Morgunblaðið - 26.03.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1947, Blaðsíða 12
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói: Norð-austan kaldi. Úrkomu- Iaust, en víða Ijettskýjað. FABJÁNÍ er stærðfræðisnilí- ingur. — Sjá grein á bls. 7. Miövikudagur 26. mars 1947 Jón Þorsteinsson Skíða- kappi íslands 1947 <s>- Hann vann einnig stökkkeppnina JÓN ÞORSTEINSSON frá Siglufirði bar sigur út být- um í stökkkepninni á Skíðamóti íslands, sem fram fór í gær. Hann var einnig hlutskarpastur í tvíkepninni í göngu og stökki og hlýtur því sæmdarheitið Skíðakappi íslands 1947. Er þetta í annað sinn, sem Jón vinnur þann titil. Lengsta stökkið í kepninni átti Ásgrímur Stefáns- son frá Siglufirði, 46 m. sem er jafnframt brautarmet. A-flokkur: Jón Þorsteinsson hlaut 222,2 stig, stökk 43 og 45 m. Annar var Ásgrímur Stefánsson, SKS, með 220 stig. Hann stökk 46 m. í báðum stökkum. Er þetta nýtt brautarmet. Þriðji var Jónas Ásgeirsson, SKS, með 219 stig, stökk 42,5 og-44,5 m. og 4. Sigurður Þórðarson, SKA, með 214 stig,.stökk 40,4 og 41,5. B-flokkur: 1. Haraldur Pálsson, SKS, 213.5 stig (41 og 43,5 m.),'2. Hákon Oddgeirsson, SKA, 209, 8 stig (39 og 42 m.), 3. Björn Halldórsson, SKA, 201,9 stig (38 og 38,5) og 4. Helgi Óskars son, SKR, 199,7 stig (39 og 41,5 metra). 17—19 ára: 1. Guðmundur Árnason, SK S, 223,2 stig (40,5 og 43), 2. Hafsteinn Sæmundsson, SKS, 206,0 stig (37 og 37,5), 3. Bald- vin Haraldsson, SKA, 182,8 st. (31 og 31) og 4. Ragnar Thor- valdsen, SKR, 181 stig (33 og 33,5). Tvíkepni í göngu og stökki vann Jón Þorsteinsson, eins og áður er sagt. Hlaut hann sam- anlagt 420,2 stig. Annar þar varð Jónas Ásgeirsson með 409.5 stig og 3. Ásgrímur Stef- ánsson með 407,5 stig. BOKAFORLAG Helgafells og sjera Sigurbjörn Einarsson dósent hafa byrjað útgáfu tíma- rits um guðfræði og kirkjumál og er fyrsta heftið komið út. Tímaritið kallar sr. Sigurbjörn ,,Víðförla“ og er efni fyrsta heftis þetta: Horft út í heim og trú og verk að kenningu Lúthers, eft- ir ritstjórann. Þá eru þrjár ritgerðir um Skálholt, Heilög jörð, Landkostir og framtíð og Biskup í Skálholti. Norska kirkjan á hernámsárunum. Um Messuna, Læknir um leiðina til heilbrigði, Um bækur og loks smákaflar og ritstjórinn ritar ,,Við málelda“. Höfundar, aðrir en ritstjórinn eru: Einar Sigur- finnsson, Dr. Björn Sigfússon, sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Sigurður Pálsson, sr. Ingólfur Ástmgrsson og Emil Björnsson, cand. theol. — Tímaritið er smekklega gefið út og frágang- ur hinn besti. lílar voru flutfir inn fyrir um 2 millj. EINS og getið hefur verið í frjettum blaðsins, nam verð mæti innflutrar vöru 26,798, 000 kr. Stærstu liðir inn- flutrar vöru eru þessir: — Ávextir, bæði niðursoðnir og nýjir fyrir 1,3 milj. kr., timbur fyrir 1,5, álnavara fyrir 2,2, fatnaður fyrir 1,3, olíur fyrir 1,4, járnvara fjyir 1,8, vjelar hverskonar fyrir 2,3, rafmagnsvörur fyrir 1,9 og faratæki, aðallega bílar fyrir 2,3. Verðmæti útflutrar vöru nam tæpum 12 milj. kr. —< Stærstu liðir útflutrar vöru voru: fsfiskur fyrir 2,3 milj., freðkjöt fyrir 2,5 mi!j. og saltkjöt fyrir 700 þús. Kjöt þetta fór til Svíþjóðar, og lýsi fyrir 2 milj. kr. Stærstu viðskiptalönd okk- ar í mánuðinum voru: Bret- land, sem keypti afurðir okk ar fyrir 3,6 milj., næst kem- ur Svíþjóð með 3,5 milj., þriðja í -röðinni eru Banda- ríkin með 1,5 milj. og fjórða er Tjekkóslóvakía, með 1,3 milj. kr. Frá Skíðamóti íslands JÓHANN JÓNSSON: íslandsmeistari í skíðagöngu 1947. Vann ffyrir Japani LONDON: — Ástralskur sjó- maður hefir verið dæmdur í fimm ára fangelsi í London fyr ir að starfa fyrir Japani á styrj aldarárunum. Hann mun með- al annars hafa útvarpað fyrir þá frá Shanghai og Tokíó. bágslöddu fóiki vegna bresku flóðanna London í gær. TILKYNT var í neðri mál- stofu breska þingsins í dag, að breska ríkið mundi gefa miljón sterlingspund til söfn unar þeirrar, sem borgar- stjórinn. í London hefur haf- ið til hjálpar fólki því, sem orðið hefur illa úti í flóðun- um. Af flóðunum berast annars þær fregnir, að ár sjeu yfir- leitt að minka, enda þótt ný flóðahætta virðist hafa steðjað að í Linkolnshire, en þar er nú unnið að kappi að hleðslu flóðgarða. — Reuter. Snjóflóð vnldn tjóni í Hnífsdal ísafirði, þriðjudag. UM KL. 11 í gærkveldi fjellu þrjú snjóflóð í Hnífsdal. Snjóflóð þessi komu úr giljum í f jallinu fyrir ofan þorpið, Búðargili, Hraungili og Staðargili og tók það fjárhús nálægt bænum Heimabæ, sem í voru um 80 fjár, og drápust fimm kindur. Einnig fyllti flóðið fyrir fjósið, gem er alveg við Heimabæ, en kýrnar voru strax grafn- ar upp og sakaði ekki. BJORGVIN JUNIUSSON: Hann varð Islandsmcistari í svigi á Skíðamóti Islands. Þá tók flóðið yfir minka-^ “ bú Halldórs Halldórssonar og in rjett við fsafjörð fjóra er ennþá verið að grafa búið; sumarbústaði, og þá skemdu upp úr fönninni. Eru dýrin’þau einnig íbúðarhúsið á lifandi í þeim búum, sem búið er að grafa upp. Flóðið tók og geymsluhús, sem minka- búið átti og mun það hafa eyðilagst. Veður er nú orðið gott og er jarðýta vegagerðarinnar að ryðja veginn inn fyrir ísa fjörð, til þess að mjólk kom- ist til bæjarins. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær tóku snjóflóð- þá barn að aldri. — MBJ, Seljalandi og tók þar útihús. íbúðarhúsið Karlsá er alveg ónýtt og hefur eigandi þess, Eggert Halldórsson, orðið, fyrir tilfinnanlegu tjóni. —< Misti hann m.a. alt sitt inn- bú. Kona hans, Þorbjörg, er var ein heima, þegar snjó-1 flóðið tók liúsið, varð fyrir snjóflóðinu mikla í Hnífsdal 1910, þegar 18 manns fórust, ÁSGRÍMUR STEFÁNSSON stökk lengst í stökkkeppninni í gær og setti nýtt brautarmet í Kolviðarhólsstökkbrautinni 46 m. (Ljósm. Mbl.: Fr. Clausen). Verkfalii skipasmi? lokið SAMNINGAR liafa nú tek ist milli skipasmíðasveina og skipasmíðameistara og er því verkfalli því, sem staðið hef- ur yfir í skipasmíðastöðvum hjer í bænum, síðan 1. mars, lokið. í gærmorgun hófst vinna að nýju. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar á samningum, Per Öiaf Qlsson fcentur í dag SÆNSKI sunakappinn Pei Olaf Olsson kemur hingað ti! landsins í dag, en eins og kunnugt er mun hann keppa við íslenska sundmenn á sund- móti KR, sem fram fer annað kvöld. Hjeðan heldur Olsson ti3 Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.