Alþýðublaðið - 29.05.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.05.1929, Blaðsíða 2
B ALÞÝÐUBLAÐIÐ j JlLS»Ý®UBLA©SÐ [ | kftmur út á hverjum virkum degi. E Í í. igr@lösla i Alpýðuhúsinu við ► J Hverösgötu 8 opin frá ki. 9 árd. ► \ tíl kl. 7 síöd. ► j Skrlfttiofa á eama staö opin kl. t i 9Vj~ÍOJ/s árd. og kl. 8—9 síðd. i 15 Sitmars SSS (afgrelðslan) og 2394 t (skriistofan). [ Ýsff®lags Askriftarverö kr. 1,50 á l mástuöi. Auglýsingarverðkr.0,15 ► hver mm. eindálka. » J pjeatamiðla: Alpýöuprentsmiöjan j 5 (í gaxna húsi, simi 1294). [ 4________________________ * Þorvaiður Þorvarðsson kjörinn heiðursfélagi í Prentara- félaginu. á sextugsafmæli Þorvarðs Þor- varðssonar prentsmiðjustjóra hélt alt starfsfólk p rents miðjuninar Gutenberg honum heiðurssam- sæti. Þá færði og stjörn Hins íslenzka prentarafélags honum skrautritað ávairp, undirriitað af félagsmönnum, þar sem honuim var tilkynt, að félagið hefði kjörið hann heiðursfélaga. Þorvarður var einn af aðal- hvatamönnunum að stofnun Prentarafélagsins, sem mun vera elzta stéttarfélag i landinu, og lengi formaður þess. Hann var ■og hvatamaður að stofnun Sjúkra- samlags prentara. Þegar pren-tarar stofnsettu Gutenherg, var Þor- varður einn helzti forgöngumaður þess, og hefir hann verið fram- kvæmdastjóri hennar frá upphafi. SamíéiaBS-jarörækí. Að Höfn í Hornafirði eru nú ráðgerðar miklar jarðræktarfram- kvæmdir. Ríkið átti jörðina og var hún í gamalii ábúð og gátu þ.orpsbúar því ekk'i fengið land tii ræktunar. Nú dó ábúandinn í fyrra og sóttu þorpsbúar þá urn að fá land jarðarimnar til ræktun- ar. Ræktunarskilyrði eru þatrna á- gæt og landið við þjóðveginn. Voru það 30 menn úr þorpinu, sem sóttu um að fá land til ræktunar. Hafa þeir fengið loforð fyrir alt að hundrað hekturum lands, um þriggja hektara spildu hver, og auk þess bithaga. Menn þessir hafa myndað með sér fé- lagsskap, eins konar ræktunarfé- iag. Þeir ætla að vinna að rækt- unimni í félagi. Vinna þej'r saman að því ab koma upp girðingum og að jarðvinslu allri, hafa keypt dráttarvél og eru loks einnig > félagi um útvegun á fræi, áburði og öðru, sent til ræktunarinmair þarf. Þá eru þeir og í félagi um leiðbeiningar og hafa tekið lán í félagi, sem svo aftur skiftist hliut- fallslega niður, eftir því hve mik- ið er starfað á bietti hvers ein- staks félagsmanns. Fyrirkomuiag þetta er nýtt hér. Með svona fé- Jagsskap verður ræktunin langt- um auðveldari, séu skilyrði fyrir bendi. Pálmi Einarsson ráðunautur fer austur til Hornafjarðar bráðlega, til þess að mæla upp landið, og segja fyrir um ræktun þess. (FB.) ísland í erlendmn biöðum. „Berllnske Tidende" gefa út eitt suranndagsblað eingöngu um is- lenzkt efni fyrir hátíðahöldin 1930. Joe Josephson, eiinm af frarn- kvæmdastjörum blaðsins „Ber- lingske Tidemde" í Kaupmanna- höfn, kom hingað til bæjariins með „Drottningunni“ á sunnudag- inn. Hefir hann skýrt Alþýðu- blaðinu frá þvf, að áunnudágsblað „Berlingske Tidemde“, sem út kemur næsta sunnudag fyrir há- tíðahöldin bér 1930, verði um íslenzk efni eingöngu. Er erindi indi hans himgað nú að undirbúa útgáfu biaðs þessa, semja við menn hér um að rita greiniir i það o. s. frv. „Berlingske Tidende“ hefitr fréttaritara víða um heim o g stendur í sambandi við mörg stórblöð vestan hafs og austan. Ætlar blaðið að hafa hér sérstak- an fréttaritara við hátíðahöldin að sumri. Herra Josephson liefir kornið hér til lands áður. Finst homium mikið til um framfarir þær og breytingar, sem hér hafa orðið, og vorhug þann, sem liaran alls staðar segist verða var við. Khöfn, FB„ 28. maí. Kosningar í Belgíu. Frá Briissel er símað: Kosuing- ar til beggja deilda þingsins fóru fram í fyrra dag. Fulinaðarúir- slit eru enn þá ókunn. Samkv. úrslitum, sem enn eru kunn, hafa Frjálslyndir unnið 6 þingsæti, flæmski flokkurinn þrjú, jaínaö- armenn tapað 5 og kaþólskj flokkurinn þremur í neðri deilid þingsins. Met í þolflugi. Frá Forth Worth í Texas eir símað: Amerískir flugmenn, Rob- bins og Kelly, hafa flogið hvíld- arlaust í rúmlega 172 khikfcu- stundir, og setitu þeir heimsmet í þolflugi. Þeir fengu benzin frá öðrum fiugvélum á fluginu. Leiðangur til Suðurskautslanda. Frá Lundúmum er simað: Skip- ið „Discovery" fer héðan í byrj- un ágústmánaðar með þátttakemd- ur í Suðurheimskautsleiðangri Douglas Mawsons til Höfðaborg- ar í Afríku, þaðan til Suður- skautsLandanna. Tólf vísindammn taka þátt í leiðangrinium. Mentaskóiar eg ppfræðaskólar. Áður hefir Alþýðublaðið (13. apríl) birt ítarlega frásögn af frumvarpi um mentaskóla og gagnfræðaskóla í Reykjavík og á Akureyri, ,sem tveir rnentamála- niefndarmienn í efri deild, Jón í Stóradal og Erlingur Friðjönisson, fluttu á alþingi eftir ósk kensliu- málaráðherrans (J. J.). Eins og áður hefir verið sagt, náði frv. fullnaðarsamþykki efri deildar, en í neðri deild kom það ekfci tii umræðu. Skal nú getið helztu breytinga, sem ;gerðar voru á því við 2. og 3. umræðu í efri deild. Það álwæði var felt úr frv., að í Mentaskólanuin í Reykjavík skuli jafnan vera 8 bekkir og ekki fleiri. I þess stað skyldu þeir vera svo margir, sem þörf krefur. Þó var svo ákveðið, að „meðan .skólinn er haldinra í nú- verandi skólahúsi tekur hann eigi á móti fleirl nemendum en svo, að í hverri árscieild séu tveir bekkir, fulLskipaðir við kenslu í sameiginlegum námsgreinum máladeildar og stærðfræðideiílda'r. Nú verður nemendatala deild- anna svo misjöfn, að eigi rúm- ast allir nemendur annarar deifd- arinnar í einum bekk við kensl- una í sérfræðnm þeirrair deild- ar, og skal þá aukreitis halda uppi .sérkenslu fyrir þá nemiend- ur, er umfram eru.“ Þetta síðar- talda ákvæði hefði komiið í veg fyrir, að fleiri en þess óska væru knúðir til að fara í stærðtfræði- deild skólans, af því að þeir kæmust ekki í máladeildina. I upphaflega frv. var ákveðið, að fastir kennarar skólans skyldu vera 8. Þvj var breytt jisnni j, að þeir yrðu 8—10. Ákveðið var, aö inntökupróf yrði sett í fyrsta bekk gagnfræða- deildar Akureyrarskólans í ís- lenzku, reikningi' og dönsku. Einn- ig var heimilað að ákyeða í reglugerð Gagnfræðaskólans í Reykjavík, að inntökupróf til fyrsta bekkjar yrði sett í einstök- um námsgreinum. Af námsgreinum var þýzku bætt við það, sem áður var á- kveðið í frv. í 3. bekk gagn- fræðaskólanna, Norðurlandamáli í mentadeild Akureyrarskólans og trúarbragðafræði í mentaskólania báða. Ákvæði um hvernig skóla- ráð skuli skipa og um tiilhögun umsjónar kennara meö nemendum voru gerð að reglugerðaratriðum, en feld úr sjálfu frv. I upphaflega frv. var svo á- kveðið, að innanbæjamemeradur í Gagnfræðaskólaraum í Reykjaivík skyldu ekki greiða kensliugjaiid. Þessu atriði var spilt þannig, að þeim var gert að greiða skóla- gjald eftir ákvæðum skólanefnd- ar, en þó skyldí eigí færri en fjórðungur þeirra vera undanþeg- inn gjaldirau. Framlag ríkisins til húsbygg- ingar hanida Gagnfræðaskólanura í Reykjavík var hækkað úr alt að 60 þúsund kr. í alt að 90 þúsiunid, en hlutföUin skyldu haldast ó- breytt milli þess og tiilags Reykjavikurbæjar. Einnig var það ákvæði sett í frv., að „svo fljótt sem ástæður ríkissjóðs leyfa skal koma upp heimavistum fyrir 40 tii 50 nem- endur“ Mentaskólans í Reykjavik „og búa þær nauð.synlegustu hús- göignum á kostnað ríkissjóðs. f heimavistarhúsinu skal vera íbúð fyrir kennara til umsjónar og samkomusaliur. Svo skal og heiim- ilt að ætla húsrúm og nauðsynleg áhöld sameiginlegu mötunaytí heima vi s tar nemen da. Flestar breytingarnar voru gerðar samkvæmt tillögum mentamálanefndar efri deildar, en Erlingur gerði ágreiningsatkvæðí um skólagjöldin og fléiri einstök atriði og skrifaði því undir nefndarálitið nieð fyrirvara þar um, en ekki tókst að kippa því í lag. Þessa frumvarps er nú getið, þó að það dagaði uppi, sökum, þess, að ekki er ólíklegt, að svip- að frv. komi aftur fyrir næsta þing. Knattspyrnnfélag Reybjavikur: Knattspyrnuæfiögar verða í isumar í 1. fl. á þriðjiud. kl. 9, á fimtudögum kl. 73/2 og laugard, ki. 71/2. 1 2. fl. á mánud. kl. 8, miðvikud. kl. 9 og föstud. ki. 9V2- í 3 fl. á sunraiud. kl. 10—11, mánud. kl. 9, þriðjud. kl. 8, mið- vikud. kl. 8, fimtuid. kl. 8 og föstud. kl. ' 8V2. 4- fl- æfir á mánud. kl. 7—8 og á fimtud. kl. 6V2—71/2. Hlaup og frjálsar íþröttaæfing- ar verða á þriðju- og fimtu-dags- kvöldum og eimnig á suruniud'ags- morgnum kl. 10. Tenmis er byrjaður fyriir nokkru. Nokkrum stundum er enra óráð- stafað. Surad og vatrasknattleikur verð- ur sérstaklega æfð í sundlaug- unum á miðvikudagskvöldum kl. 8V2. Auk þess hefir K.-R.-fólk ó- keypfs aðgang að sundlaugunumi alla aðra daga óg fær ókeypis isundkenslu, en það þarf að sýna isundskírteini félagsáns, seml má fá hjá stjórn þess. Enn frem- ur mun verða æft surad við sund- skálanra í Örfirisey og við surad- laugina á Álafossi. Róður verð- ur æfður frá sundskálaraum í Ör- firisey á bátum Sundfélags- ins. Nánari upplýsiragar því við- vikjandi fá mierara bjá stjóm, K. R. Æfingar í frjálsum útiíþróttum kvemna hefjast í þessari viku og verða náraar tilkyntar; upplýs- ingar því viðvíkjandi er eiranig áð fá hjá stjórn félagsins. Vonamdi notar íþróttafólk nú vel sumartímamn, til áð æfa úti- íþróttir. Hið íslenzka sumar er stutt og því er að noía það vel.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.