppbæturnar við þau fyrirtæki, sem „best væru úr garði gerð tæknilega", breyta þar harla litlu um. Við þekkjum, að nokk ur hluti landbúnaðarins hjer hjá okkur er rekinn með svip- uðu sniði nú og gert hefir ver- ið allt frá landnámstíð. Bú af þessu tagi virðast þrífast sæmi- lega við hliðina á búum, sem rekin eru með nýtísku sniði. Höf. virðast hafa fullan skiln- ing á þessari hættu, en frá öðr- um hafa komið fram ákveðnar kröfur um, að ljelegri búunum yrðu greiddar hærri verðupp- bætur en þeim búum, sem bet- ur eru sett. Má það teljast dá- lítil bending til skýringar þessu máli. Tilvitnun höf. í verslun- ina hjer sannar einnig það, sem hjer um ræðir.. Aðstaðan í versl . uninni hefir verið slík, að hún hefir jafneilt öruggri verð- verndun. Til verslunarinnar hefir því streymt fjármagn og vinnuafl langt fram yfir það, sem nauðsynlegt og æskilegt getur talist. Höf. hneikslast mjög á því, að jeg skuli kalla tillögur þeirra fjarstæðiskenndar og frumleg- ar. Þeir eru nú raunar sjálfir búnir að draga mjög saman seglin. Þeir vilja nú láta líta svo út, sem útflutningsuppbæt- urnar hafi ekki átt að ná nema til bátaflotans, enda hafa söju- horfur ýmissa afurðanna batn- að allmikið í bili að minnsta kosti, síðan tillögur þeirra voru í fæðingunni. En auðvitað ræddi jeg þær eins og þær lágu fyrir. Þeir viðurkenna að tillögur þeirra um hinar tíðu tollbreyt- ingar hafi verið svo fjarstæðu- ltenndar og frumlegt hugar- smíði, að þær sjeu óframkvæm- anlegar, en með því er einni höfuðstoðinni kippt undan bygg ingunni. Hinn „fljótvirki“ og sjálfvirki tollahemill átti að leggja sinn mikla skerf til þess að viðhalda jafnvæginu í greiðsluviðskiptunum út á við. Þeir telja raunar ekkert því til fyrirstöðu að hækka tollana, en forðast að ræða afleiðingar þess að öðru .leyti. Höf. telja líka vel hægt að hækka tekjuskatt- inn einu sinni á ári (ekki einu sinni eða tvisvar eins og áður), en minnast á þá óhjákvæmi- legu afleiðingu af verulegri hækkun haris (og skjótri inn- heimtu), að fjölmargir hinna almennu skattborgara myndu við það lenda undir hamri skattinnheimtunnar. A einum stað í bæklingnum telja höf. auðvelt að tryggja ,,að raunveruleg laun væru ekki minkuð með verðbólgu, launa- sköttum eða öðrum slíkum að- gerðum“. Það hlýtur að vera flestum hulin ráðgáta hvernig hækka eigi skatta launþeganna, þótt ekki sje nema einu sinni á ári, án þess að rýra launin, án þess að hækkunin sje skatt- ur á laun. Hin fáránlega til- vitnun hö'funda til „sjálfstæðis meirihluta“ niðurjöfnunarnefnd ar breytir engu Um fánýti og fjarstæðu slíkra slagorða. i? Jeg þykist þá hafa rætt svar- grein þeirra hagfr. J. H. H. og T. A. nægjanlega, en ástæða væri til að ræða ýmis atriði nánar, sem drepii) hefir verið á, og enda annað, sem umrædd- ur bæklingur gefur tilefni til. Björn fejörnsson. — Meðal annara orða Framh. af bls. B. heimurinn hefir ekki enn feng ið að glöggva sig á hvað það er, sem þeir vilja. Þeir leggja alt undir sig, taka húsin okkar og húsgögnin. Og ef við hreyf- um mótmælum, þá verðum við fluttir nauðungarflutningi úr landi. En börnin okkar verða j þá alin upp í bolsivikkiskum anda. — Við vorum alin upp við ! falskar forsendur. Við urðum Nasistar án þess að vita hvað ' nasismi var. Við höfum beðið ; ósigur í styrjöld, og hvað eig- j um við nú til bragðs að taka I sagði einn stúdentanna. Aðrir , kinkuðu kolli til samþykkis. i Kannske að við sjeum Nas- istar enn, sagði þá dökkhærða 1 stúlkan. 'ár En hverjum skyldi sá leiði ! árangur vera að kenna nema i þeim, sem hafa komið þannig ; fram gagnvart hinu unga fólki, i það veit ekki í dag, hvað lýð- ! ræði er, og finnur ekki mun- l inn á nasisma og aðferðum | þeim, sem stúdentarnir eru beittir í dag? iárnbrautarslys í Frakklandi París í gærkvöldi. í DAG ók farþegalest á vöruflutningalest skamt frá Calissane. Um fimtíu manns særðust, en ekkert hefur heyrst um það, að nokkur far þeganna hafi látið lífið. — Reuter. PARIS: —. Von Stulpnagel hérshöfðingi, sem um. tíma hafði herstjórn í París og tal- inn er eiga sök á aftöku margra franskra gisla, hefur verið handtekinn í franska hernáms svæðinu í Þýskalandi. ýr skipsSjóri á rfQ;jsen iL JFöstudagur 10. jan. Aðalbjörg Sigurðardóttir sextug ft London í gærkvöldi. SIR JAMES Biesut, núvei’- andi skipstjóri „Queen Eliza- beth“ hefur sagt upp starfi sínu og hygst hætta sjó- mensku með öilu. Við stjórn risaskip&ins tek ur C. M. Ford, sem stöku sinn um hefur hlaupið í skarðið fyrir Sir James. — Reuter. — SIÐAN eru nálega tveir tugir ára. — Mannfjöldinn þokaðist á- fram eftir þröngri skógargöt- unni. Loftið var þrungið regni og ónotalega syalt, þó að sumri væri aðeins lítið tekið að halla. Við Þórður gengum aftarlega í hópnum, þögulir að annarra dæmi. Aðeins hvísl sundur- lausra setninga rauf þögnina, en að öðru hvoru buldi regnið á hattbörðum, regnhlífum og laufi trjánna yfir höfðum fólksins. Drungi náttúrunnar lagðist á hugina, og hundruð fóta þrömmuðu þunglamalega á blautum sandinum, en gusur og skvettur buldu á náungan- um án þess, að nokkur gæfi þeim gaum. Þá gall við skær, hveUur hlátur framan úr mannhafinu. Og síðan heyrðist annar hlát- ur og hver af öðrum, — þrungn ir ólgandi kátínu og hispurs- leysi. Menn áttu sjer auðsjáanlega einskis ofstopa von. Maígir litu undrandi til fjelaga síns, rjettu úr kútnum og leituðu fótum sínum forráða. Jeg leit spyrjandi á Þórð. „Hver hlær svona í • hvínandi rigning- unni?“ sagði jeg. „Aðalbjörg“, svaraði Þórður með þeim radd- blæ og augnaráði, er gáfu til kynna, að auðvitað ætti eng- inn þvílíkan kjark nje lífs- djarfa annar en hún. Frá þeirri stundu hef - jeg aldrei orðið undrandi á neinu því, sem hún hefur sagt eða gert. Mörgum finnst eflaust, að þau sjeu orðin mörg og mis- munandi áhugamálin hennar Aðalbjargar Sigurðardóttur. En hafa þeir ' boríð áhugamálin hennar saman við margbreyti- leik lífsins? Margir fella dóma um náunga sinn og vita oft um f þá fleira og meira en efni standa til. Aðalbjörgu þelrkja allir ís- lendingar að nokkru. Margir vita, að liún er Eyfirðingur að ætt og hún átti að lífsförunaut einn allra gáfaðasta og mennt- aðasta son þjóðarinnar. Með honum átti hún tvö frábæri- lega mannvænleg börn, sem ! gædd eru þeim kostum og gáf- ! um, er -foréidrarnir áttu best- En Aðalbjörg á fleiri •. börn en þau, sem eru af holdi henn- ar og blóði. Ahugamálin henn- ar hafa verið mörg um ævina. Sjálft lífið hefur verið áhuga- mál hennar. Hún er þjóðrækin, og þó finnst mjer ævinlega, að hún hafi fyrir augum heill mann- lífsins alls, þegar hún vinnur að velferðarmálum þjóðar sinnar. Konurnar í Reykjavík og um land allt þekkja störf hennar. Bágstaddar -mæður og einstæð- ingsstúlkur vita, hvar jafnan er hollra ráða að leita og hjálp- ar. Munaðarlausu börnin eiga vart betri málsvara en hana. Skóla- og uppeldismál eru þau viðfangsefni hennar, sem jeg hef haft gleggst kynni af. Mörgum hefði orðið það, sem hún hefur unnið þeim málum, ærið lífsstarf. Og þó hverfa þau eflaust í minningum margra, vegna annars, sem hún hefur fjallað. um. Allt frá þeirri stundu, er hún gerðist kennari við barna- skólann á Akureyri, og til þessa dags hefur hún verið boðin og búin til að vinna fyrir æskuna. Eiun samnefndarmaður henn- ar í skólamálanefndinni, sem undirbjó nýju fræðslulögin, sagði við. mig: „Aðalbjörg hafði lifandi áhuga á öllum þáttum skólamálanna. Hún batt áhuga sinn við fleira en uppeldi kvennanna einna. Hún er merkilega greind og greina- góð“, bætti hann við. Sá, sem ætti hláturinn henn- •ar Aðalbjargar, þyrfti ekki að óttast, að h!5nn brysti kjark og þrek, þótt eitthvað syrti að í lífinu. Líklega þykir mjer mest vert um hláturinn hennar. Hann er spegill ^eirra ítosta 'hennar, sem .jeg dái mest. J. S. CAPETOWN—- í ár verða tveir nýir hátíðisdagar í Suð- ,■ ur-Afríku. Almennur frídagur ; verður í landinu, er breska kon ungsfjölskyldan kemur þangað , 17. febrúar n. k„ og einnig þeg ar Elizabeth prinsessa heldur ! upp á tutfugu og eins árs af- mæli sitt 21. apríl. T. V I TQUD N00 WVOO'RE 1 F I RSCOG'NI'ZED VOU, FROAd PICTURE5 AlNö ePr'lAl ASEUTZ, í>ll£RRV HAv C ’I'iKúd’M RlPc FR0A1 TOVIN,SUT — . . liiT'v Y"nOT UNTIL WE've U-.T.’"5 /j MAD A TALK, /VU££ OUT! /\ 5H&.RRV KRATER! v. <* KRATER! I NEVER HEARD VERV M005ST, M KRATER. IN THE PAPER5, IN CONNECTlON WITH THE KRATER '/ViURDER CAOE1 ^.:,oh, oon't reach for VOUR LEAD VEND0R...I SLEIöHTED IT OUT Of VOU, ANVWAV Sherry hefir fen; manni, en þegar h hún hrædd og segis 5 sitja 1 bíl hjá ókunnum "löðvar bifreiðina, verður . "ara út. Maðurinn: Ekki fyr en við höfum rabbað svolítið saman, Sherry Krater. Sherry: Jeg sagði yður, að jeg hjeti ekki Sherry Krater, jeg hefi aldrei heyrt hennar getið. Maðurinn: Jég þekki þig, góða mín, á myndunum í blöðunum í sambandi við morðið á Krater. Sherry: Hver ertu eiginlega?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.