Morgunblaðið - 08.06.1947, Síða 2

Morgunblaðið - 08.06.1947, Síða 2
1 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. júní 1947 SIGIJR VERKAIVIAISINA GEGN OFBELDIS- BRÖLTI KOMIUIJIMISTA ER TRYGGLR, EF ÞEIR MOTA ATKVÆÐISRJETT SINM OFBELDISHNEIGÐ komm- únista hefur sjaldan orðið aug- ljósari en í sambandi við kaup- samningana á Siglufirði. Verkamannafjelagið „Þrótt- ur“ sagði þar upp samningum í vetur. Skömmu siðar tókust samningar á ný milli þess og armarra atvinnurekenda á staðnum en Síldarverksmiðj- anna. Voru þeir samningar í höfuðatriðum óbreyttir frá. því sem áður var. Nokkur dráttur varð á samn- ingunum við Síldarverksmiðj- urnar. Þegar samningar voru uppteknir gengu þeir þó bráð- lega saman. Ákveðið var, að nokkrar smá breytingar skyldu gerðar, en grundvöllurinn vera sá sami og áður. SAMNINGSSVIK í SKJÓLI ÓVEÐURS. Um þær mundir sem samn- ingum lauk var símasamband milli Siglufjarðar og Reykja- víkur rofið vegna óveðurs. — Stjórn Þróttar tók sjer þess- vegná frest til að leggja samn- inginn fyrir fjelagið eða full- trúaráðsfund, þangað til hún hefði átt þess kost, að eiga tal við Alþýðusambandsstjórnina suður í Reykjavík. Samninga- menn Þróttar munu þó ekki hafa talið neinn vafa á, að það mundi standa, er þeir höfðu samið um. En það voru fleiri en náttúruöflin, sem fóru hamför- um um þessar mundir. — Um þetta leyti tóku kommúnistar þá óskapa ákvörðun sína, að beita áhrifum sínum í verka- lýðsfjelögunum til atvinnustöðv unar rjett fyrir síldveiðar, til að knýja á þann veg vilja sinn í stjórnmálum fram með mis- notkun á samtökum verkalýðs- ins. Þegar veðrinu síotaði og .gert hafði verið við símann, kom þess vegna blábert bann frá Alþýðusambandsstjórninni til Þróttarstjórnar á Siglufirði um að ljúka samningum á þessu stigi. Var þá látið heita svo, að beðið skyldi eftir ákvörðun hins væntanlega Alþýðusambands Norðurlands, sem kommúnistar ætluðu sjer þá innan skamms stofna. ALÞÝÐUSAMBANDIÐ EGNIR TIL ÓORÐHELDNI. Verksmiðjustjórnin ljet þetta gott heita og gekk fyrst eftir svörum, þegar þessu stofnþingi hins norðlenska kommúnista- sambands var lokið. En þá voru svörin þau sömu, að ekki væri tímabært að ljúka samningum. Bíða þyrfti eftir lausn Dags- brúnardeilunnar í Reykjavík, af því að kaupgjald þar mundi verða grundvöllur fyrir hækk- uðu kaupgjaldi um land allt. Samræma þyrfti kaup við allar vörksmiðjur Norðurlands og aðram'f leiri undanfærslur á kommúnistavísu, sem Þróttar- menn höfðu alls ekki nefnt á méoan á samningum stóð. Verksmiðjustjórnin taldi Látið afskiftaleysið ekki verða ógæfu ykkar þennan drátt með öllu óverjandi og nauðsynlegt að fá þegar úr því skorið, hvort Þróttur vildi standa við þann samning, sem í raun og veru var kominn á. Stjórn Þróttar skaut sjer þó alltaf undan svörum o'g þegar vei'ksmiðjustjórnin æskti þess, að verkamenn sjálfir fengi með atkvæðagreiðslu að segja til um vilja sinn í þessu efni, voru þær óskir virtar að vettugi. KOMMÚNISTAR ÞORA EKKI AÐ SKJÓTA MÁLI SÍNU UNDIR ÚRSKURÐ ALMENJVINGS. Sáttasemjari Norðurlands var þess vegna kallaður til og kom hann á Siglufjörð til að kynna sjer deiluna. Sannfærðist hann þá bráðlega um, að deilu- aðilar hefðu í raun og veru verið búnir að semja, þegar ut- anaðkomandi öfl skárust í leik- inn og bönnuðu öðrum aðilan- um að standa við samninginn af sinni hálfu. Að svo vöxnu máli taldi sátta semjari eðlilegast, að verka- mönnum gæfist kostur á því, að segja sjálfir til um, hvort þeir vildu standa við það samkomu- lag, sem fulltrúar þeirra höfðu frjálsir og óhindraðir gert. Ef stjórnir Alþýðusambandsins og Þróttar hefðu talið sig öruggar um að hafa verkamenn á Siglu- firði á bak við sig í synjun þess að standa við áorðið samkomu- lag, mundu þær auvitað einskis fremur hafa óskað, en fá stuðn- ing verkamanna sannaðan með þeirra eigin atkvæðagreiðslu. ÓLÖG ALÞÝÐUSAM- BANDSSTJÓRNARINNAR. Stjórnirnar. litu hinsvegar auðsjáanlega ekki svo á, að þær hefðu fylgi verkamanna. Þær snjerust með mestu heiftúð á móti atkvæðagreiðslu verkalýðs ins sjálfs um hans eig;in höfuð- mál. Þegar sáttasemjari engu að síður skv. heimild í vinnulög- gjöfinni tilkynti þá ákvörðun sína, að allsherjar atkvæða- greiðsla skyldi eiga sjer stað, báru stjórnir Alþýðusambands- ins og Þróttar fram formleg mótmæli. — Þær ljetu sjer það ekki nægja heldur kröfðust þess að sáttasemjari væri sviftur starfi sínu fyrir tyllisakir ein- ar. Var það borið fyrir að vegna þess að hann væri bæjarfulltrúi á Akureyri en bæjarstjórnin þar „verksmiðjueigandi" mætti hann ekki reyna að sætta deilu á Siglufirði. í bæjarstjórn Reykjavíkur heimtuðu komm- únistar aftur á móti, að bæjar- stjórnin hefjist handa um sátta urnleitanir, og er hún þó lang- stærsti atvinnurekandi bæjar- ins! Firn þeirra urðu jafnvel svo óskapleg, að þeir neituðu sátta- semjaranum.um skrá yfir fje- lagsmenn. Hugðust þeir þannig, gagnstætt lögum og landsrjetti, koma í veg fyrir atkvæða- greiðslu verkamanna um það mál, sem skiftir þá öllu. SÁTTASEMJ ARI LJET EKKI KÚGAST. Sáttasemjari ljet þó ekki kúg ast af bolabrögðum þeirra. — Hann hjelt fast við fvrirskipun sína um allsherjar atkvæða- greiðslu og ákvað, að henni skyldi svo fyrirkomið, að allir ætti þess kost að greiða at- kvæði, sem sýndu fjelagsskír- teini eða gæfu drengskaparyfir- lýsingu um, að þeir væru í fje- laginu. Svo sem á stóð sýnist sátta- semjari ekki hafa getað tekið heillavænlegra ráð en þetta. — Hver sem úrslitin verða, fær sáttasemjari því framgengt með þessu, að það eru verka- menn sjálfir, sem kveða á um þessi efni, en ekki lítill hópur pólitískra ofstækismanna, sem ætlar að hrifsa tíl sín umráð verkamanna yfir þeirra eigin málum. 11 VILJA RÁÐA FYRIR 3000—1,000. Frekja kommúnista hefur sjaldan komist lengra en að þessu sinni á Siglufirði..Svipuð vinnubrögð hafa þó verið við- höfð í Dagsbrúnardeilunni hjer. Samningsslit eru þvinguð fram þvert ofan í vilja yfirgnæfandi meiri hluta Dagsbrúnarmanna. Síðan eru það ellefu menn, sem taka sjer vald til að kveða á um það, hvort 3—4000 manns skuli um langa hríð leggja nið- ur vinnu. Þá hefur það ekki farið ault. að kommúnistar hafa ætlað sjer að koma í veg fyrir nýja alls- herjaratkvæðagreiðslu. -— Ef kommúnistar treystu því, að þeir hefðu verið að berjast fyrir vilja og hagsmunum fjöldans, mundu þeir ekki hafa fagnað öðru meir, en að fá skýra sönn- un um stuðning hans. Það er vegna vitundarinnar um, að all- ur þorri verkamanna er and- snúinn verkfallsbröltinu, sem kommúnistar hatast svo mjög við, að verkamenn fái sjálfir að ráða þessum málum. VERKAMENN HAFA NÚ ÚRSLITIN í HENDI SJ’ER. En úr því að atkvæðagreiðsl- an var ákveðin samkvæmt rjett um lögum landsins reyna komm únistaf auðvitað alt, sem þeir geta til að vinna sigur í henni. Fullvíst er, að þeir liggja ekki á liði sínu. Dagsbrúnarfundur- inn, sem þeir hóuðu saman í gær, sýnir vmnuaðfprðimar En verkamenn hafa nú um mörg ár reynt ofbeldi og blekk- ingar kommúnista. Þeir láta sig þessvegna litlu skifta fundar- höld þeirra og og allan óskapa- gang. Fundurinn bar þess merki, hálftómt hús og enn þá innan- tómara glamur æsingamannai kommúnista. Verkamenn fara sínu' frarrá og fagna því tækifæri, sem núi hefur gefist til að sanna, að þaij eru verkamenn, sem ráða Dags« brún en ekki kommúnistar. Sig« ur verkamanna er tryggur, ef nógu margir þeirra láta málifl til sín taka. IHRQTT Fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins er í dag —------------------ , ÞáStiakendur eru yfir 50 FYRSTA frjálsíþróttamót sumarsins hefst á Iþróttavellinuna í dag kl. 2 e.h. Eins og áður hefir verið sagt frá hjer í blaðimj verða keppendur yfir 50 og þar á meðal Irinn David Guiney. í 100 m. verður úrvalshlaup.® * Keppa þar aðeins fjórir menn: KR stendur fyrir mótinu og ÍR-ingarnir Finnbjörn Þorvalds sjer um það. son og Haukur Clausen, Þor- björn Pjetursson, Á, og Björn Vilmundarson, KR. I hástökki eru 6 keppendur. Skúli Guðmundsson KR er þar á meðál, og ennfremur Örn Cláusen, ÍR og Kolbeinn Krist- insson, Selfossi. Einvígi verður í kúluvarpi milli írans Guiney og Gunnars Huseby, KR. — Annars verður þetta sennilega harðasta kúlu- varpssamkeþpni, sem til þessa hefur verið háð hjer á landi. Tveir 15 m.-menn eru þar með og sex, sem kasta yfir 13,50. Sj'ö þátttakendur eru í kringlu kasti. Þar á meðal Husebv og Friðrik Guðmundsson, KR. í langstökki verða sex kepp- endur: Finnbjörn Þorvaldsson, Björn Vilmundarson, Torfi Bryngeirsson, KR, Örn Clausen, Magnús Baldvinsson, lR og Þor kell Jóhannesson, FH. Mest er þátttakan í 300 m. hlaupi. Keppendur eru þar 12. Meðal þeirra eru Kjartan Jó- hannsson, lR, og Haukur Clau- sen, sem líklegt verður að telja að hafi lent í úrslitunum, en undanrásir í hlaupinu fóru fram í gær eftir að blaðið fór í prent- un. I 4 X 200 m. boðhlaupi eru sex sveitir. KR sendir þrjár, ÍR tvær og Ármann eina. Sex þátttakendur eru í 3000 m. hlaupi, en þar er kept um „Kristjáns“-bikarinn. Þeir eru: Óskar Jónsson, ÍR, Þórður Þor- geirsson og Indriði Jónsson frá KR og Ármenningarnir Sigur- geir Ársælsson, Haraldur Þórð- arson og Stefán Hjaltalín. Brjef: Um val úrvalsliða V í Ð A S T þar sem knatt- spyrna er iðkuð, og velja skal í úrvalslið, er það venja, að ein- um, en þó oftast þremur mönn« um, er falið það veigamikla starf. Að - sjálfsögðu eru það þeir* færustu menn, sem völ er á. — Menn, er iðkað hafa knatt- spyrnu og þektir eru fyrir störf sín í þágu hennar. Með öðrum crðum menn, sem orðnir eru það þroskaðir, að þeir eru upp yfir allan fjelagsríg hafnir. Það er og oft undir frammi- j stöðu þeirra, að sómi þjóðap þeirra er kominn. Finst nú ekkS fulltrúum K. R. R. tími til kom« inn að kjósa þrjá slíka menn og varpa þar með ábyrgðinni af sjer yfir á herðar þeirra, er fær- astir þykja. Því eins og kunnugt er, ert? fulltrúarnir ekki skipaðir í ráð- ið af f jelögunum, með það fyrirt augum, að þeir velji í úrvaþslið, Þegar þessir þrír menn hafai verið skipaðir, eiga þeir hæg- ara um vik en“K. R. R. t. d. ai? sjá um æfingar og annað, er vi<5 kemur því liði, er valið hefuri verið. Þetta er aðeins vinsamleg bending til knattspyrnuráðsins, í von um að hún verði ekki mis- skilin, heldur, að eitthvað betrai' megi af hljótast. Virðingarfylst, H. 0, !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.