Morgunblaðið - 08.06.1947, Page 7
Surmudagur 8. júni 1947
MORGUNBLAÐIÐ
7
REYKJAVÍKURBRJEF ‘7ÍT
Sjerkennin.
MEÐ HVERJUM degi sem
líður, fær almenningur gleggri
skilning á sjerkennnum kom-
múnistanna. Aður litu menn
yfirleitt svo á, að kommúnistar
væru að öllum jafnaði eins og
fólk er flest. Þó þeir hefðu hin-
ar sjerstæðu skoðanir sínar á
því, hvað er frelsi og lýðræði,
þá væri ekki teljandi munur á
hugarfari þeirra, og annara
mannaa. En þessu er ekki þann-
ig varið.
Menn, sem af íslensku bergi
eru brotnir, hljóta að vera ein-
kennilega skapi farnir, að vilja
fullkomið einræði, í staðinn fyr
ir frelsi einstaklingsins. Ekk-
ert getur verið fjær íslenskum
hugsunarhætti en það, að einn
maður eða þrfáir, fengju full-
komlega einræðisvald yfir lífi
og eignum allra manna í land-
inu.
„Skyldi þeim ekki
bregða í brá“.
HVAÐ mundu íslendingar
segja alment, og hvernig mundi
þeim falla það, ef einn góðan
veðurdag væri allt frelsi ein-
staklinga burtu þurkað með
þjóðinni, allir<yrðu að sitja og
standa eins og dinræðisherrann
fyrirskipaði. Heimilisfriðurinn
væri rofinn, hvenær sem vera
skyldi, en hver einstakur
borgari í landinu, gæti átt von
á því, á hvaða tíma sólarhrings-
ins sem er, að hann yrði tekmn
fastur, og honum varpað í fanga
búðir, ef grunur Ijeki á, að hann
væri ekki hlýðinn og'auðsveitp-
ur þræll einvaldsherranna.
Af því fólki, sem í dag fylgir
kommúnistum að málum, eða
hefir fylgt þeim, er óhætt að
fullyrða, að ekki tíundi hver
maður hefir gert sjer grein fyr-
ir því, hvernig kommúnisminn
er í reynd.
Þar sem þeir ráða.
ÓTRÚLEGA margir íslend-
ingar hafa allt fram undir
þehna dag, látið telja sjer trú
um, að einhver tegund af frelsi
og mannrjettindum leyndist
með því stjórnarfari, sem kall-
að hefir verið af unnendum
kommúnismans, hið „austræna
lýðræði11. Að þar sem þjóðum
væri stjórnað eftir kokkabók-
um kommúnisma, þar væri sjeð
á einhvern dularfullan hátt
fyrir frelsi og mannrjettindum,
til handa þeim, sem vinna erf-
iðisvinnu í þjóðfjelaginu.
En þar sem stjórnað er á kom
fnúnistanna vísu, þar verður
verkalýðurinn að vinna, þar
sem honum er sagt, og það, sem
honum er sagt, fyrir það kaup
sem honum er skammtað. Þar
er það alveg skýlaust áð hvers
konar mögl um kaup og kjör,
þýðir ekki annað en að viðkom-
andi karl eða kona, sem leyfir
sjer slíkt, á það á hættu að
verða látinn hverfa inn fyrir
veggi fangabúða.
Mannúðin.
AÐFERÐIR kommúnistanna
í stjórnarháttum þeirra, eru
svo stórfurðulegir, að ekki er
nema alveg eðlilegt, að það taki
langan tíma fyrir mönnum, að
átta sig á því, að slíkt og því
líkt skuli geta átt sjer stað, eft-
ir að mannkynið hefir í aldir
verið að berjast fyrir frelsi og
mannrjettindum.
Hjer um daginn var það til-
kynt í kommúnistablaðinu, að
nú hefðu gerst þau stórtíðindi
meðal kommúnista í heiminum,
að afnumin væri dauðarefsing,
þar sem þeir ráða. Var þessu
fagnað sem merki um hvílíkir
dánumenn það væru, sem færu
með völdin í ríki kommúnism-
ans.
En blöðin, sem fluttu fregn
þessa með miklum fjálgleik út
um heim, gáfu þá skýringu, að
í stað dauðarefsingar mætti
dæma menn í 25 ára hegningar
vinnu. Ef kommúnistablöðin
hefðu flutt skýrslur um það,
hve margir hefðu á undanförn-
um árum þolað 25 ára vist í
fangabúðum, þá hefði glansinn
kannske farið af fyrirmælunum
um það, að dauðahegningin
væri afnumin. Því svo mörg
vitni eru nú til um vistina í
fangabúum kommúnista, að
ekki verður vjefe^ngt lengur,
hvers konar vistarverur það
eru.
Kemur ekki fyrir.
ÞAÐ ER bæði furðulegt og
raunalegt, og raunar viðbjóðs-
legt, að meðal Islendinga skuli
vera fólk, sem liggur svo hund-
flatt fyrir harðstjórunum í heim
inum, að það skuli geta fengið
sig til að dásama valdhafa, er
sýnt hafa þá tegund mannúðar,
að þurka út allt, sem norræn-
ir menn telja, að þurfi í lífið,
til þess að það sje þess vert
að lifa.
Þó að það sje eins víst og
að sumar kemur á eftir vetri,
að kommúnisminn nær aldrei
almenningshylli á Islandi, þá
hafa einstakir forsprakkar
þessarar stjórnmálastefnu hjer
á landi, inndrukkið í sig nokk-
ur einkenni stefnunnar, svo að
mjög er áberandi.
Þegar kommúnistum dettur
eitthvað í hug sem hentugt væri
fyrir þá, þá er viðbúið, að þeir
haldi því fram, að vilji þeirra
sjeu einskonar lög í landinu.
« Lögin og viljinn.
Á FÖSTUDAGINN var
fundu kommúnistar á Siglu-
firði það út, að hentugast væri
fyrir þá, að hjeraðssáttasemj-
arinn þar, Þorsteinn M. Jóns-
son, væri ekki sáttasemjari,
heldur einhver annar, sem tæki
með meiri vetlingatökum á
framferði kommúnistanna. En
um leið finna kommar á Siglu-
firði það út, að Þorsteinn sje
gersamlega ólöglegur sátta-
semjari, af því að bann er í bæj
arstjórn Akureyrar(!)
Þeir hinir sömu kommúnist-
ar á Siglufirði vildu ekki að
fram færi allsherjar atkvæða-
greiðsla í verkamannafjelaginu
Þróttur". Þá finna þeir það út,
að verið sje að skerða sjálfs-
ákvörðunarrjett fjelagsins með
því að láta fara fram atkvæða-
greiðslu meðal fjélagsmanna til
þess að gengið sje úr skugga
um, hvað sje vilji þeirra.
Þetta er á kommamáli, „að
hrifsa sjálfsákvörðunarrjettinn
af fjelagsmönnum“. Þó stað-
reyndunum sje snúið alveg við,
þá snertir það ekki dómagreind
þeirra, sem, á annað borð hafa
sagt sig í flokk með kommún-
istum. Þetta er einkenni komma
er þeir bera með sama sjálfbyrg
ing um heim allan. Þetta er boð
orð er þeir hafa meðtekið frá
æðstu stöðum þeirra.
Skopparakringlur.
ÞAÐ vantar í dag hálfan
mánuð upp á 6 ár síðan, allir
kommúnistar í heiminum hættu
að vera jábræður nasismans.
Sú hugarfarsbreyting skeði eins
og menn muna á einni nóttu.
Allir kommúnistar í heiminum
hölluðu sjer út af á koddann
sinn að kvöldi þess 20. júní,
sem 'vinir Adolfs Hitlers. En
um leið og þeir vöknuðu næsta
morgun, þá fengu þeir um það
að vita, að afstaða þeirra til
heimsmálanna var orðin ger-
breytt. Nú var þeim sagt, að
hata þá stjórnmálastefnu, sem
þeim undanfarin missiri hafði
verið sagt að umgangast með
vináttu. Þegar kommúnistar
með slíka fortíð halda, að þeir
með sínar austrænu láns- og
leiguskoðanir, geti ,,upptroðið“
sem leiðbeinendur og forustu
menn í þjóðernismálum, þá
verða þeir að aumkvunarverð-
um grínfígúrum í augum allra
manna með heilbrigða dóm-
greind.
Síefnan.
HJER í Reykjavík hafa kom-
múnistar einsett sjer að koma
á verkfalli og algerðri vinnu-
stöðvun, sem kunnugt er. Áð-
ur en til verkfalls er# komið,
kalla þeir þá menn „verkfalls-
brjóta“, sem eru andvígir vilja
kommúnistanna. Þar kemur hið
sama einkenni fram hjá þeim.
Að skoða vilja smn -sem lög.
Það sem kommúnistar vilja að
sje, það á að vera lög fyrir
aðra. Þessi ímyndun kemur
þeim ekki að gagni á meðan
kommúnistar hafa ekki fengið
alrseðisvald í landinu. Islenskir
kommúnistar mega vita, að
meðan íslensk þjóð fær að ráða
sjer sjálf, þá fá kommúnistar
aldrei völd í þessu landi. Þess
vegna er það líka, að það er
draumur komm'únistanna hjer,
að frelsi íslensku þjóðarinnar
verði komið fyrir kattarnef.
Fyrirmynd.
ÞESSA dagana iða kommún-
istar hjer í Rvík í skinninu, út
af frjettunum frá Ungverja-
landi. Þar hafa flokksbræður
þeirra risið upp og ógnað for-
ustumönnum fjölmennasta
stjórnmálaflokksins með lífláti.
Svo þeir hafa orðið að flýja
land, til þess að bjarga lífi
sínu. Þegar forustan er brostin
í liði andstæðinga kommúnist-
anna, þá hafa þeir opna leið
til að hreiðra um sig í valda-
stólunum.
Síðan er gerð boð fyrir þá
stjórnmálamenn, sem flúið hafa
land, og þeim sagt, að ef þeir
komi ekki tafarlaust heim, til
þess að verða drepnir, þá verði
þeir sviftir ríkisborgararjetti.
Það væri ekki amalegt fyrir
kommúnista annars staðar í
heiminum, að geta losnað svona
fljótt og vel við andstæðinga
sína. En sá dagur rennur ekki
upp yfir þetta land, að kom-
múnistar hafi annan eins leik
á borði, eins og flokksbræður
þeirra í Ungverjalandi.
Síldveiðarnar.
ÞEGAR síldveiðiskipið Rifs-
nes var sent norður fyrir land
um síðustu helgi, í síldarleit,
munu margir hafa fagnað þeirri
ráðstöfun. Því svo mikið er í
húfi fyrir ísl. þjóðina að
þessu sinni, að síldin finnist, og
síldveiðimenn verði komnir á
miðin í tæka tíð.
Menn hafa verið að gera því
skóna að verið gæti, að þegar
síldveiðar bregðast að mestu
leyti hjer við land einstöku
sumur, þá komi þetta m. a. til
af því, að 'síldargangan sje
komin fram hjá, áður en veiði-
flotinn er kominn á miðin.
Þó er, eins og menn vita,
flokkur manna, sem hefir tekið
sjer fyrir hendur að reyna að
koma því til leiðar, að útbún-
aður síldveiðiflotans tefjist al-
veg sjerstaklega, að þessu sinni.
Með verkfallsbrölti sínu stíla
kommúnistar að því, að allur
útbúnaður á síldveiðarnar verði
sem seinastur.
Og þó menn komist á stað
til veiðanna, þá er það von
þeirra, er norður kemur, að
þeim megi takast að gera þann
glundrpða í vinnuna þar, að
sjálfar veiðarnar tefjist, eða
vinslan úr síldinni sem á land
kemur.
Úrslita atkvæði.
í DAG OG Á MORGUN stend
ur yfir atkvæðagreiðslan í
Dagsbrún um það, hvort hjer
eigi að hefjast langt verkfall
eða ekki.
Hjer hafa Dagsbrúnarmenn
tækifæri til að segja álit sitt af-
gerandi orð, um það, hvort þeir
vilja verkfall eða ekki. Þeir
vita það allir, hver einasti einn,
í hvaða flokki sem hann stend-
ur, að verkfall það, sem kom-
múnistar hafa efnt hjer til, er
ekki sett af stað til þess að bæta
kjör verkamanna.
Verkfallið er sett á til þess
eins, að reyna að efla völd kom
múnistanna í landinu. Tækist
kommúnistunum það, að ráða
því hvort.hjer verður vinnú-
friður eða ekki, yfir þann bjarg
ræðistíma, sem nú' fer í hönd
á Islandi, þá er það vitað, að
kommúnistar svífast einskis til
þess að eyðileggja afkomu
mgnna. Þeim er sama þó þjóðin
missi tekjur sínar og verka-
menn atvinnuna. Starf þeirra
stefnir að því að efla áhrif kom
múnismans hjer á landi áður
en almenningur hefir tiL fulls
glöggvað sig á því, hvað kom-
múnisminn er í framkvæmd.
Dagsþrúnarmenn kjósa í dag
vinnufrið og atvinnuöryggi, en
hafna vinnustöðvun, með öllu
því útreiknanlega tjóni, er af
því hlýst, ef menn verða neydd
ir til að halda að sjer hönd-
um, þegar mest á ríður, að
men^i bjargi efnahag sínum og
þjóðarinnar.
„Ekki sjer hann
sína menn“.
SVO mikill hefir hamagang-
urinn verið í þeim, sem í Þjóð-
viljann skrifa upp á síðkastið,
að þeir hafa hvað eftir annað
ráðist á flokksbræður sína.
Um daginn kom hvert Þjóð-
viljablaðið út eftir annað, með
hálfsíðu fyrirsögnum, út af því,
að breskir menn hefðu í leyf-
isleysi gert mælingar á vatns-
afli Þjórsár. En þegar að var
gáð, var það fyrv. stjórn eða
m. ö. o. Áki "Jakobsson, sem
gefið hafði viðkomandi mönn-
um leyfi, til að gera þessar mæl
ingar. - , "
Nýlega var Emil Jónsson
ráðherra skammaður í tveim
Þjóðviljablöðum fyrir það, að
hann hafði þá gefið út reglu-
gerð samkv. lögum, sem komm-
únistinn Lúðvík Jósepsson
hafði flutt.
Svoha hlutlr snerta ekki kom-
múnista. Því þeir eru skrifaðir
fyrir fólkið, sem telur alt gott
og blessað sem Þjóðviljinn
segir. Alveg án tillits til þess,
að það sem stendur í blaðinu
í dag, það sje borið til baka á
morgun, sem hin mesta fjar-
stæða og vitleysa. Það er einn
þáttur hins kommúnistiska hug
arfars að gleypa við hverju sern
er, ef það kemur frá þeim upp-
sprettum sem korpmúnistar
samkv. flokksaga. eiga að
treysta. Og láta frjósa fyrir ölÞ
skilningarvit, þegar málin eru
rædd af stillingu. Leikni kom-
múnista í .því að trúa flokks-
bræðrum og skilja ekkert annað
en það, sem þaðan kemur, er
alveg frábær.
FriSarráðstefna vlð
Japan í Pearl
Harbour
SYDNEY.
TALIÐ er líklegt, að friðar-
ráðstefna við Japan verði hald-
in í Pearl Harbor, þar sem
Kyrrahafsstyrjöldin hófst.
Dr. Evatt, utanríkisráðheira
Ástralíu, sem vill að saminn
verði friður við Japani sem
allra fyrst, hefir látið á sjer
skilja, að honum sje sama hvar
ráðstefnah verði hajdin, svo
lengi sem það verði í einhverju
Kyrrahafslandi.
Evatt hefir jafnframt til-
kynnt, að Ástralíumenn sjeu
andvígir því, að tekin verði til
greina sú beiðni Japana, að þeir
fái að hafa 100,000 manna her
og lítinn flugher, til þess ,,að
halda uppi reglu“, þegar^her-
námsliðin halda heim.
— Kemsley).
Pakenham til
Þýskalands
Dússeldorf í gær.
PAKENHAM lávarður, breski
ráðherrann, sem fer með mál,
sem snerta hernám Þýskalands
kom til Dússeldorf í gærkvöldi
Mun hann dveljast tvo daga í
Ruhrhjeraðinu. Síðan fer lá-
varðurinn til Hamborgar til við
ræðna við Henry Berry, sem er
yfirmaður Hamborgarsvæðisins
— Reuter.