Morgunblaðið - 08.06.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.06.1947, Qupperneq 6
Sunrmdagur 8. júní 1947. 6 MORGUNBLAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjörn, auglýsingar og afgreiðsla,- Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Óttiníi við atkvæðisréttinn ÚRSLIT atkvæðagreiðslunnar í verkamannafjelaginu Dagsbrún í gær og í dag, skera úr um það, hvort vegurinn iiggur í atvinnumálum þjóðarinnar. Þeir, sem fylgja kom- múnistum út í hið pólitíska verkfall, sem þeir hafa hafið, verða að gera sjer ljóst, að með verknaði þeirra er.þeirri nýsköpun atvinnuveganna, sem unnið hefur verið að síð- ustu ár, stefnt í mikla hættu. Það er ekki einhlítt að eiga fullkomin og afkastamikil framleiðslutæki ef möguleik- ana brestur til þess að reka þau. ■tt' Dagsbrúnardeilan stendur því í raun rjettri um það, hvort treysta beri rekstur hinna nýju tækja eða varpa frá þjóðinni þeim glæsilegu möguleikum, sem hún hefur af bjartsýni og dugnaði aflað sjer. Atvinnurekendur og verkamenn sameinuðust um rík- isstjórn til þess að koma nýsköpuninni í framkvæmd. — Stjórnmálasamtök framleiðenda og verkamanna unnu saman að því að hagnýta arð stríðsárannd til þess að byggja upp bjartari framtíð og aukið atvinnuöryggi. Nær öll þjóðin lagðist á eitt um það, að koma í veg fyrir að á íslandi gæti nokkurn tíma aftur skapast atvinnuleysi. Þessi samvinna var mikið gæfuspor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forustu um þessar ráðstaf- anir. Fyrir frábæra stjórnarhæfileika formanns Sjálf- stæðisflokksins tókst um skeið að fá jafnvel kommúnista t-il þess að taka þátt í raunhæfri baráttu fyrir fjölþættum þjóðlífsumbótum. En .Adam var ekki lengi í Paradís. Kommúnistar undu ekki lengi slíkri lífsvenjubreytingu. Hún reyndist þeim of snögg. Þegar mest á reyndi hlupust þeir frá hinu mikilvæga starfi. Og þeir hlupust ekki að- eins burt frá því. Þeir hófu illvíga baráttu gegn þeim ár- angri, sem þeir þó höfðu sjálfir um skeið tekið þátt í að skapa. Hið pólitíska verkfall Dagsbrúnar er einn liður í þessari baráttu. Því er ætlað að steypa núverandi ríkisstjórn, er hefir það efst á stefnuskrá sinni að halda nýsköpunar- starfinu áfram og treysta grundvöll þess. En baráttuaðferðir kommúnista eru ef til vill athyglis- verðari nú en nokkru sinni fyrr. Blað þeirra heldur því t d. .fram í gær að með því að láta fara fram allsherj- aratkvæðgreiðslu í Dagsbrún um miðlunartillögur sínar, hafi sáttanefnd deilunnar misnotað það vald, sem henni er veitt í vinnulöggjöfinni til þess að láta verkamenn sjálfa skera úr um ákveðnar tillögur! Hjer kemur mat kommúnista á lýðræðinu greinilega í ijós. Það er að þeirra dómi misnotkun vinnulöggjafarinnar að leyfa verkamönnum sjálfum að segja til um það með atkvæði sínu, hvort fallist skuli á ákveðin sáttaboð eða hafna þeim. Hefur annað eins nokkurn tíma heyrst? En hvað gægist í gegnum þessa staðhæfingu kommún- istanna? í fyrsta lagi fyrirlitning þeirra fyrir sjálfsákvörð- unarrjetti verkamanna og í annan stað ótti þeirra við dóm þeirra. Kommúnistaklíkan, sem hefur hrint reykvískum verka- mönnum út í pólitískt verkfall er orðin hrædd við verk sín. Þess vegna er hún á móti atkvæðagreiðslu verka- manna og kallar hana „Misnotkun á valdi sáttasemjara". Verkamennirnir, sem í dag greiða atkvæði með sátta- tillögunum og vinnufrið í lanainu, munu sýna kommún- istum, að ótti þeirra við atkvæðagreiðsluna var ekki á- stæðulaus. Þeir munu sýna það, að þegar þeir hafa sjálfs- ákvörðunarrjett um framtíð sína, láta þeir ekki sjórnast af blindu ofstæki fámennrar klíku, sem misnota vill sam- tök þeirra. Það er á þessa lund, sem verkamenn í Reykjavík hugsa í dag. DAGLEGA LlFINU Spánýir. Strætó. ÞAÐ ERU LIÐNAR nokkr- ar vikur síðan Daglega lífinu hefir borist brjef um strætis- vagnana. Það gat ekki verið að alt væri með feldu og enda kom það í .ljós þegar jeg fór að kynna mjer það, að það er kom ið fult af spánýjum strætóum á göturnar. Og það er gamla sagan, að þegar alt gengur vel og menn eru ánægðir, þá skrif ar enginn. ÞaJ, var borgarstjórinn okk- ar, Gunnar Thoroddsen, sem gekk í það með oddi og egg, að fá nýja strætisvagna á göturn- ar. Hann sá að kvartanir fólks- ins voru rjettmætar og vagn- arnir voru óboðlegir með öllu. En það var nú hreint ekki fyr- irhafnarlaust að fá þessa nýjú vagna. Það þurfti að fá hina og þessa til að leyfa bænum að ganga inn í kaup á vögnun- um, sem aðrir áttu að fá ö. s. frv., en alt gekk þetta vel að lokum. Eggsljettar götur. ÞEGAR SÓLIN skín, eins og í gær_og í fyrradag, sjer mað- ur björtu hliðarnar á lífinu. Menn taka eftir því, að það er verið að gera við göturnar í bænum og að margar þeirra eru þegar orðnar eggsljettar. Og maður tekur eftir því að garðyrkjumenn bæjarins eru að setja niður skrautblóm á Austurvelli og í skrautgörðum bæjarins. Það er að koma sum arblær á bæinn. Margir einstak lingar eiga fallega garða. Einn best hirti blettur í bænum er umhverfis Elliheimilið. í fyrra voru þar kálhöfuð en nú eru komnir túlipanar í þeirra stað. og mikill, er sá_munur fyrir um hverfið. Bara að það leggist nú ekki einhver blómaætan á beit þar í sumar. Verðlaun fyrir feg- ursta garðinn. í FYRRASUMAR stakk jeg upp á því, að veitt yrðu verð- laun fyrir fallegasta garðinn í bænum. Það myndi hvetja menn til að hafa fallega garða hjá sjer. Það þyrfti eitthvert fjelag að gangast fyrir þessu. Hvernig væri t. d. að Reykvík- ingafjelagið tæki það að sjer. Eða eitthvað kvenfjelagið. • Háskólalóðin. OG ÚR því að við erum að tala um fegrun bæjarins og sumarið er rjett að taka til at- hugunar brjef, sem vinkona mín sendir mjer um Háskólalóð ina. — Hún segist oft sitja við glugga í húsi á Laufásveginum og horfa vestur yfir bæinn á góðviðriskvöldum. „Það er dá- samlegt útsýni yfir bæinn á þessum stað, en það eina -sem skyggir á þá fegurð, er háskóla lóðin“, segir hún. ,,Það stingur svo í stúf. að sjá þessar glæsi- legu byggingar í hinu hrjóstr- uga umverfi“. Það munu margir vera sam- mála brjefritara um-að vinda þurfi bráðan bug að því að ganga frá háskólalóðinni. Það var eitthvað unnið að því í fyrra. En það er nú svo, að það er ekki hægt að gera alt í einu og ennþá á að fara að byggja á lóðinni og því erfitt að ganga alveg frá henni fyr en því er lokið. • Þjóðhátíðin. NÚ FER að líða að því að við höldum þjoðhátíðardag — þriggja ára afmæli lýðveldis- ins. Hjer >í Reykjavík hefir verið skipuð nefnd til að sjá um hátíðahöldin og er hún að mestu skipuð sömu mönnum, sem voru 1 samskonar nefnd í fyrra. Þá fóru hátíðahöldin 1 alla staði vel fram og voru okk ur til sóma. Allir góðir menn vilja stuðla að því að svo megi og verða nú. • Fánahneyksli. LEIÐNLEGT fánahneyksli kom fyrir hjer í bænum núna í vikunni. Á fimtudaginn var flaggað í bænum, en öll flögg voru tekin niður eins og vera ber kukkan 8, eða fyrir þann tíma ■—■ nema á sjálfu stjórnar- ráðshúsinu! Það gat varla verið óheppi- legra. En það sýnir hve almenn ingur er orðinn vakandi fyrir að rjett sje með fánann farið, að síðan hafa brjefin um þetta fánahneyksli streymt til Vík- veria. Það bætir lítið úr að skrifa stór orð um þessi mis- tök hjeðan af, en þess er kraf- ist, að slíkt komi ekki fyrir aftur. MEÐAL ANNARA ORÐA .... .... . ----♦ FulHrúar verkamanna á Óðinsfundi Dýrtíðin og kaupið. í ÞJÓÐVILJANUM í gær kemur það greinilega í ljós, að ritstjórum hans er ekki um það gefið, að segja satt og rjett frá fundi þeim, sem haldin var í fjelagi Sjálfstæðisverkamanna fyrir nokkrum dögum. Þar fluttu m. a. verkamenn ræðpr, af stillingu og méð rök festu, er þeir sýndu fram á að kauphækkanir í krónutölu væru verri en ekkert, eins og nú standa sakir með fram- leiðslu landsmanna. I fyrra og í ár. Einn ræðumanna, Friðleifur Friðleifsson, benti rjettilega á þann mikla mun í framkomu kommúnista nú og í fyrra. í fyrra talaði .ein af mál- pípum kommúnista um að fast- setja þyrfti vísitöluna. hvern- ig sem færi með verðlagið. Að búast mætti við tollahækkun- um o. s. frv. „ Þegar kommúnistar fóru úr ríkisstjórninni, þá töldu þeir sjer trú um, að ekki væri hægt að mynda ríkisstjórn án þeirra tilverknaðar. Er það tókst samt þá gripu þeir til þess úr- ræðis, að stofna til verkfalla og vinnustöðvunar, til þess á þann1 hátt, að reyna að komast til á- hrifa í þjóðfjelaginu. Tilraun kommúnista. Verkamenn, er töluðu á fund inum, kváðust ekki ganga þess duldir. að uppsögn samning- anna, og verkfall það, 'sem kommúnistar hafa nú skellt á, er ekki til þess að bæta kjör verkamanna, heldur til þess eins, að reyna til hins ítrasta I að efla völd og áhrif kommún- ! istaflokksins, bæði hjer í Rvík og annarsstaðar á landinu. Þeyar verkamenn athuga málið, með .stillingu, eins og þeir fulltrúar þeirra gerðu. er tóku til máls á Óðinsfundinum, þá bregst það ekki, að þeir sjá, að bað er aðalatriðið fyrir þá að draga ekki úr atvinnuör- ygginu. Ný alda. Sje nýrri dýrtíðaröldu hleypt af stað, en það vilja komm- únistar, þá er viðbúið að salan á afurðum landsmanna stöðvist þá og þegar að mestu. Og þá verður lítið úr atvinn- unni hjá verkamönnum á með- an framleiðslan er iömuð. Takist kommúnistum að koma hjer á atvinnuleysi, gera þeir sjer vonir um, að geta auk ið völd sín og áhrif um stund í landinu. Að því stefna þeir með verkfallinu. I fyrra töluðu kommúnist- arnir um. að auka þyrfti kaup mátt launa þeirra, sem laun- þegar landsins bera úr býtum. En nú, síðan þeir fóru úr stjórn inni. hafa þeir, sem kunnugt i er, gert alt sem í þeirra valdi hefir staðið, til þess að draga úr kaupmætti launanna, með því að auka á útgjöld ríkisins og auka dýrtíðina. Allsstaðar að tapa. Það sem þeir sögðu að væri verkamönnum sjerstaklega nauðsynlegt í fyrra. á eftir þeirra kokkabókum að vera gersamlega ónauðsynlegt í ár. Eða öllu heldur. Nú á verka- fólk að hafa hag af því að dýr- tíðin hækki. Þpssi mótsögn þeirra er sönn un þess að verkfallið er gert til bess eins, að gera síðustu tilraun til að efla Kommúnista flokkinn, sem nú um skeið hef- ir mjög tapað fylgi og áliti, ekki aðeisn hjer í Reykjavík eða hjer á íslandi, heldur um allan.heim, þar sem menn geta bg mega segja álit sitt, sem frjálsir menn. Ekki nóg að skipla um nafn HERFORD. BRESKU hernaðaryfirvöldin í Þýskalandi tilkynntu kommún istaflokknum í kvöld, að þau mundu ekki leyfa myndun nokkurs flokks á hernámssvæði Breta, sem kallaði sig „sósíal- istiskan sameiningarflokk“, en það er heitið, sem kommúnistar á rússneska hernámssvæðinu og brot úr flokki demokrata hafa tekið upp. Breska hernámsstjórnin gef- ur þá skýringu á þessu, að slíkt leyfi verði ekki veitt fyr en sönnur hafi verið á það færðar, að flokkur sósíal demokrata, eða meiriþluti meðlima hans, vilji sameinast ofangreindum flokki. Þá mun herstjórnin og ekki heldur gangast inn á það, að kommúnistaflokkurinn á her námssvæði Breta breyti nafni sínu í sósíalistan sameiningar- flokk. — Reuter. ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.