Morgunblaðið - 29.04.1947, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. apríl 19471
Samkvæmi umdsm-
isþings Róarý-
, klúbbanna
EINS og skýrt var frá hjer í
biaðinu var síðustu daga vik-
unnar seni leið háð hjer í bæn
um fyrsta umdæmisþing Rót-
arýklúbbanna á íslandi. Var
þingið haldið í Sjálfstæðishús-
inu.
A laugardag var efnt til
mannfagnaðar í sambandi við
þingið, og ýmsum gestum boð
ið. Vilhjálmur Þór, forseti
Reykjavíkurklúbbsins, stjórn-
aði samkomunni og bauð gesti
velkomna. Hann ávarpaði sjer
staklega erindreka Aiþjóða-
sambands Rótary, de Cock-
Buning, sem mættur var á
þinginu ásamt frú sinni.
Umdæmisforseti, dr. Hélgi
Tómasson, flutti því næst á-
varp. Hann gaf yfirlit um starf
semi Rótaryklúbbanna á land-
inu, en þeir ei'u alls sjö. Verk-
efr.in, sem klúbbarnir hafa tek
ið fyrir, eru mörg. Dr. Helgi
mintist einnig á Alþjóðasam-
band Rótary og þá þýðingu
sem það hefði fyrir ísland, að
vera aðili í þeim samtökum.
Þgssu næst flutti de Cock-
Buning; erindreki Alþjóðasam-
bands Rótary ávarp og kveðju
frá forseta sambandsins. De
Cock-Buning er Hollendingur.
Hann lýsti því hvernig Rótary-
klúbbarnir í Hollandi störfuðu
á stríðsárunum, en eitt fyrsta
verk Gestapó eftir innrás Þjóð
verja var að bannfæra Rótary.
En Rótaryfjelagar Ijetu þetta
engin áhrif á sig fá. Þeir stör'f-
uðu áfram, en leynilega. Og
nú væru ýmsir Rótary-fjelag-
ar mikils ráðandi í Hollandi.
Rótary-hreyfingin hefði áreið-
anlega mikið verkefni að vinna
eins og ástatt væri í heimin-
um nú, þar sem alt logaði í
tortryggni og sundrung. En
eitt aðal-stefnúskráratriði
Rótary væri, að skapa bróður-
þel manna og þjóða í milli.
Á laugardagskvöld Var efnt
til miðdegisverðar. Þar fluttu
m. a. ávörp fulltrúar frá Rót-
ary-klúbbunum utan af landi.
De Cock-Buning ávarpaði einn
ig samkomuna og færði um-
dæmisþinginu að gjöf hollensk
an fána. Dr. Helgi Tómasson
þakkaði.
Að loknu borðhaldi var stig-
inn dans fram eftir nóttu.
100 Kínverjar far-
asf í lofíárás
London í gær.
FREGNIR frá Nanking
lierma að kínverska Stjórnin
hafi borið fram mótmæli við
frönsku stjórnina, vegna þess
að yfir 100 kínverskir borgar
ar liafi látið lífið í- sprengjuár
ás í Indo-Kína.
Atburður þessi mun hafa
skeð í þorpi nokkru um 70 míl
um fyrir sunnan Saigon. Held
ur franska stjórnin því fram,
þð loftárásin hafi verið gerð
jtil að koma í veg fyrir það,
þð miklar birgðir af skotfær
þm fjellu í hendur uppreisn
armönnum. — Reuter.
000 ballar.
'•u«innni»iwnuniiuwa«i>iwm
Gísli Sveinsson:
Ragnar Lundborg
sjötugur
EINN mesti tryggðavinur
íslands erlendis og málsvari
I íslendinga í sjálfstæðisbar-
áttu þeirra um tugi ára, Sví-
inn Ragnar Lundborg dr. jur.,
verður sjötugur í dag.
j Ragnar Lundborg er fædd-
ur 29. apríl 1877, af góðum
1 ættum sænskum. Var faðir
hans yfirmaður í her Svía og
1 gerðist einnig framkvæmda-
maður í • ýmislegum stórræð-
um. Er Ragnar hafði lokið
I menntaskólanámi, stundaði
hann lög- og stjórnfræði í
i háskólanum í Stockhólmi, en
tók jafnframt að gefa sig við
I blaðamennsku. Þetta varð iil
þess, hvors tveggja, að hann
varð lærður í stjórnlagavís-
indum og um liríð kunnur í
blaðaheiminum sem ritstjúri
og málafylgjumaður á iands-
málasviðinu.
Ragnar Luftdborg hefur
um ævina samið og gefið út
ýms merkileg rit um ríkis- og
þjóðrjettarleg efni, bæði á
sænsku og þýsku (Uppsölum,
Stockhólmi og Berlín) og eru
þau rit eigi veigaminnst, er
fjalla um ríkisrjettindi ís-
lands, því að hann tók
snemma ástfóstri við land
vort, sögu þess og þjóðrjett-
indi, og reyndist þar örugg-
ust hjálparhella, þegar sigl-
ingin virtist erfiðust, eins og
t.d. um 1908, þá er einnig
Norðmaðurinn prófessor N.
Mathias Gjelsvik hljóp
drengilega undir bagga með
íslendingum um rjett þeirra,
en hann var kunnur fræði-
maður í lögum. Ragnar Lund
borg var um árabil handgeng
inn frægum stjórnlaga- og
þjóðrjettarfræðingum heima
og erlendis, svo sem prófessor
unum S. J. Boethius í Upp-
sölum og Fr. von Liszt og G.
Jellineck í Berlín og Heidel-
berg. — Iíelstu rit Lund-
borgs, er varða ísland og
þjóðrjett þess, má telja Is-
lands staatsrechtliche Stell-
ung (Berlín 1908) og Islands
völkerrechtliche Stellung
(Berlín-Grunewald 1934),
auk greinargóðra kafla í öðr-
um stjórnfræðiritum um
rjettarstöðu þess; svo og Is-
land i forntid och nutid
(Stockholm 1926).
Yfirléitt var Ragnar Lund-
borg óþreytandi í að halda
fram fullveldisrjetti íslensku
þjóðarinnar, hvar sem hann
kom við sögu eða ritaði um
slík mál, og urðu rit hans
víða kunn. Má því óhikað
télja hann einn af brautryðj-
öndum fyrir sjálfstæðissigri
vorum meðal annara þjóða og
á hann hinar mestu þakkir
skilið af hálfu íslendinga,
sem munu, ef þeir gleyma
eigi sinni eigin frelsisbaráttu,
geyma nafn hans í heiðri
meðal erlendra vildarvina
þjóðarinnar,
Mörgum íslendingum hefur
þótt gott að kynnast Raghari
Lundborg. Hann er maður
o )
Ragnar Lundborg.
glæsilegur á velli og fyrir-
mannlegur og þó kurteis og
alúðlegur. — Ilann heimsótti
ísland 1919 ásamt konu sinni
og tveim dætrum þeirra, en
árinu áður, 1918, hafði bjóð-
in, eins og kunnugt er, hlotið
viðurkenningu fullveldis síns,
sem honum var óblandið
fagnaðarefni. — Eins og
nærri má geta, hefur hann
vafalaust síðar reynt marg-
víslegt, sem sumt var með-
streymt, en annað and-
streymt, en þegar jeg löngu
seinna, eða 1935, heimsótti
hann í Stockholmi, mátti
segja, að hann hafi lítt látið
það á sig fá í framgöngu
allri.
Jeg flyt honum nú í fjar-
lægðinni bestu heillaóskir á
þessu merkisafmæli hans og
bið honum blessunar á ókomn
um ævidögum.
KR vann drengja-
hlaup Ármanns
DRENGJAHLAUP Ármanns
fór fram s. 1. sunnudag. Úr-
slit urðu þau, að KR vann báð-
ar sveitakeppnir hlaupsins.
Þriggja manna sveitina með 12
stigum en fimm manna sveit-
ina með 35 stigum. — Fyrstur
í hlaupinu varð Snæbjörn Jóns
son, Á.
35 drengir lögðu af stað í
hlaupið, en níu þeirra heltust
úr lestinni og komu ekki að
marki.
Tíu fyrstu menn urðu þessir:
— 1. Snæbjörn Jónsson, Á,
7.29,6 mín. 2. Ingi Þorsteins-
son, KR, 7.32,2 mín., 3. Einar
H. Einarsson, KR, 7.33,0 mín.,
4. Elínberg Konráðsson, Á, 5.
Bjarni Guðnason, Vík., 6. Þórð
ur Þorvarðsson, ÍR, 7. Magnús
Jónsson, KR, 8. Jakob Zophoní-
asson, ÍR, 9. Ásgeir Eyjólfsson,
Á, og 10. Þórður Ólafsson, Á.
I þriggja-manna sveitakeppn
inni luku átta sveitir keppn-
inni. Fyrst var A-sveit KR með
12 stig, önnur A-sveit Ármanns
með 14 stig og þriðja A-sveit
ÍR með 27 stig. — í fimm
manná sveitakeppninni vann
KR með 35 stigum, Ármann
hlaut 45 stig og ÍR 53 stig.
KR vann WaSfers-
keppnina
ÚRSLITALEIKUR Walters-
keppninnar, sem fram fór s. 1.
sunnudag, bar þess greinileg
merki, að mikið vantar enn á
að knattspýrnumenn okkar
ísjeu komnir í góða þjálfun,
enda ef til vill ekki við því að
búast svona snemma sumars.
Úrslit leiksins urðu þau, að
KR vann Val með 1:0. Voru það
ekki ósanngjörn úrslit, þótt lið-
in væru mjög svipuð að styrk-
léika og tilviljanir einar virt-
ust æðioft ráða. Óli B. Jónsson
skoraði fyrir KR, og gerði það
með snöggu og óverjandi skoti,
er 20 mínútur voru eftir af
leiknum, en annars var lítið af
hættulegum markskotum.
Ekkert er hægt að spá um
knattspyrnu sumarsins af þess-
um leik, þar sem útiæfingar
knattspyrnumanna eru tiltölu-
lega nýbyrjaðar.
Völlurinn var ekki sem best-
ur, en veður gott og áhorfend-
ur mjög margir. — Þ.
Söngskemtun Guðna
Albertssonar
GUÐNI ALBERTSSON hjelt
söngskemmtun í Gamla Bíó í
vikunni sem leið. Á söngskránni
voru flest lögin íslensk, en
einnig' nokkur útlend.
Guðni er það sem kallað er
„náttúrusöngvari“. Ekki ber þó
að líta þannig á, að slíkir söngv
arar sjeu náttúrulegri en aðrir
söngmenn, en það sem átt er
við, er, að þeir sjeu með öllu
ólærðir, og það gildir um
Guðna, eins og berlega kom
fram á þessari söngskemmtun.
Það verður ekki um það deilt,
að hann hefði átt að bíða með
að koma opinberlega fram þar
til hann hefir lært í nokkur ár.
Því að sje alvara á bak við hjá
söngvaranum, sem jeg dreg
varla í efa, þá er ekki annað
fyrir hendi en að leggja á sig
langt erfiði til að ná settu
marki. Jeg tel ástæðulaust að
fara hjer út í einstök atriði á
þessu stigi málsins, því hjer
var um mjög frumstæða hluti
að ræða. En bæta vil jeg því
við, að Guðni hefir hlotið mikla
rödd í vöggugjöf, og hefði ef-
laust mátt gera mikið úr henni
með góðri þjálfun.
Carl Billich Ijek ágætlega
undir.
P. í.
Heimsmel í 3x100
m sundi kvenna
Á ALÞ J ÓÐ ASUNDMÓTI,
sem haldið var í Arnheim í
Hollandi í gærkveldi settu
Hollendingar heimsmet x
3x100 m. sundi kvenna. Tími
sveitarinnar var 3.42,4 mín.
Á þessu sama móti vann
Svíinn Loefgren 100 m bringu
sund karla á 1.13,0 mín. —
Hollendingurinn Koster vann
100 m. ski-iðsund karla á 1.02
,6 mín. — 100 m. sla’iðsund
kvenna vann van Schaich frá
Hollandi á 1.10,5 mín. —
Hollendingurinn Bonte vann
200 m. bringusund karla á
2.49,8 mín. — Reuter.
Maður slasasl í
Hvallirði
Á SUNNUDAG vildi þa3
slys til uppi i Hvalfirði, að
maður féll af bíl og slasaðist.
Maður þessi heitir Jórt
Marlcússon, til heimilis í Laug-
arneslcamp 10. Hafði hantt
fengið að sitja af-tan til á ó-
yfirbyggðum bíl, sem Hval-
veiðifélagið nýja á. Þegar ek-
ið hafði verið góðan spöl, tókul
menn, sem á bílnum voru,
eftir því, að Jón var horfinn,
Sneru þeir þá við og fundu
hann liggjandi á götunni. Var
Jón fluttur að Ferstiklu, eii
þangað var hann sóttur í
sjúkrabíl og fluttur heim til
sín.
Eldhúsumræðumar
í gærkvöldi
ELDHUSUMRÆÐUR hóf-
ust á Alþingi í gærkvöldi. Af
hálfu flokkanna töluðu þessir
og i þessari röð: Brynjólfur
Bjarnason (Sósíalistaflokkur),
Stefán Jóh. Stefánsson (Al-
þýðuflokkur), Jóhann Þ. .Tó-
sefsson (Sjálfstæðisflokkur), og
Eysteinn Jónsson (Framsokn-
arflokkur).
Fjármálaráðherra, Jóhamí*
Þ. Jósefsson, gaf fróðlegt yfir-
lit um afkomu ríkissjóðs á s. L
ári og það sem af er þessa árs,
Er ræða hans birt i heild n
öðrum stað í blaðinu.
Eldhúsumræðurnar halda á-
fram í kvöld.
10 menn sklpaðir
í landprófsnefnd
MENTAMÁLARÁÐUNEYT!
IÐ hefir nýlega skipað eftir-
talda tíu menn í landprófs-
nefnd til eins árs:
Dr. Brodda Jóhannesson^
formann, ólaf Briem magisti
er, Steingrím Pálsson magist
er, Sveinbjörn Sigurjónssort
magister, Guðmund Kjartans,
son mag.sc., Jón Magnússoií
fil. kand., Bjarna Jósefssoxt
efnafræðing, ólaf Hanssoni
mentaskólakennara, Steinþóc
Guðmundsson kennara og
Ágúst Sigurðsson magister.
Innanfjelagsmóf ÍP.
INNANFJELAGS-SKÍÐA-
MÓT ÍR fór fram að Kolvið-
arhóli s. 1. sunnudag. Verðué
var a'gætt, en færi nokkuc?
blautt. Guðmundur Samúels-
son varð fR*-meistari í stökkl
1947, Guðni Sigfússon í svigi
karla og Andrea Oddsdóttir j
I svigi kvenna.
Helstu úrslit urðu annarg
þessi:
Stökk karla: — 1. Guðnú
Samúelsson 222,0 stig; 2<
Magnús Björnsson 220,2 stig
og 3. Ragnar ThorvaldsexS
154,8 stig.
Svig karla: — 1. Guðni Sig-
fússon 66,4 sek., 2. Grimur
Sveinsson 68,7 sek. og 3. Haf-
steinn Þorgeirsson 72,4 sek. —■
Bestum brautartíma, 31,2 sek.j
náði Gísli Kristjánsson.
Svig kvenna: ■—• Andreá
Oddsdóttir 48,7 sek., 2. Elísai
Kristjánsdóttir‘55,7 sek. og cju
Nití Illíðdal 60,8 sek.