Morgunblaðið - 29.04.1947, Page 1
16 síður
34. árgangui
94. tbl. — Þriðjudagur 29. apríl 1947
tiafoldarprentsmiðj a h.f.
Hafnarverbmenn í verkfalii
í Londofi oy Glasyow
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
BRESKA atvinnumálaráðuneytið skoraði í kvöld á þá
14,000 hafnarverkamenn, sem eru í verkfalli í London og
Glasgow, að taka upp vinnu á ný. í áskoruninni er meðal
annars komist svo að orði, að verkfallið geti bakað þjóð-
inni mikið tjón og aukið erfiði, sjerstaklega hvað mat-
vælabirgðum landsmanna viðvíkur.
-$>
SAMKVÆMT skýrslu, sem
landbúnaðarráðuneyti Banda-
rikjanna hefir birt, hjeidu
Bandaríkjamenn áfram tvo
fyrstu mánuði þessa árs að
ílytja út næstum jafn mikið
af matx'ælum og 194,6.
Matvæli þau, sem flutt voru
út í janúar og febrúar, eru
virt á 398 miljón dollara. Á
sama tíma í fyrra var and-
virði útfluttra matvæla 440
miljónir dollara.
Hinni bð&nullar-
framleiðsla
Washington.
LANDBÚNAÐARRÁÐU
NEYTI Bandaríkjanna hefur
tilkynt, að baðmullarfram-
leiðslan þar í landi s.l. ár hafi
verið minni en nokkru sinni
síðan 1921. Framleiðslan 1946
var 8,640,000 ballar, mun
minni en meðalframleiðsla á
árunum 1935—44.
f tilkynningu landbúnaðar-
ráðuneytisins segir, að megin
ástæðan fyrir framleiðslu-
minkuninni hafi verið slæm
veðurskilyrði og það, að færri
ekrur hafi að þessu sinni ver
ið teknar til baðmullarfram-
leiðslu en áður.
1937 framleiðslan var 18,946
Alvarlegar afleiðingar.
„Verkfallið í Glasgow hefir
þegar haft í för með sjer óbæt-
anlegt tjón“, segir ejmíremur.
„Breiðist vinnustöðvunin út til
annara hafna, mun það hafa al-
varlegar aflei'ðingar fyrir við-
skifti okkar“.
í London hafði í dc!g verið
lögð niður vinna í 76 skipum.
Tuttugu og 7 skipa þessara eru
hlaðin matvælum.
Samúðarverkfall.
Verkfalli hafnarverkamanna
í London er gert í samúðarskyni
við starfsbræður þeirra í Glas-
gow, sen^ átt hafa'í verkfalli að
undanförnu. Fyrir Lundúna-
verkfallinu standa tvö tiltölu-
lega smá verklýðsfjelög, en
stærri fjelög hafa lagt að með-
limum sínum að halda vinnu
áfram.
Forseii Isiands feer
inn K.hafnar
FORSETI ÍSLANDS lagði af
stað kl. 11 f. h. í dag (mánu-
dag) frá Keflavíkurflugvellin-
um áleiðis til Kaupmannahafn-
ar til þess að vera viðstaddur
útför Kristjáns -tíunda, segir í
fréttatilkjmningu frá útanrík-
isráðuneytinu.
1 fylgd með honum var Agn-
ar Kl. Jónsson skrifstofustjóri.
Forseíafrúin, forsætisráð-
herra og forsetaritari fylgdu
forseta á flugvöllinn.
ic
Brela vanlar slál
London í gærkvöldi.
SIR Archibald Forbes, for-
maður breska járn- og stál-
ráðsins, sagði blaðamönnum í
dag, að Bretar gerðu allt, sem
þeir gætu, til að fá keypt stál
utanlands, sökum þess -að kola-
skorturinn í ár hefði komið í
veg fyrir það, að eins mikið
stál yrði framleitt heima fyrir
og ætlast hafði verið til.
Bretar framleiddu s. 1. ár
um 12^4 miljón tonna af stáli.
Flugvél sú, er flutti forseta
Islands og Agnar Kl. Jónsson
til Danmerkur, lenti kl. 5.04
í gærdag á Kastrupílugvelli
við Kaupmannahöfn. Hafði
flugvélin þvi verið sex klukku-
stundir á leiðinni.
I fjarveru forseta Islands
fara með forsetavald í sam-
einingu forsætisráðherra, for-
seti sameinaðs Alþingis og for-
seti Hæstaréttar. Forseti Sþ.
stýrir fundum þeirra. Er á-
greiningur veröur þeirra i
milli, ræður meiri hluti.
HÓFST
GÆR
Nýr sundbúningur
í Suður-heimskautsleiðangri Byrds, var gerð tilraun með
nýja tegund af sundbúning, sem nota á við björgunarsíörf
í íshöfum.
ost oð til órekstra
omi i Moreti
B«ndöríkjaþlngmaður um sambúð
Bandarikjamanna og Rússa
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
CHARLES Eaton, formaður utanríkismálanefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings, sagði hjer í Washington í
dag, að hann fengi ekki sjeð hvernig Bandaríkin gætu
komist hjá alvarlegum árekstri við Rússa í Kóreu.
Eaton sagði þetta, er hann ^
flutti ræðu fyrir einni af nefnd-
um fulltrúadeildarinnar.
„I Kóreu“, sagði Eaton, „eig-
um við við nákvæmlega sama
vandamálið að stríða og í Grikk
landi og Tyrklandi. Banda-
ríkjamenn og Rússar hafa ekki
I aðeins skift landinu í tvo hluta,
heldur hafa kommúnistar allt
] frá upphafi haft í frammi á-
: róður í bandaríska hlutanum.
Hvernig við komust hjá alvar-
legum árekstri við Rússa, fæ jeg
ekki sjeð“.
KVIKNAR I JÁRNBKAUTAR-
I.EST
LONDON: — Fyrir skömmu sið-
an kviknaði i járnbrautarlest, sem
störld var i iarðgöngum á leiðinni
! milli Osaka og Nara í Japan. Tutt-
ugu og átta manns létu lifið og 81
særðust.
Fjérar miljónir
kvikfjenaðai dráp-
usl í Bretlandi
ÁÆTLAÐ er nú, að um
fjórar miljónir kvikfénaðar
hafi drepist í óveðrum þeim,
er gengu yfir Bretland fyrir
skömmu síðan. Er þetta yfir
20% af kvikfjárstofni lands-
ins.
Tom Williams landbúnaðar-
málaráðherra, hefur tjáð blaða-
mönnum, að þetta sé versta
áfall í sögu bresks landbúnað-
ar. Hefir stjórnin á prjónun-
um margskonar áform um að-
stoð til handa bændum. —
Það á að ræða
Palestínumálið
AUKAÞING sameinuðu
þjóðanna kom saman til
fyrsta fundar síns í New
York í dag, til að ræða til-
lögu Breta um skipun rann-
sóknarnefndar í Palestínu-
málinu. Fyrsta verk fund-
arins var að kjósa nýjan for
seta og varð leiðtogi sendi-
nefndar Brasilíu fyrir val-
inu'. Hann kemur í staðinn
fyrir Spaak, utanríkisráðh.
Belgíu.
55. meðlima’þjóðin.
Fyrsta verk hins nýkjörna
forseta var að óska fulltrúa
Síam velkominn á þingið, en
Síam er 55. þióðin, sem ger-
ist meðlimur í sameinuðu þjóð
unum.
Að þessu loknu voru fulltrú
ar kosnir í dagskrárnefnd, en
hún mun meðal annars taka til
athugunar, hvort áukaþinginu
beri að taka til meðferðar þá
kröfu Arabaríkjanna fimm, að
Bretar láti þegar í stað af um-
boðsstjórn í Pálestínu. Þá mun
nefndin og ræða kröfur ým-
issa Gyðingastofnana um að fá
að sendá fulltrúa á þingið.
Bandarík j ablöðin.
Dagblöðin í Bandaríkjunum
geta setnir.gar fundarins með
stórum fyrirsögnum. Virðist
svo vera, sem Gyðingar eigi
töluverðu fylgi að fagna með-
al þeirra. Lýsa sum blöðin þvx
yfir, að þau sjeu því fylgjandi,
að Gyðingar fái þjóðarheimili
í Palestínu, og skora á Truman
forseta að beita sjer fyrir
þessu.
Enn önnur blöð komast að
orði á þá leið, að Palestínu-
málið sje orðið svo flókið, -að
það hljóti að vera aðal úrlausn-
arefni sameinuðu þjóðana.
Einkaflugvjel hrap-
ar við Kaupmanna
höfn
Frá fréttaritara voru-m.
Kaupmannahöfn í gær.
ÞAÐ SLYS vildi til við
Kaupmannahöfn í gærdag, að
einkaflugvél með þrem mönn-
um hrapaði til jarðar og fórust
allir, sem i vjelinni voru.
Um orsakir að slysinu er
ekki vitað með vissu, en talið
að það geti haft stafað af mis-
tökum flugmannsins, sem vjel-
' inni stjórnaði. — Páll.