Morgunblaðið - 22.02.1947, Blaðsíða 2
2
MORGUNbLAÐIÐ
Laugardagur 22. febr. 1947.
______j_________________-
Stórvítaverð vanræksla verðlags-
yfirvaldanna í heildsalamálunum
IMýr dómur Hæstarjettar
*
HÆSTIRJETTUR kvað í gær upp dóm í einu hinna svonefndu
Tímenningskepni
heildsalamála, þ. e. gegn eigendum firmans G. Helgason & Mel-
£ted h.f., þeim Páli B. Melsted, Elínu G. Melsted og Pjetri
Eggerz Stefánssyni.
í undirrjetti fjell dómur
þannig, að Elín G. Melsted var
sýknuð af ákæru rjettvísinnar
•og valdstjórnarinnar, en Páll
B. Melsted var dæmdur í 60 þús.
kr. sekt og Pjetur E. Stefánsson
í 25 þús. kr. sekt. Hin ákærðu
voru dæmd til að greiða rikis-
sjóði hinn upptæka ólöglega
ágóða, kr. 158.684,27, auk máls
kostnaðar.
Dómsniðurstaðan í Hæstarjetti
varð sú, að Páll B. Melsted
var dæmdur til að greiða 45,
þús. kr. sekt, Pjetur E. Stefáns-
son 15 þús. kr. og Elín G. Mel-
sted 5 þús. kr. sekt.
Ákvæði hjeraðsdóms um upp
töku ólöglegs ágóða og greiðslu
sakarkostnaðar skuli óröskuð.
Ennfremur greiði þau Páll og
Elín Melsted skipaðs verjanda
þeirra ;í Hæstarjetti, hrl. Einars
B. Guðmundssonar 2500 kr. og
Pjetur E. Stefánsson skipaðs
verjanda síns, Magnúsar Thor-
lacius 1000 kr. Allan annan
áfrýjunarkostnað. þar með talin
málflutningslaun skipaðs sækj-
anda, Guttorms Erlendssonar,
greiði öll hin ákærðu in solid-
um.
Onnur úlgáfa af
Skíðahandbókinni
komin út
Önnur útgáfa af Skíðahand-
bókinni er nýlega komin út all-
mikið aukin frá fyrri útgáfu, er
kom út 1940.
í þessari handbók eru leik-
reglur Skíðasambands Islands
um skíðamót. Skiftast þær í
þrjá aðalkafla: Almenn ákvæði,
skipulag skíðamóta og um leik-
ina og starfsmenn þeirra. Þá
eru leiðbeiningar og athuga-
semdir við ýmsar greinar, reglu
gerð um skíðamót íslands, reglu
gerð um skíðamót Rvíkur, reglu
gerð um skuldbindingu skíða-
dómara, skíðadómarar löggiltir
af I.S.I., flokkaskipan skíða-
manna, Skíðamót Islands 1937
■*—46 og lög Skíðasambands ís-
lands.
B. R.
UNDANRÁS í tvímennings
keppni Bridgcfjelagsins hefur
verið spiluð í báðum riðlum.
Þessi 12 pör komust í úrsljta-
keppnina: Oddur Rögnvalds-
son og Jón Þorsteinsson. Þor-
steinn. Þorsteinsson og Ragn-
ar Jóhannesson. Árni M. Jóns
son og Jón Guðmundsson.
Einar Þorfinnsson og Hörður
Þórðarson. Lárus Karlsson og;
Benedikt Jóhannesson. Jón
Þorsteinsson og Sveinbjörn
Angantýsson. Guðmundur
Guðmundsson og Gunnar Guð
mundsson. Brynjólfur Stefáns
son og Stefán Stefánsson. Örn
Guðmundsson og Sigurhjört-
ur P.jeturssön. Guðmundur
Ólafsson og Hclgi Guðmunds-
son. Gunnar Möller og Zoph-
ónías Pjetursson og Stefán Þ.
Guðmundsson og Edwald
Berndsen.
Á sunnuda,ginn kemur held
ur keppnjn áfram. Einnig
verður spflað n.k. mánudags-
kvöld. Spilað verður í Breið-
firðingabúð. Búist er við að
kcppninni Ijúki sunnudaginn
2. mars. n.k.
Um ákærðu Elínu G. Mel-
sted. sem undirrjettur sýknaði,
segir í foi’sendum dóms Hæsta-
rjettar, að hún hafi verið ein
sr stjórnarmönnum h.f. G.
Helgason & Meisted. „Verður
að gera þær kröfur til hennar,
að hún aflaði' sjer vitneskju um
rekstur fjelagsins í höfuðdrátt-
um“, segir í foi’sendunum. —
„Átti henni því að vera kunn-
ugt um verðlagsbrot fjelagsins,
sem fi’amið hafði verið að stað-
aldxi um langan tíma“.
Hæstii’jettur lækkaði veru-
lega sekt hinna ákærðu frá
undirrjettardómnum. Um þetta
segir svo í forsendum dómsins:
„Það ber að meta hinum á-
kærðu til refsilækkunar, að
verðlagsyfirvöld, er fengu vitn-
eskju um anmarka á verðlagn-
ingu vara af hálfu h.f. G. Helga
son & Melsted síðsumars 1943,
virðist ekki hafa Iátið málið á
neinn hátf til sín taka gagnvart
fyrirsvarsmönnum fjelagsins.
fyr en í árslok 1944, er opin-
berar rannsóknar var krafist“.
Þessi umsögn Hæstarjettar
er mjög athyglisverð. — Og
spyrja mætti, hvort þeir trún-
aðai’menn ríkisins, sem hjer
eiga hlut að máli, hafi ekki með
hirðuleysi sínu gerst brotlegir
við landslög. Er hægt að gapga
fram hjá umsögn Hæstarjettar
um þetta atriði?
FLEÍRI FRAKKAR í
VERKFALLI
PARÍS: — Franskir bensín-
afgreiðslumenn hafa gert verk
fall og krefjast kauphækkun-
ar. Pi’entaraverkfallinu í Frakk
landl er ekki enn lokið.
i\leðri deild samþykkir að veita
ll mönnum ríkisborgararjett
í GÆR fór fram í neðri deild
atkvæðagreiðsla um frumvarp-
ið um veitingu ríkisborgara-
rjettar, ásamt breytingartillög-
um við það, sem fyrir lágu.
Meiri hl. allsherjarnefndar
lagði til að 16 mönnum 'yrði
veittur ríkisborgai’arjettur, og
voru þeir allir samþyktir sam-
hljóða. Auk þess voru 5 menn
samþyktir sem minni hl. nefnd-
arinnar hafði lagt til og einn,
sem St. Jóh. Stefánsson flutti
tillögu um.
Meirihlutinn hafði tekið upp
þá reglu að veita þeim einungis
ríkisborgararjett, sem annað
hvort eru af íslenskum ættum
eða hafa dvalið hjer .á landi
frá barnæsku.
Minnihl. í nefndinni (komm-
únistinn) vildi ekki fylgja þess
ari reglu og bar fram breyting-
artillögu um að veita nokkrum
mönnum í viðbót ísl. í’íkisborg-
ararjett.
Þessir menn voru í gær sam-
þyktir við 2. umr. málsins:
Emil Als, námsmaður, fæddur
í Danmörku.
Ásgeir Ingimundarson, vegg-
fóðrari, fæddur á Islandi.
Baldur Arent Nielsen-Edvin,
listmálari, fæddur í Danmörku.
Bendt Dahlblern Bendtsent,
verslunarm., fæddur í Dan-
mörku.
Björn Malmfred Björnsson,
skrifstofum., fæddur í Noregi.
Steinn Jónasson Dofri, ætt-
fræðingur, fæddur á íslandi.
Hans, Joachim, Gunnar, Theo
dór, Magnus, Hinz, vjelvirkja-
nemi, fæddur á Islandi.
Robert John Jack, settur
sóknarprestur, fæddur í Skot-
landi.
Laufey Einarsdóttir, Jedli-
chova, ekkja, fædd á íslandi.
Jóhann Páll Björnsson, lax-
veiðimaður, fæddur á íslandi.
Jóhann Stefán Thorarensen,
fyrv. bóndi, f. á íslandi.
Bent Bjarno Jörgensen, versl
unarm., f. í Danmörku.
Katrín Ólafsdóttir Mixa, frú,
f. á íslandi.
Lárus Sigurjónsson, skáld, f.
á íslandi.
Gabriel Syre, verkamaður, f.
á Islandi.
Ingibjörg Einarsdóttir, Vest-
mann, iðnmær, f. í Kanada.
Robert Louis Eugen Abra-
ham, söngstjóri, f. í Þýskalandi.
Albert. Gerhard Ferdinand
Klahn, hljómsveitarstjóri, f. í
Þýskalandi.
Albert Volker Lindemann, for-
stöðumaður í Varmahlíð í
Skagafirði, f. í Þýskalandi.
Ole Olsen, verkamaður, f. í
Færeyjum.
Aage Laurits Petersen, full-
trúi, f. í Danmörku.
Ernst Wilhelm Beckmann,
myndskurðarmaður, f. í Þýska-
landi. .
Var frv. síðan afgreitt til 3.
umræðu.
Yanoisky-mótið
heist á morgnn
-------- ■ i
6 bestu skákmenn
bæjarins taka þátt í því
■
FYRSTA millilandakepnin í skák, sem tefld hefir verið hjen
á landi, hefst hjer í bænum á morgun, sunnudag. Nokkrir bestu
skákmenn landsins keppa við Yanofsky skákmeistara Kanada
og fyrrum Nýsjálandsmeistarann, Wade.
Þeir fjelagar komu hingað í gærmorgun með leiguflugvjel-.
inni frá Prestvík.
í gær ræddu blaðamenn við
skákmeistarana, að viðstöddum
Árna Snævarr, formanni Skák
sambandsins og Guðmundi S.
Guðmundssyni.
„Á morgun hefst Yanofsky-
I skákmótið, eins og skákmenn
i bæjarins kalla þetta fyrirhug-
aða mót“, sagði Árni Snævarr.
— Þátttakendur verða als 8.
Tefldar verða 7 umferðir. Þátt
takendur eru Ásmundur Ás-
geirsson, Guðmundur S. Guð-
mundsson, Guðmundur Ágústs
son, Baldur Möller, Eggert
Gilfer og Árni Snævarr og
þeir Wade og Yanofsky.
Hver umferð keppninnar er
bundið við 4 klst., 36 leiki á
hverju borði á tveim tímum.
Skákir þeirra Yanofsky og
Wade verða sýndar»öllum við-
stöddum á sýningarborði.
Fyrsta umferð mótsins fer
fram í samkomusal nýju mjólk
urstöðvarinnar og hefst kl.
1.30. Önnur umferð verður
tefld að Röðli og hefst kl. 7.45
á mánudagskvöld. Á þriðjudag
verða biðskákir úr fyrstu og
annari umferð tefldar. Á mið-
vikudagskvöld verður þriðja
umferð tefld einnig á Röðli og
hefst hún kl. 8. Fjórða um-
ferð verður tefld sunnud. 2.
mars í Mjólkurstöðvarsalnum
og hefst hún kl. 1.30 síðd. —
Fimta umferð á mánudagskv.
kl. 8 í Röðli. Á þriðjudag verða
biðskákir úr fjórðu og fimtu
umferð tefldar. Sjötta umferð
verður einnig tefld í Röðli á
miðvikudagskv. kl. 8. — Sjö-
unda og úrslitaumferðin hef-
ur ekki enn verið ákveðin.
Þá hefir verið ákveðið, að
þeir Yanofsky og Wade tefli
fjölskákir hjer í Reykjavík og
nágrenni. Gert er ráð fyrir að
þeir dvelji hjer í alt að þriggja
vikna tíma.
Yanofsky.
Fullu nafni heitir skákmeist
ari Kanada Daniel Abraham
Yanofsky. Hann er 21 árs að
aldri. Níu ára gamall vann
hann skákmeistaratitil drengja
í Kanada og 16 ára varð hann
skákmeistari Kanada. Næsta
ár varð hann Norður Ameríku
meistari.
■Yanofsky var einn af kepp-
en<Jum Kanada á alþjóðaskák-
mótinu í Buenos Aires árið
1939. Þá tefldi hann við ís-
lending í fyrsta skifti. Það var
Ásmundur Ásgeirsson. Yan-
ofsky vann þá skák. Þá var
hann 14 ára að aldri.
í sumar hefur hann tekið
þátt í fimm alþjóðamótum.
Á Spáni, í Sviss, Hollandi, Dan
mörku og á Hastingsmótinu í
Englandi og. nú hjer í Reykja-
vík.
Yanofsky ljet í ljós þá skoð-
un sína, að Guðm. S. Guð-
mundsson hefði verið mjög
glæsilegur skákmaður á Hast-
ingsmótinu og sýnt mikla
leikni. — Jeg tel árangur Guð
mundar ekki vera að þakka
neinni sjerstakri hepni, held-
ur þvert á móti. Hinu góða sæti
náði Guðmundur með öruggri
taflmensku, sagði Yanofsky.
Wade. ,
Robert Wade heitir fyrrum
Ný-Sjálandsmeistarinn. Hanrs
er nú 25 ára og er fædur þar,
Hann var skákmeistari þar til
í janúar s. 1., er kepni fór fram
um meistaratitilinn en þá var
hann hjer í Evrópu og gat því -
ekki varið hann. Hann hefur
tekið þátt í tveim alþjóðakepn-
um hjer í Evrópu í sumar.
Fyrst í Englandi. og síðar á
Spáni.
Þeir fjelagar eru á leið til
Kanada og munu fara hjeðan
um New York með skipi.
— Handrifin
Framh. af bls. 1
er hægt að hafa meiri not af
handritunum fyrir vísindin í
Reykjavík en í Kaupmanna-
höfn.
„Þróun flugtækninnar veldur
því, að erlendir vísindamenrs
eiga auðvelt með að ferðast til
Reykjavíkur.
„Danir eiga að halda eftir ljós
myndum af handritunum.
„Þegar borin eru saman rök.
Islendinga og Dana í þessu máli
þá hlýtur óhlutdrægur lesandi
að dæma þannig, að íslendingar
berjist fyrir máli, sem hefir
mikla vísindaíega þýðingu og
mikinn þjóðernislegan og sið-
ferðilegan stuðning.
„Með því að afhenda hand-
ritin veitum við hinum unga.
Háskóla íslands og gömlum vís-
indum verðugan sóma og þakk-
læti fyrir þá fjársjóði, sem
mentalíf Islendinga hefir veitfc
öllum heiminum".
—Páll.
PÓLSK VERSLUNARNEFNB
LONDON: — Pólsk verslun-
arnefnd hefur dvalið í Bret-
landi að undanförnu til við-
ræðna við bresku stjórnipa um
pólsk-bresk viðskifti. Þá hafa
verslunarnefndir frá Póllandi
einnig verið í Svíþjóð og Suð-
ur-Ameríku.
i