Morgunblaðið - 29.04.1947, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.04.1947, Qupperneq 11
Þriðjudagur 29. apríl 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 - RÆÐA FJARMALARAÐHERRA Framh. af bls. 10 áætlaðar kr. 58.108.100. lEn í fjárlagafrumvarpi því fyrir árið 1947, er hér ræðir um, eru — þrátt fyrir þennan 15% niður- skurð — áætlaðar til verklegra framkvæm'da kr. 78.972.900. Er af þessu Ijóst, að sú ádeila, sem stjórnarandstæðingar, kommún- istarnir, hafa hafið á ríkisstjórn- ina fyrir þessa niðurfærslu, sem áður greinir, er með öllu tilefn- islaus. Það er svo fjarri því, að með afgreiðslu þessara fjárlaga sé slakað nokkuð til í því efni að verja fé í þessu skyni, að það er þvert á móti ætlazt til að verja stórum hærri fjárhæð til þessara framkvæmda, heldur en áður hefur verið, og væri ef til vill frekar ástæða tií að áfellast Alþingi og ríkisstjórnina fyrir of há heildarframlög í þessu skyni, heldur en að gera stjórninni get- sakir um, að hún stefni að því að færa atvinnuleysi yfir lands- ■» lýðinn með þessum lítilfjörlega liiðurskurði, eins og kommúnist- ar hafa gert í umræðum um mál ið. Vlnnuafiið Allir vita það, að á síðustu undanförnum árum hefur verið mikið yfir því kvartað, að fram- leiðsla landsmanna — bæði til sjávar og sveita — ætti örðugt uppdráttar sökurn skorts á vinnugfli — og með réttu af ýmsum á það bent, að ríkið ætti að fara varlega í það að keppa um vinnuaflið við atvinnu- vegina þegar mikil eftirspurn yæri eftir verkafólki bæði til ■sjávar og sveita og við bygg-- ingar einstaklinga. Þetta kapp- hfaup um vinnuaflið hefur verið atvinnuvegunum tals- verður fjötur um fót, og þess- vegna væri fuíl ástæðá til að ríkið hefði heldur allan viðbún- aci til þess að halda fullu fjöri í verklegum framkvæmdum rik islns á þeim tíma, sem eftirspurn in frá annarri hlið eftir vinnuafl- inu fjaraði út. Þessi stefna — isvo mikinn rétt, sem hún þó á á sér — hefur ekki átt stuðning ríkisvaldsins undanfarin ár, óg hún virðist eiga Iangt í Iand með uð fá þann stuðning hjá þeim flokki, kommúnistaflokknum, sem nú fárast svo mjög yfir því, þótt í þessu fjárlagafrumvarpi sé dregið úr verklcgum fr'am- kvæmdum, sem nemur um 7 millj. kr., þrátt fyrir það að sann að er með frumvarpinu sjálfu, að til þessara hluta er ætluð svo óvenju há fjárhæð sem raun ber vitni um — og hærri en nokkru sinni hefur áður verið. Tekjiiöflunin Eins og vitað er hefur ríkis- stjórnin borið fram og fengið Iög festa tekjuöflun til þess að mæta þeim, útgjöldum fjárlaganna, sem nauðsynleg verða sam- kvæmt fruravarpi því, er fyrir liggur. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, lágu engin slík frum- -vörp fyrir Alþingi, og þessvegna féll í hennar hlut það miður vin- sæla veirk að gera tillögur í þess um efnum. — Það er og kunn- ugt, að stjórnarandstaðan, kommúnistar, hefur risjð önd- verð gegn tekjuöflun handa rík- issjóði, þrátt fyrir það, að þíssir sömu menn hafa verið kröfu- hæstir um útgjöld úr ríkissjóði. Tilgangur kommúnista er kanski ekki fvrst og fremst sá að koina í veg fyrir að fjárlög séu afgreidd hallalaus þeir vita hvort sem er að aðrir en þeir muni sjá fyrir því, en vildu hafa tylliástæðu tif að geta ráðist á ríkisstjórnina í sambandi við tekjuöflunina. Auðvitað hvaða leið sem farin yrði. Annars er það vitað að þeir eru allra manna frakkastir i kröfum til ríkissjóðsins. Við 2. uinr. fjárlagafK’. vildi Kommúnistaflokkurinn hækka útgjöldin um 20 millj. kr. fram yfir það, sem samþykkt var við þá umr, og við 3. umr. fjárlaga- frv. lágu enn fyrir frá þessum sömu mönnum hækkunartillög- ur, er námu um 5 millj. kr. Þegar svo ríkisstjórinin fékk samþykkt tekj uöflunarfrum- vörpin,. hótuðu kommúnistar gagnráðstöfunum utan þings- ins, sem þeir'mundu koma fram — og allir vita hvað við er átt, sem sé verkföll. — Þeir flýttu sér að afflytja fyrir þjóðinni við leitni ríkisstjórnarinnar til þess að sjá fjárhag ríkisins borgið. — L umræðum um verðtollsfrum- varpið, sem ekki er ætlazt til að gildi nema % úr ári, hafa þeir ávallt tíundað þær upphæðir, er sá tollur mundi gefa ef hann væri í gildi í heilt ár; þannig hafa kommúnistar flutt þjóðinni vísvitandi rangar fregnir í æs- ingaskyni. -— Þá var því fram haldið, bæði í málgagni koinrn- únista og af ræðumönnum þeirra á Alþingi, að verðtolls- hækkunin þýddi sama sem 8— 9% kauplækkun verkamanna. Þetta var vitaskuld byggt á mjög röngum forsendum. — Verðtollurinn nær, eins og vit- að er, einnig til þeirrar vöru, sem lögð er til grundvallar vísi- tölureikningum, og sú hækkun á naúðsynjum, sem verðtolluri- nn orsakar, kemur fram í hæk'k- aðri vísitölu, en það þýðir aftur hækkun á kaupi allra laun- þcga.— Það niá nú að vísu segja, —- og hefur ekki verið sparað að núa stjórninni því um nasir — að það sé einkennileg aðferð li! tekjuöflunar að hækka tolla á vísitöluvörum og með því liækka vísitöluna, sem svo krefst útgjalda úr ríkissjóði til að halda niðri. — Við þessu er það að segja, að hækkun verðtolls- ins á öðrum vörum en þeim, sem inn í vísitöluna ganga, myndi hafa litla tekjuöflun í för með sér fyrir ríkissjóð. Inn í vísitöl- una eru teknar vörur af öllum þeim tegundum, sem almenn- ingur þarf venjulega á að hnlda, jafnvel munaðarvara. Á þetta er drepið til þess að benda á það rakaleysi, sem kommúnist- ar hafa oft haft í þessu máli mcð það eitt fyiir augum að hlevpa af stað vandræðum, áður en að rjetf væri flutt málið fyrir þjóðinni. Fölsun kommúnisla Ég hef fengið umsögn hag- stofustjóra um það atriði, að hve miklu leyti launþegar sjálf- ir yrðu að bera byrgðar vegna tollahækkana þeirra, sem nýlega hafa verið lögleiddar. — Um það segir hann svo m. a.: Tollahækk anir valda verðhækkun á vör- um, sem þeir verða að greiða, sem vörurnar kaupa. Sumar af þessum vörum eru keyptar af launþegum og eru það yfirleitt aðeins neyðzluvörur, en aðrar eru keyptar af atvinnurekend- um, bændum, útgerðarmönnum, iðnrekendum o. fl. bæði til fram leiðslu og neyzlu. Verðhækkun in á þeim vörum, sem ganga inní vísitöluna veldur hækkun á henni, en eins og samningum er nú háttað við launþega yf- irleitt, veldur þessi vísitöluhækk un tilsvarandi kauphækkun hjá þeim, svo að þeir eiga að vera jafnvel settir eftir sem áður. En nú liefur ríkisstjórnin lýst þvi vfir, að hún rnuni með niður- greiðslum úr ríkissjóði hakla vísitölunni niðri, svo að hún hækki ekki frá því, sem nú er. Til þess að tollahækkunin hækki ekki vísitöluna, verður því stjórnin annaðhvort að lækka verðið á tollvörunum, sem ganga inn í vísitöluna, aftur um það, sem tollhækkuninni nem- ur, eða nota tolltekjurnar tíl þess að lækka verð á öðrum vör- um jafnmikið sem tollvörurnar hafa hækkað. Eiga þá laun- þegarnir að vera jafnt settir eft- ir sem áður. þar sem vörurnar, sem þeir kaupa. hafa annað- hvort ekki hækkað eða sumar hafa hækkað, eii aðrar lfekkað sem því svarar“. Og enn segir hann: ,,Launþeg- um er því tryggt, að bæði sú verðhækkun, sem verður strax á neyzluvörum þeirra vegna tollhækkanna, og sú, sem verða kann síðar á þeim vegna toll- hækkana á framleiðsluvörum, lendir ekki á þeim, að svo miklu leyti sein m vzla þeirra er í sam- ræmi við útgjaldareikning þann, sem vísitalan byggist á“. Og loks: „Það hefur verið á- ætlað, að tollahækkunin muni injög bráðlega hafa í för með sér um 7 stiga vísitöluhækkun. Þessi áætlun mun vera mjög lausleg, en ef hún reynist rjett jafngildir það rúmlega 2% út- gjaldaaukningu fyrir launþcga, sein annaðhvort verður bætt upp með tilsvarandí kauphækk- un eða niðurfærslu á vöruverði, og kemur sú útgjaldaaukning því ekki til þess að hvíla á laun- þeguin. En þar fyrir utan verða þeir sjálfir að befa einhvern hluta af tollahækkuninni, sem fyrir tekjulága fjölskyldumenn mun þó vera mjög lítið. en 'yfir- léilt því meira, sem menn eru minna bundriir við venjuleg út- gjöld tekjulágra fjölskvldu- mánna og 'geta leyft sér meiri útgjöld, sem uppbót veitist ekki á samkvæmt vísitölu“. Ég ætla að þessi vitnisburð- ur hagstofustjóra muni nægja til að hnekkja þeim fáránlegu full- yrðingum kommúnista, sem þeir hafa haft í frammi varðandi þessar tollahækkanir. — Hér er því ekki um annað að ræða held ur en vísvitandi fölsun stað- reynda, og frumhlaup kommún- ista eingöngu gert með það fyrir augum að narra verkamenn út í verkföll undir fölsku yfirskyni, —- verkföll sem ekki yrðu ann að en pólitísk hrekkjabrögð koinmúnista. Verðbélgan Framleiðslan á sjávarafurðum hjá oss íslendingum á við mikla örðugleika að etja á þessum tímum. Verðbólgan gerir það að verkum, að framleiðsla okkar er svo dýr, að við stöndumst eng- anveginn samkepni um sölu á sjávarafurðum okkar við aðrar þjóðir. Þetta hefur orðið þess valdandi, að Alþingi hefur neyðst til þess að taka ábyrgð á vissu verði, mjög háu, gagnvart framleiðendum, en verðið er hinsvegar svo hátt, að mikið af þessari framleiðslu verður að selja undir kaupverðinu. Ef kommúnistum tekst nú að hlevpa af stað nýrri verð- bólgu með kaupkröfum og verk- föllum í pólitísku hefndarskyni, versnar aðstaða sjávarútvegsins og annarra atvinnuvega að sama skapi. — Við höfum haft með höndum mikil verkefni, þar sem er hin svokallaða nýsköpun at- vinnuveganna, og vissulega var það vel ráðið að verja miklum hluta af innstæðum þjóðarinn- ar utanlands, sem hún átti á ár- inu 1944 til að kaupa ný og betri framleiðslutæki til lands og sjávar, svo sem líka hefur Verið gert. En allt þetta kemur að Htlu haldi þjoðinni til framdráttar, ef ekki tekst að vinna sigur á því böli, sem verðbólgan hefur skap- að. Jafnvel nýir togarar og nýj- ar vélar koma okkur að litlu haldi. ef við getum ekki fram- leitt afurðir við því verði. sem hæst fæst fyrir þær hjá kaup- endunum. — Nýsköpunin hafði það höfuðmarkmið að tryggja það, að í framtíðinni yrði ekki a-tvinnuleysi hér á landi. Þessu markmiði getur hún náð, ef vel er á haldið og viturlega én missir þ'ess, ef stcfnt er út í vandræði í atvinnumálunum, og einkum stafar nýsköpunni hætta af því, cf ábyrgðarlau-ir menn fá verka lýðinn í lið með sér til þess að hindra það framtak, sem nýsköp unin gerir mögulegt. og þannig að koma í veg fyrir, aö hún-geti orðið verkalýðnuin og þjóðinni allri til þess gagns, sem til var ætlazt. Á yslu nöf Jeg vil ekki fullyrða að svo komnu máli að ekki kunni svo að fará þetta árið cf heppnin er með. að rekstur þjóð.irinnar beri sig, en við erum vissulega komnir á jrstu nöf og óhætt að segja að.nú er svo komið að við verðum að fara að færa niður framleiðslukostnaðinn, og full- komið óvit að ætla sér að spenná bogann hærra en orðið er. Jáetta raskar ekki því sem ver ið hefir leiðarstjarna okkar Sjá’f S’tæðismanna í nýsköpunarmál- unum að þjóðin standi betur að vígi með ný tæki en gömul, en af því má ekki draga þá álykt- un að vegna hinna nýju tækja geti þjóðin levft sér að bera fram takmarkalausar kröfur. Það hefur upp á síðkastið klingt mjög við í ræðum komm- únista að tala um hrunstefnu og skemmdarstarfsemi. Þessu hafa þeir viljað beina að öllum öðrum flokkum og einkunl að nú verandi ríkisstjórn. Ekki þurfa þessir menn að hugsa það, að allur landslýður sé svo fávís, að hann trúi þeirra orðum, en hrim stefnu fylgja þeir bezt, sem að tilefnislausu reyna að stöðva at- vinnulífið í landinu og þarmeð brjóta fjöregg þjóðarinuar. Hinni íslenzku þjóð hlýtur að vera það ljóst, að það er ekki hægt að byggja upp farsællega atvinnumál þjóðarinnar með því að hlaupa eftir dutlungum póli- tískra spekulanta, heldur verður að bvggja upp atvinnuhættina. þann veg, að stétt starfi með stétt. og að sanngirni í viðskipt- um manna á meðal sé höfð að leiðarstjörnu. Nýsköpunln Við Sjálfstæðismenn höfum undanfarið unnið að því með heilum hug að tryggja þjóðinhi fullkomin framleiðslutæki. Kommýnistar hafa unnið með okkur að hinu sama, og einnig A lþýð u f I ok k s m e i»>. Þ ú su n d- ir framtaksamra manna hafa hafist -handa á grundvelli ný- sköpunarinnar. Nú virðast kommúnistarnir vera Jiess al- búnir að kyrkja nýsköpunina i fæðingunni og niá segja að þess- um flokki sjeu mjög mislagðar hendur í þessu cfni, sem raunar í fleirum. Einn og ekki hinn ó- naúðsynlegasti liður nýsköpun- arinnar er einmitt sá, að gera allar þær ráðstafanir-sem hægt er til þess að mönnum reyni-t kleift að reka atvinnu sína nieð hinum nýjn tækjum, og afla nieð þeim bjargræðis sjálfum sér og ■öðrum til gagns og hverskonar nytsemda og tryggja þannig heil brigt atvinnulíf í landinu. En hitt stefnir í þveröfuga átt að blása aS vinnudeilum að tilefn islausu svo sem kommúnistar gera nú. Ég vil að lokum taka undir þau orð, sem fyrirrennari minn í þessu embætti sagði í ræðu þeirri, er hann Iiélt, þegar lagt var fram það frumvarp tif fjár- laga, sem hér er til timræðu: „Oll framtíð lands vors er uiidir þyí komin, að unnt verði að halda hér uppi þróttmiklu atvinnulífi, — að unnt vcrði að hafa verk- . • f \ efni hsnda nverjum nrairhi sem unnið getur; takist jvl ekki, m jnu margar úotÓip bresta.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.