Morgunblaðið - 08.06.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1947, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók 34. árgangur 126. tbl. — Sunnudagur 8. júní 1947 ísafoldarprentsmiðj a h.f. MÞœegsbrús&armenn greiða atkvæ&i um þa& Hvoi n sjáífir eigi að ráða í fjelag jelagið eigi að verða áróðurs- kommúnistaflokkinn Kommúnistar á Siglu- firði búast til óhaefuverka Á FÖSTUDAGSKVÖLD hjeldu kommúnistar á Siglu- firði fund, til þess að reyna að koma í veg fyrir, að fjelags- meún í Þrótti greiddu- atkvæði við þá allsherjaratkvæða- greiðslu sem fer þar fram. Kommúnistar á Sigiufirði vita að meginþorri verkamanna vill ekkert verkfall þar. En þeir reyna, að ónýta atkvæðagreiðsl una( sem sáttasemjari hefir fyr irskipað, með því að r.eita hon- um um fjelagatal í Þrótti og með öðrum lagaleysum. Þegar þeir sáu, að atkvæða- greiðslan myndi fara fram hvað sem þeir segðu, þá kölluðu þeir saman fundinn og heimtuðu þar af flokksmönnum sínum, að þeir samþykktu, að efna til ó- löglegs verkfalls, hvernig sem atkvæðagreiðslan færi. Sam- tímis báru þeir upp tillögu um að votta fjelagsstjórninni traust Þó kommúnistar hefðu gert alt sem í þeirra valdi stóð, til þess að smala flokksmönnum sínum á fundinn, fengu þeir þar ekki nema um 100 atkvæði með sjer. En alls munu vera um 600 manns í fjelaginu. Þar ganga kommúnistar lengst í frekju sinni, er þeir á Siglufirði, og eins hjer í Reykja vík, telja að það sje brot á vinnu löggjöfinni, er verkamönnum er gefinn kostur á að greiða at kvæði um fjelagsmál sín. Þeg- ar kommúnistar óttast aö at- kvæöagreiöslan gangi þeim sjálfum í óhag, þá telja þeir at kvœðagreiðsluna ólöglega. Meiri ótta við slæma útreið geta kommúnistar ekki sýnt, en með slíkri framkomu. Dönsku prentarana skortir fje Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. PRENTARAR þeir, sem eru í verkfalli, sækja nú um lán, sökum fjárskorts. Alþýðusam- bandið danska lýsir því yfir, að önnur iönfjelög muni styðja prentarana, en fjársöfnun verði ekki hafin. Gjaltarhornið var þarflaust þeir fenp ekki hálft hús SÚ varð raunin á eins og við var að búast að verkamenn ljetu sig yfirleitt engu skifta æsingafund þann er kommúnist ar boðuðu til í Gamla bíó í gær, Það var áform kommúnista er til fundarins boðuðu að safna þar saman sem flestum fjelags- mönnum Dagsbrúnar svo þeir gætu þar talað við þá. Þeim datt ekki í hug að allir þeir sem kæmu til að hlýða á mál kommúnistanna á þessum merkisdegi myndi komast inn í Gamla Bíó. Þess vegna höfðu fundarboðendur tryggt sjer að þeir gætu fengið gjallarhorn utaná húsið til þess að þeir sem á götunni væru gætu hlýtt _á ræðumenn. En gjallarhornið og allur út búnaður utan um það mátti hvíla sig að þessu sinn. Því kommúnistar fengu aldrei nema hálft hús áheyrenda að máli sínu. Þeir sem vilja Dagsbrún fyrir verkamenngreiba atkvæði með midlunartidögu sáttanefndar Atvlnníiöryggið fyr- ir mesfu ÞAÐ vekur sjerstaka eftir- tekt að í miðlunartillögum sátta nefndarinnar að þeir tímakaups menn sem unnið hafa eitt ár eða lengur hjá sama atvinnu- rekenda eiga rjett á þeirri vinnu er til fellur hjá honum, hafi þeim ekki verið sagt upp starfi með eins mánaðar fyrir vara. En hvað eftir annað hafa þeir verkamenn sem tekið hafa til máls út af hinu pólitíska verk- falli lagt áherslu á að einsog nú horfi við í atvinnulífi lands manna er það atvinnuöryggið sem þeim er fyrir mestu. Járnbraufarsam- göngur feppast í París París í gær. JÁRNBRAUTARSAMGÖNG- UR í París hafa nú teppst að mestu leyti. Einungis lestir, er flytja mjólk og önnur matvæli eru enn í ferðum. Veldur þessu verkfall starfsmanna við járn- brautirnar. Matvælaflutningar til borgarinnar hafa einnig mjög minnkað vegna verkfalls- ins, og er ríkisstjórnin nú að gera ráðstafanir til þess að tryggja borgarbúum matvæli næstu daga. Stjórnin kveðst ekki munu hefja viðræður um lausn vinnudeilunnar, fyrr en þeir hverfi aftur til vinnu sinn ar. — Reuter. Undir umsjá borg- ardómara Rjett er að taka það fram að atkvæðagreiðslan um miðlun- artillöguna, sem fram fer í Mið bæjarbarnaskólanum er undir umsjá borgardómara. MÞaffshrwnarmemm ver&a að sjá mm, að ailir ijelagsmenn taki þá§i í atkvæða- epreiðslunni HAFI NOKKUR, sem las Þjóðviljann í gær, efast um, að verk- íall það, sem kommúnistar hafa efnt til í Dagsbrún, sje pólitískt, þá hlýtur sá efi að hafa horfið'við lestur blaðsins. Það er talað um varnarbaráttu gegn þeirri launalækkun, sem skollin sje á. En Þjóðviljamenn gleyma því, að það eru þeir, sem hafa með sífeldri viðleitni sinni til að auka á dýrtíðina og útgjöldin, horfið frá því sem þeir sögðu í fyrra, ei þeir vildu eða þóttust vilja auka kaupmátt launanna. Nú auglýsa þeir, að svo fremi sam kaup Dagsbrúnarmanna verði hækkað að krónutali, þá eigi að hefja nýja baráttu fyrir aukinni dýrtíð, og allsherjar lækkun á kaupmætti launanna. — Dagsbrúnarmenn eiga að vera verkfæri þeirra til þess. Þetta segja Þjóðviljamenn, um leið og þeir þykjast vera að vinna fyrir heimilin í landinu fyrir verkamennina og fyrir at- vinnuöryggi þeirra. Komniúnistar eru vitandi vits að hefja hækkun á dýrtíðinni, með það beinlínis fyrir augum að atvinnuleysisbölið geri sem fyrst vart við sig á heimilum verkamannannaa. Kommúnistar hafa reynt að ginna verkamenn til að vera með verkfallinu, með því að segja að verkfall standi aldrei nemg nokkra daga. En í Þjóðviljanum í gær er auglýst að járniðnaðarmenn heiti Dagsbrún stuðningi sínum, en ekki fyrr en þann 16. júní. Svo þar er búist við að verkfallið geti orðið nokkuð langt. Með því að sáttanefndin hefir gengist fyrir því, að allir fje- lagsmenn í Dagsbrún geti sagt álit sitt, um það, hvort þeir vilja verkfall eða ekki, er fjelagsmönnum lögð í hendur ákvörðunin um það, hvort verkamannafjelagið Dagsbrún á að hverfa frá hlutverki sínu, og yfir í það, að þjóna valdagræðgi kommún- ista, — ellegar fjelagið á að vorða framvegis til þess að hálda á málefnum verkamanna, án tillits til þess hvort kommúnistum líkar betur eða verr. Þetta er vilji verkamanna. Dagsbrúnarmenn skilja þetta ekki síður en aðrir íslendingar. Þess vegna má hiklaust vænta þess, að þeir Dagsbrúnarmenn, sem ekki greiddu atkvæði sitt í verkfallsmálinu í gær, þeir geri svo í dag. Því það eru verkamenn en ekki kommúnistar, sem eiga að ráða málefnum verkamannafjelagsins Dagsbrún. Munið það, Dagsbrúnarmenn og greiðið því atkvæði með miðl- unartillögu sáttanefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.