Morgunblaðið - 29.04.1947, Page 14

Morgunblaðið - 29.04.1947, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. apríl 1947 Á HEIMILI ANNARAR £ftu fth Q <L!l?erL ar t 45. dagur „Þú ert jafn heimsk og hún“„, sagði Mildred. „Manstu þegar jeg bað þig að sækja mjer eitthvað hressandi að drekka? Richard var þá frammi, en byssan lá á bak við hurðina þar sem hún datt í stympingum okkar Mildred. Jeg greip hana og faldi hana undir húninum á meðan þú varst burtu, Ef Richard hefði sjeð til mín þá ætlaði jeg að segiii að Mildred hefði komið með byssuna. En varst að fingraför mín én ekki hennar voru á byssunni. Jeg varð að eiga þetta á hættu og það tókst“. „Byssan var ekki hlaðin“. „En þegar jeg kom niður seinna og Richard sagðist vera einráður í því að skilja við mig-------hún glotti illilega og nísii tönnum og færð' sig nær Myru með vopnið á lofti, „þá tók jeg byssuna úr felu- staðnum og fór með hana upp á loft. Skotfærin voru í her- bergi Richárds. Jeg hlóð byss- una og faldi hana aftur á sama stað á meðan þið Richard stóð- uð fram við dyrnar. Og svo er ekki meira um það“. Hún færði sig enn nær Myru. Hún var hræðileg ásýndum. Talaðu, hugsaði Myra. Tal- aðu. Það getur skeð að Richard komi á hverri stundu. Það get- ur vel verið að einhver komi. Máske------- Hún sagði: „Það væri heimskulegt af þjer að skjóta mig. Það mundi heyrast. Allir mundu vita að þú hefðir gert það“. , „Jeg ætla að setja fingraför þín á byssuna. Þú hefir fulla ástæðu til þess að fremja sjálfs morð. Þú elskar Richard, en nú er jeg komin heim aftur. Þetta er eina úrræðifr- fyrir mig. Þú munt segja frá öllu“. „Þú hefðir verið örugg, ef þú hefðir ekki drepið Mildred. Enginn gat framar kært þig fyrir að drepa Jack. Þó jeg viti að þú hefðir gert það, þá er ekki hægt lengur að koma neinni ábyrgð fram á hendur þjer fyrir það“. Alice hikaði. Það var eins og hún næði aftur sínu rjetta eðli. Sú Alice sem hafði framið tvö morð og var tilbúin að fremja hið briðja, var alt í einu horfin. Hún mælti með sinni venju- legðu hljómfögru rödd: „Hvers vegna segirðu þetta? Jeg er enn óhult“. Hún hló ofurlítð, velti byssunni í hendi sjer og horfði á hana. „Jeg er enn ó- hult^ Enginn getur gert mjer neitt mein og al'lra síst þú“. Hún rjetti úr sjer og strauk glóbiart hárið. Svo lagði hún byssuna á borðið og lagaði á sjer beltið. „Mildred framdi sjálfsmoi'ð“, sagði hún. „Það eru nægar , sannanir fyrir því, brjefið, éitrið, sem hún kom með og framburður þinn, sem*er alveg í samræmi við minn framburð. Þú ipátt segja hvað sem þú vilt, það mun enginn trúa þjer. All- ir geta sjeð það að jeg hafði enga ástæðu til þess að myrða Mildeed“. „Þú hafðir ástæðu til þess“, sagði Myra, „þar sem þú vissir ekki að fralnar var ekki hgegt að ^kæra þig fyrir morð Jacks“. „Já, þú segir það“, mælti Alice kæruleysislega. „En at- hugaðu nú málið af skynsemi. Hver heldurðu að muni, trúa þjer? Menn munu aðeins segja að bjl gerir þetta til þess að reyna að krækja í Richard, að þú ákaerir mig aðeins af hatri eins, og Webb gerði. Nei. þú mátt trúa því, Myra, að eng- inn lifandi maður mun trúa þjer“. Myra mælti með gætni: „Ef þú heldur það, Alice, að jeg muni ekki segja frá öllu sem jeg veit þá.---------“. „Segðu alt sem þig lystir, það gerir mjer ekkert. Ef þú ákærir mig þá hefirðu ekki ann að upp úr því, en að Richard snýr við þjer bakinu, einnig Sam, og Tim og allir aðrir. Enginn þeirra mun trúa þjer“. „Heldurðu að jeg láti þig sleppa? Nei, jeg læt þig ekki slepry', aðra eins eiturnöðru, sem hefir tveggja líf á sam- vislu,'nni“. „Haltu bara áfram. Ákærðu mig. Þú hefir ekki annað upp úr því en að Richard snýr við þjerhakinu. En nú missir hann nú hvort sem er. Jeg skal sjá um Eað. Horfðu á mig“. sagði Alic<j og rjetti úr sjer, svo að hún, stóð þar eins og drotning fyrif framan hana. Myra sagði: „Jeg segi Ric- hard frá þessu. Jeg verð að segj?_ honum frá því svo að hann viti hvernig þú ert“. „Segðu honum hvað sem þjer sýnist .Jeg er óhult. Þess vegna ætla jeg ekki að gera þjer neitt.'Myra. Jeg sleppi þjer, vegna þess að þú getur ekki gert mjer neitt“. O". svo gekk hún fram og aftur um.gólfið, fögur og tígu- leg og vissi vel af því hvað hún 'var töfrandi. Myra hugs- aði: Það er best fyrir mig að ná bvssunni og þröngva henni til þess að meðganga. En Alice hafði gætur á byssunni og Myra hefði ekki getað orðið á undan henni að ná í hana. Alice mælti ögrandi. „Hvers vegna grípurðu ekki byssuna og ógnar mjer? Hefirðu ekki hugrekki til þess? Þú þyrðir ekki einu sinni að skjóta snák — eins og þú kallaðir mig áð- an. Allir mundu segja að þú hefðir gert það af afbrýðis- semi. Þú mundir verði ákærð fyrir morð“. „Jeg ætla ekki að gera það“, sagði Myra. „En það eru til lög og------“. Hún þagnaði skyndi- lega bví að mundi hún eftir því að hún þekti lögfræðing, sem einnig var vinur Richards. „Jeg ætla að segja Sam frá öllu. Hanp. veit hvað á að gera“. Það var eins og áhyggjusvip- ur kæmi á Alice sem snöggv- ast. En hún jafnaði sig fljótt. „Jeg er óhult“, sagði hún. „Eng inn getur gert mjer neitt. Kall- aðu á hann. Segðu honum alt“. „Já, það er best að jeg geri það“. sagði Myra. Hún gekk frá stólnum, sem hafði verið henni nokkurs kon- ar skjöldur og skjól og gekk fram á gólfið. Alice gekk nær borðinu, en hún snerti ekki bysjuna. M”ra gekk fram gólfið og horfði um öxl. En Alice sýndi ekki nein merki þess, að hún ætlaði að aftra henni. Fet fyrir fet læddist Myra fram gólfið. Hún komst fram í anddyrið og þá tck hún viðbragð og hljóp í einumuspretti upp á loft og að dyrunum á svefnherbergi Sam. Hún_opnaði dyrnar með skjálf- andi höndum. Sam var vakandi og sá hana þegar hún kom í gættina. „Myra hvað er að? Er saka- dómarinn kominn?“ „Sam, komið þjer undir eins niðuiy Fljótt“. „Hvað------“. „Alice drap Mildred. Og hún drap Jack“. „H*að------“. „Alice drap Mildred. Og hún drap. Jack“. „Hvað eruð þjer að segja?“ „Það er satt, Sam. ríún ját- aði.það fyrir mjer“. Hann stökk á fætur eins og hanp var í svefnsloppnum og þreif um hönd herinar. „Hvar er h’jn? Hvar er Alice?“ „Hún er í lesstofunni. Hún drap þau bæði. Hún er vís til að drepa Richard. Hún er æð- isgengin, hún er brjáluð. Ó, Sam, hjálpið þjer- mjer ----“. Henni var svo mikið niðri fyrir að hún gat’ ekki sagt meira. Sam slepti henni. Hann- steypti yfir sig kápu og svo hlupu þau bæði niður stigann. Hann á undan og beint inn í lesstofuna. Þar stakk hann skyndilega við fótum. Alice sat þar í hægindastól. Hún var eins og hún átti að sjer að vera, fögur og tíguleg. Hún leit ósköp rólega á Sam. Honum varð svo mikið um þetta að hann varð að styðja sig við borðið. Svo þerraði hann angistarsvita af enni sjer og g°rði sjer upp hlátur. „Guði sje lof fyrir það að ekkert er að þjer Alice“, sagði hann. „Jeg hjelt að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir". Alice sagði: „Mjer þykir vænt um það, að þú ert kominn Sam. Myra er gengin af göfl- unum. Hún er með hræðilegan munnsöfnuð. Jeg vorkenni henpi. Blessaður reyndu að koirj, vitinu fyrir hana“. Sayi þerraði aftur svitann af enni sjer ag sagði: „Jeg vor- kenni henni líka, en jeg skal ekki láta hana gera þjer neitt ilt, Alice“. • XXI. KAFLI. Mvra hafði engar sannanir. Ekki eitt skrifað orð, ekki snef- il af neinu til að styðjast við. Enginn annar en hún hafði heyrt játningu Alice, og Alice hefði aldrei sagt henni frá þessu ef hún hefði ekki þótst viss um að Myra vissi alt. Ef hún hefði ekki orðið hrædd, þegar Myru bar að, þegar Mil- dredyvar að deyja og talið víst að hún mundi vita hvernig alt var. og sett sig þegar í hennar og haldið að hún mundi nota þetta sem vopn ti að fá ósk um sínum framgengt, þá hefði hún aldrei játað neitt fyrir Myru. Æfintýrið um Móða IHanga Eftir BEAU BLACKHAM. 19. af áhuga, því að allskonar skemmtitækjum var komið tyrir í vögnum hans. Þarna voru rólur og hringekja og litlir bílar og Par- ísarhjól og allt mögulegt annað. Hestarnir á hringekj- unni voru voða skrítnir, því þegar verið var að koma þeim fyrir í flutningavögnunum, voru þeir engu líkari en dýrin í Örkinni hans Nóa. Móði Mangi lagði másandi af stað. Hann bljes hvítum gufustrókum og dökkum reykjarmekkjum og svo þeytti hann flautuna sína af öllum mætti. í fyrstu fór hann hægt, því hlassið var nokkuð þungt, en eftir því sem hann jók hraðann, varð þetta auðveldara og að lokum lirunaði hann á fleygiferð í sólskininu, og rauði gufu- ketillinn hans glóði og það gneistaði undan hjólunum. Og ekkert skeði tíðindavert á leiðinni, nema hvað hann varð einu sinni að stoppa, þegar einn hestanna úr hring- ekjunni datt af lestinni. Skemmtistaðnum átti að koma upp skammt frá borg- inni Hjer, og ákveðið hafði verið, að Moði Mangi stopp- aði þarna, svo að hægt yrði að taka skemmtitækin úr lestinni. Svo þarna stoppaði Mangi og fylgdist með því, meðan verið var að taka hringekjurnar og Parísarhjól- ið og rólurnar úr vögnunum. Og að því loknu hjelt hann aftur af stað. Mangi hjelt áfram að hugsa um skemmtistaðinn, það sem eftir var dagsins, enda hafði hann mjög gaman að svona skemmtunum. Sannast að segja hugsaði Mangi svo mikið um þetta, að hann gleymdi sjer alltaf öðru hvoru, og það var hreinasta mildi, að hann skyldi ekki verða fyrir ein- hverju slysi. En til allrar hamingju kom ekkert slíkt fyrir, og hann ók inn á hliðarteinana bak við járnbraut- arstöðina, þar sem skúrinri hans stóð. En ekki gat hann annað en óskað þess, að skúrinn stæði í námunda við skemmtistaðinn, svo hann gæti fylgst með öllu gamn- inu. Lestarstjórinn var nýkominn út úr lestinni og var að þurka olíuna af höndum sjer, þegar vörðurinn kom til hans. — Nú er illt í efni! sagði vörðurinn. Veistu, hvað hefir komið fyrir? — Nei, sagði lestarstjórinn, hvað? — Sjáðu bara! sagði vörðurinn. Það hefir gleymst að taka tvo af hringekjuhestunum úr vagninum þarna! og Einn kemur þá annar fer. Rjett eftir stríðslokin var þýskri konu í Kiel tilkynt að maður hennar hefði fallið í ! einni af síðustu orustunum. Hún tók sjer þetta skiljanlega mjög nærri, en henni og öðr- um til mikillar undrunar hitti hún skömmu seinna fyrri mann sinn, sem hún hugði að hefði fallið í heimsstyrjöldinni 1914 —18. Henni hafði verið íil- kyntur dauði hans, en hann hafði verið einn af þeim óláns- sömu mönnum, sem fluttir voru til Síberíu, og var nú fyrst að losna þaðan. ★ Konan: Hvað myndirðu gera, ef jeg myndi deyja? Maðurinn: Sennilega þáð sama og þú gerðir, ef jeg myndi deyja. Konan: Það var svo sem auðvitað, að þú myndir ekki draga þáð að gifta þig aftur. ★ — Jeg hefi farið eftir þín- um ráðum og verið köld og ó- nærgætin við hann, en það er bara verst, að jeg hefi aldrei hitt hann síðan við töluðumst við. ★ Faðirinn sat fyrir hjá lítilli dóttir sinni, sem var að reyna að teikna hann, en árangurinn varð ekki góður. Hún velti lengi vöngum yfír „sköpunar- verki“ sínu, og sagði loks: — Jeg held jeg setji bara skott á þetta og kalli það hund. ★ Þjálfarinn: — Hvað er ridd araforingi? Nýliðinn: •— Riddaraforingi er liðsforingi. Þjálfarinn: — Já, en hver er næst fyrir neðan hann. Nýliðinn: •— Hesturinn, ★ Knattspyrnumenn og kaffi. Nýlega fór fram landsleikur í knattspyrnu í París milli Frakka og Portugalsmanna. Hver Portúgalsmaðurinn hafði meðferðis kíló af kaffi, sem hann færði hinum franska mót spilara sínom að gjöf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.